Morgunblaðið - 11.12.1987, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 11.12.1987, Blaðsíða 6
6 C MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. DESEMBER 1987 Islenskir ferðalangar hafa margt til Þýskalands að sækja - segir Knut Hanschke, starfsmaður vestur-þýska ferðamálaráðsins „VESTUR-Þýskaland verður æ oftar fyrir valinu þegar íslend- ingar ákveða að halda utan i sumarfríum sínum og ekki að ástæðulausu, því landið hefur upp á margt að bjóða,“ sagði Knut Hánschke, forstöðumaður skrifstofu þýska ferðamálaráðs- ins í Kaupmannahöfn í samtali við Morgunblaðið, en hann sér einnig um kynningu á Þýskalandi hér á landi. Hann var staddur hér fyrir skömmu til að kynna íslenskum ferðaskrifstofum þá möguleika, sem hann segir Vest- ur-Þýskaland veita ferðalöngum. Knut sagði gistinóttum íslend- inga í V-Þýskalandi hafa Qölgað mikið á síðustu árum. „Árið 1983 voru gistinætur íslendinga um 23500, en á síðasta ári voru þær rúmlega 48 þúsund. í ár verða þær að minnsta kosti 50 þúsund. Þetta er ótrúlegt, ef tekið er tillit til þess að þjóðin telur ekki nema 250 þús- und manns. Þá er mjög algengt að íslendingar ferðist á bílaleigubílum um Evrópu og þá gista þeir gjarnan í tjöldum, eða á ódýrum gistiheimil- um, sem ekki eru talin með þegar §öldi gistinótta er reiknaður út.“ En hvers vegna hefur ferðum íslendinga til V-Þýskalands fjölgað svó mikið? „Þessi fjölgun stafar af því að íslendingar eru nú vanir ferðamenn og flykkjast ekki lengur allir suður á bóginn á sólarstrend- ur,“ sagði Knut. „Sú kynslóð, sem nú ferðast mest, hefur góða tungu- málakunnáttu og oft á tíðum rúman fjárhag. Þess vegna er algengara að fólk vilji sjálft ráða ferðum sínum í sumarfríinu, aka til dæmis um á eigin bifreið í stað þess að ferðast í hóp undir handleiðslu leiðsögu- manns. Þeir sem koma til Þýska- lands vita að það er ekki hægt að veita þeim tryggingu fyrir góðu veðri, en ef þeir sæktust eftir því þá færu þeir jú sunnar í Evrópu. Hins vegar vill fólk sjá sem mest og þá er til dæmis tilvalið að fara í Svartaskóg og ferðast um landið í kring. Þar er landslag gjörólíkt því sem hér er. Einnig má benda á Móseldalinn, því jafnvel þótt ár á íslandi séu margar og miklar þá er allt öðru vísi umhorfs þar en hér. Þá er mjög mikill munur á norður- og suðurhluta landsins." Knut sagði að hann hefði tekið eftir því að íslendingar væru mjög áhugasamir um menningu og listir. „Þess vegna hef ég alltaf sagt að jafnvel þótt rigni þá hafi íslending- ar alltaf eitthvað við að vera, á meðan ferðalangar frá öðrum lönd- um sitja fúlir inni á hótelherbergi," sagði hann og brosti. „Það þýðir Morgunblaðið/Þorkell Knut Hánschke, forstöðumaður skrifstofu vestur-þýska ferða- málaráðsins f Kaupmannahöfn. til dæmis ekki fyrir mig að benda Dönum á það sem V-Þýskaland hefur upp á að bjóða á menningar- sviðinu, en íslendingar eru sér meðvitaðri um sögu lands og menn- ingu. Þá er einnig algengara að ora W::. Fcrsk nýftfng frá ORA! Enn bætír ORA víð úrvalíð — nú eru komnar hvorkí meíra né mínna en sjö tegundír af frystu, ljúffengu grænmetí. Það á vel víð allan mat og er einkar auðvelt í matreíðslu. Frysta grænmetíð frá ORA fæst nú á kynningarverði í öllum matvöruversltmum. Danir taki bömin með sér í sumar- fríið, búi í sumarhúsi og séu sjálfum sér nógir, svo það er kannski ólíku saman að jafna. Það verður æ al- gengara að böm og unglingar fái að fara með í fríið og ég er auðvit- að ánægður með þá þróun, því ég er fullviss um að þetta fólk kemur aftur þegar það fullorðnast og þá með sína eigin fjölskyldu." Ásgeir besti sendiherrann Knut sagði að V-Þýskaland væri ekki ódýrasta land Evrópu fyrir þá sem vildu ganga á milli verslana, þótt verðlag þar væri lægra en hér og verðbólga engin. „Það er al- gengt að fólk fari í verslunarferðir til Þýskalands og ég vil sérstaklega vekja athygli á jólamörkuðunum, sem em í hverri borg í desember. Á þeim fær fólk forsmekkinn af jólunum. Markaðir þessir em á torgum borganna og þar fæst allt milli himins og jarðar. Frægastur er markaðurinn í NUmberg, sem er einnig sá elsti.“ Þjóðveijar fjölmenna hingað til lands á sumrin. „Þannig á það að vera, ferðamannastraumur á ekki að vera í eina átt,“ sagði Knut. „Það er ef til vill einmitt vegna §ölda þýskra ferðalanga á íslandi sem fjölgun hefur orðið á ferðum íslendinga til Þyskalands, því með auknum samskiptum eykst áhugi hvorrar þjóðar á landi og menningu hinnar. Og fyrst ég er farinn að ræða um Þjóðverja hér á landi, _þá vil ég gjaman taka fram, að Ás- geir Sigurvinsson, fótboltamaður, er án efa besti sendiherra sem Is- land á völ á í Þýskalandi. Frammi- staða hans hefur vakið áhuga margra á þessu litla landi í norðri." En hvemig komast íslendingar til V-Þýskalands? „Það hefur aldrei verið auðveldara en nú,“ sagði Knut. „Nú fljúga Flugleiðir til Frankfurt og Arnarflug til Ham- borgar og næsta sumar, eða frá miðjum júní fram í miðjan septem- ber, flýgur þýska flugfélagið Lufthansa einu sinni í viku til Dus- seldorf og MÚnchen. Ég er bjart- sýnn á að íslenskum ferðamönnum eigi enn eftir að fjölga í Þýska- landi, þó að ekki sé hægt að búast við að sú fjölgun verði jafn mikil nú og undanfarin ár. Það er ekki endalaust hægt að fjölga ferðalöng- um frá fámennu landi," sagði Knut Hánschke að lokum. Guðjón Sveinsson Ævintýri kettlings BÓKÁFORLAG Odds Björnsson- ar hefur gefið út bókina Kettl- ingurinn Fríða fantasía og rauða húsið í reyniviðargarðinum eftir Guðjón Sveinsson. Myndskreyt- ingar eru eftir Þorgeir Helga- son. í kynningu útgefanda segir m.a. um efni bókarinnar: „Hér segir frá ýmsu furðulegu, er kom fyrir kettl- inginn Fríðu fantasíu þegar hún fór að leita að Gullkóngi bróður sínum f rauða húsinu sem stóð eitt sér og enginn virtist búa í. En Fríða fanta- sía var viss um að þar byggju bófar, sem rændu litlum kettlingum. Það er líf og fjör í þessu ævintýri sem hentar yngri bömum sem enn njóta þess að láta lesa fyrir sig.“ Prentverk Odds Bjömssonar hf. annaðist prentun og bókband.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.