Morgunblaðið - 11.12.1987, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 11.12.1987, Blaðsíða 30
30 C MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. DESEMBER 1987 Egilsstöðum. KÓR Egilsstaðakirkju, félagar úr öðrum kórum á Héraði ásamt kammersveit, héldu aðventutón- leika í Egilsstaðakirkju 5. desember sl. Húsfyllir, um 250 manns, var á tónleikunum á laug- ardagskvöldið og voru þeir endurteknir á sunnudag við mjög góða aðsókn. Á milli 60 og 70 flytjendur komu fram á þessum aðventutónleikum og að þeim loknum þakkaði sóknarprestur- inn séra Vígfús Ingvarsson flytjendum fyrir hugljúfa að- ventustemmningu. Helsta verk á efnisskránni var Gloría eftir Vivaldi og voru fluttir 7 kaflar af 12. Laufey Egilsdóttir sópran söng einsöng og hljóðfæra- leikarar víða að aðstoðuðu við flutninginn. Efnisskráin að öðru leyti var helguð jólalögum frá ýms- um löndum. Flutningur allur heppnaðist einstaklega vel undir stjóm Magnúsar Magnússonar skólastjóra Tónskóla Fljótsdals- héraðs og flutti kórinn nokkur Kór Egilsstaðakirkj u. Morgunblaðið/Bjöm Sveinsson Laufey Egilsdóttir söng einsöng. aukalög. Gestir á þessum aðventu- tónleikum voru því sannarlega í hátíðaskapi er þeir komu út úr Egilsstaðakirkju en þennan dag setti niður fyrstu snjóföl haustsins þannig að hvítt var yfír öllu og jók það á hátíðarstemminguna. — Björn. Brímöldur Frásögn Haralds Ólafssonar sjómanns. Á fyrstu aratugum þessarar aldaryfirgáfu margir átthaga sína og héldu til útgerðar- bæjanna í von um atvínnu og bætt kjör. Einn þessara var Haraldur Ólafsson. Hann ólst upp austur í Ölfusi en fór ungur á sjóinn, fyrst sem útróðrarmaður í Þorlákshöfn. Síðan var hann til sjós um nærri sex áratuga skeið á árunum millí 1920 og 1980, fyrst á árabátum, svo á skútum og síðar á togurum, lengst af á Baldri og Helgafelli. Á þessum tíma urðu verulegar breytingar á öllum atvinnu- og lifnaðarháttum þjóðarinnar, einkum skipti mjög um upp úr stríðslokum. Haraldur rekur hér sögu sína sem auk þess að vera skemmtileg ævisaga er merk heimild um atvinnulíf og sjávarútveg og kjör sjómanna á kreppu- og stríðstímum. Bókin geymir margar eftirminnilegar frásagnir af sjávarháska og baráttu sjómanna fyrir bættum kjörum, en ekki síst af lífinu um borð, mannskapnum, andanum sem ríkti og vinnubrögðunum. Jón Guðnason sagnfræð- íngur skráði frásögn Haralds. Fjöldi mynda er í bókinni sem er 252 bls. að stærð. Verð: 2390,- Málogmenning IEE» Ein af „au pair“ stúlkunum teiknaði með yngstu börnunum. Félag Islendinga í Lúxemborg 15 ára Lúxeraborg, fri Elfnu Hansdóttur fréttarítara Morgunblaðsina. ÍSLENDINGAR í Lúxemborg héldu upp á 15 ára afmæli „Fé- lags íslendinga í Lúxemborg" sunnudaginn 15. nóv sl. Stjórnin bauð öllum félögum og vinum til eftirmiðdagsveislu að Hotel Holiday Inn hér i borg. Heiðurs- gestir voru sendiherra íslands i Belgíu, Einar Benediktsson, kona hans, Elsa Pétursdóttir og ræðis- maðurinn hér, Einar Aakran. Formaður íslendingafélagsins, María Karlsdóttir Hussmann, bauð gesti velkomna, en síðan tók til máls sendiherrann og svaraði hann mörgum spumingum um málefni, sem varða íslendinga í Luxemborg, og var það mjög gagnlegt og áhuga- vert. Tveir salir vom teknir á leigu, annar fyrir fullorðna en hinn fyrir yngri kynslóðina þar sem þau gátu unað sér við leiki af ýmsu tagi auk þess var myndbanda-sýning. Hinar ágætu „au pair“ stelpur sem hér dvelja tóku að sér að huga að þeim yngstu á meðan fullorðnir gæddu sér á Hnallþórum af fínustu tegund- um, og létu þjóðmálin til sín taka. Þetta var sannkallaður fjöl- skyldudagur og var reglulega Einar Benediktsson gæðir sér á tertu. sendiherra skemmtilegt að sjá hvað aðsóknin var góð og hvað var notalegt að hittast í tilefni dagsins. Salurinn var skreyttur myndum, máluðum af Hrefnu Lárusdóttur Kvaran og setti það verulega þjóðlegan blæ á húsakynnin en margar mynda hennar em af íslensku landslagi. Fjölmenni var í afmælinu. Egilsstaðakirkjá: Fjölmenni á að- ventutónleikum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.