Morgunblaðið - 11.12.1987, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 11.12.1987, Blaðsíða 16
Vonandi fá sardínukallarnir og höfrungarnir að vera áfram í friði Dæmigert „þorp“ i fjöllum Dhofar á hvitri strönd Salalah Öman:' Heimsókn í næstum ósýnileg fjallaþorp í Dhofar — ogf vang’aveltur um höfrunga og túrista VIÐ leggjum upp frá Salalah i afturelding. Það er farið á tveimur öflugum japönskum jeppum, þvi að vegir eru sums staðar ekki upp á það allra bezta þegar komið er hátt upp i fjöllin. Við beygjum út af aðalveginum, og eftir það er alit upp i mót. Hjúkrunarliðið að fara í sína daglegu ferð, bílstjórinn, Mary Thomas hjúkrunarfræðingur ættuð af Indlandi, ómanskur sjúkraliði Said og svo við. Það eru ellefu hreyfilið, sem sjá um þessar þorpsheimsóknir og lengst er farið i 600 kilómetra frá Salalah. Þetta fólk í fjöllun- um kemur helzt ekki niður til borgarinnar, nema eitthvað stórmikið sé að, svo að heilsu- gæzlustöðin sér um að senda hjúkrunarlið á svæðin, aldrei sjaldnar en einu sinni í viku á hvern stað. Vegna þess hve vegaumbætur hafa gengið fljótt fyrir sig i Óman eru „Fljúgjandi læknarn- ir“ senn úr sögunni, nú er unnt að komast á flesta staðina land- veginn. Mary Thomas hefur ekki verið hér nema nokkur ár, en segist muna timana tvenna. Einn- ig i viðmóti fólksins, þvi hætti til að vera tortryggið og vildi komast hjá þvi að láta skoða krakkana sína, konunum fannst óþægUegt að þurfa að fækka fötum fyrir framan ókunnuga manneskju. Nú er þetta liðin tið, segir hún. Og er fegin þvi. Fyrsta þorpið sem við komum til Shaír er svo lftið, að ég hugsa að mér hefði sézt yfir það, svona eins og vaxið inn í Qöllin, lítil lágreist hús. En þorpsbúar eru vaknaðir og greinilega með á nótunum, að Mary kemur í dag og smám saman þok- ast þær í áttina til okkar, nokkrar skikkjuklæddar en óskýldar konur og bera böm á armi og önnur koma á eftir og halda þéttingsfast f pils- fald móður sinnar. Mary hefur allt á hreinu; hér þarf að bólusetja nokkra bossa og svo er spumingin hvemig þessi og hin er af kvefinu og hvort bólgan hefur minnkað f fætinum, sfðan sfðast. Það er augljóst af öllu, að þeim finnst óþægilegt að einhver auka- gemsi er f hópnum, en þegar við höfum nú skipzt á kveðjum og ég hef spurt vel og vandlega hvað þær eigi mörg böm og hvemig þeim líði, fer þetta allt að lagast. Okkur er borið te og Mary dreypir á milli þess sem hún mundar sprautuna eða talar sefandi við konur með áhyggjufull augu. A næsta stað Shanut er ástandið aðeins verra. Þar er aðalsjúklingur- inn ófrísk kona, sem þyrfti að komast á spítalann f Salalah, en er ófáanleg að fara í bili. Tengda- móðir hennar spyr Mary ráða, eiginmaðurinn er við vinnu annars staðar og kemur ekki heim nema stundum og hún er að vona, að eftir að þau hjónin hafa nú eignazt tvær telpur sé loksins von í lang- þráðum syni. Hún býður okkur inn lágreist, en rúmgóð húsakynni, þar er allt hreint og fágað, sessur með veggjum, eldunargræjur úti í einu homi, stór mynd af hinum elskaða súltan við hliðina á ættföður fjöl- skyldunnar. Þama liggur unga konan, um- fangsmikil og stynjandi, en hún reynir þó að rfsa upp við dogg, þegar gestir koma. Meðan Mary talar við hana, með litlum árangri, ber tengdamóðirin í mig flóaða geitamjólk í stóreflis bjórkrús. Svona gestrisni er ekki hægt að hafna, ég taldi mig sýna þama hvað mesta hetjulund í allri ferð- inni, að í mig fór mjólkin. í þorpunum sem var farið í þenn- an dag búa alls sjö hundruð og fimmtíu manns, hvergi voru heimil- isfeðumir nærstaddir, konur sjá um heimilishaldið og fylgjast með geit- unum. Seinna um daginn fór ég að skoða sjúkrahúsið f Salalah. Það var opnað fyrir tíu árum eða svo og mér skilst það sé vel búið af tækjum og tólum. Þar eru fram- kvæmdar flóknar aðgerðir, en þó kemur fyrir, að senda þarf einn og einn sjúkling til Múskat. Á sjúkra- húsinu vinna 500 manns, þar af eru 60 læknar. Þar er rými fyrir 300 sjúklinga á ýmsum deildum og auk þess er rekin sérstök göngudeild fyrir verðandi mæður og ungbama- eftirlitsdeiId.Fæst af hjúkrunarlið- inu er ómanskt og flestir læknamir frá Indlandi, Pakistan og Sri Lanka. En ómanskur forstjóri spítalans, Salim Hassan Alawl, segir að þessi hlutföll muni breytast á allra næstu árum. Eftir að háskóli súltansins tók til starfa fyrir rösku ári, flyk- kist ungt fólk í hjúkrunamám, enda hvatt mjög eindregið til þess. Það er raunar með ólfkindum, hversu fullkomnum stakkaskiptum heilbrigði8þjónustan f Óman hefur tekið þessi sfðustu 17 súltansár. Árið 1970 var einn spftali á höfuð- borgarsvæðinu öllu og fáein sjúkra- skýli úti um landið. Ungbamadauði var mjög mikill og meðalaldurinn almennt ekki beysinn. Um síðustu áramót voru 45 spítalar í landinu, 76 heilsugæzlustöðvar, fyrir utan ýmsar sérdeildir. Það liggur í augum uppi, að það hefur ekki verið súltaninn einn, sem hefur fengið þessu áorkað. Þótt allir þakki honum allt. En hann hefur á þessum skamma tíma náð ótrúlegum árangri, ekki sízt hvað það varðar að velja rétt verkefni á hveijum tíma og láta síðan gerðir fylgja orðum. Fyrir jarðbundinn ís- lending kemur hrifningin á súltan- inum dálítið spánskt fyrir sjónir svona til að byija með. En eftir að hafa kynnzt þessu landi æ betur, er augljóst að hann er í senn fram- kvæmdasamur og hugmyndaríkur. Og elskaður. Að minnsta kosti af flestum. Úlfaldinn í fyrsta þorpínu var ekki banginn þótt aukagemsa bæri að garði Ég fékk að labba um nokkrar deildir á sjúkrahúsinu og ekki voru sjúklingamir aldeilis einir og yfir- gefnir á þessum stað; sums staðar var ekki annað séð en fjölskyldan í marga ættliði hefði flutt með. Skozk hjúkmnarkona, Jane, sagði mér, að stundum væri þetta nokkr- um vandkvæðum bundið.því að ættingjamir vildu helzt fá að fylgj- ast með rannsóknum og skoðunum líka. Á bamadeildinni var sýnu gestkvæmast. Jane sagði, að for- eldri mætti vera nánast allan sólarhringinn hjá bami sínu, og væri færður matur á stofuna. Svo vildi þó oft brenna við að öll yngri systkinin kæmu líka, þegar færi að líða að matmálstíma. Á gjörgæzludeildinni vom tveir alvömgefnir menn við rúm sjúkl- ings, sem hafði fengið hjartaáfall um nóttina. En var talið hann myndi lifa af. Við næsta rúm sátu tvær, blæjaðar konur og grétu beizklega. Móðir þeirra lá með opin augu, en virtist meðvitundarlaus, Jane hvíslaði að mér að hún ætti nokkra klukkutfma eftir ólifaða. Á fyrirburadeildinni var verið að setja örlítið hjartalínurit á örlítinn strák, eins konar eftirlíkingu af bami. Hann hafði komið í heiminn fyrir fjórum vikum, en átti ekki að fæðast fyrr en um áramót. Hjúkr- unarkonan sagði hann hefði plumað sig vel fyrstu vikumar, en um nótt- ina hafði eitthvað komið fyrir. Svo að kannski er hann ekki til núna. Fæstir sjúklingamir tóku í mál að láta mynda sig. Enda flestir hér

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.