Morgunblaðið - 24.11.1987, Side 67

Morgunblaðið - 24.11.1987, Side 67
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. NÓVEMBER 1987 67 Lyklaböm — og bjór- inn í ísskápnum Opið bréf til Geirs H. Haarde alþingismanns eftirPál V. Daníelsson Komdu sæll Geir. Þú ert hagfræðingur að mennt og ég hefi fengið nasasjón af þeirri fræðigrein. Ég vil því ekki láta hjá líða að ræða lítillega um bjórfrum- varp, sem þú ert flutningsmaður að ásamt fleirum. Að mínu mati gerir hagfræðin þær kröfur, þegar unnið er að mál- um, að finna þeim traustan grund- völl byggðan á reynslu, þekkingu og rannsóknum. En bjórfrumvarpið ber ekki slíkum vinnubrögðum vitni. Fjöldi spurninga vakna Hér er stórmál á ferð, sem hlýtur að vekja ýmsar spumingar. Hver verða áhrifin af samþykkt frum- varpsins? Hve mikil verður neyslan? Bætist hún við þá áfengisneyslu sem fýrir er? Nær hún til annarra aldurshópa en neyslan í dag? Leiðir hún til daglegrar neyslu í auknum mæli frá því sem nú er? Verður ástandið í áfengismálum betra eða versnar það? Verði það verra, hvemig komumst við þá út úr þeim vanda? Verður aftur snúið eða sitj- <um við uppi, og það varanlega, með meira böl en nú? Höfum við þá ekki lagt í of mikla áhættu, fórnað of miklu? Margir telja að íslending- ar kunni ekki með vín að fara, kunna þeir þá betur að fara með áfengan bjór? Engar skýrslur fylgja frumvarp- inu, sem svara þessum spumingum né heldur mörgum öðram. Það verð- ur varla fellt undir rök að hafa Útvegsmannaf élag Reykjavíkur: Styðurjöfn- un úthlut- aðs afla togara STJÓRN Útvegsmannafélags Reykjavfkur hefur sent sjávarút- vegsráðherra og Alþingi ályktun þar sem lýst er stuðningi við til- mæli þingmanna Suður- og Vesturlands um að í lögum um stjóm fiskveiða fyrir næstu fjög- ur ár sé stuðlað að jöfnun úthlutaðs afla í sóknarmarki til togara, hvaðan sem þeir era gerðir út af landinu. Stjóm Útvegsmannafélags Reykjavíkur vekur einnig athygli sjávarútvegsráðherra og þing- manna á að rekstrargrandvöllur loðnuskipa er algjörlega brostinn eins og nú horfir um afkomu þeirra. Stjóm Útvegsmannafélags Reykjavíkur beinir þeim tilmælum til ráðherra og þingmanna að leitað verði lausna á aðsteðjandi vanda þessara skipa sem fyrst og í tengsl- um við mótun fískveiðistefnu næstu ára. OTDK HUÓMAR BETUR „skoðun", að „álíta“ eitt og „halda" annað. Þekkinguna ber aðnýta Það fer ekki á milli mála, að al- menn áfengisneysla veldur miklu tjóni. Um það era menn sammála. Hvað tjónið er mikið vitum við minna um. En við sem höfum kynnst hagfræðinni ættum að hafa áhuga á því. Sumt af þeim vanda, sem af áfengisneyslu hlýst verður ekki mælt en suma þætti er hægt að meta til fjár með viðhlýtandi nákvæmni. Og hvers vegna ekki að gera það? Þekking á áhrifum áfengisneyslu á heilbrigði fólks er alltaf að auk- ast. Á því sviði eigurti við margt mjög hæft fólk, sem öðlast hefur reynslu og aflað sérþekkingar í þeim efnum. Ekki getum við byrgt okkur svo innan múra eigin þekk- ingar, síst hagfræðikunnáttu, að við höfum ekki glugga til að kíkja út um. Fulla virðingu verðum við að bera fyrir þekkingu annarra og læra að nýta hana eigi vel að fara. Þeir, sem taka að sér leiðsögu þurfa öðram fremur að nýta alla tiltæka þekkingu til þess að tryggja það, að þeir lendi ekki í ógöngum. Þeirra er ábyrgðin eða ætti a.m.k. að vera það. Verður ÁTVR hindrun? Þau rök að áhætta af að leyfa áfengan bjór sé lítil þar sem ætlað sé að hann verði aðeins seldur í ÁTVR og í vínveitingahúsum virð- ast haldlítil. Mér skilst að einstakl- ingar, hópar og fyrirtæki eigi að geta keypt bjórinn í útsölum ÁTVR. Sé það rétt þá kemst hann óhindrað á vinnustaðina og í ísskápa heimil- anna. 60 lítrar á hvert mannsbarn En hvert verður bjórmagnið? Þegar bjórframvarp var á ferðinni 1984 lét ölgerðarforstjóri hafa það eftir sér, að hér á landi væri mark- aður fyrir 12—15 milljónir lítra af bjór. Hann var ekki hræddur við það, að ÁTVR og vínveitingahúsin yrðu mikil hindran í vegi fyrir bjór- flóðinu. Og varla hefur hann haft hag af því að ofmeta sölumöguleik- ana. En 12—15 milljónir lítrar af bjór, hvað segir það okkur? Samkvæmt manntali 1. des. 1986 voru íslendingar 243.698. Magnið er því um 60 lítrar á hvert manns- bam á ári. Það era 2.7 lítrar af hreinum vínanda á mann miðað við 4.5% styrkleika. Bætist bjórinn við aðra áfengisneyslu nálgast hún það að tvöfaldast. En lítum á aldursdreifinguna. Sjötugir og eldri era 17.432. Trú- lega er ekki mikill markaður í þeim hópi fyrir bjór. Aldurshópurinn 20—69 ára er 143.704. Sé bjór- magninu deilt á þann hóp era það um 100 lítrar á mann að meðaltali. Það þarf marga stórdrykkjubjór- Páll V. Daníeson En 12—15 milljónir lítrar af bjór, hvað seg- ir það okkur? Samkvæmt manntali 1. des. 1986 voru íslend- ingar 248.698. Magnið er því um 60 lítrar á hvert mannsbarn á ári. Það eru 2,7 lítrar af hreinum vínanda á mann miðað við 4,5% styrkleika. menn til þess að það dæmi gangi upp. En það era 41.589 á aldrinum 10—19 ára og er það álitlegur hóp- ur til þess að efla markaðinn fyrir bjór. T.d. „lykla“-böm ef bjór er geymdur í ísskápnum. Þess má geta að 12—15 milljónir lítrar af bjór er ekki hátt áætlað, því það yrði miklu minni bjómeysla á mann en í bjórlöndunum hér í nágrenninu og t.d. helmingi minni neysla á mann en hjá Dönum. Hvað sættum við okkur við mikið böl? Áfengisvandamálið verður ávallt eins stórt og við sættum okkur við. Ef við getum sætt okkur við að horfa á eymdina, þá látum við hana viðgangast. Það hefur lítið að segja, þótt okkur hrylli við hlutunum stöku sinnum, þá kákum við eitthvað, skipum í besta lagi nefnd til að afsaka okkur og meðan hrollurinn líður úr okkur starfar nefndin og svo geram við ekkert með þær til- lögur sem fram koma og við ráðumst því ekki að rótum vand- ans. Til era þekktar leiðir til að draga úr áfengisbölinu en við viljum bara ekki fara þær. Og áfengisbölið hefur fylgt mannkyninu. Við verð- um bara að sætta okkur við það segja margir. Já svona fomeskju- legt og grimmt afturhald er til. Og það stendur í vegi fyrir aukinni velsæld, batnandi lífi, betra heilsu- fari og meiri lífshaminguu. Miklar upplýsingar til Ég vil að lokum benda á að til era miklar upplýsingar um áfengis- mál hjá Áfengisvamaráði, land- lækni, ríkisspítulunum, nefndum, sem skipaðar hafa verið til að kanna þessi mál og gera tillögur, rann- sóknir, sem gerðar hafa verið bæði heima og erlendis o.s.frv. Það þarf því ekki að rasa um ráð fram í sambandi við bjórframvarp, né aðra þætti áfengismála og gera tilraunir á íslenskri þjóð, heldur er hægt að flýta sér með hægð, opna fjölmarga glugga reynslu, þekking- ar og rannsókna áður en lengra er haldið. Að því hljótum við að vinna. Og ég er þess fullviss um að þú viljir afla sem mestrar þekkingar í þessu máli sem öðram og ég er reiðubúinn til þess að takast á við málið með þér á þeim grandvelli. Með góðri kveðju og bestu ósk- um. Höfundur er viðakiptafræðingur. Haltu þér ungpm og upppum iðskipta- og tölvublaðið er upplýsingarit fyrir SHiþá sem fylgjast með því nýjasta í viðskipta- og tölvuheiminum. 5. tölublað er komið út. Áskriftasíminn er: 91 -82300.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.