Morgunblaðið - 24.11.1987, Síða 62

Morgunblaðið - 24.11.1987, Síða 62
62 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. NÓVEMBER 1987 Tónlistarskólar og Kennarasambandið: Mótmæla afnámi ríkis- framlaga til tónlistarskóla SAMTÖK tónlistarskólastjóra, Félag tónlstarskólakennara og Kennarasamband íslands hafa mótmælt því að ríkið hætti fjár- stuðningi við tónlistarskóla á næsta ári, eins og fyrirhugað er samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. I mótmælum þeirra segir m.a. að sveitarfélög hafi mörg hver ekki fjárhagslegt bolmagn til að taka við rekstri skólanna, og að námsstjórn, sem nú er í höndum menntamálaráðu- neytisins, verði mun erfiðari efdr breytingarnar. í bréfí sem Samtök tónlistarsóla- stjóra hafa sent alþingismönnum er varað við afleiðingum þess að íjárhagslegur stuðningur við tón- listarskólana verði færður frá ríkisvaldinu til sveitafélaga. Þar segir að afleiðingar þess yrðu að lítil bæjarfélög myndu hætta rekstri tónlistarskóla, stærri bæjarfélög myndu draga úr rekstrinum, náms- gjöld myndu stórhækka, og tónlist- arskólamir myndu slitna úr tengslum við hið almenna mennta- kerfi. Er sagt að fara þurfi aftur til ársins 1963 til að finna sambæri- legt ástand, þar sem engin lög gildi um tónlistarskóla. í samþykkt sem gerð var á fundi Samtaka tónlistarskólakennara fyr- ir skömmu segir ennfremur að það sé í ósamræmi við aðra þætti fræðslukerfisins að sveitarfélögin hafi ein með höndum rekstur tón- listarskólanna, og því krefjist samtökin að það ákvæði verði fellt úr frumvarpinu. Almennur félagsfundur Félags Tónlistarskólakennara, sem haldinn var 14. nóvember sl., skorar á fjár- málaráðherra og Alþingi að falla frá þeirri hugmynd að færa rekstur tónlistarskólanna alveg yfir á sveit- arfélögin. í ályktun fundarins segir m.a. að á ísíandi hafi tónlistarlíf vaxið og dafnað vegna tilvistar tón- listarskólanna, sem fjölgað hafi úr 11 árið 1982 í 62 árið 1987. Sam- kvæmt lögum frá 1985 búi þeir nú við fjárhagslegt öryggi þar sem ríki og sveitarfélög greiði kennslulaun þeirra. Ekki hafi verið sýnt fram á hvemig rekstur skólanna verði tryggður hætti ríkið fjárhagslegum stuðningi við þá. Lögin um fjárhagslegan stuðning við tónlistarskóla séu einu reglumar sem settar hafí verið af hálfu yfir- valda um þennan þátt fræðslumála í landinu. Tónlistarskólar séu fræðslustofnanir og það sé því í fullu ósamræmi við aðra þætti fræðslukerfisins að sveitarfélög hafi ein með höndum rekstur þeirra.. Núgildandi lög hafi reynst tónlistar- fræðslu í landinu mikil lyftistöng og almenn ánægja sé með fram- kvæmd þeirra. Fundur fulltrúaráðs Kennara- sambands íslands, sem haldinn var 23. og 24. október sl., skorar á fjár- málaráðherra og Alþingi að hafna þeirri hugmynd að færa rekstur tónlistarskólanna alveg yfir á sveit- arfélögin. Fulltrúaráðið óttast að í kjölfar slíkrar lagasetningar fækki tónlistarskólum verulega og starf- semi þeirra sem eftir verða skerðist. Til að mæta kostnaði við skólahald yrði óhjákvæmilegt að hækka námsgjöld en slíkt leiði til atvinnu- leysis tónlistarkennara og að færri nemendur geti stundað tónlist- amám. Menntamálaráðuneytið hafi nú faglega yfirstjórn skólanna með höndum, setji námskröfur fyrir hveija kennslugrein og gefi út sam- ræmdar námsskrár. Hætti ríkið fjárhagslegum stuðningi við skól- ana slitni þeir úr tengslum við hið almenna menntakerfi. Tónlistar- skólar víða um land starfi í nánum tengslum við grunn- og framhalds- skóla og hafí t.d. tekið- að sér kennslu í tónlistargreinum nemenda á tónlistarbraut. Það er ekkert erfitt að stíga fyrstu skrefin. . . SJÓÐSBRÉF VIB báru 11,9% ávöxtun umfram verðbólgu fyrstu sex mánuðina. , Sjóðsbréf VIB er hægt að kaupa fyrir hvaða fjárhæð sem er og selja aftur á auglýstu kaupgengi hjá Verðbréfamarkaði Iðnaðarbankans hf. SJÓÐSBRÉF 1 Sjóðsbréf 1 eru kjörin fyrir þá sem vilja leggja fyrir og fá háa ávöxtun. Kostir Sjóðsbréfa 1 eru m.a. að • þau er hægt að kaupa fyrir hvaða fjárhæð sem er • áhætta er minni en þegar keypt eru einstök skuldabréf með jafnhárri ávöxtun vegna áhættudreifingar sjóðsins • ekki þarf að hafa áhyggjur af endurfjárfest- ingu afborgana vaxta. Starfsfólk VIB sér um að ávaxta sjóðina og hefur áralanga reynslu að baki. SJÓÐSBRÉF 2 Sjóðsbréf 2 eru ætluð þeim sem eiga nokkurn sparnað og þurfa að lifa af eignunum og láta þær jafnframt ávaxtast sem best. Kostir Sjóðsbréfa 2 eru m .a. að • vextir umfram verðbólgu eru greiddir eigendum á þriggja mánaða fresti • kostnaður við ávöxtun er hlutfallslega lítill og fé liggur ekki bundið á lágum vöxtum • þau er hægt að selja aftur á auglýstu kaupengi hjá Verðbréfamarkaði Iðnaðar- bankans. Heiðdís, Ingibjörg, Sigurður B., Vilborg og Þórólfur munu leitast við að veita nánari upplýsingar um sparnað og ávöxtun. Verið velkomin í afgreiðslu VIB að Ármúla 7 eða hringið í síma 91-68 15 30. VIB VERÐBRÉFAMARKAÐUR IÐNAÐARBANKANS HF Ármúla 7, 108 Reykjavík. Simi68 15 30

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.