Morgunblaðið - 11.12.1987, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 11.12.1987, Blaðsíða 18
18 C MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. DESEMBER 1987 Einstæð og eftirminnileg saga manns sem leggur allt undir í örvæntingar- fullri baráttu sinni við óvægin örlög, bók sem oft hefur verið líkt við fræga ævisögu Martins Grey, Ég lifi, enda vekur hún sömu tilfinningar hjá les- endum. Mögnuð og átakanleg lýsing á grimmum og miskunnarlausum örlögum og mann- legri þjáningu, saga sem grípur lesandann heljartökum og heldur honum föngnum frá upphafi til enda. Þetta er saga manns sem er hrakinn út í ógæfuna af eigin ástríð- um og örvæntingu, sjúkur á sál og líkama. Eitt sinn var hann elskaður og dáður um allan heiminn, en nú er hann flestum gleymdur. Eftir tuttugu ára bið fær hann loks eitt einasta tækifæri til að sýna hvað í honum býr. En er það of seint? Hefur hann þegar steypt sjálfum sér og öðrum í glötun? Ógnvekjandi saga sem lýsir skuggahliðum mannlífsins og örlagaþrungnum atburðum vægðarlaust en þó af djúpum skilningi og samkennd. Sá sem hér segir frá hlífir engum, hvorki sjálfum sér né Iesendum, við afdráttarlausri játningu sinni. IÐUNN Fjármálaráðherra: Tillaga um að ríkið semji beint við bænd- ur um kaup á afurðum Ástæðulaust að greiða ofurháa vexti af drasli í grisjupokum í frystihúsum, segir ráðherra ÚTLIT er fyrir að vaxta- og geymslukostnaður, sem fellur á ríkissjóð vegna dilkakjöts- birgða á næsta ári, verði 370 milljónir króna, og er það 170 milljónum hærra en gert er ráð fyrir í fjárlagafrumvarpi. Jón Baldvin Hannibalsson fjármála- ráðherra hefur gert um það tillögu í ríkisstjórn að ríkisjóð- ur semji beint við bændur um kaup á sauðfjárafurðum svo rikið losni við að greiða þeim verðbætur á eign sem það eigi raunar sjálft. Ríkinu ber að greiða vaxta- og geymslukostnað sem fellur á slát- urleyfishafa vegna birgða kinda- kjöts. Einnig fá bændur greiddar verðbætur vegna verðhækkana kjötsins samkvæmt úrskurði yfír- nefndar verðlagsnefndar búvara, en ágreiningur kom upp í verð- lagsnefnd um þetta atriði. Jón Baldvin Hannibalsson sagði við Morgunblaðið að ómögulegt væri að botna í þessari hagfræði. Hann nefndi sem dæmi að það þætti kynlegt ef seljandi bíls, sem hækkaði síðan í verði vegna geng- isfellingar, fengi gengishagnaðinn af bílnum sem hann væri búinn að selja. „í landbúnaðarhagfræð- inni er þetta svona. Það er kveðið á um að ljúka staðgreislu til bænda af afurðum fyrir 15. des- ember ár hvert. Engu að síður er ríkið talið skuldbundið, með vísan til búvörulaga, að greiða verð- bætur fyrir það afurðamagn sem afurðastöðvarnar hafa tekið við og þegar hefur verið staðgreitt," sagði Jón Baldvin. Hann sagði að það væri nær, á meðan þessar . skuldbindingar hvfla á ríkissjóði, að ríkið gerði beina samninga við bændur og kaupi með formlegum hætti þetta magn. Þá gæti enginn véfengt það að ríkið hefði eignar- og ráð- stöfunarrétt á þessum birgðum og gæti síðan samið við afurða- stöðvarnar um meðhöndlun þess. Hann sagðist hafa lagt fram til- lögu í ríkisstjórn að þetta væri gert. „Þar með væri það út í hött að ríkið greiddi einhvetjum öðrum verðbætur á sína eign og við það myndu sparast um 350 milljónir miðað við gefnar verðlagsforsend- ur á næsta ári. Jafnframt myndi ríkið spara sér að greiða stórfé af rusli, því það er ekkert leyndar- mál að 3-6. flokkur af dilkakjöti er ekki mannamatur og ástæðu- laust að greiða ofurháa afurðal- ánsvexti af því að geyma slíkt drasl í grisjupokum og fylla með því frystihús," sagði Jón Baldvin Hannibalsson. Þjóðfélag sem gerir menntun að aukastarfi dregst aftur úr öðrum - segirBirgir Isleifur Gunnars- son menntamála- ráðherra um skólamálaálykt- un FFSÍ „ÉG ÓTTAST að þjóðfélag sem gerir menntun að eins konar aukavinnu með krefjandi aðal- starfi dragist fljótt aftur úr öðrum á sviði menningar, mennt- unar og tækni,“ sagði Birgir ísleifur Gunnarsson mennta- málaráðherra er Morgunblaðið leitaði álits hans á alyktun sem þing Farmanna- og fiskimanna- sambands íslands samþykkti um breytingar á framhaldsskóla- kerfinu. „Ég sé ekki betur en að tillögur FFSÍ feli í sér verulega styttingu á námstíma 16-20 ára nemenda," sagði Birgir ísleifur Gunnarsson „Það er ekki unnt að stytta náms- tímann án þess að það komi niður á náminu." Hann sagði ennfremur að í öðrum ályktunum um skólamál sem sér hefðu borist væru gerðar kröfur um aukið námséfni og aukna menntun svo að íslenskt skólakerfí gæti stað- ið jafnfætis því sem gerist hjá nágrannaþjóðum. Því þætti sér þessi ályktun FFSÍ skjóta skökku við. Skólakerfið langlífara en hagsveiflur Hagsveiflur á íslandi eru skammlífar en skólakerfi sem stendur undir nafni er langlíft og hafíð yfír stundarhagsmuni at- vinnulífsins," sagði Þorvarður Elíasson skólastjóri Verslunarskól- ans. „Hins vegar er ég hlynntur því að framhaldsskólakerfíð verði end- urskoðað en þá með það að markmiði að samræma það því sem þekkist í nágrannalöndunum, sem útskrifa stúdenta ári yngri en við, eða í Bandaríkjunum en þarlendir setjast í háskóla tveimur árum yngri en íslendingar. Þó tel ég nauðsyn- legt að hafa í framhaldsskólakerf- inu valkost fyrir þá sem þurfa og vilja vinna með námi sínu. En mér sýnist þessi ályktun farmanna- og fiskimannaþingsins alls ekki vera framkvæmanleg án þess að mennt- un í landinu líði fyrir það,“ sagði Þorvarður Elíasson skólastjóri Verslunarskóla íslands. Stytting skólaársins skaðar námið „Það er mikilvægt fyrir sálar- þroska manna að læra, án tillits til þess hvort unnt er að færa námið í kreditdálka einhverra efnahags- reikninga," sagði Guðni Guðmunds- son rektor Menntaskólans í - segir í ályktun framkvæmda- stjórnar VMSÍ „Framkvæmdastjórn Verka- mannasambands íslands skorar mjög eindregið á öll sambands- félögin að taka nú þegar upp viðræður við viðsemjendur sína, hvert á sínum stað, eða fleiri saman ef það þykir henta betur, og láta á það reyna, hvort at- vinnurekendur neita með öllu að leiðrétta laun þess fólks, sem hefur orðið undir í launaskriði undanfarinna mánuða,“ segir meðal annars í nýlegri ályktun framkæmdastjórnar VMSÍ. Ennfremur er mótmælt öllum Reykjavík um ályktun þings FFSÍ. „Ég sé ekki að hægt sé að stytta skólaárið án þess að það komi niður á náminu. Endurtekning er mikil- væg fyrir nemendur, þeir tileinka sér meðal annars nýjan fróðleik með því að heyra hann endurtekinn enn og aftur.“ Þá sagði Guðni að raunhæfara væri að kanna hvort mögulegt sé að útskrifa stúdenta ári yngri en nú er gert. Varðandi þá hugmynd sem kemur fram í ályktuninni að lengja beri kennslu- stundir úr 40 mínútum í 50 sagði Guðni að mikilvægt væri að stund- imar væru ekki of langar svo hægt væri að halda óskertri athygli nem- endanna „en ég held að 45 mínútna stundir eins og voru hér til skamms tíma kæmu til greina, ég er ekki viss um að styttingin í 40 mínútur hafi verið til bóta,“ sagði Guðni Guðmundsson að lokum. fyrirhuguðum skattabreytingum, sem komi til með að valda hækkun- um á matvælum og öðrum brýnustu lífsnauðsynjunum. Síðan segir: „Framkvæmdastjómin bendir á, að _ launahækkunin, sem kom 1. októ- ber s.l., var miðuð við verðlag í byijun september. Frá þeim tíma hefur framfærsluvísitalan hækkað um sem næst 7%. Ljóst er því að sú skriða verðhækkana, sem dunið hefur yfír og fyrirsjáanleg er, m.a. með hækkun ýmis konar opinberrar þjónustu um næstu áramót, fæst ekki bætt í launum, fýrr en nýr samningur hefur verið gerður, þar sem núgildandi samningar falla úr gildi um áramótin. Gera má ráð fyrir að kaupmáttur lægstu launa hafí lækkað um allt að 5%“. Kaupmáttur lægstu launa: Gera má ráð fyrir 5% lækkun undanfarið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.