Morgunblaðið - 04.12.1987, Side 35

Morgunblaðið - 04.12.1987, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. DESEMBER 1987 35 Tékkóslóvakía: Pólitískum föngum neitað um læknishiálp Vfnarborg, Reuter Mannréttindasamtök í Tékkó- slóvakíu sem nefna sig Mannrétt- indaskrána ’77 hafa beðið Alþjóðlega Rauða krossinn í Genf um að senda nefnd til lands- ins til að kanna meðferð á pólitískum föngum sem eru veik- ir, samkvæmt fréttum frá inn- flytjendum f Vínarborg. í bréfi frá samtökunum segir að margir af pólitískum föngum í Tékkóslóvakíu séu við bága heilsu og fái ekki viðhlítandi læknishjálp. „Þeir þjást vegna skorts á læknisað- stoð og ríkið neitar að leysa vandann þrátt fyrir fjölda áskor- ana,“ segir í bréfinu. Samtökin hafa einnig leitað til eftirlitshóps á vegum Helsinkisáttmálans. Richard Lawrence, bandaríksur eðlisfræð- ingur sem starfar á vegum hópsins hefur farið fram á að mega kanna heilsufarsástand eins fangans. Hann heitir Pavel Wonka, 34 ára gamall og var dæmdur í 21 mánáð- ar fangelsi vegna andófs. Sam- kvæmt bréfinu er Wonka illa á sig kominn bæði andlega og líkamlega. „Við skorum á ykkur að gera slíkt hið sama," segir í bréfinu til Rauða krossins. Samtökin bættu því við að þau hygðust leita til sov- ésks læknis um að hann kanni aðstæður í fangelsum í Tékkósló- vakíu. í bréfinu er sérstaklega minnst á Jiri Wolf sem dæmdur var í sex ára fangelsi, Walter Kania sem hefur verið í fangelsi frá árinu 1977 og Petr Hauptmann sem dæmdur var í 11 ára fangelsi. Þessir eru sagðir mjög illa haldnir. Færeyjar: Alvarleg- sýki í eldisfiski Færeyskir fiskeldismenn eiga um þessar mundir við alvarlegan sjúkdóm að striða f fiskinum. Varð hans fyrst vart fyrir þrem- ur mánuðum en hefur síðan breiðst út frá einni stöðinni til annarrar. I færeyska blaðinu Dimmalætt- ing sagði, að sjúkdómurinn væri talinn stafa af bakteríu, sem vibri- osa heitir, en þó er það ekki full- sannað enn. Fiskeldismenn reyna að vinna bug á sýkinni með því að blanda lyfjum í fóðrið en lækningin lætur þó dálítið á sér standa. Hafa suma stöðvamar orðið fyrir veru- legum búsifjum og eru fiskeld- ismenn famir að ókyrrast vegna þess hve það ætlar að dragast að greina veikina nákvæmlega. Vibriosa-bakterían er algeng í náttúmnni og veldur yfirleitt ekki skaða en sumir halda, að henni hafi fjölgað úr hófi vegna kaldari sjávar við Færeyjar. Haffræðingar vísa því á bug og segja, að engar sveiflur, sem orð sé á gerandi, hafi orðið í sjávarhitanum. A það er hins vegar bent, að sjókvíamar em í mjög lokuðum fjörðum þar sem vatnsskipti em lftil og súrefnis- skortur því mikill. Úrgangurinn frá eldinu safnast fyrir og verður að gróðrarstíu alls kyns óvæm. Indland: Endurnýjun flotans Nýju Delhi, Reuter. INDVERSKI sjóherinn mun taka hið endurnýjaða flugmóðurskip Vikrant aftur í notkun i mars árið 1989. Því er ætlað að vera lendingarstaður fyrir Sea Harri- er þotur sepi nýlega hafa verið keyptar frá Bretlandi að því er háttsettur flotaforingi sagði í gær. S. Jain flotaforingi sagði að með þessari viðbót auk kaupa á tveimur vestur-þýskum kafbátum fyrr á árinu hefði flotinn tekið „risaskref í átt til að verða með þeim bestu í heimi“. Hann sagði einnig að pant- aðir hefðu verið tveir kafbátar til viðbótar. Stjómvöld á Indlandi hafa sam- þykkt gífurlega Qárfreka áætlun um að reisa bækistöð flotans við Karwar á vesturströndinni. Þegar smíðinni verður lokið eftir fímmtán ár mun það verða stærsta flotastöð svæðisins. Hemaðarsérfræðingar segja að Indveijar leggi nú mikla áherslu á að breyta hinum fjörtíu ára gamla flota. Markmiði er að hann verði „á heimsmælikvarða" um næstu aldamót. Hersljórnin hyggst skipa nýja Port-Au-Prince. Reuter. Herstjórnin á Haiti veitti f gær þeim samtökum, sem áttu fulltrúa i landskjörstjórn, þriggja daga frest til að tilnefna fulltrúa í nýja kjörstjórn. Er henni ætlað að standa fyrir nýjum forsetakosn- ingum f landinu, en óljóst er hvenær þær fara fram. í kjörstjóminni sátu 9 menn og voru þeir fulltrúar kirkjunnar, §öl- miðla, samvinnufyrirtælq'a, laun- þegasamtaka, mannréttindasam- taka, viðskiptalífsins, háskólans og ríkissjtómarinnar. Hart er lagt að herstjóminni að kjörstjorn segja af sér og hefur verið hótað allsheijarverkfalli ella. í gær var á kreiki orðrómur um að efnt yrði til verkfalls í dag eða á mánudag. Leiðtogar demókrata í fulltrúa- deild Bandaríkjaþings hvöttu Ronald Reagan, foi-seta, i gær til þess að krefjast tafarlausrar afsagnar her- stjómar Henri Namphy, hershöfð- ingja, eða að öðrum kosti hvetja til vopnasölubanns og annarra refsiað- gerða. Gífurleg spenna ríkti í höfuðborg Haiti, Port-Au-Prince, í gær. Þó heyrðust þar engir skothvellir, fyrsta daginn í einn mánuð. VASAÚT VARP... ótrúlega nœmt og öflugt vasa- tvarp ó acTeins 1.980,- krónur SKIPHOLTI 19 SÍMI 29800 ÖKBFORLBGSBiEIW v \n S3Q OG IM BÚKOFORLflGSBÓK VINDMYLLUR GUÐANNA eftir Sidney Sheldon „ .. . Vindmyllur guðanna er agætis afþreyingarbók, og þótt eg sé ekki sértraeðingur i Sheldon er hún skemmtilegust þeirra bóka hans, sem ég hef gluggað i.... Þetta er sem sagt spennandi bók. vel sögð og söguþráðurinn ekki of æsikenndur." - Johartna Knstjonsdóttir. Mbl. t5.9. ‘87.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.