Morgunblaðið - 11.12.1987, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.12.1987, Blaðsíða 2
2 C MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. DESEMBER 1987 20 ár frá því dr. Bamard græddi fyrstur hjarta í mann: New York, Reuter. 20 ÁR eru liðin frá því fyrsti hjartaflutningurinn var framkvæmdur milli manna. Hugmyndir manna um hjartaígræðslu og þá menn sem framkvæma slíkar aðgerðir hafa breyst griðarlega á þessum tveim áratugum. í fyrstu voru læknarnir hylltir sem þjóðhetjur en síðar var þeim líkt, við Frankenstein. í dag eru þeir viðurkenndir sem frumkvöðlar á sínu sviði. Sumir þeirra, eins og til dæmis dr. Christ- ian Barnard, sem fyrstur framkvæmdi hjartaflutninginn milli manna 3. desember 1967, hafa verið umtalaðir og umdeildir. Fáir læknar hafa notið jafnmikillar athygli og aðdáunar og hjartaskurðlæknamir. Fyrir tuttugu árum fjarlægði dr. Bamard hjarta úr 24 ára gamalli stúlku 90 mínútum eftir að hún lést og græddi það í 55 ára gamlan mann, Louis Washkansky, á Groote Schuur-sjúkrahúsinu í Höfðaborg í Suður-Afríku. í dag eru hjartaþegar í heiminum orðnir yfir 5.000. í Bandaríkjunum hafa verið fram- kvæmdir 3.330 hjartaflutningar, flestir síðustu tvö árin. Þó að fyrsti hjartaþeginn hafi aðeins lifað í átján daga vakti þessi fyrsta aðgerð von hjá þúsundum hjartasjúklinga. Hjörtu fyrst grædd í hunda Læknar um heim allan hafa spurt hvað hafi valdið því að dr. Bamard, sem starfaði við afar illa búið sjúkrahús skammt frá fátækra- hverfi svartra í Höfðaborg, varð fyrstur manna til að framkvæma þessa vandasömu aðgerð. Tilviljun, er svarið, en forsaga málsins er að seint á sjötta áratugnum fór dr. Bamard til Bandaríkjanna til að kynna sér nýmaígræðslur. Hann fylgdist með skurðlækni frá Stan- ford-háskóla framkvæma hjarta- flutninga á hundum á sjúkrahúsinu í Richmond í Virginíu. Þegar heim kom hóf dr. Bamard að framkvæma hjartaflutninga á dýrum, þar til á þessum örlagaríka degi árið 1967 að atvikin höguðu því þannig að hann fann hjarta- gjafa fyrir Washinsky, dauðvona hjartasjúkling. Og hann ákvað að framkvæma hjartaflutning á mönn- um. Eftir aðgerðina hringdi hann í yfirmann sinn og tjáði honum að hann hefði flutt hjarta milli tveggja einstaklinga. Yfírmaður hans spurði hvort hjartaþeganum liði ekki vel, jú, svaraði dr. Bamard. Hvers vegna varstu þá að óriáða mig, spurði yfírmaður sjúkrahússins og sleit 8ÍmtaIinu. Daginn eftir fengu fjölmiðlar pata af þessu og áður en varði var dr. Bamard heimsfrægur. Washkansky lifði í átján daga eftir aðgerðina. Misstu trúna á hjartaígræðslu Ári síðar höfðu verið fram- kvæmdir um hundrað hjartaflutn- ingar, en þeir hjartaþegar sem lifðu af voru fáir. Líkami hjartaþeganna hafnaði nýja hjartanu og sjúkling- amir létust. Fólk fór að missa trúna á að hjartaflutningur væri möguleg- ur með jákvæðum árangri. Um tíma leit út fyrir að hætt yrði að reyna að framkvæma slíkar aðgerðir. Þrem árum eftir að Bamard framkvæmdi hjartaflutning sinn vom allir hættir nema Norman Shumway við Stanford-læknahá- skólann í Kalifomíu, sem hélt merkinu á lofti þegar aðrir höfðu gefíst upp. Shumway hefur ekki hlotið mikla athygli en hefur í næði framkvæmt flesta og best heppnuðu hjartaflutningana. Sjúklingurinn sem hefur lifað lengst eftir hjartaí- græðslu er Kalifomíubúinn Willem van Buren, sem Shumway græddi hjarta í fyrir sautján árum. Það var Shumway sem framkvæmdi skurð- aðgerðina á hundunum sem varð til þess að dr. Bamard sneri sér að hjartaígræðslum. Cyclosporine bjargar mannslífum Lyfíð cyclosporine kom hjarta- skurðlæknunum til bjargar í byijun níunda áratugarins og sjúklingamir fóru að lifa lengur eftir aðgerðimar sem varð til þess að þeim fjölgaði. Næst á eftir Bandaríkjunum eru flestir hjartaflutningar fram- kvæmdir í Kanada, Frakklandi og Bretlandi. Meðalaldur hjartaþeg- anna er 41 ár, en yngsti hjartaþeg- inn var aðeins þriggja klukkustunda gamall. Elsti hjartaþeginn var ná- lægt sjötugu þegar hann fékk nýtt hjarta. Framtíðin virðist blasa við hjarta- skurðlæknum og sjúklingum þeirra en takmarkanir á hjartagjöfum valda því að sérfræðingar gera ráð fyrir að framkvæmdir verði um 2.000 hjartaflutningar á ári. Því er þeim mikið í mun að þróa tækni sem gerir kleift að græða dýra- hjörtu eða gervihjörtu í menn. Dr. Michael DeBakey, læknir í Texas, segist sjá fram á þá tíma að hægt verði að græða gervihjörtu eða hjörtu úr svínum í fólk. „Mann- gæska okkar býr í heilanum — ekki hjartanu," segir hann, „svo við get- um verið óhrædd við að nota dýrahjörtu.“ Gervihjörtu eru framtíöin DeBakey, sem árið 1953 var þekktur fyrir að græða æðar úr gerviefnum í menn, er einn þeirra Bandaríkjamanna sem hóf hjarta- flutniriga skömmu eftir að dr. Bamard varð frægur fyrir aðgerð sína. Hann álítur að á næstu tveim áratugum muni verða lokið við að þróa lyf sem koma í veg fyrir að mannslíkaminn hafni ígræddum líffærum. Að hans sögn eru slík lyf lykillinn að því að hægt verði að græða gervilfffæri eða lfffæri úr dýrum í menn. Lyfíð cyclosporine, sem notað hefur verið síðan um 1980, hefur gert það að verkum að 80% hjartaþega lifa lengur en fimm ár eftir aðgerð. Áður en lyfið kom til sögunnar var hlutfall þeirra sem lifðu svo lengi miklu lægra. DeBakey hefur nú þegar gert nokkrar velheppnaðar aðgerðir þar sem hluti hjartans er endumýjaður með hlutum úr gerviefrium. Árið 1966 græddi hann vinstra hjarta- hvolf og dælu f 37 ára konu. Konan náði fullum bata eftir aðgerðina, en lést sex árum síðar í bflslysi. „Hjartavarahlutir“ úr plasti" í framtíðinni mun ef til vill vera hægt að skipta um hvaða hluta hjartans sem er eða allt hjartað og setja f „varahluti" úr gerviefnum í stað veiklaðra hluta. Vísindamenn við Baylor-læknaskólann í Texas, þar sem dr. DeBakey starfar, eru meðal annars að leita leiða til að varðveita mannshjörtu lengur. Nú er aðeins hægt að geyma hjörtu úr mönnum í fímm tíma eftir and- lát þar til ígræðsla þarf að hafa farið fram. „Ef hægt væri að geyma hjörtun gætum við valið betur sam- an hjartagjafa og hjartaþega," segir dr. DeBakey. „Okkur er ekki full- ljóst á hvem hátt hjarta og einstakl- ingur eiga saman,“ segir dr. DeBakey, „stundum þegar við höf- um haldið að hjartað hentaði hjartaþeganum illa, hefur það reynst alrangt og líkami sjúklings- ins hefur brugðist vel við nýja hjartanu, þetta þarf að rannsaka nánar." Og hann bætir við, „við eigum mikla möguleika. Allt sem manninum hugkvæmist getur hann framkvæmt. Ekkert er útilokað, þetta er bara spuming um tima.“ Willem Van Buren hefur lifað lengst allra hjartaþega eftir ígræðslu, 17 ár eru liðin síðan hann gekkst undir aðgerð. Dr. Christian Bamard hefur baðað sig í frægðarljómanum f íuttugu ár. Hann er hættur hjartaaðgerðum, en gerir nú tilraunir með flutn- ing á húð til að halda fólki unglegu. Hér er hann ásamt heitkonu sinni, fyrirsætunni Karen Setzkorn. Allt sem manninum hugkvæm- ist tekst honum að framkvæma Ivan Toms, læknir í Höfðaborg f Suður-Afrfku, skoðar dreng með berkla. Schuur Grooten-sjúkrahúsið þar sem dr. Barnard framkvæmdi fyrsta hjartaflutninginn milli manna er skammt frá fátækrahverfi svartra í Höfðaborg og er heilsufarsástand þar afar slæmt, berklar eru algengir og mörg börn deyja vegna næringarskorts. Paul Holc, yngsti hjartaþeginn, ásamt foreldrum sfnum og bróður. Hann var aðeins þriggja klukkustunda gamall þegar skipt var um hjarta f honum f október á þessu ári.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.