Morgunblaðið - 04.12.1987, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 04.12.1987, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. DESEMBER 1987 35 Tékkóslóvakía: Pólitískum föngum neitað um læknishiálp Vfnarborg, Reuter Mannréttindasamtök í Tékkó- slóvakíu sem nefna sig Mannrétt- indaskrána ’77 hafa beðið Alþjóðlega Rauða krossinn í Genf um að senda nefnd til lands- ins til að kanna meðferð á pólitískum föngum sem eru veik- ir, samkvæmt fréttum frá inn- flytjendum f Vínarborg. í bréfi frá samtökunum segir að margir af pólitískum föngum í Tékkóslóvakíu séu við bága heilsu og fái ekki viðhlítandi læknishjálp. „Þeir þjást vegna skorts á læknisað- stoð og ríkið neitar að leysa vandann þrátt fyrir fjölda áskor- ana,“ segir í bréfinu. Samtökin hafa einnig leitað til eftirlitshóps á vegum Helsinkisáttmálans. Richard Lawrence, bandaríksur eðlisfræð- ingur sem starfar á vegum hópsins hefur farið fram á að mega kanna heilsufarsástand eins fangans. Hann heitir Pavel Wonka, 34 ára gamall og var dæmdur í 21 mánáð- ar fangelsi vegna andófs. Sam- kvæmt bréfinu er Wonka illa á sig kominn bæði andlega og líkamlega. „Við skorum á ykkur að gera slíkt hið sama," segir í bréfinu til Rauða krossins. Samtökin bættu því við að þau hygðust leita til sov- ésks læknis um að hann kanni aðstæður í fangelsum í Tékkósló- vakíu. í bréfinu er sérstaklega minnst á Jiri Wolf sem dæmdur var í sex ára fangelsi, Walter Kania sem hefur verið í fangelsi frá árinu 1977 og Petr Hauptmann sem dæmdur var í 11 ára fangelsi. Þessir eru sagðir mjög illa haldnir. Færeyjar: Alvarleg- sýki í eldisfiski Færeyskir fiskeldismenn eiga um þessar mundir við alvarlegan sjúkdóm að striða f fiskinum. Varð hans fyrst vart fyrir þrem- ur mánuðum en hefur síðan breiðst út frá einni stöðinni til annarrar. I færeyska blaðinu Dimmalætt- ing sagði, að sjúkdómurinn væri talinn stafa af bakteríu, sem vibri- osa heitir, en þó er það ekki full- sannað enn. Fiskeldismenn reyna að vinna bug á sýkinni með því að blanda lyfjum í fóðrið en lækningin lætur þó dálítið á sér standa. Hafa suma stöðvamar orðið fyrir veru- legum búsifjum og eru fiskeld- ismenn famir að ókyrrast vegna þess hve það ætlar að dragast að greina veikina nákvæmlega. Vibriosa-bakterían er algeng í náttúmnni og veldur yfirleitt ekki skaða en sumir halda, að henni hafi fjölgað úr hófi vegna kaldari sjávar við Færeyjar. Haffræðingar vísa því á bug og segja, að engar sveiflur, sem orð sé á gerandi, hafi orðið í sjávarhitanum. A það er hins vegar bent, að sjókvíamar em í mjög lokuðum fjörðum þar sem vatnsskipti em lftil og súrefnis- skortur því mikill. Úrgangurinn frá eldinu safnast fyrir og verður að gróðrarstíu alls kyns óvæm. Indland: Endurnýjun flotans Nýju Delhi, Reuter. INDVERSKI sjóherinn mun taka hið endurnýjaða flugmóðurskip Vikrant aftur í notkun i mars árið 1989. Því er ætlað að vera lendingarstaður fyrir Sea Harri- er þotur sepi nýlega hafa verið keyptar frá Bretlandi að því er háttsettur flotaforingi sagði í gær. S. Jain flotaforingi sagði að með þessari viðbót auk kaupa á tveimur vestur-þýskum kafbátum fyrr á árinu hefði flotinn tekið „risaskref í átt til að verða með þeim bestu í heimi“. Hann sagði einnig að pant- aðir hefðu verið tveir kafbátar til viðbótar. Stjómvöld á Indlandi hafa sam- þykkt gífurlega Qárfreka áætlun um að reisa bækistöð flotans við Karwar á vesturströndinni. Þegar smíðinni verður lokið eftir fímmtán ár mun það verða stærsta flotastöð svæðisins. Hemaðarsérfræðingar segja að Indveijar leggi nú mikla áherslu á að breyta hinum fjörtíu ára gamla flota. Markmiði er að hann verði „á heimsmælikvarða" um næstu aldamót. Hersljórnin hyggst skipa nýja Port-Au-Prince. Reuter. Herstjórnin á Haiti veitti f gær þeim samtökum, sem áttu fulltrúa i landskjörstjórn, þriggja daga frest til að tilnefna fulltrúa í nýja kjörstjórn. Er henni ætlað að standa fyrir nýjum forsetakosn- ingum f landinu, en óljóst er hvenær þær fara fram. í kjörstjóminni sátu 9 menn og voru þeir fulltrúar kirkjunnar, §öl- miðla, samvinnufyrirtælq'a, laun- þegasamtaka, mannréttindasam- taka, viðskiptalífsins, háskólans og ríkissjtómarinnar. Hart er lagt að herstjóminni að kjörstjorn segja af sér og hefur verið hótað allsheijarverkfalli ella. í gær var á kreiki orðrómur um að efnt yrði til verkfalls í dag eða á mánudag. Leiðtogar demókrata í fulltrúa- deild Bandaríkjaþings hvöttu Ronald Reagan, foi-seta, i gær til þess að krefjast tafarlausrar afsagnar her- stjómar Henri Namphy, hershöfð- ingja, eða að öðrum kosti hvetja til vopnasölubanns og annarra refsiað- gerða. Gífurleg spenna ríkti í höfuðborg Haiti, Port-Au-Prince, í gær. Þó heyrðust þar engir skothvellir, fyrsta daginn í einn mánuð. VASAÚT VARP... ótrúlega nœmt og öflugt vasa- tvarp ó acTeins 1.980,- krónur SKIPHOLTI 19 SÍMI 29800 ÖKBFORLBGSBiEIW v \n S3Q OG IM BÚKOFORLflGSBÓK VINDMYLLUR GUÐANNA eftir Sidney Sheldon „ .. . Vindmyllur guðanna er agætis afþreyingarbók, og þótt eg sé ekki sértraeðingur i Sheldon er hún skemmtilegust þeirra bóka hans, sem ég hef gluggað i.... Þetta er sem sagt spennandi bók. vel sögð og söguþráðurinn ekki of æsikenndur." - Johartna Knstjonsdóttir. Mbl. t5.9. ‘87.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.