Morgunblaðið - 11.12.1987, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 11.12.1987, Blaðsíða 26
26 C MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR II. DESEMBER 1987 Nöldur - Um gagnrýni á léttmúsík í dagblöðum eftir Ingva Þór Kormáksson „Gagnrýni í blaði er fyrst og fremst leiðbeining fyrir lesendur frá hendi persónu sem vegna skiln- ings-fróðleiks og menntunar og helzt ástar á bókmenntum hefur verið valin og talin hæf til þessara stárfa." (Poul Borum í Þjv. 16.9.’87.) Þessi orð segja okkur talsvert um hvemig gagnrýnendur skulu helst vera, hvert sem viðfangsefnið er. Og víst er það svo, að flestir þeirra hafa þessa eiginleika til að bera, þ.e.a.s. flestir þeir sem fjalla um bókmenntir, myndlist, leiklist ogklassíska eða „alvarlega" músík. — Nokkuð langt er síðan ég byij- aði að gjóa augum á og reyna að fylgjast með skrifum um íslenskar hljómplötur í léttari kantinum. Oft- ast hefur mér þótt lítið til koma og allt of oft blöskrað. Einstaka persónur hafa skilið vel hlutverk sitt, flestar ekki. Dagblöð hafa ekkert lagt upp úr því að fá hæft fólk til starfa á þessum vettvangi. Það er nefnilega allt annað að skrifa nýjustu fréttir af poppurum úti í heimi eða heima, en að skrifa gagnrýni af einhverju viti. Það er lítilsvirðing við lagasmiði, flytjend- ur og útgefendur, að þeim plötum sem blöðunum berast sé umsvifa- laust komið í hendumar á „vanfær- um“ poppfréttamönnum, sem bulla eitthvað út í loftið af litlu viti. Virð- <SA sem sumir þeirra eigi einnig í miklum erfiðleikum með að koma bullinu frá sér á sæmilegri fslensku. Skrifín full með ambögur og orða- leppa. Verst er þó fákunnáttan í músík. Og er furðulegt, að sumir skulu ár eftir ár fá að skrifa eitt- hvað sem á að heita krítík en er þess háttar, að allt venjulegt fólk myndi dauðskammast sín fyrir. Því 'nefur orðið til það sem ég vil nefna „öfugmælatúlkun". Ég hefí nefnilega stundum heyrt því fleygt, í gamni og alvöru, meðal bæði músíkanta og áhugamanna um músík, að helst væri eitthvað hægt að græða á þessum umsögn- um, ef túlkaðar væru öfugt mein- itigar skríbentanna, ef á annað borð er hægt að fínna einhverja meiningu. Þannig að er þeir hrósa plötu t.d. í hástert er nokkuð líklegt að hún sé fremur óáheyrileg og illa heppnuð, en búast má við því að um góða plötu sé að ræða níði þeir hana niður. Og þeir eru reynd- ar ósparir á það síðastneftida. Bestu umsagnimar eru þær sem miðla sem mestum upplýsingum um plötumar. En það er einmitt einn aðaltilgangurinn með svona skrifum. Eftir því sem umsagnir verða neikvæðari fækkar upplýs- ingum, og í þeim neikvæðustu er eiginlega engar upplýsingar að 5»jna, hvorki um flytjendur né ann- að. Hér er dæmi úr útlendu tónlist- artímariti. Það sýnir hvemig hægt er að koma fyrir, í mjög saman- þjöppuðu formi, upplýsingum um öll lög og alla flytjendur á hljóm- plötu. Eftir hverju fara ritstjórar, þegar þeir velja fólk til að halda úti popp- síðum og þar með (því miður) að skrifa krítík. Láta ritstjóramir þá gangast undir próf, svo þeir geti sannfærst um að þeir séu allsendis ófærir um að gera það sem af þeim er ætlast. Þarf að koma vel í ljós, að þeir hafí ekkert vit á músík, hafí aldrei lesið neitt um músik, aldrei leikið sjálfir á hljóðfæri og séu þess utan fallistar í íslensku. Það mætti halda það. En svo er nú líklega ekki. Þetta er bara popp, undirmálsmúsík, og öllum sama um i:«ið um hana er ritað. Þess vegna geta bara einhveijir gæjar labbað sig inn af götunni og farið að kalla sig gagnrýnendur. Þeir hafa kannski óljósa hugmynd um, að nú sé akkúrat þessi músíkstefna í tísku, punk í hitteðfyrra, reggae í fyrra, þungarokk þetta árið og guð má vita hvað það næsta. Og á meðan er allt annað frat. Svo hafa þeir greinilega sína uppáhalds- músík og fordóma gagnvart allri annarri músík. Ef músíkin fellur ekki inn í ákveðinn ramma, sem er álíka þröngur og sjóndeildar- hringur viðkomandi, er brugðist við af geðvonsku. Það má sjá að því neikvæðari sem umsögn er.þeim mun greinilegra er, að vanþekking skapai- hroka ... því fáfróðari sem menn eru, þeim mun dómharðari eru þeir. Vegna þess, náttúrlega, að inni í sér eru þeir voðalega leið- ir yfír því hversu lítið þeir vita, bg þess vegna brýst fram ergelsi yfír því að aðrir skuli bæði vita og kunna. Til skemmtunar munu nú verða sýnd nokkur dæmi frá þessu ári frá framleiðslu tveggja „stórgóðra“ poppskríbenta. En fyrst (eins og þeir segja á útvarpsrásunum lauf- léttu) þessi frasi úr Þjóðviljanum 4.10.: „Það bendir fátt til þess að hlutur ruslsins verði minni nú í haust en hann var í sumar, en þó er ekki vert að dæma um það fyrir- fram.“ En það er einmitt það sem þann er búinn að gera þessi. Dæma um það fyrirfram. Hann grunar að einhveijar af plötum haustsins falli ekki að þröngum stakk sínum og þess vegna eru þær auðvitað rusl. En héma eru kaflar úr Tíman- um, valdir af handahófí (af nógu er að taka). Þessi skríbent skrifar ekki undir nafni. (Upphrópunar- merki og feitletranir eru frá mér.) „Ef þetta lag höfðar ekki til þinna tilfínninga þá skaltu leita læknis. Einstaklega gott lag. Fá- dæma frábært. Skiluru? Said she was a dancer „hookaði" mig fyrst af öllu.“ „Og þeir sem halda ein- hveiju öðrum (svo!) fram ættu að hugsa sig tvisvar um áður en þeir blaðra slíka vitleysu.“ (10.10.) „Já, þeir sem ekki voru með á notunum og misstu af þessum tón- leikum geta Iátið sér blæða.“ (!) „Bara pottþétt sem ekki sat neitt sérstaklega mikið eftir af.“ „Óperan fær tólf strik (!) fyrir að veita poppurum aðgang:" „Bjami hljóðmaður á skilið nokkra punkta (!) fyrir ágætan hljóm á Bubba.“ (8.2.) „Hún kemur fyrir í textanum (sem eru engu líkir) hljóðfæra- leiknum og notkun hans.“ (!) „Er hægt að líka við það sem hann er að gera? Spuming sem í dag er ósvarað og verður ekki svar- að í bráð. Og þá erum við komin að kjama málsins. Poppsíðan ætlar að taka sér þau forréttindi að fjalla ekkert um þessa plötu í bili. (!) Að minnsta kosti ekki fyrr en hún hefur fengið botn í það hvort plat- an sé vond eða ekki.“ (!!!) (5.4.) „Það er að segja hlustandinn meðtekur ekki næstum strax hvort platan sé aðlaðandi." (14.6.) Já, það er greinilega erfitt að fást við krítík. Um skoðanir manns- ins á músík vil ég ekki fjölyrða hér, en að mínu mati eru þær enn kauðalegri en stíllinn. Lítum á meira. Þessi skrifaði í Þjóðviljann í sumar. Hann virðist reyndar vera hættur núna. Það er spuming, hvort einhver sjái eftir honum. „Mikið værí nú gott ef allar þær plötur sem maður fær í hendur væm jafn gjörsneyddar öllu sem kemur manni á óvart og þessar tvær.“ „Það er ekkert sem hægt er að fínna þessum plötum til foráttu annað en andleysi þeirra sem á þeim leika.“ „Hvort það er slæmt eða vont læt ég þér lesandi góður eftir að ákveða.“ (19.7.) Þessi kallaði skrif sín plötu- dóma, svo að ekki færi nú á milli mála að þama væri verið að dæma menn og málefni. Þama var verið að §alla um plötur tveggja hljóm- sveita. Ekkert er minnst á hvemig lögin eru, eftir hveija þau em, hljóðfæraleik eða hvað það er sem gerir það að verkum að skrifari telur flytjendur andlausa. Síðan er klykkt út með því að láta lesandan- um eftir að ákveða hvort eitthvað sé vont eða slæmt. Ekki gott eða slæmt, takið eftir, heldur vont eða slæmt. Sem sýnir hve skríbentinn er ægilega fyndinn. „Ekkert nýtt og gamlar þreyttar lummur teknar enn einu sinni og þoðnar upp.“ Hér er verið að fjalla um fremur metnaðarfulla plötu, þar sem efni og úrvinnsla og hljóðfæraleikur var með miklum ágætum og talsvert yfír meðallagi, auk þess sem texta- gerð var og er með því besta sem gerist. Þessi „umsögn“ var aðeins örfáar línur. Fleira væri hægt að tína til af þessu tagi, s.s. umsagnir um mína eigin músík, en af háttvísi, scm kannski er ekki meðfædd heldur áunnin, mun ég forðast það að sinni. Mörgum væri eflaust sama um álit lélegra poppskríbenta á sínum afurðum, þ.e. ef þessir skríbentar héldu þessu áliti sínu fyrir sjálfa sig. Gallinn er sá, að þetta er birt, og þótt fáir lesi skrifín. og enn færri taki mark á þeim, þá eru þeir náttúrlega til sem það gera, því miður. Annað væri, ef allir þeir sem rituðu um popp/rokk hefðu kunnáttu og þekkingu til þeirra hiuta, sem er jú til í dæminu. Það eru þá helst blaðamenn sem hafa lesið sér eitthvað til, forðast for- dóma og vita að ekki er hægt að koma með órökstuddar fullyrðingar í blaðagrein. Bravó fyrir þeim (því miður allt of fáu). Það er nefnilega til í dæminu víða um lönd, og jafnvel líka á ís- Iandi, að fólk velur sér dagblöð og tímarit eftir því hvaða gagnrýnend- Békmenntir Jóhanna Kristjónsdóttir Soffía Jóhannesdóttir: Örlagarík ákvörðun Útg. Skjaldborg 1987 Þetta mun vera fyrsta bók Soffíu Jóhannesdóttur og þótt höfundur sé kynntur þannig á kápu, að hann sé austfirðingur og nú búsettur á Blönduósi, er farið lengra en út fyrir túngarðinn með sögusviðið. Það virðist sem sé einkum vera England og ekki af neinu ráðið, að aðalsöguhetjan Lónetta Ross og systir hennar, fyrirsætan Elena Ross sem deyr að vísu á fyrstu síðunum eigi ættir sínar að rekja til íslands. Söguþráðurinn gæti hljóðað eitt- hvað á þá leið, að Lónetta kemur að banabeði systurinnar og verður þess þá vísari, að einhver B.Gonza- les hefúr orðið henni til mikillar hrellingar. Hann hefur sömuleiðis gert henni bamið litlu Lónettu, en það veit hann ekkert um. Það má öllum ljóst vera, að B. Gonzales er hið versta fól og Lónetta stóra, sem tekur nú að sér litlu nöfnu sína, ákveður að hafa upp á honum og hefna systur sinnar. ur þau hafa á sínum snærum. T.d. má nefna að margir pennafærustu menn bæði í útlöndum og á íslandi eru einmitt gagnrýnendur, og stöku sinnum getur verið skemmtilegra að lesa gagnrýni eða umsögn um bók heldur en bókina sjálfa. En hvemig er hægt að búast við einhveiju vitrænu frá manni sem kann mjög iila tungumálið? Er hann t.d. læs? Og hvað með þann sem stundar að mestu skítkast? Bandarískur brandarakarl, Jackie Mason að nafni, hefur sagt að munurinn á aula, sem rembist við að segja brandara inn á almenn- ingsklósetti, og skemmtikrafti á borð við hann sjálfan (eða Ómar eða Ladda), væri sá, að hinn síðar- nefndi væri fyrir framan fullt af fólki sem hefði kannski ferðast langa leið til að hlusta á hann, og að auki fengi hann greitt fyrir. Það sem gerst hefur á nokkrum dag- blöðum hér á landi er einmitt það, að aulinn (poppskríbentinn/„gagn- rýnandinn") er mættur á skémmti- stað (dagblað) til að skemmta fólki (fræða lesendur) og árangurinn verður eftir því. Einhver annar en hjá alvöru-skemmtikraftinum. Það eina sem er sameiginlegt með þeim er, að báðir fá greitt fyrir. Ritstjórar og forráðamenn blaða verða að reyna að fá hæfileikafólk til starfa á þessu sviði. Það mættu t.d. vera hljómlistarmenn, laga- smiðir (tónskáld fjalla gjaman um „alvarlega" tónlist), upptökumenn eða blaðamenn með góða þekkingu á músík. Gefíð orðaleppalúðunum frí. Tilgangurinn með gagnrýni er ekki sá, að rugla lesandann í ríminu, heldur að hjálpa honum að átta sig á því sem í boði er. Gagniýni á einnig að geta leið- beint músíkfólki, þannig að það geti gert enn betur næst. Það þarf að kynna vel helst alla flytjendur og öll lög hverrar plötu og reyna að útskýra fyrir lesendum hvers konar músfK er Um að ræða. Það er ekki endilega verið að fara fram á að umfjöllunin sé ofboðslega fræðileg, en hún má vera fræðileg, að vissu marki. Menn mega geta greint, fyrir það fyrsta, dúr og moll, harmoníu, kaflaskipti í lögum og hljómaskiptingar, jafnvel talið takta og geta skoðað og skilgreint Hún kynnist og Will Hudson, sem er norskrar ættar og Janey. Þau hafa bæði verið Elenu fyrirsætu vinir í raun og lízt ekki almennilega á þetta allt saman, svo að Lónetta verður að pukrast með áform sín. Sem betur fer hefur hún ótrúlega fyrirhafnarlítið upp á B.Gonzales og það eina, sem truflar áætlana- gerðina er að hún verður dauðskotin í honum. Ekki mjög frumlegt það. En hefndin má ekki gleymast og á brúðkaupsnóttinni er hún svo full- komnuð, þegar Lónetta vísar fjálg- um eiginmanni sínum á bug og B.Gonzales er svo falskur, að hann lætur eins og hann skilji ekki neitt. Til sögunnar hefur skömmu áður komið bamapían Amy, ágætis ungl- ingur, sem hefur einhveija dulræna hæfíleika. Hvemig stendur á því að mynd af B.Gonzales sem var á náttborðinu hennar Elenu gefur frá sér allt öðruvísi strauma en sá B. Goozales sem Lónetta er nú gift? Svarið fæst sem betur fer og er eiginlega ekki mjög frumlegt heldur. Soffía Jóhannesdóttir hefur yndi af að skrifa og Iýsir til dæmis af miklum áhuga alls konar ytra búnaði, klæðaburði og fleiru. Ló- netta er ekki sérstaklega ljós Ingvi Þór Kormáksson „Ritstjórar og- forráða- menn blaða verða að reyna að fá hæfileika- fólk til starfa á þessu sviði. Það mættu t.d. vera hljómlistarmenn, lagasmiðir (tónskáld fjalla gjarnan um „al- varlega“ tónlist), upptökumenn eða blaðamenn með góða þekkingu á músík. Gef- ið orðaleppalúðunum frí. Tilgangurinn með gagnrýni er ekki sá, að rugla iesandann í ríminu, heldur að hjálpa honum að átta sig á því sem í boði er.“ texta og ljóð. Geta gert þetta for- dómalaust og með opnum huga. Svo væri í lagi að treysta sér til að koma inná eitthvað sem er erfíð- ara að höndla.. . eitthvað sem gæti kallast fagurfræði. Mörgum fínnst þetta kannski einum of mikið af því góða, þegar verið er að tala um léttmúsík, iðn- aðarmúsík, formúlumúsík eða hvað við köllum þetta. En góð krítík gefur aðhald, og það er kannski ekki verra, ef hún getur hjálpað til að gera þá músík enn betri sem dælt er yfír landslýð núna með ósköpum miklum, og eru margir búnir að fá meira en nóg. Það er alla vega ekki nógu gott, að poppkrítík sé bara lélegur brandari í augum þeirra sem fást við að búa til svona músík. Höfundur er hljómlistarmaður og bókasafnsfræðingur. Soffía Jóhannesdóttir persóna, og mér var nú spurn með- an ég las bókina: þurfti konan aldrei að vinna handtak eða langaði ekki til þess? Jafnvel þótt Elena hefði arfleitt hana að íbúðinni sinni. Sagan gæti margra hluta vegna verið þýdd afþreyingabók. En samt gefur hún vísbendingu um að höf- undur er þokkalega ritfær. ÆVINTÝRILÓNETTU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.