Morgunblaðið - 11.12.1987, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 11.12.1987, Blaðsíða 14
14 C MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. DESEMBER 1987 Hvað er til ráða? eftir Tryggva Helgason Eins og fyrri daginn þá eru efna- hagsmálin efst á baugi í þinginu og í þjóðlífínu, og er það sennilega eitt- hvað líkt í öllum löndum. En eitt er þó meira áberandi nú en oftast áður, en það er umræðan um hinn mikla halla á ríkissjóði, sem fullyrt er að sé núna meiri og geigvænlegri en nokkru sinni áður. Þetta var vafalaust rétt, en hvað er þá gert til þess að losna við hall- ann, hvað er Alþingi og ríkisstjórn að gera til þess að koma lagi á þessi mál? Eins og flestir yita þá kallast „halli“ á ríkissjóði það fyrirbæri að tekjumar eru minni en útgjöldin. Það vantar sem sagt peninga til þess að borga fyrir allt það, sem yfírvöld áforma að eyða og greiða úr ríkissjóði. Mismunurinn verður að koma einhverstaðar frá, annaðhvort sem lánsfé frá almenningi, sem skatt- borgarar verða að borga seinna með hærri sköttum (til þess að „endur- greiða“ sjálfum sér), ellegar að tekin eru „lán“ í seðlaútgáfunni; en það felst í því, að tekin eru ný- prentuð seðlabúnt, sem nákvæm- lega ekkert stendur á bak við, og þeir seðlar settir í umferð og notað- ir sem greiðsla. Þetta veldur hinsvegar einskonar „þenslu-sprengingu" í efnahags- kerfínu og vaxandi verðbólgu. Ef útgjöld úr einhvetjum sjóði eru meiri en tekjur þá er vitaskuld um tvær leiðir að velja til þess að jafna metin. Önnur leiðin er að auka tekjurn- ar, hin leiðin er að minnka útgjöldin; ellegar að velja báðar þessar leiðir að hluta þar til jöfnuði er náð. Að auka tekjur ríkissjóðs þýðir með öðrum orðum að auka skatt- ana, — en mér sýnist að almenning- ur sé orðinn svo langþreyttur á taumlausum og síhertum skatta- álögum að óráðlegt sé að fara meira þá leið — að minnsta kosti í bili. brother. TÖLVUPRENTARAR Leturhjól f verslunar- og skjaiaprentun. Hraövirkur skjalaprentari meö breiöum vals. Allir Brother prentararnir eru með serial og paralleltengi. Verð frá 14.999 kr. stgr. VISA vildarkjör - Engin útborgun. Eitt mesta úrval af tölvuprenturum á landinu. íta Hin leiðin er að lækka útgjöldin; minnka eyðsluna. Hún felst fyrst og fremst í því að draga saman rekstur stofnana og fækka starfs- fólki; loka sumum skrifstofum og stofnunum alveg, fækka starfsfólki í öðrum, svo og fella niður og færa til verkefni. Fækkun starfsmanna hjá Orku- stofnun var spor í rétta átt, (þökk sé þeim, sem það gerðu) en betra væri að leggja Orkustofnun niður að öllu leyti og segja upp öllum sem þar hafa starfað, enda hefur það komið fram að stofnunin væri nán- ast verkefnalaus, og þar með algjörlega þarflaus í þjóðfélaginu. Verkefnin, ef einhver eru, má ann- aðhvort strika út ellegar fresta og geyma til seinni tíma ákvörðunar. En þessi orð eru nú eiginlega formáli að því, sem ég ætlaði að leggja til með grein þessari. Mín tillaga eða tillögur eru eftir- farandi: I fyrsta lagi: að Þjóðleikhúsið verði lagt niður sem ríkisstofnun og öllum sem við það eða í kringum það starfa verði sagt upp nú þegar og að leikhúsið hætti endanlega næsta vor. í mínum huga er þessi stofnun leikhúss í Reykjavík fyrir Reyk- víkinga, og það stendur Reyk- víkingum næst að kosta sjálfir sín leikhús (og raunar einnig sína tón- listarskóla). Þeir eru líka að byggja sér leikhús á öðrum stað, og hvort Reykvíkingar vilji kosta eitt eða fleiri leikhús fyrir sig og sína gesti er þeirra mál; og þeirra einna — ekki annarra. Með þessu eina atriði má lækka útgjöld ríkissjóðs um mörg hundruð milljónir króna. Til viðbótar þessu mætti telja upp §ölda útgjaldaliða, stórra og Tryggvi Helgason „í mínum huga er þessi stofnun leikhúss í Reykjavík fyrir Reyk- víkinga, og það stendur Reykvíkingum næst að kosta sjálfir sín leik- hús.“ smárra, sem til samans myndu spara milljarða króna. í öðru lagi: Alþjóð á bygginguna sem Þjóðleikhúsið hefur verið í und- anfarin ár. Við að leggja niður þessa starfsemi þá losnar þessi bygging til annarra nota. Því legg ég til, að byggingin verði gerð upp, og henni breytt í þinghús — sem framtíðarlausn fyrir Alþingi íslendinga, sem sagt nýtt Alþingi. Með þessari ráðstöfun vinnst margt og sparast mikið fé. Þarna í kring eru mörg og góð bílastæði, og örstutt í neðanjarðarbíla- geymslu. Þá er einnig örstutt að Amarhvoli, skrifstofum ráðuneyt- anna, sem verið var að stækka með kaupum á húseign SÍS fyrir nokkr- um vikum. Þá verður einnig auðveldur möguleiki, einhvemtíma í framtíðinni, að gera tengibygg- ingu milli Alþingishússins og Amarhvols, og koma þar fyrir skrif- stofum þingmanna, ráðherra og flokka, minni fundarsölum, matsal, kaffístofu og hverju því sem ekki kæmist auðveldlega fyrir í sjálfu Alþingishúsinu. Með þessu væri jafnframt orðið innangengt frá Al- þingi til allra helstu ráðuneyta, og í framhaldi af því mætti vel hugsa sér að gera undirgang að bíla- geymslum neðanjarðar frá Amar- hvoli. Þá má einnig leggja til hliðar allar hugmyndir um fyrirhugaða skrifstofubyggingu við Austurvöll, sem myndi kosta hundmð milljóna, ef ekki milljarða, og þar að auki yrði sú lausn miklum mun lakari kostur. Það er mitt álit, að hið nýja Al- þingi yrði á einum besta stað sem hugsanlegt væri í Reykjavík. I þriðja lagi: Þegar Alþingi flytti á hið nýja Alþingishús þá losnar gamla Alþingishúsið við Austurvöll- inn. Það er því tillaga mín í fram- haldi af ofanskráðu að sú bygging verði boðin Reykjavíkurborg til kaups í því augnamiði að það hús verði ráðhús Reykjavíkur. Tel ég þetta vera glæsilegustu lausnina á ráðhúsmálum Reyk- víkinga, og betri stað fyrir ráðhús gefur vart að líta nokkurstaðar í Reykjavík en einmitt þama við sjálfan Austurvöllinn, hinn tákn- ræna miðpunkt Reykjavíkur, aukheldur sem þetta myndi spara Reykvíkingum hundruð milljóna króna útgjöld; og ef til vill er þetta lausn, sem flestir gætu orðið sáttir við. Höfundur er flugmaður búsettur á Akureyri. Tækni og lækning eða hækjur og kör SKIPHOLTI 9, S 622455 & 24255 eftirKristin Helgason Það hlýtur að vera vandaverk að ráðstafa því fjármagni sem til al- menningsheilla er ætlað af Alþingi, t.d. heilbrigðismála. Það er vart á færi dauðlegra manna að meta hvar þörfin er mest og hvenær á að taka mið af sjúkleika fram yfír fjárhags- kostnað og öfugt. Einn er sá sjúkdómur sem heijar mjög á fólk og er kallaður slitgigt og þegar verst lætur þarf að skipta um t.d. mjaðmarlið eða hnéliði. Undirritaður varð fyrir því sl. vor að finna fyrir eymslum í hné, sem ágerðist er á leið sumarið. Heimilis- læknir gaf tilvísun til sérfræðings um að „spegla" viðkomandi hnélið. Til að þetta gæti gerst þurfti ég að bíða í 3 mánuði eftir sólarhrings leguplássi á spítala. Raunar lengdist tíminn vegna alvarlegs slyss sem þurfti að sinna áður. Allmargir vinnudagar töpuðust hjá mér vegna þessa biðtíma. Eftir hnérannsóknina var mér tjáð að varanleg lækning væri vart önnur en að skipta um hnélið. Eftir um- hugsun og vangaveltur óskaði ég eftir að það yrði gert. Þá kom í ljós að bið eftir slíkri aðgerð væri a.m.k. tvö ár. Það fyrsta sem mér datt í hug var að þetta stafaði af of fáum læknum með þekkingu á skurðlækn- ingum á þessu sviði, en það var nú aldeilis ekki, því það munu vera nægjanlega margir læknar með þessa sérþekkingu. En hvað var þá að? Jú, ekki nógu mörg legurúm fyr- ir bæklunaraðgerðir!! í sumum nágrannalöndum okkar eru hjartaaðgerðir og bæklunarað- gerðir forgangsaðgerðir nr. 1 og 2, t.d. í Svíþjóð. Þeir sem á þessum aðgerðum þurfa að halda hljóta að spyija í fáfræði sinni, hvers vegna þessi langi biðtími hér á landi? Það er víst ekki ljarri sanni að um 600 manns bíði eftir bæklunaraðgerð í dag og biðtíminn lengist stöðugt. Hvaða aldursflokkur er algengast- ur á þessum 600 manna biðlista? Jú, 85% eru á aldrinum 65 ára og eldri og meðalaldur þeirra sem komast í aðgerð er 70 ára. Þá vitum við það, að hér er um eldri borgara að ræða. Getum við ekki gefið okkur að þeir verða aldrei að verulegu gagni fyrir þjóðfélagið aftur, til hvers þá að tjasla upp á þá? Hvað eru margir að þessum 600, sem ekki geta verið í heimahúsum vegna sjúkdóms og verða að komast á sjúkrahús, þar sem nægjanleg hjúkrun heima fyrir er ekki til stað- ar. Hvað kostar það? Er hér verið að spara aurana og kasta krónunni? Áður þurfti fólk að fá staurfót eða að leggjast í kör. Nú er þekking, tæknin og lækning fyrir hendi. Af hveiju má gamla fólkið ekki njóta þekkingar nútímans og lifa lífinu lif- andi síðustu árin? Liðaslit er ekki sjúkdómur sem orsakast af óreglusömu líferni, t.d. reykingum eða óhóflegri drykkju, en slíkt getur haft í för með sér kostnað- arsama sjúkdóma. Hér er um að ræða fólk sem í mörgum tilfellum hefur lokið sínu dagsverki fyrir sig og aðra, en fær ekki notið fullorðins- áranna vegna þess að það eru ekki til sjúkrarúm í nokkra daga. Það virðist ekki eftir öðru að bíða fyrir viðkomandi en að leggjast í kör og sjúkrahúsin þá nauðbeygð til að taka við þessu aldraða fólki. Hvað kostar það? Eru ekki einhveijir þingmenn á Alþingi í dag sem vildu af áhuga fyrir aldraða fólkinu kanna eða láta kanna hvernig staða aldraðra er varðandi bæklunaraðgerðir. Það eru 600 manns af eldri kynslóðinni sem bíða. Tvö til þijú ár er löng bið fyrir þá öldruðu. Valdið er hjá ykkur, kæru þingmenn. Höfundur er eftirlaunamaður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.