Morgunblaðið - 24.11.1987, Síða 61

Morgunblaðið - 24.11.1987, Síða 61
MORGUNBLAÐJÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. NÓVEMBER 1987 61 „Ef þú ert hræddur við ferðalag á nýjar slóðir áttu við vandamál að stríða," sagði hann sefjandi. Mér var farið að þykja þetta spennandi. Og hann hélt áfram með sinni djúpu röddu: „Nú ætlum við að fara í aðra neðri veröld." Og við áttum öll að leggjast niður með höfuðin saman og slappa full- komlega af. „Nú vil ég að þið farið í huganum á einhvem stað úti í náttúrunni sem þið eigið góðar minningar um. Þar einhvers staðar er lítil hola og nú vil ég að þið smjúgið óhrædd ofan í þessa holu, þar til þið komið í nýjan heim og þar getið þið spurt spuminga," sagði hann og byijaði að beija tmmbuna. Ég fann hvemig líkami minn varð máttlaus og ég lá eins og skata á gólfinu. Og ímyndunaraflið þaut af stað. Ég sat í moldarflagi og er ég stakk hendinni ofan í volga moldina fann ég risavaxnar rætur. Ég tog- aði í rætumar og þá rann ég ofan í jörðina. Ég smaug í gegnum sa- faríka moldina, togaði mig niður eftir rótunum. Og hvert tmmbuslag passaði við rótarsprotana sem brotnuðu. Ég fór neðar og neðar, rótin varð grennri og ég var einn í myrkrinu. Akkúrat þar sem rótin endaði, þar komst ég út. Og ég sá grösugar hæðir eins langt og augað eygði. Og það var sólskin og bjart. Er ég virti fyrir mér landslagið þá spmttu upp dýr hér og þar. Fílar, bangsar, froskar og flugur. Til mín kom köttur sem spilaði á gítar, íkomi sem glaður spilaði fótbolta, hestur með vængi, gæs úr gulli, syngjandi negrafroskar sem smelltu með fíngmnum, ugla sem las í bók, ljón í þungum þönkum, fíll með rúll- ur í hárinu, lítill andamngi með regnhlíf. Öll þessi dýr söfnuðust saman og horfðu á mig. Ég dustaði af mér moldina og vissi að hér fékk ég svar við spumingunni. „Getið þið sagt mér hvort bókin muni lifa í framtíðinni?" sagði ég. Uglan leit upp úr bókinni og depl- aði auga. Ljónið vaknaði upp af þönkum sínum. Hesturinn hætti að blaka vængjunum. Þau horfðu á mig forviða. „Mun bókni lifa?“ endurtók ég. Én þau svömðu engu. Horfðu bara á mig eins og ég ætti bágt. Svo misstu þau áhugann og gengu frá mér fyrirlitnislega. Kötturinn tók að spila á gítarinn og syngja, uglan fór að lesa sögur fyrir aðra, hestur flaug upp í himininn, fíllinn puntaði hárið sitt og ljónið klóraði sér í kollinum og hélt um munn sinn. Ég er stundum seinn að skilja. En nú rann upp fyrir mér ljós. Hvemig gat ég spurt um annað eins. Svo Iengi sem mannskepnan hefur ímyndunarafl munu bækur verða gefnar út. Bækur em vængir hug- ans. Lesandinn kemst yfir í annan ímyndaðan heim. Er það ekki ein- mitt það sem við þráum öll? Ég flýtti mér upp á yfírborðið. Þegar ég kom upp, var þýskur vörð- ur inni í herberginu og skammaðist háum rómi. Hann kvartaði undan trommuhávaða og hótaði öllu illu með hárri raustu. Hann þurfti greinilega að komast á stressnám- skeið. Nei, heyrðu, mér flaug í hug ... Nú getur skíðafólk hugsaö sér gott til glóðarinnar því í vetur býöur Reisuklúbburinn ótrúlegt úrval spennandi skíðaferða til Austurríkis, Frakklands og Bandaríkjanna. Skíöastaðirnir eru viö allra hæfi og allur aðbúnaður eins og best veröur á kosið. Þeir sem vilja ferðast á eigin vegum fá hjá okkur bílaleigubíl í Luxemborg, Salzburg, Zurich eöa Genf og gistingu á fjallahótelum í Austurríki og Frakklandi. Það bíður enginn sama úrval og Reisuklúbburinn, komdu á skrifstofurnar og fáðu þér bækiing! AUSTURRÍKI — DALIRIMIR ÞRÍR Brottfarir vikulega frá 19. desember. Verö frá kr. 35.910,- í þríbýli í 2 vikur. íslenskur fararstjóri. AUSTURRÍKI - LECH Brottfarir: 19. des., 23.jan„ 6. feb., 13. feb., 20. feb., 19. mars og 26. mars. Verö frá kr. 50.324,- í tvíbýli í 2 vikur. íslenskur fararstjóri. REISUKLIJBBURINN SAGA PÓLARIS FERÐAMIÐSTÖÐIN ATLANTIK Suðurgötu 7 Kirkjutorgi 4 Aðalstræti 9 Hallveigarstíg 1 Sími 624040 Sími 622011 Sími 28133 Símar 28388-28580 FRAKKLAND - AVORIAZ Brottfarir: 30. jan., 13. feb„ 27. feb„ 12. mars og 26. mars. Verö frá kr. 38.547,- 4 í íbúö í 2 vikur. Verö frá kr. 42.607,- 2 í íbúö í 2 vikur. FRAKKLAND - CHAMOIMIX Brottfarir: 30. jan„ 13. feb„ 27. feb„ 12. mars og 26. mars. Verö frá kr. 35.397,- 4 í íbúö í 2 vikur. Verö frá kr. 38.554,- 2 í íbúö í 2 vikur. BAIMDARÍKIIM - VAIL COLARADO Brottför 28. febrúar — aöeins ein ferö. Verö frá kr. 61.822,- 4 í íbúö í 2 vikur. pr. gengi 1.11.87. STRIK/SÍA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.