Morgunblaðið - 24.11.1987, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 24.11.1987, Blaðsíða 62
62 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. NÓVEMBER 1987 Tónlistarskólar og Kennarasambandið: Mótmæla afnámi ríkis- framlaga til tónlistarskóla SAMTÖK tónlistarskólastjóra, Félag tónlstarskólakennara og Kennarasamband íslands hafa mótmælt því að ríkið hætti fjár- stuðningi við tónlistarskóla á næsta ári, eins og fyrirhugað er samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. I mótmælum þeirra segir m.a. að sveitarfélög hafi mörg hver ekki fjárhagslegt bolmagn til að taka við rekstri skólanna, og að námsstjórn, sem nú er í höndum menntamálaráðu- neytisins, verði mun erfiðari efdr breytingarnar. í bréfí sem Samtök tónlistarsóla- stjóra hafa sent alþingismönnum er varað við afleiðingum þess að íjárhagslegur stuðningur við tón- listarskólana verði færður frá ríkisvaldinu til sveitafélaga. Þar segir að afleiðingar þess yrðu að lítil bæjarfélög myndu hætta rekstri tónlistarskóla, stærri bæjarfélög myndu draga úr rekstrinum, náms- gjöld myndu stórhækka, og tónlist- arskólamir myndu slitna úr tengslum við hið almenna mennta- kerfi. Er sagt að fara þurfi aftur til ársins 1963 til að finna sambæri- legt ástand, þar sem engin lög gildi um tónlistarskóla. í samþykkt sem gerð var á fundi Samtaka tónlistarskólakennara fyr- ir skömmu segir ennfremur að það sé í ósamræmi við aðra þætti fræðslukerfisins að sveitarfélögin hafi ein með höndum rekstur tón- listarskólanna, og því krefjist samtökin að það ákvæði verði fellt úr frumvarpinu. Almennur félagsfundur Félags Tónlistarskólakennara, sem haldinn var 14. nóvember sl., skorar á fjár- málaráðherra og Alþingi að falla frá þeirri hugmynd að færa rekstur tónlistarskólanna alveg yfir á sveit- arfélögin. í ályktun fundarins segir m.a. að á ísíandi hafi tónlistarlíf vaxið og dafnað vegna tilvistar tón- listarskólanna, sem fjölgað hafi úr 11 árið 1982 í 62 árið 1987. Sam- kvæmt lögum frá 1985 búi þeir nú við fjárhagslegt öryggi þar sem ríki og sveitarfélög greiði kennslulaun þeirra. Ekki hafi verið sýnt fram á hvemig rekstur skólanna verði tryggður hætti ríkið fjárhagslegum stuðningi við þá. Lögin um fjárhagslegan stuðning við tónlistarskóla séu einu reglumar sem settar hafí verið af hálfu yfir- valda um þennan þátt fræðslumála í landinu. Tónlistarskólar séu fræðslustofnanir og það sé því í fullu ósamræmi við aðra þætti fræðslukerfisins að sveitarfélög hafi ein með höndum rekstur þeirra.. Núgildandi lög hafi reynst tónlistar- fræðslu í landinu mikil lyftistöng og almenn ánægja sé með fram- kvæmd þeirra. Fundur fulltrúaráðs Kennara- sambands íslands, sem haldinn var 23. og 24. október sl., skorar á fjár- málaráðherra og Alþingi að hafna þeirri hugmynd að færa rekstur tónlistarskólanna alveg yfir á sveit- arfélögin. Fulltrúaráðið óttast að í kjölfar slíkrar lagasetningar fækki tónlistarskólum verulega og starf- semi þeirra sem eftir verða skerðist. Til að mæta kostnaði við skólahald yrði óhjákvæmilegt að hækka námsgjöld en slíkt leiði til atvinnu- leysis tónlistarkennara og að færri nemendur geti stundað tónlist- amám. Menntamálaráðuneytið hafi nú faglega yfirstjórn skólanna með höndum, setji námskröfur fyrir hveija kennslugrein og gefi út sam- ræmdar námsskrár. Hætti ríkið fjárhagslegum stuðningi við skól- ana slitni þeir úr tengslum við hið almenna menntakerfi. Tónlistar- skólar víða um land starfi í nánum tengslum við grunn- og framhalds- skóla og hafí t.d. tekið- að sér kennslu í tónlistargreinum nemenda á tónlistarbraut. Það er ekkert erfitt að stíga fyrstu skrefin. . . SJÓÐSBRÉF VIB báru 11,9% ávöxtun umfram verðbólgu fyrstu sex mánuðina. , Sjóðsbréf VIB er hægt að kaupa fyrir hvaða fjárhæð sem er og selja aftur á auglýstu kaupgengi hjá Verðbréfamarkaði Iðnaðarbankans hf. SJÓÐSBRÉF 1 Sjóðsbréf 1 eru kjörin fyrir þá sem vilja leggja fyrir og fá háa ávöxtun. Kostir Sjóðsbréfa 1 eru m.a. að • þau er hægt að kaupa fyrir hvaða fjárhæð sem er • áhætta er minni en þegar keypt eru einstök skuldabréf með jafnhárri ávöxtun vegna áhættudreifingar sjóðsins • ekki þarf að hafa áhyggjur af endurfjárfest- ingu afborgana vaxta. Starfsfólk VIB sér um að ávaxta sjóðina og hefur áralanga reynslu að baki. SJÓÐSBRÉF 2 Sjóðsbréf 2 eru ætluð þeim sem eiga nokkurn sparnað og þurfa að lifa af eignunum og láta þær jafnframt ávaxtast sem best. Kostir Sjóðsbréfa 2 eru m .a. að • vextir umfram verðbólgu eru greiddir eigendum á þriggja mánaða fresti • kostnaður við ávöxtun er hlutfallslega lítill og fé liggur ekki bundið á lágum vöxtum • þau er hægt að selja aftur á auglýstu kaupengi hjá Verðbréfamarkaði Iðnaðar- bankans. Heiðdís, Ingibjörg, Sigurður B., Vilborg og Þórólfur munu leitast við að veita nánari upplýsingar um sparnað og ávöxtun. Verið velkomin í afgreiðslu VIB að Ármúla 7 eða hringið í síma 91-68 15 30. VIB VERÐBRÉFAMARKAÐUR IÐNAÐARBANKANS HF Ármúla 7, 108 Reykjavík. Simi68 15 30
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.