Morgunblaðið - 11.12.1987, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 11.12.1987, Blaðsíða 42
42 C MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. DESEMBER 1987 Svipmyndir úr borginni / óiafur Ormsson „Eg var að koma úr þrjúbíó“ Aðventuljósin eru komin út í __glugga á flölmörgum heimilum á höfuðborgarsvæðinu og lýsa upp skammdegið. Þeir sem kvarta hvað mest yfír því þessa dagana að það sé óvenju skuggsýnt og birti helst ekki, ættu ekki að þurfa að vera myrkfælnir, aðventuljósin minna á þá hátíð sem kristnir menn halda til að minnast fæðingar frelsarans, þó það vilji nú gleymast hjá sumum sem fara á kostum í æðisgengnu kapphlaupi á milli verslana til að seðja hungrið á allsnægtarborði nútfma manna. Það er ávallt ánægjulegt að hitta á fömum vegi í jólaundirbúningnum menn sem fara að öllu að yfirveg- ^uðu öryggi og-virðast vera lausir ^við það álag sem oft fylgir nútíma- fólki, í miðju lífsgæðakapphlaupinu. „Tolli", Þorlákur Morthens, mynd- listarmaður, er einn þeirra sem er í fullkomnu jafnvægi. Við hittumst óvænt í Sparisjóði Reykjavíkur á fullveldisdaginn 1. desember. Hann var með stóra svarta tösku í hendi, svo afslappaður að það var líkast því að hann væri að koma úr sundi eða nuddi, endumærður að sjá án- ægður með lífið og tilveruna. Heilsaði eins og við væmm dagleg- —* ir spilafélagar og em þó ár og dagar síðan við spjölluðum saman síðast. Hann opnaði töskuna, raðaði víxlunum snyrtilega á borð fyrir framan sig. Myndlistarmenn þurfa líka að nota víxla. — Hvar býrðu? spurði hann og brosti. Ég lét hann hafa heimilisfang og símanúmer. Hann kvaðst ætla að senda mér boðskort á sýningu sem hann opnar 10. desember í nýju hóteli við Sigtún í Reykjavík og er með opið til áramóta. Tilsýnd- ar var Tolli eins og hinn æfði athafnamaður sem þekkir allar leik- reglur viðskiptalífsins af áratuga reynslu. Þorsteinn Johnson, verslunar- stjóri í Bókahúsinu, Laugavegi 176, hefur áralanga reynslu í verslun og viðskiptum. I jólamánuðinum átti ég leið um Laugaveginn og Suður- landsbrautina. Útidyrahurðin var opin upp á gátt í Bókahúsinu. Steini var að raða í hillur rétt fyrir innan dymar ýmsu jólaskrauti, og vantaði ekki annað en að hann hefði verið kominn í jólasveinabúninginn að stundin hefði verið minnisstæð. Fyrir hönd bókarinnar er Steini bjartsýnn og telur ástæðu til að fagna því að enn er skrifað. Aldrei þessu vant minntist hann ekki orði á jazzinn eða fagrar konur. Hann er búinn að stiila sig inn á jólabóka- vertíðina og mátti varla vera að því að hugsa um neitt annað. Fór nokkmm orðum um veðráttuna, veðurblíðuna og frostið sem hann sagði nágranna okkar á Norður- löndunum og í Evrópu þurfa að búa við á meðan við fslendingar hefðum næstum baðstrandarhita dag hvem í nóvember og desember. Við voram nokkuð sammála því að jólasvein- amir í ár kæmu ekki til byggða á sleðum í snjó og bil heldur á mótor- hjólum eða kappakstursbílum eins og vera ber í þeirri færð sem nú er á þjóðvegum dag eftir dag. Ragnar Einarsson, forstjóri EN- lampa hf., var í fatahugleiðingum hjá klæðskera þegar ég hitti hann, annan eða þriðja dag desember- mánaðar. Fyndinn eins og venju- lega. — Hvemig get ég orðið frægur? spurði hann. — Frægur? — Já, hér á íslandi, ef ekki heimsfrægur. Það vilja allir vera frægir. Ég hefði ekkert á móti því að fá eins og einn minnisvarða. — Eigum við kannski að athuga viðtalsbók? Þú hefur nú frá mörgu að segja. Ert margt búinn að reyna og misjafnt. — Já, af hveiju ekki, svona í alvöra? Ég spurði hvort ekki væri mikið um að vera hjá honum f jólamánuð- inum. — Ég var að koma úr þijúbíó. — Þijúbíó? Og er ekki spennan í hámarki? Jólaverslun að fara í gang? — Jú, og ég skrepp stundum í þijúbíó til að slappa af. Ágætt að vera laus við stressið, hávaðann og spennuna. Þama situr maður t.d. á aftasta bekk. Enginn sími, engin dyrabjalla, ekkert ónæði. Hámar í sig poppkom og lætur þreytuna líða úr skrokknum. Mér er nákvæmlega sama hvort um er að ræða spennu- myndir eða gamanmyndir, ef ég fæ að vera einn með sjálfum mér í bíósalnum. Eftir að myndin er búin er ég endumærður og get þá hald- ið áfram að fást við mitt starf af auknum þrótti. Og klæðskerinn glotti. Hann tók mál af viðskiptavini sem var að spá í föt. Síminn hringdi stöðugt. Klæð- skerinn var að auglýsa í nýju tölublaði af Mannlífi og árangurinn sennilega að koma í ljós. Ragnar Einarsson var kominn með pakka í fangið, broshýr. Lampamir í loft- inu á vinnustofu klæðskerans frá EN-lömpum hf. Ragnar í ljósbláum regnfrakka, snyrtilega klæddur eins og jafnan, og svo allt í einu á foram út í rigninguna og myrkrið. Kvaddi með góðum óskum og klukkutími þar til klæðskerinn lok- aði þann daginn og þijár vikur til jóla... í dag, föstudaginn . desember,frá kl. 15 til 17: áritar nýútkomnar endurminningar sínar, UPPGJÖR KONU, í bókabúð Máls og menningár, Laugavegi 18. Bókabúð ^MÁLS & MENNINGAR. LAUGAVEG118, SÍMI24240

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.