Morgunblaðið - 24.11.1987, Qupperneq 80

Morgunblaðið - 24.11.1987, Qupperneq 80
ÞRIÐJUDAGUR 24. NÓVEMBER 1987 VERÐ í LAUSASÖLU 55 KR. Fisksöluleyfi til Bandaríkjanna: Nokkrar umsókn- ir bíða ákvörð- unar ráðuneytis Viðskiptaráðuneytinu hafa að undanfömu borist nokkrar um- sóknir um leyfi varðandi sölu á frystum fiski á Bandaríkjamark- að og bíða þessar umsóknir nú ákvörðunar f ráðuneytinu, að því er Björa Friðfinnsson, aðstoðar- maður viðskiptaráðherra, sagði S samtali við Morgunblaðið i gær. Ekki fékkst staðfesting á fjölda þeirra fyrirtækja sem hér um ræð- ir, en samkvæmt heimildum Morgunblaðsins eru þau átta tals- ins. Hinn 9. nóvember síðastliðinn gaf Jón Sigurðsson viðskiptaráð- herra út leyfí til sex aðila um sölu á frystum fiski til Bandaríkjanna, en fram að þeim tíma höfðu aðeins þrír aðilar haft slíkt leyfí. ^ Fyrsta skipið búið með bráðabirgðakvótann METVEIÐI var á loðnumiðun- um síðastliðinn föstudag en þá veiddust alls 25.720 lestir. Afli á einum sólarhring hefur ekki verið meiri sfðan loðnunefnd tók til starfa. Alls hafa veiðzt 120.765 lestir frá upphafi vertí- ðar og er fyrsta skipið búið með bráðabirgðakvóta sinn. Nú stendur yfír annar haust- leiðangur Hafrannsóknastofnun- ar, en fyrri loðnuleiðangur mistókst vegna óhagstæðra skil- yrða. Vegna þess hefur ekki verið unnt að ákveða endanlegan kvóta á haustmánuðum eins og verið hefur. Yfirstandandi leiðangur hófst fyrir nokkrum dögum og beðið er niðurstöðu hans áður en kvótinn verður ákveðinn. Það er Öm KE, sem fyrstur var með kvóta sinn, en hann hafði á síðustu vertíð veitt rúmar 2.000 lestir upp í leyfílegan afla þessar- ar vertíðar. Morgunblaðið/Sigurður Stoinar Ketilsson Áhöfnin á Núpi og Friðrik Sigurbergsson læknir búa hinn slas- aða undir flutning upp f þyrluna f sjúkrabörum. Á myndinni, sem tekin var úr þyrlunni, sést hve þröngt er aftan við gálgann og erfitt fyrir þyrluáliöfnina og skipverja að athafna sig. „Ógnvekjandi að sjá skip- ið velta og stampa“ ÞYRLA Landhelgisgæslunnar TF-SIF sótti á sunnudag slasaðan sjómann um borð í línubátinn Núp ÞH 3 austur fyrir Hora- bjarg. í þyrlunni var læknir frá Borgarspftalanum og var hann látinn síga niður f bátinn til að hlúa að sjómanninum og búa hann undir flutning i þyrluna. Sjómaðurinn var síðan hífður upp i þyrluna og læknirinn á eftir. Gekk þetta vel þrátt fyrir erfiðar aðstæður. „Það var vissulega ógnvekjandi að sjá skipið hrejrfast mikið þama niðri, bæði velta og stampa, en ég þekki félaga mína í þyrluáhöfninni og treysti þeim fullkomlega," sagði læknirinn, Friðrik Sigurbergsson, í samtali við Morgunblaðið í gær. Sjómaðurinn er 19 ára gamall. Hann missti annan fótinn fyrir ofan ökkla, en líður vel eftir atvikum. Sjúkraflug þyrlunnar stytti veru- lega þann tíma sem hann þurfti að bíða eftir að komast á sjúkrahús. Sjá„Gátumsættlagi . . .“bls.4—5. Borgarstjóri fer fram á sérstaka fjárveitingu vegna þjóðvega í Reykjavík: Ríkið greiði 222,7 milljónir næsta ár Morgunblaðið/Snorri Snorrason Orn KE kemur til Reykjavíkur með síðasta farm sinn að sinni. Greenpeace-samtökin: DAVÍÐ Oddsson borgarsfjóri hefur farið þess á leit við fjár- veitinganefnd Alþingis að fjár- veiting til þjóðvega í Reykjavík Aðgerðii’ ákveðnar gegn íslendingnm Fylgjast með og lýsa áhyggjum vegna veiða á há- hyrningum VIÐAMIKLAR aðgerðir af hálfu Greenpeace-samtakanna gegn hvalveiðum íslendinga eru ákveðnar í upphafi næsta árs, bæði vestan hafs og í Evrópu. Aðgerðirnar munu beinast að '•'''^agsmunum íslenzkra fyrirtækja í viðkomandi löndum, en ekki hafa fengizt upplýsingar um það, í hverju þær verða fólgnar. Fyr- ir skömmu var yfirmaður Norðurlandadeildar samtakanna hér á landi við annan mann og dreifði þá meðal annars ýmsum ■ipplýsingum til alþingismanna. ^Hreenpeace hefur einnig fylgzt með veiðum háhyrninga hér, en sérstakar aðgerðir vegna þeirra eru ekki á döfinni. Nanni Dingwell hjá Greenpeace í Washington sagði í samtali við Morgunblaðið, að aðgerðir vestan hafs gegn hvalveiðum íslendinga væru fyrirhugaðar eftir áramót. Þeim yrði beitt gegn hagsmunum íslendinga í Bandaríkjunum. Að- spurð sagði hún að samtökin hefðu einnig áhyggjur af veiði fjögurra háhyminga við landið og fylgdust með gangi mála. Enn hefði ekki tekizt að fá upplýsingar um hveijir myndu kaupa' háhymingana. Full- trúar Sea World í Bandaríkjunum hefðu sagt, að þeir myndu ekki kaupa háhymingana þangað. Það kæmi heim og saman við það, að engin leyfí hefðu verið gefín fyrir innflutningi dýranna til Banda- ríkjanna. Hins vegar gæti verið að þau yrðu fyrst í stað flutt til ein- hvers annars lands. Birgit Seffmark, yfírmaður Norðurlandadeildar Greenpeace leiðir andstöðuna gegn hvalveiðum íslendinga og hefur verið hér nokkr- um sinnum, síðast fyrir skömmu. Hún sagði í samtali við Morgun- blaðið, að þá hefði hún sent öllum alþingismönnum ákveðnar upplýs- ingar um hvalveiðamar, samþykktir Alþjóða hvalveiðiráðsins og sam- komulag Bandaríkjanna og Islands og fylgt þeim eftir með samtölum við einstaka þingmenn. Hún vildi heldur ekki tjá sig um fyrirhugaðar aðgerðir gegn Islendingum. Hún sagði ennfremur að baráttan snérist fyrst og fremst gegn veiðum í vísindaskyni. Samkvæmt upplýsingum útlend- ingaeftirlitsins hefur ekki orðið vart ferða manna úr Greenpeace-sam- tökunum eða öðrum friðunarsam- tökum upp á síðkastið. verði stórlega aukin þegar á næsta ári. Annars vegar til að mæta þeim framkvæmdakostn- aði sem óhjákvæmilegur er á því ári og hins vegar til þess að borg- arsjóður fái endurgreiddan framkvæmdakostnað undanfar- innar ára. í bréfí, sem borgarstjóri hefur sent fjárveitinganefnd, segir að á árunum 1980 til 1986 hafí borgar- sjóður borið kostnað sem nemi 734 milljónum króna vegna þjóðvega í Reykjavík, en fengið úr vegasjóði 351 milijón króna og eigi því inni 383 milljónir miðað við árslok 1986. Kostnaður þessa árs sé hins vegar enn óuppgerður, en ljóst að enn bætist við þessa inneign, sem muni nema yfír 500 milljónum króna um næstu áramót miðað við áætlað verðlag 1988. í bréfínu kemur fram að ef fjár- veitingar fáist sé fyrirhugað að vinna að eftirtöldum verkefnum: Gerð Bústaðavegar í nýrri legu framhjá Öskjuhlíð að Miklatorgi, 4 akreinar, kostnaður 74 milljónir. Breyting á Miklatorgi í ljósastýrð gatnamót, 8 milljónir. Brú á Bú- staðaveg yfir Miklubraut/Hring- braut við Miklatorg, 75 milljónir. Breikkun Bústaðavegar við gatna- mót Grensásvegar, 0,7 milljónir. Breikkun Kringlumýrarbrautar frá Hamrahlíð að Miklubraut, 2,9 millj- ónir króna. Breikkun Sætúns úr 2 akreinum í 4 á kaflanum Skúla- torg-Kringlumýrarbraut, 24,3 millj- ónir. Gijótgarður og fylling vestast við Sætún, 7 milljónir. Breikkun Miklubrautar við Grensásveg, 1,5 milljón. Undirgöng á Vesturlands- vegi við Hálsabraut, 13,8 milljónir. Gullinbrú, undirgöng við Fjallkonu- veg, 8 milljónir. Skiltabrýr og bætt umferðarmerki og vegvísar, 7,5 milljónir króna. Alls er áætlað að þessar framkvæmdir kosti 222,7 milljónir króna á verðlagi næsta árs. í niðurlagi bréfsins segir að þar sem greinilegt sé að það kerfí, sem skammti fé til þjóðvega í þéttbýli, sé gengið sér til húðar er farið fram á að fjárveitinganefnd sjái til þess að sérstök fjárveiting komi til vega- framkvæmda í Reykjavík á næsta ári og miðist hún við kostnað við ofangreindar framkvæmdir svo og að inneign borgarsjóðs verði greidd upp á tilteknu árabili, t.d. þremur árum. Fiskverð ákveðið ALMENNT fiskverð var ákveðið í gærkvöldi. í því er að mestu staðfest það verð, sem tíðkazt hefur i frjálsum samningum. Samkvæmt því er verð á tveggja kílóa þorski með kassauppbót 31,42 krónur. Verðið gildir til 31, janúar næstkomandi. Verðið var ákveðið með atkvæð- um fulltrúa sjómanna, útgerðar- manna, oddamanns og annars fulltrúa fískvinnslunnar, Árna Benediktssonar. Hinn fulltrúi vinnslunnar, Bjami Lúðvíksson, bókaði að hann gæti ekki samþykkt þetta verð, þar sem vinnslan væri rekin með tapi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.