Morgunblaðið - 24.11.1987, Side 59

Morgunblaðið - 24.11.1987, Side 59
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. NÓVEMBER 1987 59 Minning: Áslaug Þórdís Símonardóttir Fædd 27. mars 1910 Dáin 24. október 1987 Nú rikir kyrrð í djúpum dal þótt duni foss í gljúfra sai. I hreiðrum fuglar hvila rótt þeir hafa boðið góða nótt. (M.G.) Þegar kvöldhúmið sækir á og heilsa og þrek er á forum þá er gott að segja af hjarta „góða nótt" og hverfa inn á annað og fullkomn- ara tilverustig „og vakna upp ungur einhvem daginn með eilífð glaða í kringum sig“. (Þ.E.) Mig langar að minnast Áslaugar Þórdísar Símonardóttur með fáein- um kveðjuorðum. Hún var fædd 27. mars 1910 á öndvegisjörðinni Sel- fossi. Foreldrar hennar vom Sigríð- ur Sæmundsdóttir og Símon Jónsson, hjón búandi þar. Þau eign- uðust 6 böm, eitt þeirra er nú á lífi, Soffía, búsett hér í Se(fossbæ. Ung að ámm fór Áslaug til Reykjavíkur að afla sér menntunar. Sigldi til Danmerkur sem þá var ekki títt um sveitastúlkur og dvaldi þar um tíma, en settist síðan að í Reykjavík og vann um, níu ára skeið í versluninni Fram á Klapp- arstíg. En heimþrá til æskustöðvanna réði því að hún kom hingað á heima- slóðir aftur og hóf störf á Lands- símastöðinni á Selfossi, árið 1942. Ég sem þessar Jínur rita var þá símastúlka þar. Áslaug var dugleg við starfið og góður félagi. Fór vel á með okkur og hefur svo verið alla tíð síðan. Áslaug vann á símstöðinni, þó ekki samfleytt, allt til ársins 1976, er hún hætti störfum. Hin síðari ár vann hún sem varðstjóri á síman- um. Það var aldrei nein lognmolla í kringum Áslaugu. Hún var hug- kvæm og framkvæmdi- það sem henni datt í hug, ef mögulegt var. Hún gekk fram í því að reyna að bæta launakjör á símanum og ýmsa aðstöðu. En þar var við ramman reip að draga, eins og fleira í þá daga. Áslaug var hrókur alls fagn- aðar og áttum við póst- og síma- stúlkur marga glaða stund saman. Hún var mikill dýravinur. Var hún sannarlega vinur þeirra og vemd- ari. Hún var líka mjög hjálpsöm og taldi ekki eftir sér að gera fólki greiða. Áslaug v.ar í góðum kunn- ingsskap við Guðrúnu sál. Sigurð- ardóttur, miðil á Akureyri. Ekki er mér grunlaust um að hún hafí veitt mörgum hjálp og styrk, gegnum þá ágætu konu. Áslaug var einn af stofnendum Leikfélags Selfoss og framkvæmda- stjóri lengi. Átti hún sinn stóra þátt í því, að mörg ágæt leikrit voru færð upp og sýnd víðsvegar við góðan orðstír. Var hún gerð að heiðursfélaga er hún hætti störfum þar. Einnig var hún virkur þátttak- andi í kvenfélagi staðarins og lagði þar ýmsum góðum málum lið fyrr á árum þess. Áslaug gekk í hjónaband með Páli Hallgrímssyni, fýrrv. sýslu- manni. Eigi báru þau gæfu til samlyndis og skildu samvistir. Eignuðust þau eina dóttur, Drífu að nafni. Hún er lögfræðingur að mennt og býr í Reykjavík. Eigin- maður hennar er Gestur Steinþórs- son frá Hæli, skattstjóri Reykjavík- ur. Þau eiga þijú böm, Pál, Steinunni og Steinþór. Fjölskyldan var Áslaugu eitt og allt og ömmu- bömin henni hjartfólgin, sérstak- lega var þó Palli augasteinninn hennar. Til Drífu og fjölskyldu hennar sótti hún hjálp og styrk hin síðari ár, þegar aldur og heilsuleysi sóttu á. Áslaug var á yngri árum glæsileg kona. Hún var vel gefin, orðheppin og skemmtileg og hafði ætíð eitt- hvað til málanna að leggja, og hún setti svip á umhverfi sitt. Að leiðarlokum viljum við sem kynntumst henni þakka henni fyrir samverana, sérstaklega fyrir hjálp- semi hennar ef eitthvað bjátaði á hjá skyldum og vandalausum, og við biðjum henni blessunar Guðs á eilífðarvegum. Dæm svo mildan dauða, drottinn, þínu bami, eins og léttu laufi lyfti blær frá hjami, eins og lítill lækur ljúki sínu hjali þar sem lygn i leyni liggur marinn svali. (MJ.) Ingibjörg Dagsdóttir Glóöarkerti i urvali fyrir TOYOTA ISUZU DATSUN MERCEDES BENZ O.FL. < Ji —i 2 Þ s Hvar sem íslendingar eru niðurkomnir á jarðkringlunni gera þeir ætíð sitt besta til að skapa þjóðlega stemningu á jólunum. Ekkert er jafn nauðsynlegt við myndun þeirrar stemningar eins og ekta íslenskur jólamatur. Við hjá SS bjóðumst til að annast umstangið fyrir þig og senda jólamatinn til vina og venslamanna erlendis. Þú kemur bara til okkar í SS-búðirnar, tínir kræsingarnar í körfuna og stingur jólakortinu með - við sjáum svo um afganginn. Og nú er eins gott að flýta sér ef enginn á að fara í jólaköttinn. Alltsem á að fara með flugi til Evrópu þarf að vera tilbúið ísíðasta lagi 17. desember og síðasta skip til Evrópu fer 1. desember. Flugpóstur til N-Ameríku þarf að vera tilbúinn 11. desember. Gleymum ekki þeim, sem þurfa að dvelja fjarri heimaslóðum um hátíðirnar - sendum þeim hangikjöt í pottinn! AUSTURVERI — GLÆSIBÆ — HAFNA RSTRÆTI — VIÐ HLEMM

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.