Morgunblaðið - 24.11.1987, Blaðsíða 70
70
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. NÓVEMBER 1987
fclk í
fréttum
Eins og lesendum er væntan-
lega kunnugt, sér fyrirmynd-
ardóttirin Lisa Bonet nú um sinn
eigin sjónvarpsþátt sem er eins
konar framhaJd af „Fyrirmyndar-
föðumum" og íjallar um lífið í
menntaskólanum sem dóttirin
Denise stundar nám í fjarri heim-
ili sínu. Ekki hefur þátturinn, sem
ber heitið „A different World,"
Öðmvísi heimur, heppnast sem
skyldi, gagnrýnendur hafa rifið
hann miskunarlaust í sig og var
örvæntingin hjá hinni ungu Lisu
orðin mikil. Að endingu sá hún
ekki aðra leið út úr ógöngunum
en að leita ásjár Cosbys og fram-
leiðanda fyrirmyndarþáttana sem
bmgðust við skjótt. „Þátturinn á
að vera um óskup venjulega
krakka sem em að heiman í fyrsta
skipti, ekki um ömurlega staðlað-
ar unglingaímyndir. Persónumar
í þættinum vekja alls enga samúð
og handritið er heimskulegt og
fullt af smáatriðum," sagði Bill
Cosby og hófst þegar handa við
betrumbætur. Hann rak fjöldan
allan af handritshöfundum og réð
nýja í staðinn og les nú hvert ein-
asta handrit yfír áður en það er
tekið upp. Þess má geta að þætt-
imir verða teknir til sýninga í
sjónvarpinu upp ú r áramótum og
gæti orðið fróðlegt að sjá hvemig
til tekst með lagfæringamar. Nú
situr Lisa milli vonar og ótta og
bíður eftir árangrinum af endur-
vinnslunni.
Ekki þó alveg ein, því henni til
halds og trausts í stjömuþreng-
ingunum er vonbiðill hennar
Lenny Kravitz. Lenny þessi er
upprennandi rokkstjama og segja
vinir þeirra hjónaleysa að hjóna-
band sé á næsta leiti.
Hjónaleysin Lenny og
Lisa eru afar samrýmd.
Sjónvarpsþættimir hennar
Lisu vom allir komnir í
flækju þegar Bill Cosby bar
að garði.
FYRIRMYNDARFJÖLSKYLDAN
Hún brosir ekki svo blítt um þessar mundir, hin ástríðufulla Elizabeth Taylor.
ELIZABETH TAYLOR
Burt með ilminn
/
Nyjasta afurð Elizabethar Tayl-
or, ilmvatnið „Passion" hefur
verið útilokað frá mörgum helstu
verslunum New York borgar.
Ástæðunnar er ekki að leita í sjálf-
um ilminum sem fallið hefur í góðan
jarðveg heldur er hér um að ræða
bann vegna þess að franskt ilmvatn
með sama nafni hefur verið á
Bandaríkamarkaði í tvö ár. í ákæm
á hendur Elizabethu sem er 32
blaðsíður á lengd, er farið fram á
að ilmvatnið verði útilokað frá öllum
finari verlsunum, en sjálfsagt sé
að leyfa sölu á því annarsstaðar.
Það sem menn hafa gagnrýnt
Elizabethu harðast fyrir, er að áður
en kynningarherferðin hófst var
búið að vara hana við nafnarugl-
ingnum en hún skellti við því
skollaeyrum. Hún var enda búin að
bíta það í sig að ekkert lýsti sér
og ilminum betur en „Passion" sem
útleggst sem „ástríður" á því ást-
kæra ylhýra.
Henni þykir afar súrt í broti að
fá ekki að selja ilminn allstaðar og
hefur sagt sér til málsbóta að hluti
ágóðans renni í sérstakan eyðni-
vamarsjóð. En það hreif ekki á hina
háu herra og ilmvatnið er nú á bak
og burt úr öllum fínni verslunum
New York borgar.
STJ ÖRNU VEGGJ AKROT
Vag’g' og velta,
stöðvið umferðina
Bono söngvari U2 er ekki sá engill sem sumir ætla ef marka má fram-
komu hans við bandaríska gosbrunna á dögunum. Hann er ásamt
hljómsveit sinni staddur á tónleikaferðalagi um Bandaríkin og hefur þar
tryllt lýðinn með magnaðri sviðsframkomu. Þó tók steininn úr þegar hljóm-
sveitin lék í San Fransisco fyrr í mánuðinum. Varð hann þá svo frá sér
numinn af eigin áhrifamætti að hann tók sér spreybrúsa í hönd og ritaði
„Vagg og velta, stöðvið umferðina" á gríðarstóran gosbrunn í miðju borg-
arinnar á meðan 20.000 ánægðir áhorfendur fylgdust með.
Fimm dögum síðar bankaði lögregluþjónn upp á og rétti honum kæru
sem var sett fram af hinum öskureiða borgarstjóra Dianne Feinstein.
Reiði hennar sjatnaði þó hið bráðasta, því Bono brá við skjótt, lét hreinsa
gosbrunninn og baðst margfaldlega afsökunar á framkomu sinni.
„Óskapar umferðarhávaði er i þessari borg,“ æpir Bono
og æsir múginn í San Fransisco.