Morgunblaðið - 24.11.1987, Qupperneq 66
66
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. NÓVEMBER 1987
Nýting vatnsorku og jarðvarma:
Skilar millj-
örðum árlega
Áætlun um starf-
semi Orkustofn-
unar 1988-1992
í drögum um starfsemi Orku-
stofnunar, sem lögð vóru fram á
vetrarfundi Sambands íslenzkra
rafveitna og Sambands íslenzkra
hitaveitna, segir m.a. að „nýting
innlendra orkulinda, vatnsorku
og jarðvarma, skili þjóðinni ár-
lega nokkrum milljörðum króna
i nettó-ávinning, þegar allur
kostnaður við rannsóknir, hönn-
un, virkjun og rekstur hefur
verið dreginn frá, annar en sá
hluti rannsóknarkostnaðar
Orkustofnunar sem ekki fæst
endurgreiddur við virkjun, en
það er aðeins lítill hluti. Þessi
nettó-ávinningur er margfaldur
á við fjárveitingar til stofnunar-
innar“.
Hér fer á eftir seinni hluti
draganna, sem fjallar um endur-
Ljósm. Morgunblaðsins/Kristinn Ólafsson
Hrauneyjarfoss
Símar 35408 og 83033
AUSTURBÆR
UTHVERFI
Lindargata 39-63 o.fl.
Skipholt 1-38
Skipholt 40-50
Skeifan
Háagerði
Njörvasund
Birkihlíð
VESTURBÆR
Ægisíða 80-98 o.fl.
Nýlendugata
Einarsnes
Látraströnd
Grænahlíð
KOPAVOGUR
Holtagerði
Skjólbraut
GARÐABÆR
SELTJNES
Háholt
Hrísholt
Sæbraut Eskiholt
skoðun á starfsemi Orkustofnun-
ar:
Aætlun þessi fjallar um starfsemi
Orkustofnunar næstu fímm árin,
1988 til og með 1992. Hún er ann-
ars vegar gerð á grundvelli þeirra
verkefna sem fyrirsjáanleg, eða
líkleg, eru á tímabilinu, og hins
vegar á grundvelli nauðsynlegrar
lágmarksfæmi á hvetju fræðisviði
orkurannsókna. Hún er þannig gerð
út frá þeim tveimur meginsjónar-
miðum sem talin eru hér á eftir.
(i) Rannsóknarþörf vegna opin-
berrar stjómsýslu í orkumálum og
vegna orkuiðnaðarins i landinu
bæði þess núverandi og þess sem
vænta má í framtíðinni út frá
1. Raforkuspá 1985—2015, frá
1985.
2. Jarðvarmaspá 1987—2015, frá
1987.
3. Horfum á nýjum orkufrekum
iðnaði er notar raforku og jarð-
hita, og á útflutningi á raforku.
(ii) Nauðsynlegt lágmarksum-
fang á starfsemi Orkustofnunar til
að tryggja að á hveiju fræðisviði
orkurannsókna sé fyrir hendi nægj-
anleg þekking og nægjanlega stór
lrjamahópur til þess að unnt sé fyr-
irvaralítið að auka rannsóknir í það
sem þörf er á vegna breyttra við-
horfa í orkumálum, þ.e. til að
tryggja viðbragðsgetu stofnunar-
innar við breyttum aðstæðum.
Fyrra meginsjónarmiðið, eða við-
miðunin, verður hér á eftir nefnt
rannsóknarþörf, en hið síðara lág-
marksumfang.
Helstu forsendur
Við mat á rannsóknarþörf næstu
fimm árin hefur verið tekið mið af
eftirfarandi:
* Sum rannsóknarverkefni em
þess eðlis að þau verða að fara
fram óháð sveiflum á orkumark-
aði.
* Verkefni breytast í tímans rás,
óháð sveiflum á orkumarkaði
þannig að úr sumum dregur jafn-
framt því sem önnur vaxa.
* Horfur á nýjum orkufrekum iðn-
aði og á útflutningi á raforku eru
metnar það óvissar nú sem stend-
ur að þær eru ekki ltnar hafa
áhrif á rannsóknarþörf í þessari
áætlun, en tekið er tillit til þess-
ara möguleika með lágmarksum-
fanginu. (Sjá nánar á fylgiskjali
2 um samhengi rannsóknarþarf-
ar á vatnsorku og raforkumark-
aðar samkvæmt raforkuspá og
fylgiskjal 3 um nauðsynlegar við-
bætur við sannreyndan vinnslu-
verðan jarðvarmaforða).
* Gert er ráð fyrir að Orkustofnun
taki að sér á áætlunartímanum
ýmis verkefni fyrir aðila utan
orkugeirans hér á landi sem hún
hefur bæði kunnáttu og mann-
afla til að leysa af hendi. Þessi
verk yrðu sumpart söluverk og
sumpart kostuð af opinberum
Qárveitingum til annars en orku-
mála.
* Gert ér ráð fyrir nokkrum sölu-
verkum erlendis, en þau eru
áætluð með varfæmi.
Meginniðurstöður
Niðurstöður áætlunarinnar eru
sýndar á meðfylgjandi töflum 1—7.
Hinar helstu þeirra má draga sam-
an þannig:
1. Rannsóknarþörfín er talin munu
dragast saman úr 120 ársverk-
um 1987 í 99 ársverk 1992, að
stjómun meðtalinni. Ársverkum
á Orkustofnun hefur fækkað úr
150 árið 1982 í 120 í ár, 1987.
Þessi samdráttur heldur þannig
áfram, en það hægir á honum.
2. Lágmarksumfangið er metið á
96 ársverk á ári, að stjómun
meðtalinni.
Lágmarksumfangið, sem í eðli
sínu er óháð tíma, er þannig
lægra en rannsóknarþörfín öll
árin.
3. Nauðsynlegar fjárveitingar á
fjárlögum til Orkustofnunar eru
taldar geta dregist saman úr 159
m.kr. 1987 í 135 m.kr. 1992,
reiknað á verðlagi í janúar 1987.
Sérstekjur stofnunarinnar eru
taldar muni lækka úr 87 m.kr.
1987 í 70 m.kr. 1992.
4. Rannsóknar-ársverkum á Orku-
stofnun fækkar samkvæmt
áætluninni um 43 nettó yfír þessi
fímm ár sem hún tekur til. Á
vissum sviðum fækkar ársverk-
um alls um 54, samtímis því sem
þeim ijölgar á öðrum um 11.
5. Þau 54 ársverk sem þannig er
talið nauðsynlegt að ljúka við á
áætlunartímanum, og ekki þurfa
að halda áfram við lok hans eru
á eftirtöldum sviðum:
5.1 Rannsókn smærri virkj- 6
unarstaða vatnsorku og
verklok við stærri virkj-
anir
5.2 Rekstrarrannsóknir, unn- 2
ar í samvinnu við Lands-
virkjun.
5.3 Fiskeldisverkefni: 12
Fyrir sérijárveitingar og
mótframlög
Fyrir önnur framlög og 8
söluverk
5.4 Jarðhitaleit (fyrir nýjar 3
smáhitaveitur)
5.5 Þróun forðafræði og 9
vinnslueftirlits
5.6 Orkulindir á hafsbotni 1
5.7 Ýmisverk 7
5.8 Stjórnsýsla 6
54
6. Þau 11 ársverk sem ráðgert er
að starfsemin vaxi um áætlun-
artímanum eru á eftirtöldum
sviðum:
Endurskoðun á starf-
semi Orkustofnunar
í stjómarsáttmála núverandi
ríkisstjórnar er ákvæði um að end-
urskoða skuli hlutverk Orkustofn-
unar og Orkuráðs. Þess er vænst
að þessi áætlun geti verið gagnlegt
framlag til þeirrar endurskoðunar.
Slík endurskoðun á starfseminni við
og við er hverri stofnun nauðsyn
til að geta lagað sig að breyttum
aðstæðum. En mjög mikilvægt er
að í þeirri endurskoðun verði tekið
mið af báðum þeim sjónarmiðum
sem liggja að baki áætlun þessari,
og að framan em rakin.
Leggja ber áherslu á að ljúka á
áætlunartímanum við verkefni þau
sem talin em í tölulið 5 hér að of-
an. Tvö þeirra em sérstaklega
mikilvæg:
í fyrsta lagi fískeldisverkefnin.
Þau miða að því að afla traustrar
yfirlitsþekkingar á því, hvar á
landinu em bestu skilyrði frá náttú-
mnnar hendi til seiðaeldis í vatni
hituðu með jarðhita, og til að reisa
matfískstöðvar er tækju við stómm
hluta seiðanna og gerðu úr þeim
verðmætari vöm, matfísk. Hitt er
líka mikilvægt að vita með vissu
hvar á landinu ekki em skilyrði til
slíks. Hvort tveggja em gmndvall-
aratriði þegar skipuleggja skal
samdrátt í hefðbundnum búgrein-
um á þann hátt, að tillit sé tekíð
til möguleika á nýjum atvinnugrein-
um eins og fískeldi. Ekki tjóar að
ætla bændum þann atvinnuveg þar
sem náttúran býður ekki upp á
skilyrði til hans. Þau þurfa því að
vera vel þekkt. Hvort tveggja er
undirstaða undir skynsamlegu stað-
arvali fiskeldisstöðva, en það getur
ráðið úrslitum um afkomu þeirra.
Engin stofnun önnur hefur jafngóð-
ar forsendur og Orkustofnun til að
afla þessarar þekkingar.
í öðm lagi þróun forðafræði og
vinnslueftirlits. Hér er um það að
ræða að þróa nýjar og betri að-
ferðir til að takast á við vandamál
sem tengjast langvarandi vinnslu
jarðvarma og fleiri og fleiri hitaveit-
ur eiga við að stríða. Núverandi
aðferðir em ekki nógu góðar til
frambúðar, þegar vandinn vex. Þró-
un nýrra aðferða er áhættuverk sem
ekki er að vænta að starfandi hita-
veitur geti staðið undir einar sem
söluverkum. Fjárveitingar frá
ríkinu verða að koma til. Þetta verk
má til með að vinna á áætlunartím-
anum.
Nýting innlendra orkulinda,
vantsorku og jarðvarma, skilar
þjóðinni árlega nokkmm milljörðum
króna í nettó-ávinning, þegar allur
kostnaður við rannsókn, hönnun,
virkjun og rekstur hefur verið dreg-
inn frá, annar en sá hluti rannsókn-
arkostnaðar Orkustofnunar sem
ekki fæst endurgreiddur við virkj-
un, en það er aðeins lítill hluti.
Þessi nettó-ávinningur er margfald-
aður á við fjárveitingar til stofnun-
arinnar. Svo lengi sem skynsamleg
von er til að rannsókn muni auka
þennan ávinning ber því að fram-
kvæma hana og veita fé til hennar.
Þetta er hinn þjóðhagslegi mæli-
kvarði á það hvort veija skuli meira
fé til orkurannsókna eða ekki. Sá
mælikvarði segir ekki til um hvort
þetta fé skuli koma sem framlög
frá ríkinu, þ.e. skattgreiðendum,
eða frá orkuiðnaðinum sem keypt
rannsóknarverk. í því sambandi er
þó vert að muna að stærstur hluti
áðumefnds ávinnings lendir hjá
notendum í formi ódýrari orku en
ef innlendu orkulindirnar væm ekki
nýttar. Aðeins lítill hluti hans fellur
í hlut orkuiðnaðarins. En orkunot-
endur og skattgreiðendur era mikið
til sami hópurinn.