Morgunblaðið - 11.12.1987, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 11.12.1987, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. DESEMBER 1987 Hvað er dómsmála- ráðherrann að segja? eftirÞorgeir Þorgeirsson Motto: Margt er það í mannheimum sem miður fer. Fólin vefja fíflunum um fingur sér. Fár veit sína æfí u n fyren öll er. Hryðjuverk Einn drungamorgi n í nóvember árið 1986 vaknaði þj< ðin við fregn- ir af því að tveim h' alveiðiskipum hefði verið sökt hér- Reykjavíkur- höfn nóttina áður. Þ gar á daginn leið bættust við fref nir af því að gengið hefði verið m ð sleggjur og barefli á tækjabún; ð og innan- stokksmuni Hvalveiðistöðvarinnar í Hvalfirði. Þessar fregnir komu eins- og harðleiknir timburmenn' ofaní vímuna eftir fundi stórveldaleið- toganna Reagans og Gorbatsjoffs, en lögreglunni hafði tekist að vemda þá báða svo rækilega fyrir illum straumum heimsins að þeir urðu ekki einusinni varir við hús- drauginn í „Hoefdi House" hvað þá annað háskalegra. Fumlaus lögregluransókn á skemmdarverkunum við Reykjavík- urhöfn leiddi það í ljós að vakthaf- andi lögreglumenn höfðu þá um nóttina vísað tveim erlendum mönn- um, blautum af sjó og ötuðum olíusora, veginn suðurtil Keflavíkur. Var talið víst að þetta hefðu verið ódæðismennimir á leið burt úr landinu. Ekki munu hafa fundist nein vitni að nokkmm þætti þessa afbrots eða hryðjuverks, ef frá em taldir fyr- nefndir lögregluþjónar sem annað- hvort vom tveir eða þrír saman. En skömmu síðar lýsti hvala- vemdunarfélagið Sea-Shepherd ódæðinu á hendur sér. Málið var að vonum í kastljósi fjölmiðla svo utandagskrámmræð- ur á Alþingi vom óumflýjanlegar. Steingrímur Hermannsson, þáver- andi forsætisráðherra, tilkynti þama í miðju fjölmiðlaljósinu að hann hefði þegar falið dómsmála- ráðherra (Jóni Helgasyni) að undirbúa nauðsynlega málshöfðun. Eða málskot til þjóða sem þuifa ntundi að leita til svo réttvisin næði fram að ganga. Sea-Sheperd-menn vom kallaðir hryðjuverkasamtök og því staðfastlega lofað að framtíð slíkra manna yrði héðanífrá í ösku. Enda varla neinn bilbug að heyra á nokkmm pólitíkusi varðandi þetta meðan enn logaði á köstumm fjöl- miðlanna í námunda við svona eindregið þjóðþrifamál. Nú skyldi heimurinn loks fá að sjá hvernig taka bæri á alþjóðlegum hryðju- verkablesum. Leið nú og beið. Watson meldar sig Líklega hefur það verið nálægt ársafmæli viðburðanna í Reykjavík- urhöfn sem Paul Watson, forvígis- maður Sea-Shepherd samtakanna, lét enn til skarar skríða og ritaði Forseta íslands bréf „þar sem hann býður íslenskum yfirvöldum að senda sér kvaðningu fyrir íslenskan rétt til að svara til saka vegna skemmdarverka á hvalstöðinni og tveimur hvalbátum fyrir réttu ári, en að öðmm kosti biðjist stjómvöld afsökunar á ásökunum um að sam- tökin stundi hryðjuverkastarfsemi„, einsog segir í frétt Morgunblaðsins fullveldisdaginn 1. desember. „í meira en ár höfum við beðið eftir að heyra um þessar ákæmr. Við getum ekki beðið lengur. Ef íslendingar vilja ekki kveðja okkur fyrir rétt til að hlusta á þessar kæmr höfum við enga aðra úrkosti en að fara til Islands og sjá til þess að réttlætinu verði fullnægt,“ segir síðar í bréfinu (þýðing blm. MU.). I framhaldið af þessu hefur enn sem komið er ekki kviknað á mjög skæmm kastljósum fjölmiðla hér. Þó fer DV á stúfana og spyr núver- andi dómsmálaráðherra, Jón Sig- urðsson, um álit hans á bréfí Watsons. „Ég ætla ekki að segja margt um þetta mál,“ svarar ráðherra. Og bætir því við að það sé ekki í verkahring Pauls Watsons að setja íslenskum stjómvöldum skilyrði. Hvað á ráðherrann við með þessu? Það skýrðist þegar málið kom á dagskrá í fyrirspumatíma Alþingis 4. desembersiðastliðinn. Þá svaraði dómsmálaráðherrann spurningum Sólveigar Pétursdóttur um þessi efni á þá leið m.a. „að samtök á borð við Sea-Shepherd lifí á því að halda sér í kastljósinu. Einungis þannig tækist þeim að safna nógu miklum fjármunum. Undanfarið virðist hafa verið nokkur deyfð yfír starfseminni og líklegt að eitthvað hefði lækkað í kassanum. Því væri nú reynt að ná athygli almennings á ný sem tækist ef íslensk stjóm- völd fæm að svara þessum kröfum og af því yrði hasarleikur í fjölmiðl- um. Dómsmálaráðherra sagðist engan áhuga hafa á því að taka þátt í þessum leik með Sea-Shep- herd-samtökunum. Hann mundi veita þingmönnum upplýsingar um þessi mál eftir öðrum leiðum. Þessi samtök settu íslenskum stjómvöld- um engin skilyrði", er haft eftir ráðherranum í þingfrétt Morgun- blaðsins 5. desember sl. Sé það nú rétt sem margir sveim- hugar fullyrða að texti sé því betri sem hann vekur fleiri spumingar þá er svar Jóns Sigurðssonar við fyrirspum Sólveigar Pétursdóttur þjóðernisleg gullnáma. Fylla mætti þetta blað í margar vikur með spumingum sem upp vakna við þessi orð ráðherrans. Ég nefni hér sárafáar: A ekki að vera neinn munur á því annarsvegar að horfa á hafra- grautinn sinn sjóðá og hinsvegar að lesa um hugsanagang dóms- málaráðherrans í þessu landi? Hvetjum er ætlað að kyngja svona hugsanagraut? Hvað koma fjármál Sea-Shepherd þessu við? Er það ekki fmmréttur bæði einstaklinga Þorgeir Þorgeirsson „Sé það nú rétt sem margir sveimhugar fullyrða að texti sé því betri sem hann vekur f leiri spurningar þá er svar Jóns Sigurðssonar við fyrirspurn Sólveig- ar Pétursdóttur þjóð- ernisleg gullnáma." og samtaka að fá ásakanir á borð vð þærsem hér um ræðir prófaðar fyrir dómi? Er hægt að bera það á borð fyrir heilvita fólk að það sé peningaspursmál hvort slíkur grundvallarréttur nær fram að ganga? Eða spuming um það hvort Jón Sigurðsson eða Paul Watson horfir betur við kastljósti fjölmiðl- anna? Heldur dómsmálaráðherra að menn og félagasamtök verði sek af því einu að yfirvöldin kalli þau ónefnum? Er rétt að banna málsókn vegna stórskemda á tveim skipum og skrifstofuhúsi Hvals hf? Getur þá hver sem er framvegis unnið slík verk án þess að eiga réttvísina yfir höfði sér? Eða gildir hér ein réttvísi fyrir innlenda menn og önn- ur fyrir útlend samtök? Er það annars ekki saksóknari ríkisins sem ákvarðar um það hveijir em sóttir ______________________CT 23 til saka og hveijir ekki? Er Paul Watson kanski fjærskyldur ættingi hans? Eða skyldi það vera satt þetta sem hinir fróðustu menn em að segja, að hætt muni hafa verið við málsókn á hendur þessum skemmd- arverkamönnum vegna þess eins að ríkislögmaður hafi komist að þeirri niðurstöðu að réttarfar býð- veldisins íslands, hvort heldur em vinnubrögð RLR, sakadóms eða hæstaréttar standist ekki lág- markskröfur alþjóðlegra dómstóla? Getur það verið að svarið við seinustu spumingu sé einfaldlega: Já? Væri þá ekki nær að segja þetta já opinberlega og snúa sér að því að gera hér þær réttarbætur að dómar héðan stæðust alþjóðlegar kröfur? Mundi það ekki vera fram- tíðarlausnin? Eða vilja menn þurfa að taka því endalaust með barasta þögn og íjölmiðlamyrkvun þegjr alþjóðleg skemdarverk em framin hérlendis? Og hlíta úrræðinu sem stjóm- málaflokkurinn Stefán Valgeirsson benti á með nokkmm þunga í lok fyrirspurnatímans margnefnda á Alþingi 4. desember? En að sögn þingfréttaritara Morgunblaðsins var Stefán mjög sammála Jóni Sig- urðssyni dómsmálaráðherra um flest sem hér var nefnt að ofan. Og bætti því við að „ekki væri skyn- samlegt að svara mikið svona samtökum. Taldi ástæðu til að setja ofan í við íjölmiðla vegna þess hvemig þeir hefðu haldið á þessum málum. Ástæða væri til að taka þá í gegn og það væri ekki hægt að gera nema fyrir luktum dyrum.u Svo mælir ábúðarmesti stjóm- málaflokkur landsins nokkm eftir að bók Gorbatjoffs, „Perestrojka", kom út á íslensku. Og tveim dögum áður en sú fregn barst hingað — höfð eftir forseta hæstaréttar Sov- étríkjanna — að sovétréttarfarið verði nú tekið til gagngerrar endur- skoðunar í lgölfar þess að öll blöð hafa þarlendis uppá síðkastið verði sneisafull af gagnrýni bæði sér- fræðinga og almennings á meðfíswt dómsmálanna. En sovést réttarfar hefur framtil þessa ekki þótt vera til útflutnings sem kunnugt er. Væri það ævintýramenska að gera slíkt hið sama hér? Vill nú ekki dómsmálaráðherrann reyna að segja eitthvað um það? Höfundur er rithöfundur. Bók um Olympíu- skákmótið í Dubai Löggæsla verður aukin fyrir jólin til að greiða fyrir umferð ÚT ER komin bókin Skákstríðið við Persaflóa eftir Jón L. Áma- son stórmeistara í skák. Bókin fjallar um Ólympiuskákmótið í Dubai og frammistöðu íslensku skáksveitarinnar þar. Skáksam- band íslands gefur bókina út. í formála segir Þráinn Guð- mundsson formaður Skáksam- bandsins m.a.: „Líta má á útgáfu bókarinnar sem lið i kynningar- starfí SI en um leið viðleitni til að varðveita á prenti frásögn af merk- um atburði í íslenskri skáksögu, ævintýrinu mikla við Persaflóa er íslenska Ólympíuskáksveitin náði 5. sæti í keppni 108 þjóða um hinn eftirsótta Olympíutitil. Ekki þarf að fjölyrða um það, að þessi árang- ur er sá besti sem íslensk skáksveit hefur náð og staðfestir rækilega að íslendingar eru meðal sterkustu skákþjóða heims. KVEIKT verður á jólatrénu sem Reykjavíkurhöfn hefur fengið sent frá Hamborg laugardaginn 12. desember nk. kl. 16.00. Tréð er gjöf frá klúbbnum Wik- ingerrunde sem er félagsskapur fyrrverandi sjómanna, blaða- og í fyrri hluta bókarinnar lýsir Jón aðdraganda mótsins og undirbún- ingi íslensku skáksveitarinnar. Þá tekur við ferðalýsing og frásögn af daglegu lífi á Olympíumóti í ákaflega framandi umhverfí. Frá- sögnin er krydduð gamansömum lýsingum óvæntra atvika á þessum ókunnu slóðum. I síðari hluta bókar- innar er mótinu sjálfu ítarlega lýst frá umferð til umferðar og skákir íslenska liðsins birtar og margar þeirra skýrðar af keppendum sjálf- um. Liðstjóri islenska liðsins, Kristján Guðmundsson, kemur hér til liðs við Jón L. og lýsir gangi mála á skákstað, er spennan var í hámarki. Loks eru valdar skákir annarra en íslendinganna úr hverri umferð skýrðar og skrár og fróðleikur um fyrri Ólympíumót birtast í bókar- lok.“ verslunarmanna í Hamborg og ná- grenni. Tveir af félögum klúbbsins þeir Hans Hermann Schliinz og Ulfert Kaltenstein blaðamenn frá Ham- borg eru hingað komnir til að aflienda tréð sem að venju verður reist á hafnarbakkanum við Hafn- Jón L. Árnason Bókin er 143 bls. og í henni §öl- margar myndir. Skákprent prent- aði. arbúðir. Afhendingin fer fram kl. 16.00 að viðstöddum borgarstjóran- um í Reykjavík, sendihen-a Þýska sambandslýðveldisins á íslandi og öðrum gestum. Hafnarstjóri veitir trénu móttöku. Lúðrablásarar leika við Hafnar- búðir frá kl. 15.45. LÖGREGLAN í Reykjavík og umferðarnefnd hafa undirbúið ráðstafanir vegna hinnar miklu umferðar bila og gangandi veg- farenda fyrir jólin. I fréttatil- kynningu frá þessum aðilum segir m.a.: 1. Laugavegi verður lokað fyrir umferð annarra ökutækja en stræt- isvagna laugardaginn 19. desember frá kl. 13 til kl. 22 og á Þorláks- messu frá kl. 13 til kl. 23, þó með þeirri undantekningu, að umferð er heimiluð á tímabilinu frá kl. 19 til kl. 20 vegna vörudreifingar í versl- anir. Sömu undanþágu og strætis- vagnar njóta leigubifreiðar, sem erindi eiga að húsum við Laugaveg, enda hafí þær uppi merki leigubif- reiða. Ennfremur njóta undanþágu bifreiðar með merki fatlaðra. Óku- menn eru hvattir til að aka ekki um Laugaveg að ástæðulausu. 2. Gjaldskylda verður í stöðu- mæla fyrrgreinda daga á meðan verslanir eru opnar. Einnig verður gjaldskylda í stöðumæla laugardag- inn 12. desember frá kl. 9 til kl. 18. Þá verða bifreiðastæði í Toll- húsinu og á Bakkastæði (áður lóð Hafskips) við Tryggvagötu og í Kolaporti opin á sama tíma. 3. Á tímabilinu 19.—24. desem- ber mun lögreglan takmarka umferð inn á Laugaveg, ef þörf krefur. 4. Athygli skal vakin á því, að á tímabilinu 12. til 24. desember verður almenningi heimilt að leggja bifreiðum á lóð Völundar (nr. 1 við Klapparstíg, ekið inn frá Klapp- arstíg). Þar verða um 150 til 200 stæði. 5. Fólk er eindregið hvatt til að notfæra sér strætisvagna dagana fram að jólum t.il að létta á umferð og spara sér tíma og erfiðleika við leit að bifreiðastæðum. Þessu er sérstaklega beint t.il starfsmaigia verslana og annara fyrirtækjá' í miðborginni. 6. Starfsmenn, sem koma á einkabifreiðum, eru hvattir til að leggja bifreiðum sínum fjær vinnu- stað en venjulega fram að jólum. Auk stæða á lóð Völundar, má í þessu sambandi benda á bifreiða- stæði milli Vatnsstígs og Frakka- stígs á lóð Eimskips, sem Reykjavíkurborg hefur á leigu. 7. Lögreglan verður með aukna löggæslu þar sem hennar er þörf í borginni fram að jólum og mun greiða fyrir umferð og aðstoða f^lk í þeirri miklu umferð, sem framund- an er. Lögreglan mun hafa krana- bifreiðir í sinni þjónustu og mun fjarlægja þau ökutæki, sem er illa lagt, skapa hættu og hindra eðlilega umferð, bæði fyrir akandi og gang- andi vegfarendur. Ökutæki þessi verða fjarlægð á kostnað öku- manna. Á Reykjavíkurhöfn: Kveikt á jólatrénu frá Hamborg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.