Morgunblaðið - 24.11.1987, Blaðsíða 77

Morgunblaðið - 24.11.1987, Blaðsíða 77
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. NÓVEMBER 1987 77 Flokksráðsfundur Sjálfstæðisflokksins: Góður andi ein- kenndi fundinn - segir Kjartan Gunnarsson fram- kvæmdasljóri Sjálfstæðisflokksins KJARTAN Gunnarsson fram- kvæmdastjóri Sjálfstæðis- flokksins segir að umræður á sameiginlegum fundi flokks- ráðs- og framkvæmdastjómar um helgina hafi verið mjög já- kvæðar og góður_ andi hafi einkennt fundinn. Á fundinum sátu formenn sjálfstæðisfélag- anna og flokksráðsmenn og voru fundarmenn um 200 tals- ins þegar mest var. Kjartan sagði að á fundinum hefði verið rætt fram og til baka um flokksstarfið. Aðspurður hvort ræddir hefðu verið minnispunktar um flokksstarfíð, sem byggðir voru á skýrslu nefndar sem mið- stjóm flokksins skipaði til að meta úrslit síðustu alþingiskosn- inga, sagði Kjartan þeir hefðu ekki verið ræddir sérstaklega. Raunar mætti segja að þau atriði sem komið hefðu fram við þær umræður væru atriði sem alltaf væru til umræðu. í lok fundarins var samþykkt stjómmálaályktun þar sem fagn- að er að endir var bundinn á stjórmálalega óvissu í landinu með myndun ríkisstjómar undir for- ystu formanns Sjálfstæðisflokks- ins. Auk þess er lýst stuðningi við þau helstu markmið ríkisstjómar- innar að stuðla að auknu einstakl- ingsfrelSi, jafnvegi, stöðugleika og nýsköpun í efnahags- og at- vinnulífí, bæta lífskjör og draga úr verðbólgu. Síðan em talin upp í 19 liðum þau atriði sem fundur- inn leggur áherslu á í sambandi við þá pólítísku stefnumótun sem talið er nauðsynlegt að flokkurinn eigi frumkvæði áð á Alþingi. Byggingarsjóður ríksins: Einungis forgangshóp- ar fái lán úr sjóðnum I stjórnmálaályktun flokksr- áðs- og formannafundar Sjálf- stæðisflokksins um síðustu helgi er lagt til að þeir sem ekki eiga íbúð fyrir eða þurfa að stækka við sig af fjöl- skylduástæðum verði látnir sitja fyrir lánveitingum úr Byggingarsjóði ríkisins og stefna skuli að því að einungis forgangshópar þeirra sem ekki eigi íbúð fyrir fái lán hjá sjóðn- um. Aðrir fái fyrirgreiðslu hjá bankakerfinu og fyrirgreiðsla ríkisins færist frá niður- greiðslu vaxta yfir í skattakerf- ið. í ályktuninni segir ennfremur að forsenda þess að fyrirgreiðslan sé flutt í bankakerfíð sé lenging lána og samningar við lífeyrissjóð- ina um kaup á skuldabréfum í því skyni. Á meðal annara áhersluatriða í ályktuninni í sambandi við Bygg- ingarsjóð ríkisins er að tryggja lánafýrirgreiðslu til þeirra sem eiga í greiðsluerfiðleikum vegna skammtSmalána til húsnæðis- kaupa og sérstökum flokki framkvæmdalána verði komið á til að auðvelda öldruðum og ör- yrkjum að flytjast í hentugt húsnæði. Einnig er lögð áhersla á að sveitarfélög eigi og reki leigu- íbúðir fyrir þá sem þess þurfa með. Aukin áhersla verði lögð á að veita framkvæmdalán til bygg- ingaraðila þar sem íbúðarbygg- ingar hafí verið í lægð. Þá er lagt til að kannað verði hvort lánveit- ingum Byggingarsjóðs ríkisins megi skipta milli kjördæma í sama hlutfalli og greitt er í lífeyris- sjóði, meðan unnið sé að viðunandi framtíðarlausnum í húsnæðismál- um. Efasemdir um launa- skatt á sjávarútveg EFASEMDIR ?im dagningu aunaskatts á sjávarútveg og jækkun á endurgreiðslu upp- safnaðs söluskatts koma fram í stjórnmálaályktun flokksráðs- og formannafundar Sjálfstæð- isflokksins. Segir þar að vandséð sé hvemig þessi áform geti samrýmst þvi markmiði að halda gengi krónunnar stöð- ugu. í þeim kafla ályktunarinnar sem ijallar um sjávarútveg segir að nauðsynlegt sé að víðtæk sátt takist um stjórnun fiskveiða. Mik- ilvægt sé að ná fram veigamiklum breytingum frá núgildandi lögum og skuli þær breytingar miða að því að tryggt verði svo sem kost- ur er að athafnafrelsi ríki og að útgerðastaðir ryóti séraðstæða að fullu. í lok kaflans er lagt til að Verð- jöfnunargjóður fiskiðnaðarins verði lagður niður sem fýrst og kannað með hvaða hætti megi koma sveiflujöfnunanyóðum inn- an fyrirtækja í sjávarútvegi. Hvatt til samstarfs á ný í kjaramálum „ENDA þótt meðaltalskaup- máttur hafi batnað umfram það sem desembersamningarnir gerðu ráð fyrir, eru þeir til sem una verða við umsamda lág- markstaxta. Það er nú aðkall- andi að [aðtlar vinnumarkaðar- ins og ríkisstjórninj taki á ný höndum saman og finni áreið- anlegar leiðtr tíl að hemja verðbólguna, tryggja kaupmátt og draga úr launamun sem nú er orðinn alltof mikill, og í rikum mæli kynbundinn." Þetta segir í þeim kafla stjórmálaá- lyktunar flokksráðs og form- annafundar í^jálfstæðisflokks- ins sem fjallar um kjaramál. í ályktuninni segir einnig að í kjarasamningunum í desember 1986 hafí ríkisstjómin lagt sitt að mörkum til að gera aðilum vinnumarkaðarins kleyft að hækka lægstu launin veruiega jafnframt því sem stefnt var að enn frekari lækkun verðbólgunnar en tókst að ná fram á þv( ári, en þá var hún um 10%. Því miður hafi þetta ekki tekist og I efna- hagsþenslu síðustu missera hafi orðið launaskrið og kapphlaup um vinnuafl. Ford T árgerð 1927, sem er einn þríggja fornbfla sem Þorsteinn Baldursson ætlar að selja úr safni sínu. Fjörutíu til sextíu ára bílar til sölu „ALDNIR höfðingjar“ voru aug- lýstir til sölu i dagblöðum um helgina. Um er að ræða þijá fornbíla í eigu Þorsteins Baldurs- sonar, bílaáhugamanns. Elsti bfllinn er Ford T árgerð 1927, en hinir eru Studebaker árgerð 1930 og Chrysler árgerð 1947. „Ég á fleiri bfla en þessa þrjá og jafnvel þótt mig taki það sárt að selja þá er ekki um annað að ræða,“ sagði Þorsteinn Baldursson. „Ég hef ekki aðstöðu til að sinna þeim sem skyldi, en ég ætla ekki að selja þá nema nýir eigendur séu allir af vilja gerðir til að gæta þeirra vel. Fjölmargir hafa haft samband við mig, en ekki hefur verið gengið frá sölu á bflunum.“ Þorsteinn kvaðst hafa fengið Ford T bílinn þjá Magnúsi Jóns- syni, safnverði í Hafnarfirði, sem hafí ávallt haldið bflnum rr\jög vel við. „Það er meira að segja uppr- unalegt áklæði á sætunum," sagði Þorsteinn. „Þetta er eini bfllinn hér á landi sem er með „high and low“, það er að í stað venjulegra gíra eru fótstig, eitt fyrir lággír, annað fyrir hágír og þriðja fyrir bakkgfr. Það er því ekki fýrir hvem sem er að aka bflnum, því í raun þurfa menn að læra að aka bfl að nýju. Það hafa margir hringt f mig og falast eftir bflnum, en ég vil fá fyrir hann verð sem samsvarar þokkalegum japönskum bfl.“ Annar bfll, sem Þorsteinn ætlar að selja, er Studebaker Erskine árgerð 1930. Þorsteinn eignaðist bflinn fyrir þremur árum og hefur ekki gert hann upp nema að hluta. „Ég vil gjaman selja hann ein- hverjum sem er reiðubúinn til að gera hann upp. Hann verður seldur á verði rússneskrar fólksbifreiðar," sagði Þorsteinn. Loks ætlar Þorsteinn að selja Chrysler Windsor árgerð 1947. Þessi bfll var lengi f eigu Ludvigs Storr. „Þessi bíll er í ágætu lagL og er hægt að nota sem einka- drossíu," sagði Þorsteinn. „Ég hef sjálfur ekið honum um bæinn á góðviðrisdögum á sumrin og hann verður seldur á svipuðu verði og notaður ameriskur fólksbíll." Þorsteinn kvaðst hafa verið með fombíladellu frá því að hann myndi eftir sér. „Ég á fleiri bfla en þessa þijá, meðal annars Lincoln árgerð 1947. Ég hef nýlokið við að gera hann upp fyrir fleiri hundmð þús- unda og ætla ekki að láta hann frá mér,“ sagði Þorsteinn Baldursson að lokum. Morgunblaðið/Sigupflur Jónsaon Karl Björnsson bæjarstjóri og Brynleifur H. Steingrimsson forseti bæjarstjórnar á Selfossi aka bamavögnunum síðasta spölinn yffer ~ Ölfusárbrú. Með eyðnivarnir í bama- vagni yfir Hellisheiði Selfossi. NEMENDUR í Fjölbrautaskóla Suðurlands efndu til herferðar gegn eyðni á laugardaginn. Barna- vagni var ýtt yfir Hellisheiði á laugardag og safnað áheitum til styrktar fræðslu og rannsóknum landlæknisembættisins á eyðni. Það voru verðandi stúdentar sem stóðu fyrir hérferðinni sem öðrum þræði var fjáröflun þeirra til að kom- ast í skólaferðalag. Lagt var af stað frá Hlemmi klukkan ntu á laugar- dagsmorgun. Ólafur ólafsson land- læknir ýtti vagninum fyrsta spölinn. Þegar kom að ölfusárbrú voru þeir Karl Bjömsson bæjarstjóri og Bryn- leifur H. Steingrímsson forseti bæjarstjómar.mættir til að ýta vagn- inum síðasta spölinn. Þessi fjáröflun var unnin í sam- vinnu við Bylgjuna sem fylgdist með ferðinni. * Hópurinn sem stóð fyrir ferðinni mætti allur í mótefnamælingu á Borgarspftalann á fimmtudag svona til að leggja áherslu á framtakið. Þegar heim var komið fögnuðu nem- endumir frækinni för með þvf að bjóða til sölu veijur út bamavögnun- um. Sig. Jóns.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.