Morgunblaðið - 11.12.1987, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 11.12.1987, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, PÖSTUDAGUR 11. DESEMBER 1987 C 19 Ríkisútvarpið - Sj ónvarp: Myndbandaverslun með ís- lenska og erlenda titla opnuð Ríkisútvarpið-Sjónvarp opn- aði formlega sl. þriðjudag myndbandaverslun á jarðhæð Syndir feðranna Bókmenntir Sigurjón Björnsson Sjónvarpshússins á Laugavegi 176. Þar verða til sölu mynd- snældur með ýmsu innlendu og erlendu efni. Verslunin verður opin alla virka daga frá klukk- an 14 til 18. í byijun verða tii sölu 10 íslenskir og 45 erlendir titlar. A boðstólum^ verða meðal annars Stiklur Ómars Ragnarssonar, Aldaslóð, sem erú listasöguþættir Bjöms Th. Bjömssonar, Myndir úr jarðfræði íslands eftir Ara Trausta Guðmundsson og Halldór Kjartansson, þættir um veður- fræði eftir Markús A. Einarsson og mynd um Ásgrím Jónsson, sem er fyrsta snældan í flokknum Is- lenskir athafnamenn. Af erlendu titlunum 45 eru 32 óperur og 10 listdansmyndir. Islensku mynd- böndin kosta ýmist 2000 krónur eða 2500 krónur hvert eintak en erlendu myndböndin kosta hins vegar 2950 krónur hver titill. Morgunblaðið/Þorkell Frá opnun myndbandaverslunar Ríkisútvarpsins-Sjónvarps á jarðhæð sjónvarpshússins á Laugavegi 176. Á myndinni eru talið frá vinstri: Snorri Sveinn Friðriksson, deildarstjóri leikmyndadeildar Sjónvarps- ins, Hinrik Bjamason, deildarstjóri Innkaupa- og markaðsdeildar Sjónvarpsins, Pétur Guðfinnsson framkvæmdastjóri Sjónvarpsins og Markús Órn Antonsson útvarpsstjóri. Syndir feðranna II. Sagnir af gömlum myrkraverkum. Safnað hefur Gunnar S. Þorleifsson. Bókaútgáfan Hildur. Reykjavík 1987. 199 bls. Fyrra bindi þessa safns, sem kom út í fyrra um þetta leyti, var að mestum hluta endurprentun eldri útgáfu. Þetta bindi, sem er hið ann- að í röðinni, kallast hins vegar 1. útgáfa og er því líklega ekki um endurprentun að ræða í því sama formi. í þessari bók eru sjö frásagnar- þættir. Sá fyrsti þeirra, Saura- Gísla saga, saman tekin af Oscari Clausen er langlengstur eða rúmar 80 bls. Þessi þáttur Oscars er laglega saminn og piýðilega læsilegur, en ekki er ég dómbær á áreiðanleik- ann. Ég er raunar fjarri því að vera sáttur við þá ályktun Oscars að Gísli þessi hafi verið „merkilegur" maður. Mér finnst þvert á móti að þetta hafí verið hinn versti skúrk- ur. Annars finnst mér endilega að ég hafi lesið þessa frásögn áður. Þá eru þrír stuttir þættir í saman- tekt Atla Magnússonar, sá fyrsti um Tíkar-Manga (eða Tíka-), ann- ar um afbrotamanninn Grím Ólafsson og sá þriðji um Jón nokk- urs Eggertsson. Ekki veit ég hvaðan Atli hafði heimildir að Tíkar-Mangaþætti, en tveir hinir seinni eru soðnir saman úr þáttum annarra manna, og myndu raunar sumir segja að þar hefði verið tekið traustataki. En víst eru samantekt- ir Atla lakari en fyrirmyndimar. Þá er heldur skrítilegur og lang- lokukenndur þáttur um dauða Natans Ketilssonar. Hann er ekki merktur neinum höfundi. Þáttur nefnist svo Lönguhausinn í Ana- naustum. Er hann engum höftindi merktur. Þetta er þó þáttur Áma Óla, sem síðast birtist fyrir þremur ámm í fyrsta bindi Reykjavík fyrri tíma. Að lokum er svo frásögnin Hamra-Setta, einnig án tilgreinds höfundar. Ég þykist vita að þessar frásagn- ir séu gefnar út fólki til skemmtun- ar, því að ekki verður vart neins fræðilegs metnaðar hjá útgefanda eða safnanda. Af þessum sökum tekur því varla að hafa þessa um- sögn miklu lengri. Það myndi raunar æra óstöðugan að fara að tína til þá vankanta sem á þessum ritlingi er að finna. Bókin myndi áreiðanlega hafa verið betur út gefin ef útgefandinn teldi ekki nóg að geta selt eitthvað af henni. Þetta þykir kannski harkalega sagt, en öðruvísi getur það naumast orðið. Jólaojafir barnanna Leikur framtíðannnar KSlsPennandi ieikm- fynr stelpur, sem stó ,° aglöí- sem hittir í^- íolaverð 2.890 - kr Kermit, Svínka, Andrés Öi Mikki Mús og Mína dansa hvaða lag, sem er, söng eð Dásamlegir dansfélagar SKIPHOLTl 19 SÍMI29800

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.