Morgunblaðið - 24.11.1987, Side 68

Morgunblaðið - 24.11.1987, Side 68
68 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. NÓVEMBER 1987 t Móðir okkar, tengdamóðir og amma, LAUFEY SIQFINNSDÓTTIR áður til heimilis I Grænukinn 7, Hafnarfirði, andaðist á hjúkrunarheimilinu Sólvangi laugardaginn 21. nóvember. Garðar Kristjánsson, Guðni Kristjánsson, Reynir Kristjánsson, Jóhann Kristjánsson, Ásta Kristjánsdóttir, Ásta Jónsdóttir, Rannveig Kjærnested, Elínborg Sigurbjörnsdóttir, Klara S. Árnadóttir, Logi Knútsson og barnabörn. t Eiginmaður minn, faöir okkar og tengdafaöir, HELGI VIGFÚSSON fyrrverandi kaupfélagsstjóri, Breiðumörk 8, Hveragerði, lést laugardaginn 21. nóvember. Jónfna Aldís Þórðardóttir, börn og tengdabörn. t Maðurinn minn og faðir okkar, SIGURJÓN BJÖRNSSON, Jaðarsbraut 21, Akranesl, lést í Sjúkrahúsl Akraness 22. nóvember. Kristfn Karlsdóttir og börn. t Sonur minn og bróðir okkar, JÓN SIGURÐS JÓNSSON, Lundarbrekku 2, Kópavogi, lést á heimili sínu laugardaginn 21. nóvember. Ingigerður Þorsteinsdóttir og systur hins látna. t Móðir okkar, GUÐFINNA JÓNSDÓTTIR, Miðtúni 13, Selfossi, lést laugardaginn 21. nóvember f Landspítalanum í Reykjavík. Börn, tengdabörn og barnabörn. t Bróðir okkar, KARL JÓNSSON frá Mjóabóli, lést í Sjúkrahúsi Akraness 13. nóvember. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Systkini hins látna. t Móðir mín, tengdamóöir og amma, GUÐNÝ MARGRÉT JÓHANNESDÓTTIR frá Þorgrfmsstöðum, lést i Landspítalanum 22. þ.m. Ásbjörn Kristófersson, Sigrfður Guðmannsdóttir, Birna Ásbjörnsdóttir. t Móðir mín, tengdamóöir og amma, SIGURÐÍNA S. EINARSDÓTTIR, Fjölnisvegi 5, Reykjavfk, andaðist í Borgarspítalanum að kvöldi föstudagsins 20. nóvember. Þóra Guðrún Óskarsdóttir, Einar Baidvinsson, Óskar Einarsson, Baldvin Einarsson, Reynir Einarsson. Anna Kristmunds- dóttir — Minning Fædd 7. júní 1900 Dáin 16. nóvember 1987 Mig langar í fáum orðum að minnast elsku frænku minnar, Önnu Kristmundsdóttur, sem lézt í svefni aðfaranótt 16. nóvember sl. Minningamar hrannast upp, fagrar minningar um elskulega, glaðlynda og síunga konu, sem-hélt reisn sinni til hinztu stundar. Fyrstu minningar mínar tengjast heimili hennar Eiríksgötu 15 og Svanahvammi, sumarbústað hennar við Alftavatn. Þar var ávallt glatt á hjalla og tekið á móti öllum smáum og stór- um opnum örmum. Aldrei heyrði ég foreldra mína tala öðmvísi um Önnu en með mik- illi hlýju og virðingu enda leit ég ávallt upp til þessarar frænku minnar og fannst hún tvímælalaust höfuð móðurættar minnar. Kynni mín og hennar urðu nánari eftir því sem árin liðu, þrátt fyrir 52 ára aldursmun og áttum við ætíð góðar stundir saman, sem ég minnist með mikilli ánægju. Ég teigaði í mig frásögur hennar af móður sinni og langömmu minni, sem við heitum báðar í höfuðið á og hjá henni lærði ég margt um kjör fólks og lifnaðar- hætti á árunum kringum aldamótin. En við Anna ræddum ekki eingöngu um liðna tíð er við hittumst, heldur ræddum við ýmis dægurmál líðandi stundar, því að þrátt fyrir háan aldur fylgdist hún vel með því sem var að gerast í þjóðfélaginu og í kringum hana. Hún las mikið og styrtti það henni stundir í seinni tíð, þar sem hún bjó ein hin aljra síðustu ár. En í þeim efnum er Önnu bezt lýst. Hún var ætíð sjáifstæð, sjálfri sér nóg og bjó yfír einstaklega mik- illi sálarró. Ég og fjölskylda mín söknum elsku frænku, sem okkur þótti svo vænt um. Yngsta dóttir mín kallaði hana alltaf ömmu Kristmunds og sýnir það glöggt hversu mikinn kærleika bömin fundu umvefja sig í návist hennar. Henni fylgdi ávallt mikil birta og gleði og getum við yljað okkur nú þegar hún er farin frá okkur með góðum minningum um stórkostlega konu sem átti fáa sér líka. Það verður undarlegt að fara ekki í heimsókn til hennar í Hjarðar- hagann fyrir þessi jól, en það var orðinn fastur liður hjá mér að gera hlé á jólaundirbúningnum og eiga notalega stund með Önnu yfír kaffí- bolla og nýbökuðum smákökum. En Drottinn gaf og Drottinn tók. Lofað veri hans nafn. Anna hefur nú fulinað æviskeið sitt. í lífí henn- ar fóru saman trú og verk. Verk sem hún vann án þess að hreykja sér af. Orð Páls postula í Filippí- bréfínu 2, 3—5 gætu hafa verið hennar einkunnarorð: „Gjörið ekk- ert af eigingimi eða hégómagimd. Verið lítillátir og metið aðra meira en sjálfa ykkur. Lítið ekki aðeins á eigin hag, heldur einnig annarra. Verið með sama hugarfari sem Jes- ús Kristur var.“ Og til okkar sem nú syrgjum Önnu koma þessi orð frelsarans: „Ég er upprisan og lífið. Sá sem trúir á mig mun lifa, þótt hann deyi.“ Þau eru okkur huggun í sorg okkar. Bömum og aðstandendum Önnu sendi ég hugheilar samúðarkveðjur. Anna Jóhanna Guðmundsdóttir Að morgni dags þann 16. nóvem- ber sl. bárust mér þær fréttir, að Anna, móðir æskuvinar míns, væri öll. Þetta kom mér á óvart. 11. þ.m. hafði hún verið við útför móður minnar og tekið þátt í mínum hag. Þar var hún með kærleika sinn og hlýju eins og endranær. Og nú fengu þær mæður, okkar vinanna, að fylgjast að yfir hin ókunnu landamæri lífs og dauða, báðar 87 ára gamlar. Feður okkar beggja höfðu einnig kvatt þennan heim sama ár, 1974. Ég var ungur að árum, þegar ég kom fyrst á heimili hennar á Eiríks- götu 15 hér í borg. Ég og sonur hennar höfðum kynnst í 8 ára bekk í Austurbæjarskólanum, og var nú ætlunin að skiptast á frímerkjum. Þetta varð ekki eina heimsókn mín á heimili Önnu Kristmundsdóttur og Jóhannesar Jónassonar. Þær urðu óteljandi heimsóknimar og á æskuárunum nánast daglegar. Vin- átta myndaðist, sem varað hefur í 46 ár. Ég varð smám saman „hinn strákurinn" hennar Önnu. Anna var sterkur persónuleiki, létt í lund og sá auðveldlega hinar broslegu hliðar hlutanna. Samt var hún alvörugefin, opin fyrir þörfum annarra, ósérhlífín, hjálpfús og sérstaklega skilningsrík. Alla tíð hélt hún sér vel, var létt á fæti og snögg í hreyfingum, jafnvel hin síðari ár, er hjartasjúkdómur hindr- aði hana nokkuð. Og tíguleg var hún og svipmikil og á efri árum ungleg með sitt mjallahvíta, þykka hár. Hjónin Anna og Jóhannes voru mjög samhent, og hlýju stafaði frá þeim báðum. Margir áttu sér griða- stað á heimili þeirra, — fundu þar athvarf í neyð. Öllum var þar tekið opnum örmum. Hjálpsemi þeirra hjóna var mikil og oft veitt án þess að um hana væri beðið. Eftir síðari heimsstyijöldina var skömmtun á erlendum gjaldeyri. Elsta systir mín ætlaði utan til náms. Gjaldeyris- forði hennar var lítill. Þetta fréttu þau Anna og Jóhannes, sem vegna atvinnu sinnar áttu greiðari aðgang að gjaldeyri en flestir aðrir. Ekki stóð á hjálp þeirra. Mikil var gleði systur minnar, þegar úr rættist. Mér fannst Anna standa styrk við hlið mannsins síns, styðja hann í daglegum störfum og hlúa að hon- um í frístundum. Hann skyldi fá notið sín. Saman byggðu þau sér fallegan reit „Svanahvamm" við Alftavatn. Þangað fékk ég einnig að koma og njóta takmarkalausrar gestrisni. Húsmóðurhæfíleikar hennar voru miklir. Heimilið persónulegt, fal- legt, hreint, hlýlegt og því stjórnað af myndarbrag. Lengst af var heim- ilið á Eiríksgötu 15, en síðari ár á Hjarðarhaga 44. Alltaf átti hún Anna kaffí á könnunni. Þegar ég á unglingsárum þambaði mjólk teyg- aði vinur minn kaffi, nema móðir hans byði upp á sína einstöku brún- tertu, þá varð að drekka mjólkur- sopa. Kaffíð hennar lærði ég síðar að meta. Hún Anna bar umhyggju fyrir bömum sínum, Gústafí og Ingi- björgu, og síðar tengdabömum og bamabömum. Hún var vakandi og sofandi yfír þeirra högum og lét sér einnig mjög annt um þá, er þau umgengust. Hún hvatti okkur til náms og starfa, og mikil var gleði hennar, er við sem ungir stúdentar birtumst í dyrunum. Oft töluðum við um tónlistaráhuga sonarins og organistaferil. Á heimili hennar sát- um við ungir og hlustuðum á hverja sinfóníu Beethovens á fætur ann- arri. Já, það er af mörgu að taka. Minningamar streyma upp í hug- ann. A síðari árum kynntist ég Önnu á sérstakan hátt. Við áttum saman góðar rabbstundir. Ég vissi, að hún var hinn mesti lestrarhestur og hafði mikið yndi af góðum bók- um, en nú fyrst varð mér ljós frásagnargáfa hennar. Á einfaldan og skýran hátt og með ákveðnum hrynjanda sagði hún frá. Sama hvort við ræddum hversdagslega hluti eða alvöru lífsins. Ég nam einnig betur grunntóninn í lífí henn- ar, trúartraustið á lifandi Guð, og hvemig hún lifði í kærleikanum. Anna var góð kona. Ég þakka Guði fyrir hana. Ásgeir B. Ellertsson Minningin um Önnu Kristmunds- dóttur ljómar mér eins og smaragð- ur í skarti fagurrar konu. Fyrstu bemskuminningar mínar eru, þegar ég rambaði niður að Svanahvammi í sumarbústaðinn þeirra Jóhannesar og Önnu, en Jóhannes var elstur föðursystkina minna. Hafði keypt sér smá landskika við Álftavatnið bjarta í Þrastarskógi og reist sér og fjölskyldu sinni sumarbústað. Seldi svo yngsta bróður sínum hluta landsins og þannig stóð á ferðum mínum þama á milli. Sólin ljómaði Grímsnesinu góða í heiði, skógurinn ómaði af fugla- söng og Jóhannes og Anna stóðu á stéttinni og hlógu dátt að langferða- manninum. „Ertu ekki þyrstur elskan mín og viitu ekki bijóstsyk- ur.“ Hvílík dýrð. Við hliðina á bústaðnum vom rólur og vegasalt, þar sem við Inga þreyttum íþróttir okkar. Litlu neðar spratt lindin tær útúr berginu og þangað var farið að sælqa vatn. Anna var fædd vestur á fjörðum í stóran bamahóp og mátti ung spjara sig. Hún var guðhrædd og Inga og Gústi fóm í KFUK og M. Gústi lærði svo á orgelið og mikið var dýrlegt að hlusta á hann Gústa spila heima á Eiríksgötunni, þar sem heimilið þeirra var hér í bæn- um. Áratugi hefur hann spilað í kirkjum, mest i Laugameskirkju. Þegar pabbi dó fómm við mamma á Eiríksgötuna. Þá vöknaði okkur öllum um augun. Enginn stendur einn, sem á vin í neyð. Elsku Inga mín og Gústi, bömin ykkar, vinir og vandamenn. Guð ræður. Af honum emm við öll sprottinn og í náðarfaðm hans för- um við öll. Það em margir sem syrgja hana Önnu mína í Svana- hvammi. Konu sem alltaf átti létta lund og gleði til þess að miðla öðr- um. Friður Guðs blessi hana um alla eilífð. Guðlaugur Tryggvi Karlsson Frú Anna Kristmundsdóttir, Hjarðarhaga 44, lézt á heimili sínu 16. nóvember, 87 ára að aldri. Þrátt fyrir háan aldur kom þetta okkur vinum hennar á óvart, því hún var mjög hress og bar aldurinn sérstak- lega vel. Hún fylgdist vel með dægurmálum, hafði fastmótaðar skoðanir, bar móðurlega umhyggju fyrir sínum nánustu af meðfæddri reisn lífsreyndrar og góðrar konu. Anna fæddist 7. júní árið 1900 í Skálavík í Norður-Isafjarðarsýslu. Hún var ein af hópi 12 systkina, sem öll em látin utan ein systir hennar, Sigríður, sem nú er rúm- liggjandi. Foreldrar Önnu vom Anna Jón- asdóttir og Kristmundur Snæ- bjömsson, bóndi að tjóðólfstungu í Bolungarvík, síðar kaupmaður í Reykjavík. Þau fluttu ásamt böm- um sínum til Reykjavíkur árið 1920. Anna vann ýmis störf sem til féllu og bjó að mestu í foreldrahúsum þar til faðir hennar lézt. Foreldrar Önnu tóku í fóstur og ólu upp dótt- urdóttur sína, Rannveigu, en móðir hennar lézt skömmu eftir fæðingu hennar. Ólu þau litlu stúlkuna upp sem sína eigin dóttur og var Anna þeim mjög hjálpleg. Anna giftist Jóhannesi Jónassyni trésmíðameist- ara og bjuggu þau alla sína búskapartíð I Reykjavík, lengst af á Eiríksgötu 15 með bömum sínum, Gústaf, organista og deildarstjóra í Landsbanka íslands, kvæntum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.