Morgunblaðið - 11.12.1987, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 11.12.1987, Blaðsíða 20
ENGIN SNURA! Snúrulaust gufustraujárn frá Morphy Richards. Allar stillingar og enn fleiri möguleikar: Já, snúrulaust - óneitanlega þægilegra, ekki satt? Fæst í næstu raftækjaverslun. morphq richards 20 C MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. DESEMBER 1987 Fjörkippur hjá Skák- félagi Akureyrar Skák Margeir Pétursson Skáklífið á Akureyri hefur tekið fjörkipp við það að skák- félagið flutti í fyrra í eigið húsnæði. Skákmenn norðan fjalla hafa þar með eignast fastan punkt í tilveruna, enda er aðstaða í nýja húsnæðinu mjög góð. Þar er bjartur og rúmgóður skáksalur, kaffistofa og góð að- staða til að fara yfir skákir og skoða skákbækur. Haustmótið fór að sjálfsögðu fram í nýja húsnæðinu og urðu þeir Gylfi Þórhallsson og Tómas Her- mannsson hlutskarpastir. Urðu þeir heyja að einvígi um meist- aratitil skákfélagsins á næstunni og varð enn jafnt 2-2. Munu þeir tefla tvær lokaskákir og fáist ekki úrslit í þeim ráða stig í aðal- mótinu. Þar stendur Gylfi betur að vígi. Gylfi er einn reyndasti skákmað- ur bæjarins og hefur jafnframt verið formaður Skákfélagsins um árabil. Tómas er hins vegar aðeins 16 ára gamall og mikið efni. Árang- ur hans er sérlega góður þegar tekið er tillit til þess að hann missti bæði af vinningi á móti Gylfa og Smára Ólafssyni. Það sem hvað mesta athygli vakti á haustmótinu var frammistaða Kára Elíssonar, sem er bæði marg- faldur methafi í kraftlyftingum og jafnframt einn sterkasti skákmaður Akureyringa. Það kom að sjálf- sögðu engum á óvart að Kári skyldi slá enn eitt metið, en hveijum hefði dottið í hug að þessi mikli baráttu- maður mjmdi setja Norðurlandsmet í jafnteflum? Kári gerði átta jafn- tefli í níu skákum og var eini keppandinn á mótinu sem ekki tap- aði skák. Slík friðsemd hefur ekki þekkst áður norðan Holtavörðu- heiðar, enda mun metið hafa verið slegið óviljandi. Kári tefldi að venju stíft til vinnings í hverri einustu skák. Úrslit á mótinu urðu þessi: A flokkur: 1.-2. Gylfi Þórhallsson og Tómas Hermannsson 6 v. af 9 mögulegum. 3.-4. Magnús P. Ömólfsson og Sig- uijón Sigurbjömsson 5V2 v. 5.-6. Bogi Pálss. og Kári Elíss. 5 v. 7. Sigurður Gunnarsson 4V2 v. 8. Rúnar Sigurpálsson 3’/2 v. 9. Friðgeir Kristjánsson 2*/2 v. 10. Smári Ólafsson IV2 v. B flokkur: 1.-3. Skafti Ingimarsson, Jakob Þór Kristjánsson og Magnús Teitsson 6 v. af 9 mögulegum. 4. Eymundur Eymundsson 4V2 v. 5. -6. Kristján Þorsteinsson og Þór- leifur Karlsson 3V2 v. 7. Sveinbjöm Sigurðsson 3 v. 8. Reimar Pétursson 2V2 v. 9. Þorsteinn Sigurðsson 1 v. Unglingaflokkur (15 ára og yngri): 1. Rúnar Sigurpálsson 8 v. af 9 mögulegum. 2. -3. Magnús Teitsson og Reimar Pétursson 7V2 v. 4. Ólafur Gíslason 5 v. o.s.frv. Drengjaflokkur (12 ára og yngri): 1. Þórleifur Karlsson 6 v. af 9 mögulegum 2. Birkir Magnússon 5*/2 v. 3. -4. Páll Þórsson og Örvar Magn- ússon 5 v. Rúnar Sigurpálsson vann enn einn sigurinn í hraðskákmóti skák- félagsins, sem hann vann með fullu húsi vinninga, 12 talsins, en Þór Valtýsson og Bogi Pálsson urðu næstir með 8'v. Næsta verkefni Skákfélags Ak- ureyrar er bikarmót félagsins, sem er nýjung í starfsemi þess. Það hefst sunnudaginn 13. desember kl. 14. Tefldar verða 30 mínútna skákir og falla menn úr keppni er þeir hafa misst niður þrjá vinninga. Árlegt jólahraðskákmót félagsins fer fram sunnudaginn 27. desember og hefst kl. 14. Við skulum nú líta á tvær sér- staklega skemmtilégar skákir með sigurvegurunum í A-flokki. Hluti af skák Gylfa hefur áður birst í daglegum skákþætti Mbl., en það er full ástæða til að líta á hana aftur í heild: Hvftt: Gylfi Þórhallsson Svart: Sigurður Gunnarsson Sikileyjarvörn, drekaafbrigðið. 1. e4 - c5 2. Rf3 - d6 3. d4 - cxd4 4. Rxd4 — Rf6 5. Rc3 — g6 6. Be3 - Bg7 7. f3 - 0-0 8. Dd2 - Rc6 9. Bc4 - Bd7 10. 0-0-0 - Da5 11. Kbl - Hfc8 12. Bb3 - Re5 13. h4 - b5 14. h5 Hér hefur áður verið leikið 14. Bh6 - Rc4 15. Bxc4 - Bxh6 16. Dxh6 — bxc4 og staðan er mjög tvísýn. 14. - Rc4 15. Dd3 - Rxh5 Byijunin, hið hvassa drekaaf- brigði, hefur verið meðhöndlað óvenjulega. Það eru yfirleitt talin hagstæð uppskipti fyrir svart að fá hvíta biskupinn á e3 fyrir riddara. Gylfi býður upp á þetta, en Sigurð- ur hafnar. 16. g4 - Rf6 17. Bh6 - Bh8?! 18. Rf5! 18. - Bxf5? Svartur verður nú mjög veikur fyrir á hvítu reitunum f7 og g6. Hann hefði því átt að leika 18. — He8 19. gxf5 - Rxb2 Þetta lítur mjög vel út og svartur hefur vafalaust lagt á ráðin með fómina er hann lék 18. — Bxf5, enda gat hann ekki órað fyrir þeim ósköpum sem nú dynja yfir: 20. Rd5!! - DdS 20. — He8 er svarað á eftirfar- andi hátt: 21. Rxf6n---Bxf6 22. Bxf7+! - Kxf7 23. Dd5+ - e6 24. fxe6+ - Kg8 25. e7+ - Kh8 26. Df7 - Dc3 27. Bg7+! - Bxg7 28. Hxh7+ - Kxh7 29. Hhl mát. 21. Rxf6+ - Bxf6 22. Dd5 - De8 23. fxg6 - hxg6 24. Hdgl - e6 25. Hxg6+! - fxg6 26. Dxe6+ - Dxe6 27. Bxe6+og svartur gafst upp, því mátið blasir við. Hvitt: Tómas Hermannsson Svart: Smári Ólafsson Hollensk vörn I. d4 - f5 2. c4 - Rf6 3. Rc3 - e6 4. Rf3 — Be7 5. g3 — 0-0 6. Bg2 - c6 7. 0-0 - d5 8. b3 - Rbd7 9. Bb2 - De8 10. e3 - Dh5 II. Re2 - g5 12. Rcl Það er rétta strategíska leiðin til að mæta hinu svonefnda gijót- garðsafbrigði hollensku vamarinn- ar að stilla riddumnum upp á f3 og d3. Venjulega er þetta gert með þeim hætti að drottningarriddari hvíts fer frá bl til d2 og síðan f3, en kóngsriddarinn frá f3 til e5 og endar á d3, en það er sama hvaðan gott kemur. 12. - b6 13. Rd3 - Bb7 14. Hcl - Hac8 15. Rde5 - Bd6 16. cxd5 - exd5? 17. Dd3 - Bxe5 18. Rxe5 - Rxe5 19. dxe5 - Rd7 20. e6 - Rf6 21. Dd4 - Hce8 22. De5 - He7 23. Hfdl - h6 24. Ba3? Eftir að hafa náð yfirburða- stöðu leggur hvítur út i óþarfar flækjur. Eftir 24. h3 hefur svart- ur ekki snefil af mótspili. 24. - Rg4! 25. Dc3 - Dxh2+ 26. Kfl - Ba6+ 27. Hd3 - Hxe6? Hér var betra að leika 27. c5, þótt biskupaparið tryggi hvíti góðar bætur fyrir skiptamuninn. 28. Bxf8 - Kxf8 29. Dh8+ - Ke7 30. Dg7+ - Kd6 31. Hxc6+! — Kxc6 32. Bxd5+ — Kd6 33. Bc4+ - Kc5 34. Hd5+? Staðan virðist léttunnin á hvítt, en það er þó aðeins ein vinningsleið sjáanleg í stöðunni og hvítur, sem var í miklu tímahraki, missir af henni: 34. Dd4+ — Kc6 35. Dd7+ - Kc5 36. Dd5+ - Kb4 37. a3+! — Kxa3 38. b4+ og eins og lesend- Erlendar bækur Siglaugur Brynleifsson Siegfried Lauffer: Daten griech- ischen und römischen Geschich- te. Deutscher Taschenbuch Verlag 1987. í bókarlok er vísað til þeirra rita, sem höfð hafa verið til hliðsjónar, við samantekt þessa annáls. Meðal þeirra em: dtv-Atlas zur Weltge- schichte, Atlas of Classical History, 1985, Der kleine Pauly, dtv., Lexi- kon der Alten Welt, Artemis, 1965, Karl Christ (Hrsg): Romische Ge- schichte. Eine Bibliographie, 1976, Handbuch der Altertumswissen- schaft, The Cambridge Ancient History, Oldenbourg Gmndriss der ur geta sjálfír gengið úr skugga um sleppur svartur ekki úr mátnet- inu. Nú kemst svarti kóngurinn aftur á móti undan á flótta: 34. - Kb4 35. a3+ - Kxa3 36. Dal+ - Kb4 37. Da4+ - Kc3 38. Hd3+ - Kb2 39. Hd2+ - Kc3 40. Dal+ - Kb4 40. — Kxd2 leiddi einnig til jafn- teflis. 41. Da4+ - Kc3 42. Hc2+ - Kxc2 43. b4+ - Kbl 44. Da2+ - Kcl 45. Dal+ - Kc2 46. Da2+ - Kcl 47. Da3+ - Kc2 48. Db3+ - Kcl 49. Dc3+ - Kbl 50. Dd3+ - Kcl 51. Da3+ - Kc2 52. Db3+ - Kcl 53. Dc3+ - Kbl 54. Del+ - Kc2 og hér var að lokum samið um jafntefli. Nýlega háðu Skákfélag Akur- eyrar og Skákfélag Búnaðarbank- ans sína árlegu keppni á Akureyri. Úrslit urðu þau að bankamenn sigr- uðu, 7-3, en keppnin var mun jafnari en úrslitin gefa til kynna. Munaði mestu um að auk stórmeist- aranna, sem tefla fyrir bankann, er Jón G. Viðarsson, efsti maður í 1. deildarliði SA, kominn í banka- sveitina. Er það mikill fengur fyrir hana, en að sama skapi missir fyrir Akureyringa. Einnig var keppt í hraðskák og var baráttan þar gífur- lega hörð og spennandi. Staðan fyrir síðustu umferð var 95-95, en lokaúrslit urðu IOIV2-98V2 Búnað- arbankanum í hag. Þar sem keppnin fór í fyrsta skipti fram í eigin húsnæði Skák- félags Akureyrar færði bankinn Akureyringum að gjöf nýjustu fræðirit um skákbyijanir, sem bókasafn skákfélagsins vantaði til- finnanlega. Geschichte 1—4. Auk þessara rita hafa fjölmörg ótalin verið notuð. Annálamir hefjast á steinöld á Grikklandi um 5000 og ná til 30 f. Kr. Rómversku annálamir ná einnig frá steinöld um 5000 og til 500 e. Kr. Höfundurinn var lengst af pró- fessor í fomaldarsögu við háskól- ann í Múnchen. Hann birti fjölda greina og rita, einkum varðandi samfélags- og hagsögu fomaldar. Það er vandmeðfarið verkefni að setja saman annála sem þessa, hvað á að taka á skrá og hvetju á að hafna? Tilgangurinn er að móta rit þar sem fínna megi helstu atburði hvers árs eða tímabils og þá sem mest koma við sögu, einnig forsend- ur að atburðunum. Þvi knappara sem formið er því vandmeðfamara verður slíkt verk. Og þegar um annál er að ræða eins og hér um Grikki og Rómveija þá grípur það inn í sögu fjölda annarra þjóða á þessu tímabili. Höfundurinn hefur tekið fullt til- iit til nýjustu fomleifarannsókna og þeirra brota sem aukið hafa þekk- ingu á umræddu tímabili. I slíkum ritum em villur óhjá- kvæmilegar. Höfundurinn lést 1986 og hann telur í ritinu að Heródes hafi látist árið 4 e. Kr., en svo hef- ur löngum verið talið. En nú hefur það gerst að sagnfræðingar hafa fært rök fyrir því að Heródes hafí dáið árið 1 f. Kr. Þetta breytir fæðingarári Krists, sem hingað til hefur verið talið 7—4 f. Kr. en hlýt- ur að breytast ef kenningamar reynast réttar, í 7—2 f. Kr. (Heim- ild: Breytingar á almanakinu í Almanak fyrir ísland 1988). Því er fæðing Krists talin undir Merkisár, 7—2 f. Kr. í þessu almanaki 1988. Á þessu má sjá að ýmsu getur skakkað um ártöl í mannkynssög- unni, en þótt svo sé þá em ártölin nokkurs konar beinagrind sögunnar eins og þau em á hveijum tíma og oftast skipta smærri tímaskekkjur ekki meginmáli. Þetta er handhæg bók til upp- flettinga. í bókarlok er síðan persónu- og staðaregistur. Grísk-róm- verskur annáll

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.