Morgunblaðið - 24.11.1987, Síða 64
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. NÓVEMBER 1987
64
Söngstjórmn töfrum sleginn í Fiskimannavirkinu.
Frá söngferð Karlakórsins Fóstbræðra um Mið-Evrópu:
„Áttu ekki nógu sterk orð
til að lýsa hrifningu sinni“
Fóstbróðir f hlutverki fánabera á 17. júní f Walchsee.
3. grein
í Búdapest var komið inn í
Búda-hluta borgarinnar síðla
fimmtudagsins 11. júni. Enn var
4 sólin hátt á lofti og steikjandi hiti.
Staldrað var við stutta stund í
hlíðum Búda-hæða. Útsýnið var
himneskt. Dóná liðaðist breið og
tignarleg í gegnum borgina. Þing-
húsið fremst á árbakkanum í Pest
reis eins og ævintýrahöll upp úr
hitamistrinu. Kirkjutumar, hallir,
hvolfþök, brýmar yfír Dóná, garð-
ar, skógar, hæðir og víðátta. Allt
rann þetta saman í eitt dásamlegt
listaverk.
Þegar komið var á Hótel Royal
(nú voru Fóstbræður hættir að líta
við öðrum hótelum en þeim sem
voru eitthvað „royal"), kom fljót-
lega að því að borin væri fyrir þá
ein stórmáltíðin enn. En þar sem
sumir voru að flýta sér — langaði
að skjótast í ópem eða á tónleika
— þá rétt nörtuðu þeir í þennan
ágæta mat. Söngstjórinn, píanóleik-
arinn og dómkirkjupresturinn
skelltu sér á sinfóníutónleika ásamt
frúm sínum og máttu horfa upp á
það að ung og stórglæsileg stúlka
í síðri,. svartri flauelisdragt stjóm-
aði sinfóníuhljómsveitinni af þvílíkri
leikni og þokka að unun var bæði
á að horfa og hlýða. Já, þeir eru
góðir í jaftyéttinu, Ungveijar! Og
það var ekki bara stjómandinn sem
var kvenkyns heldur bæði einleikar-
inn á fiðluna og hörpuna — sem
mun nú reyndar líka vera fremur
algengt vestantjalds.
Daginn eftir að komið var til
Búdapest var farið í skoðunarferð
um borgina. Búdapest er af mörg-
um talin ein fegursta borg veraldar
— svo afstætt sem það er að mæla
fegurð. — En fögur er hún hvaðan
eða hvert sem litið er yfir hana.
Hvort heldur staðið er í Pest á
eystri bakka Dónár og litið upp til
hæðanna í Búda handan árinnar
eða horft er ofan úr Búda yfir borg-
ina svo vítt sem augað eygir, eins
og fýrr var lýst. Borgin, sem telur
nú á þriðju milljón íbúa, varð til
, úr þremur borgum árið 1873. Búda
í hlíðum hæðanna á vestri bakka
Dónár, en hún var orðin konungs-
borg og höfuðborg á miðöldum. Og
Pest á flötum eyrum eystri bakk-
ans, sem einnig á sér margra alda
sögu borgarastéttar, verslunar og
iðnaðar. Og svo litlu fomaldarborg-
arinnar Óbúta á vestri bakkanum,
• en hún er svo gömul að þar hafa
fundist merkar minjar frá tímum
Rómverja.
Konungsborgin Búda var orðin
bæði fögur og rík á 14. öld og á
seinni hluta 15. aldar voru þar reist-
ar glæsilegar hallir í endurreisn-
arstíl. En árið 1541 urðu Ungveijar
— eða Magyarar, eins og þeir kalla
sig sjálfir enn þann dag í dag, þrátt
fyrir blandaðan uppmna — fyrir
þeirri raun að Tyrkir hertóku landið
og einangruðu þá frá evrópskri
menningu í hálfa aðra öld, eða til
ársins 1686. Má sjá merki Tyrkja-
tímans m.a. í baðhúsum undir
hlíðum Kastalahæðarinnar í Búda.
Tyrkir fóm óblíðum höndum um
fomar minjar og menningarsetur
Ungveija og vom sum hver rústir
einar eftir hersetu þeirra. Eins og
t.d. Búda-kastalinn, sem Magyarar
hófu að byggja á 13. öld, þegar
þeir vom lausir við mongóla, er
höfðu riðið um garð og farið eins
og logi yfir akur. Og svo þegar
Ungveijar vom lausir við Tyrki
byggðu þeir aftur upp Búda-kastal-
ann, en þá í barokkstfl, samkvæmt
tísku þess tíma. Svo nú er hann
sumpart barokk- og sumpart mið-
aldakastali.
Árið 1945 var Búdapest enn einu
sinni öll í rúst. Engar brýr tengdu
saman borgarhlutana. Og enn á ný
var allt byggt upp aftur. Glæsibrýr
vom byggðar yfir Dóná og aftur
streymdi iðandi mannlífið yfír
brýmar og sameinaði borgarhlut-;
ana. (Um Búdapest liggja allar
leiðir Ungveijalands. Og ekki bara
Ungveijalands heldur trúði ung-
verski fararstjórinn íslensku ferða-
löngunum fyrir því, að þeir sem
vildu taka sér far með Austurlanda-
hraðlestinni frægu, gætu ekki verið
á betri stað, því Búdapest væri ein-
mitt einn aðaláfangastaður henn-
ar.)
Alexander og Díana, fararstjór-
amir ungversku, lögðu sig öll fram
að kynna íslendingunum sögu lands
síns og þjóðar um leið og þau leiddu
þá um borgina. Skoðuð vom minnis-
merki á Hetjutorginu í Pest, þar
sem erkiengillinn Gabríel breiðir út
vængi sína á hárri súlu fyrir enda
torgsins og í kringum hann þeysa
Atli Húnakóngur og Djengis Khan
á fákum sínum ásamt fríðu föm-
neyti — eða kannski vom þeir af
kyni Magyara, knapamir steigurl-
átu, sem vom svo grimmúðgir á
svip að það setti að manni hroll,
þrátt fyrir 30 stiga hita á selsíus
sem nú mældist í skugganum. (Og
guð má vita hversu mikill hitinn
var orðinn þama á bersvæði Hetju-
torgsins hvíta.) Það var víst þúsund
ára búseta Magyara sem var verið
að minnast árið 1922 þegar verk
þessi vom reist.
Þama í Pest var líka fjöldinn
allur af háskólum, leikhúsum, iista-
söfiium og tvær ópemr. Ungverska
Þjóðaróperan er stofnun tveggja
ópemhúsa. Ópemnnar, sem byggð
var á ámnum 1875—1884. Tekur
hún rúmlega tólf hundrað manns í
sæti og er hið fegursta skrauthýsi.
Húsið varð fyrir furðu litlum
skemmdum í stríðinu_ og var opnað
aftur í mars 1945. Árið 1980 var
það svo „tekið í gegn“ með nálægð
aldarafmælisins í huga. Og á af-
mælisdaginn, 27. september 1984,
skein það allt eins og sólin sjálf.
Og þannig er það enn þann dag í
dag, þremur ámm síðar. Hitt ópera-
húsið heitir Erkel-leikhúsið og tekur
það 2.400 manns í sæti.
Frú María Teresía lét til sín taka
í Búda sem annars staðar í ríki sínu
og stofnaði þar háskóla árið 1770.
Ekki mun það þó hafa verið fyrsti
háskólinn í Ungveijalandi. Til em
heimildir er greina frá háskóla í
Ungveijalandi a.m.k. frá því á 14.
öld. En skóli frú Maríu var fluttur
yfír í Pest eftir sammna borganna.
Að kvöldi þessa merkisdags þeg-
ar Karlakórinn Fóstbræður skoðaði
borgina Búdapest, þótti mörgum
við hæfi að enda þennan dýrðardag
í logagylltri og keisaralegri Óper-
unni. Þessi dagur hafði þó ekki
verið kómum algerlega áfallalaus.
Píanóleikari kórsins, Jónas Ingi-
mundarson, hafði orðið í brottu að
hverfa, þar sem hans beið enn ein
keppnin með íslenskum raddmönn-
um á erlendri gmnd. Kristinn
Sigmundsson óperasöngvari átti að
fara að syngja í einsöngvarakeppni
í Cardiff í Wales. Og þar sem Krist-
inn Sigmundsson er á ferðinni að
syngja þar er Jónas Ingimundarson
við hljóðfærið, eins og allir vita.
Þetta var í stakasta misræmi við
tónleika kórsins í Búdapest, sem
stafaði af því að sá aðili, ungversk-
ur, sem sá um tónieikahald Fóst-
bræðra í Búdapest var alltaf að
skipta um skoðun á því hvenær eða
hvar tónleikamir skyldu haldnir.
Samkvæmt fyrstu og jafnvel ann-
arri útgáfu á þeirri áætlun áttu
tónleikamir að vera um garð
gengnir þegar Jónas þurfti að fara
til Cardiff. En nú var dagsetning
tónleikanna komin yfir á þann 14.
en Jónas þurfti að fara 12. Við
þessu var ekkert að gera úr því sem
komið var og ekki um annað að
gera en haga seglum eftir vindi.
Enn steig hitinn. Ungversku far-
arstjóramir höfðu orð á því að það
væri ekki bara íslendingum sem
væri heitt þama í Ungveijalandi
(meðalhiti í Búdapest mun vera í
kringum 20 stig). Þetta væri hrein-
lega hitabylgja sem komið hefði í
kjölfar rigninga og kuldatíðar sem
hijáð hefði Ungveija sem aðra
Mið-Evrópubúa að undanfömu.
Árla morguns, laugardaginn 13.
júní, var lagt af stað í Dónárferð.
Fyrst var ekið norður til Szent-
endre, sem er u.þ.b. 25 þúsund
manna bær norður við Dónárbug.
I Szentrendre em komin saman
sýnishom flestra þeirra þjóðarbrota
— ef ekki allra — sem mynda ung-
versku þjóðina. Saga bæjarins er
rakin allt frá steinöld og síðar bú-
setu rómveija. Tyrkir settust þar
og að á sínum tíma og fóm hvergi
þegar hemámi Tyrkja létti á 17.
öld. Þá komu þangað Serbar og
settust að í stómm hópum. Húsin
þama hafa sérkennilegan slavnesk-
an eða jafnvel tyrkneskan blæ og
það er eitthvað þjóðsögulegt við
andrúmsloftið sem heillar. Enda ku
Um borð í Dónárferjunni.