Morgunblaðið - 11.12.1987, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 11.12.1987, Blaðsíða 10
10 c MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. DESEMBER 1987 Úti í villtri náttúru, en gítarinn vantar. Ætli þau sitji ekki einhvern veginn svona og spili og syngi? Echidna paufast sína leið, seig eins og „Swagman". Termítaþúfa — namm, namm. Ein uppáhaldsfæða echidnu er það sem svona þúfa geymir, og hún brýst inn i með sterkum klóm sínum. Matthildur Biömsdóttir skrifar frá Ástralíu: Á VIT VILLTRAR NÁTTÚRU Á íslandi er flest ár auglýst eftir fólki til að taka að sér veður- athugunarstöðina á Hveravöllum og þykir slíkt þó nokkur útlegð, sem ;ostar mikinn undirbúning. Hér í Ástralíu er einnig auglýst eftir fólki til að fara út í óbyggð- ir. Hef ég þá í huga að tímaritið Australian Geographic sendir fólk út í óbyggðir. í byrjun vetrar hér í Ástralíu, þ.e. í júní síðastliðnum, lögðu hjón, sem valin höfðu verið úr hópi fjögur hundruð og fimmtíu umsækjenda, í slíkan leiðangur. Þeir, sem valdir eru, verða að hafa ævintýraþrá, vera náttúru- unnendur, góðir ljósmyndarar og vel rithæfir. Tæplega fertug hjón, Micheal og Susan Cusuck, hrepptu hnossið að þessu sinni. Hann hefur unnið í þjóðgarðinum Fem Tre Gully, sem er rétt norðan við Adelaide, en Susan er grasalæknir. Þau hafa þó nokkra reynslu af óbyggð- alífi og hafa ferðast umhverfis Ástralíu tvisvar sinnum. Ef allt gengur að óskum veija þau einu ári ævi sinnar eða jafn- vel meira í óbyggðum á ósnortnu frumbyggjasvæði sem heitir Kun- munya og er á norðurströnd Vestur-Ástralíu, nánar tiltekið í Kimberleys. Eftir mikinn og erfiðan undir- búning, sem tímaritið stóð að, lögðu þau af stað og sögðust líklega geta lifað allt af. Þau þurfa ekki aðeins að geta tekist á við veikindi og öll veður, þau verða einnig að kunna að bregðast við snáksbitum og öðmm afleiðingum viðskipta, við vara- söm kvikindi sem víða leynast á þessum slóðum. Þó verða þau að geta brugðist við því andlega álagi, sem getur fylgt því að hafa engan annan félágsskap, að þurfa að vera sjálfum sér og hvort öðru nóg. Þama er ekkert pósthús, engin verslun né nágranni til að fá lánað hjá. Til næsta þorps sem heitir Derby em meira en tvö hundmð og fjömtíu kílómetrar. Starfíð, sem þau eiga að inna af hendi í útlegðinni, ætti þó að halda huga þeirra föngnum. Þau eiga að safna jurtum fyrir plöntu- safn og rannsóknarstöð í Vestur- Ástralíu, rannsaka fugla fýrir Konunglegu áströlsku fuglafræði- stofnunina, og síðast en kannski ekki síst eiga þau að skrá allt, þar með talið persónulega reynslu og viðbrögð þennan tíma, fyrir tímaritið. Michael sagði að það yrði fróð- legt að fylgjast með hvaða áhrif þessi dvöl hefði á þau borgarböm- in. Ef til vill myndu þau ekki endast lengur en nokkra mánuði en kannski myndu þau vilja vera lengur en eitt ár. En hann lang- aði til að ná betri árangri á gítarinn sinn. Svo nú sitja þau kannski á kvöldin við opinn eld og hann spilar fyrir hana á gítar. Er það ekki rómantísk tilhugsun? Örlítið um echidnu Trúlega er hið sérstaka dýr echidna einhvers staðar á vappi og heyrir kannski gítaróminn í §arska. Eigum við ekki að kynn- ast högum þess örlítið nánar og forvitnast um hveiju vísinda- mennimir, sem ástralska tímaritið Australian Geographic fékk til liðs við sig, komust að. Fyrst skulum við þó hverfa aft- ur í tímann og athuga hvemig echidna er til komin að áliti frum- byggjanna. Saga þeirra segir að einu sinni hafí verið gamall maður að nafni echidna sem lifði einangraður frá fólki sínu og fór sjaldan út úr hýði sínu, sem var gamall holur trjábolur. Hann var of gamall til að veiða, en lifði á því að narra til sín unga menn, sem hann síðan át. Þegar svo komst upp um hinn hræðilega leyndardóm leituðú fmmbyggjar að Echidnu og kró- uðu hann af. Hentu í hann spjót- um þar til bak hans var þakið þeim. Þá bmtu þeir af honum hendur og fætur og hentu frá sér. Ula særður skreið echidna inn í tijábolinn og hélt þar til uns sárin vom gróin. Þegar hann svo birtist aftur höfðu hendur hans og fætur breyst í sterkar klær sem hægt var að nota til að grafa og þó limir hans væm mjög bognir gátu þeir þó haldið honum uppi og borið hann um. En hvorki hann né kona hans gátu náð spjótunum úr baki hans. Þegar þú sérð echidna í skógin- um í dag grefur hann sig þegar í stað niður í jörðina minnugur pyntinga mannanna sem hann fékk fyrir að vera mannæta. Nútímastaðreyndir um dýrið En hvað segja vísindamenn um lífsferil echidnu? Þeir komust að ýmsu um hætti skepnunnar, með- al annars með því að senda senditæki á eina. Echidna er fág- ætt dýr af nefdýraætt og aðeins „Trúlega er hið sér- staka dýr Echidna einhvers staðar á vappi og heyrir kannski gítaróminn í fjarska. Eigum við ekki að kynnast hög- um þess örlítið nánar.“ það og platypus eiga það sameig- inlegt að verpa eggjum en mjólka síðan afkvæmunum. Fullvaxin echidna er fjörutíu og fímm sentimetrar að lengd og vegur §ögur til fímm kíló. Um Qörutíu prósent af líkamsþyngd hennar er fíta og er það ráðstöfun náttúrunnar til að gera henni kleift að lifa án fæðu í marga daga og jafnvel vikur. Hún hefur dökkan feld en broddarnir eru ljósari. Nefið er langt og mjótt, gráblátt að lit, skapað til að grafa og þefa með. Augun eru neðarlega á höfðinu rétt fyrir ofan nefið og nokkuð bil á milli þeirra. Rétt fyrir ofan augun eru svo ein- hverskonar ósýnileg eyru, með þeim er hún sögð geta numið hljóð maura og termíta. Broddarnir vísa upp allt í kring nema að aftan og eiga að vera til þess að hvorki menn né aðrar skepnur taki á þeim. Broddamir eru aðeins stíf hár sem hún getur þó gert enn stífari ef hún verður fyrir áreitni. En þó gerist það að refír og dingó veiði þær og þá líklega með því að velta þeim á bakið. Tungan er rauð og iöng í laginu eins og slanga, átján sentimetra löng. Á henni er límkennt slímlag sem hún sleikir maura, termíta og önnur skordýr upp með þegar hún hefur brotist inn í hreiður þeirra með sterkum klóm sínum. Hún getur grafið sig allt að einum metra irin í holu til að ná í góm- sæta mauradrottningu. Þeim breytir hún síðan í þykka leðju sem hún sýgur með gómnum og grófri tungunni. Klæmar eru sterkar og minna á þjóðsöguna því þær eru eins og afmyndaðar hendur með klóm í stað nagla. Echidna er friðsamt dýr sem hvorki berst fyrir umráðasvæði né reynir að veija það. Hún ýmist grefur sér holu sem er rúmur metri að lengd eða hún fínnur holu eftir önnur dýr. Hún getur jafnvel búið með slöngu í holu. Mervin Griffíths sagðist hafa vit- að til að echidna hafi legið í rólegheitum í holu með upphrin- guðum svörtum snák. I öðru tilfelli sagðist hann hafa vitað um að þegar echidna ein var að bíða eftir mjólkandi móður, sem hún ætlaði að lána holuna sína, hafi brúnn snákur skriðið yfír hana en henni ekki brugðið. En ef mannvera hefði snert hana svona yrðu viðbrögðin önnur. Undir venjulegum kringum- stæðum er svæðið sem hún hefst við á um fimmtíu hektarar en getur verið stærra á þurrkatímum og þurrum svæðum. Undir venjulegum kringum- stæðum er svæðið sem hún hefst við á um fímmtíu hektarar en getur verið stærra á þurrkatímum og þurrum svæðum. Líkamshiti echidnu er venju- lega 32,5 stig sem er kalt fyrir spendýr miðað við manninn með 37,0 og kengúru með 36,0. En hann getur farið allt niður í tutt- ugu og tvö stig. Echidna er einfari. Parast ekki, heldur á tilviljanakennd mök á fijósemistímanum, sem er í ágúst, en það er í lok vetrar hér. Þá geta verið allt að fímm karldýr á vappi kringum eitt kvendýr. Síðan sér hún ein um uppeldi ungviðis- ins. En hvemig fara menn að því að kyngreina dýrin sem eru svo lík þar sem þau paufast eftir jörð- inni? Kvendýrið þekkist á nokkurs- konar hrygg eða brún á kviðnum þar sem pokinn myndast um það bil sem hún verpir egginu. Þar hjá bólgna síðan upp geirvörtur þegar unginn er um það bil að skríða úr egginu. Karldýrið lítur út fyrir að vera aiveg eins og hefur jafnvel fell- ingu sem svipar til poka eins og kvendýrið hefur. Karldýrið er venjulega þyngra. Eina örugga leiðin er að athuga afturfæturna, því á þeim hefur karldýrið hvassa aukakló sem kvendýrið hefur ekki. En fylgjumst með einu varpi eða fæðingu, eða hvað við viljum kalla þessa blöndu afkvæmis, sem kemur úr eggi en sýgur síðan úr spena. Ný echidna lítur dagsins ljós Þrem vikum eftir fijósemistím- ann verpir echidna eggi, en sjaldan meira en einu, sem hún síðan færir yfír í pokann. Eggið kemur úr gati sem liggur á milli endaþarms og pokans og er trú- legt að hún færi það á milli með því að liggja á bakinu og snúa upp á sig. En eggið hefur ekki brothætta skum eins og hjá fugl- um heldur er gúmmíkennt og þolir mun óblíðari meðferð en venjuleg egg. Um það bil tíu dögum síðar skríður svo fímmtán millimetra blint og hjálparvana bleikt fóstrið út úr egginu og sýgur mjólkina úr móður sinni, sem á þessu stigi er fitusnauð. Síðan eftir fímmtíu daga, þegar það vegur milli tvö til §ögur hundruð grömm og broddarnir eru farnir að vaxa, lætur móðirin það detta niður í fóðraða holu þar sem það dvelur næstu mánuði. Þá yfírgefur hún ungann til að leita fæðu til að byggja upp góða og næringarríka mjólk en snýr til holunnar á fímm til tíu daga fresti. Það er tíminn sem tekur hana að safna upp nýrri mjólk, sem nú er fíturík. Eftir sex til átta mánuði, þegar unginn yfirgefur holuna, er vöxtur broddanna kominn vel á veg, og hann vegur um eitt og hálft kfló. Þá hefst nýtt lífshlaup sem enginn veit fyrir víst hvað varir lengi en getur að minnsta kosti verið í fjörutíu til fímmtíu ár. En _ þetta litla þrautseiga dýr sem Ástralir kalla í gamni, eða bera saman við „Australia’s 01- dest Swaggié", Swagman eftir ástralska flakkaranum, ber víst nafn með rentu því þau eiga margt sameiginlegt. _ Echidna er útbreiddasta dýr Ástralíu og finnst á svæðum frá heitustu eyði- mörkum til köldustu regnsvæða og virðist geta aðlagast öllum aðstæðum rétt eins og „Swag- man“ með pokann sinn. Hún fer einförum rétt eins og „Swag- man“, sjálfstæð og seig eins og hann og er langlíf eins og þeir hafa oft verið. Svo það er engin furða að dý- rið hafí heillað fólk allt frá því seint á átjándu öld — og að Mary Rose Liverani, vísindamennimir og aðrir hafi heillast af eiginleik- um þess. Kannski fær parið í eyðimörk- inni einnig að kynnast henni og smitast af þrautseigju hennar. Það fáum við að vita seinna. (Pistill um echidnu er lauslega endur- sagður úr tímaritinu Australian Geographic okt.—des. 1987, ásamt grein um hjónin í óbyggðum.) Höfundur býr í Ástralíu. *

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.