Morgunblaðið - 11.12.1987, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 11.12.1987, Blaðsíða 40
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. DESEMBER 1987 „ pú rnyndxr ekki -trúo. w'e.r, ef ég 6egbi þér, hvc rrwargir eiginmenn 6*.tjQ.£t ofon cí piQ'énodót eipinkvcnn«. áinno.." Hann hefur ekki þurft að nota hjálpartæki hingad til. Með morgunkaffinu Það stendur svo hér að lokum, þau ætla að koma aftur eftir fimm mínút- ur...! HÖGNI HREKKVÍSI -> X -jf Epl ’ // r 1 í HAnin er ab> /efa siq." Málþóf um bjórfrumvarp Til Velvakanda. Mikið erum við íslendingar búnir að tala og skrifa um bjór. Og mik- ið erum við búnir að ilrekka af bjór meðan við hiifum verið að þrátta um, hvort við megum drekka hann eða ekki. A tímabili dofnaði umræð- an þó lítið eitt, þegar við gleymdum okkur í umræðu um hundahald í Reykjavík og þá var því spáð, að bjór- og hundamálið yrðu okkar aðalumræðuefni á víxl framyfir næstu aldamót og litlar vonir um lyktir. Borgarstjómin í Rcykjavík leysti þó síðamefnda vandamálið á skynsaman hátt, þannig að nú þurfa borgarbúar ekki að fela hunda sína lengur. Bjórmálið leysir borgarstjórnin hins vegar ekki, það er hlutverk hins háa Alþingis íslendinga. Og hvemig hafa þingmennimir brugðizt við því hlutverki sínu? Hafa þeir e.t.v. ekki fengið tæki- færi til að ræða málið? Ojú. Ar eftir ár hafa bjórfrumvörp verið liigð fram á Alþingi. Afgreiðsla þeirra hefir hins vegar ekki aukið virðingu okkar á þingmönnum, þar eð um- ræðum hefir slag í slag verið slegið á frest, þ.e. málinu vísað t:l nefnd- ar, sem síðan sendir það til umsagnar aðila, sem gerst eiga að vita hvað landar þeirra eiga að drekka. Þessir umsagnaraðilar draga svör sín fram eftir vetri. Þegar nefndarmenn fá ioks svör þeirra leggjast þeir undir feld með vasatölvu og vasaljós og reikna út hvaða dag þeir eigi að skila nefnd- aráliti svo máli sofni. Og útreikn- ingurmn reynist svo hámákvæmur, að þegar kemur að lokaatkvæða- greiðslu málsins, tilkynnir hæstvirt- ur deildaforseti, að nú séu komnar þinglausnir og því miður verðið þið, bjórvinir og útsendarar bmggverk- smiðjja, að bytja aftur í haust. Á meðan verðið þið að láta vkkur nægja 40% sterka drykki. Og enn er komið haust með til- heyrandi bjórfmmvarpi og viti menn, frumvarpið kom ti! 1. um- læðu á fvrstu dögum þingsins og bjuggust menn nú við skjótri af- greiðslu og enn skjótari nefndar- áliti. En það reyndíst tálvon. Þingmenn okkar kunna ráð við öilu. Nú halda þeir uppi málþófi í hvert sinn, sem forseti tekur málið til umræðu. Tveir kappar standa sig bezt í þófinu, þ.e. Sverrir Her- mannsson og Olafur Þórðarson, sem flytja langar ræður. Svona málsmeðferð tíðkast á þingi þeirra Bandaríkjamanna og em málþófs- menn þar kallaðir „filibusterar". „Filibusterarnir“ nota ýmsar að- ferðir til að te§a málin, t.d. þylja þeir upp úr heilu símaskránum. Eg vona, að hinir íslenzku „filibuster- ar“ grípi ekki til slíkra aðferða, það væri eitthvað.gagnlegra að lesa t.d. úr gömlum Kröfluafrekaskrám þingmanna. Háttvirtir þingmenn og hæstvirt- ir þingforsetar. Er ekki kominn tími til að fjalla um bjórmálið eins og alvörumál og afgreiða það eins og alvörumál? Víkveiji skrifar Iopnu bréfi til þáttagerðar- fólks á tónlistarrásum og stöðvum er mælst til þess að dregið verði úr „meira og minna stöðugri hvatningu til áfengisnotkunar og tilheyrandi samkvæmislífs frá því á föstu- dagsmorgni fram á sunnudag". Bréfritarar eru þrír og starfa allir að málefnum unglinga í Reykjavík. Víkveiji tekur heils- hugar undir orð þessa fólks og fara hér á eftir stuttir kaflar úr bréfínu. „Á föstudagsmorgnum er með reglulegu millibili miðlað upplýsingum um hve biðraðir séu langar á hinum ýmsu út- sölustöðum ÁTVR. Síðan er tíminn mældur í því hvenær ríkið lokar. Þegar líður á kvöld- ið er hann aftur mældur í glösum, „klukkan er korter gengin í fjórða glas“... Hér er ýtt undir þann hugsunarhátt að enginn sé maður með mönn- um nema hann sé í stöðugu svalli og djammi allar helgar. XXX Oþolandi er lítilsvirðing slysadeildar Borgarspítal- ans við viðskiptavini deildar- innar, sem eru látnir bíða von úr viti í biðsal deildarínnar. Er rétt eins og tími þessara við- skiptavina, sem eru svo óheppnir að þurfa að notfæra sér þjónustu hennar, sé einskis virði. Ástæður þess að Víkveiji minnist á þetta er að í vikunni þurfti hann að leita tii slysa- deildarinnar vegna þess að barn hans meiddist. Víkveiji kom í Borgarspítalann klukkan um 12.40 og íét skrá sig. Var hopum sagt að bíða með bar- nið, biðin yrði um hálf klukku- stund, aðeins þrír aðrir væru á undan. Síðan leið og beið. Eftir um klukkustundar bið, og ekki var Víkveiji kallaður upp, gerði hann athugasemd, allir sem komið hefðu á eftir honum hefðu verið kallaðir upp, en hann ekki. Sú skýring var þá gefín, að sjúklingarnir sem teknir hefðu verið fram fyrir hefðu verið að fara í að- gerð og allt væri þetta hið eðlilegasta. Leið svo hartnær hálf klukkustund til viðbótar áður en röðin kom að Víkveija og barni hans. Víkveiji ræddi þetta mál við starfsfólkið, sem sagðist hafa átt mjög erilsaman dag og víst er það að þyrla Landhelgis- gæslunnar lenti utan við spítalanr. meðan á dvöl Víkveija stóð í spítalanum. Var þá spurt, hvort aðeins einn læknir væri á vakt og neituðu starfsmenn því. Hins vegar kom það fram í máli starfs- fólksins að svo væri sparað í rekstri deildarinnar, að alltof fátt starfsfólk væri þar að jafn- aði. Þar liggur því huildurinn grafínn. Sparnaðurinn er á svo háu stigi, að slasaðir mega dúsa í biðsal deildarinnar klukkustundum saman á með- an læknar stcfna sjúklingum í aðgerðir á deildina og slasaðir bíða. Þáð skal sérstaklega tekið fram, að læknar og hjúkruna- rfólk deildarinnar gerði óað- fínnanlega að sárum barnsins og er ekkert upp á það að klaga, en eitthvað hlýtur að vera mikið að rekstri deildar- innar, þegar sígur í rólyndasta fólk aðeins við að njóta þjón- ustu þessarar nauðsynlegu stofnunar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.