Morgunblaðið - 11.12.1987, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 11.12.1987, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. DESEMBER 1987 Borist á banaspjótum eftir Guðmund Jóhannesson „Sjálfstæðisflokkurinn í upp- lausn, getur ekkért og -kann ekkert.“ Eru þetta ummæli einhvers andstæðings Sjálfstæðisflokksins, sem svo mælti? Nei, það getur ekki verið því hér talaði fyrrverandi menntamálaráðherra, ráðherra Sjálfstæðisflokksins, Sverrir Her- mannsson. Þetta mun hafa verið sagt um þær mundir er honum var hafnað sem ráðherraefni fyrir flokkinn í núverandi ríkisstjóm. En ansi var flokkurinn fljótur að læra (já, eða forusta hans), því ekki liðu margir dagar frá þessari yflrlýs- ingu, þar til sami maður hældi forustunni og þar með flokknum sínum í hástert og taldi hann hinn eina og sanna flokk sem til fomstu væri fallinn. Einhveijar grunsemdir læddust að mönnum að hér væri maðkur í mysunni og dúsu hefði veirð stungið upp í fyrrverandi menntamálaráðherra og var nú allt hljótt um sinn hvað gerst hafði. En er húmið læddist að með haust- dögum kom í ljós hver dúsan var, m.ö.o. loforð um bankastjórastöðu í Landsbankanum. Því verður ekki upplogið að hér vinna menn af heil- indum og hugsjón, eða er það ekki? En eftir á að hyggja þá er ekki víst að hin tilvitnuðu upphafsorð séu svo fjarri sannleikanum, þó þau hafi verið dregin til baka af höf- undi þeirra, ( þeirri von að geta bjargað eigin skinni. Það vill svo vel til að það em fleiri en Sverrir Hermannsson og það úr innsta hring flokksins, sem hafa látið álíka ummæli falla um flokkinn og kannski engu betri. Þar er einn öðmm hreinskilnari og er það einn- ig fyrrverandi ráðherra, Matthías Bjamason. Fyrir nokkm birtist í Helgarpóst- inum opinskátt viðtal sem bar yflrskriftina „Úr tengslum við lífið í landinu", og er þar átt við Sjálf- stæðisflokkinn. Staksteinar Morg- unblaðsins birta 13. nóvember sl. útdrátt úr þessu viðtali. Þama er um auðugan garð að gresja í áfellis- dómum um Sjálfstæðisflokkinn og Morgunblaðið. Örfá „skrautblóm" úr þessu viðtali bendi ég hér á þar sem M.B. lýsir fomstu Sjálfstæðis- flokksins. „Á síðustu ámm hafa vaðið þar uppi menn, sem allir hafa þóst kunna og getað og viljað sveigja flokkinn til óhóflegrar markaðshyggju." Og hann heldur áfram: „Þetta hávaðasama fólk hefur að mínum dómi hrætt fólk frá því að kjósa Sjálfstæðisflokkinn, sértaklega í sfðustu kosningum." Hér lætur hann ekki staðar numið og segir: „Mér flnnst andrúmsloftið núna lævi blandið." Hann lýkur þessum þætti um Sjálfstæðisflokk- inn með því að segja, að það sé langt því frá að bikarinn sé tæmdur og hann hafi nóg í pokahorninu um eyðingaröfl í fomstuliði flokksins. Enn fyrr í viðtalinu deilir hann á Morgunblaðið og segir þar: „Blaðið hefur beinlínis afneitað Sjálfstæðis- flokknum." Samkvæmt því sem hér hefur verið vitnað til, þá spyr maður sjálf- an sig, sem sjálfstæðismann í hálfa öld hvort það sé ekki bein afleiðing að fyrmrn málgagn verði viðskila við afvegaleiddan flokk og fomstu hans, og þarf nokkur að setja upp stór augu þó flótti bresti í liðið, því það er ekki nóg að heita Sjálfstæðis- flokkur, hann verður líka að vera það og sýna það í verki. A biðilsbuxum Það hljómar hlálega þegar for- maður Sjálfstæðisflokksins flytur tilflnningalega og hjartnæma ræðu um að nauðsyn beri til að allir sjálf- stæðismenn sameinist í einn flokk og er þá að vitna til þeirra hrak- fara sem flokkurinn varð fyrir í alþingiskosningunum á síðastliðnu vori. Hér áður fyrr þóttu það slæm- ir fjárhirðar sem týndu sauðunum, og gat leitt til þess, að ef sá hinn sami, sem það henti, hafði ekki þá skynsemi til að bera að biðjast lausnar að þá var hann tekinn frá starfi. Það mætti ætla af málflutningi „foringjans" að þeir einstaklingar, sem flokkurinn hefur einhverju sinni eymamerkt sér, sé eign hans, þeir séu að svíkjast undan hús- bóndavaldinu, ef þeir kjósa eitthvað annað eða hafí aðra skoðun en for- ustan. Sem betur fer þá er frelsi hér til að velja og hafna og það veitir enginn neinum flokki stuðn- ing sinn lengur en hann sjálfur vill, því er það að ef fomstan viílist af leið og mis8ir traust kjósenda, þá er flokkurinn ekki sú brjóstvöm þeirrar þjóðfélagsstefnu, sem þegn- inn aðhyllist. Hitt er svo annað mál að sjálf- sagt má það teljast mannlegt og virðingarvert að þegar menn hafa misst niður um sig buxumar að þeir reyni að hysja þær upp um sig „Væri ekki þörf fyrir forustu flokksins að draga fram naflaskoð- unarskýrsluna sem samin var á síðastliðnu vori en var stungið und- ir stól. Sennilega hefur þessi skýrsla ekki þótt nógu hagstæð til að koma fyrir almennings- sjónir.“ aftur. En eitt sinn sagði áhrifamað- ur innan Sjálfstæðisflokksins um andstæðinga sína: „Sporin hræða" og þessi orð em enn í fullu gildi og beinast nú að fomstu Sjálfstæð- isflokksins. Það er ekki nóg að vera með bros á vör. Væri ekki þörf fyrir fomstu flokksins að draga fram naflaskoð- _______________________C 43 unarskýrsluna sem samin var á síðastliðnu vori en var stungið und- ir stól. Sennilega hefur þessi skýrsla ekki þótt nógu hagstæð til að koma fyrir almenningssjónir. Hriktir í rjáfrum Allt bendir til að átök séu fram- undan á vinnumarkaðinum, það út af fyrir sig er heill kapituli, orsak- imar fyrir þeim hugsanlegu átökum í bytjun nýs árs og kannski gefur maður sér einhvemtíma síðar tíma til að skoða það mál. Fróðlegt var að heyra yfirlýsingu og afstöðu forsætisráðherra til launadeilunnar, en traustvekjandi var hún ekki. Hann taldí að ríkis- valdið ætti ekki að hafa afskipti af launadeilu fyrr en aðilar hefðu sam- ið. Hvað hefiir ríkið þá að gera með að blanda sér í málið. Þá virðist — afstaða Steingríms Hermannssonar raunhæfari, sem taldi að ef ríkið á annað borð hefði afskipti af þessum málum þá væri.réttara að það væri gert áður en deilan hlypi í harðan hnút. Þetta mál er að sjálfsöjgðu ekkert sér á báti þegar kemur til kasta ríkisstjómarinnar. Það virðist vera einkenni þessarar ríkisstjómar að vera sammála um aðeins eitt og það er að vera ósammála um allt. Ekki blása hlýir vindar á því kær- leiksheimili! Flest, ef ekki öll, frumvörp sem komið hafa fram á þessu þingi og kölluð eru stjómar- frumvörp em toguð og teygð af stjórnarsinnum flokka á milli og þegar best lætur deila flokksbræður um hvort þessi eða hinn flokkurinn styðji þetta eða hitt frumvarpið. „Ekki er kyn þó keraldið leki...“ Svo sannarlega er þessi ríkisstjóm hriplek og botnlaus. Höfundur er framkvæmdastjóri I Skálatúni. Hugleiðing á jólaföstu eftir Friðfinn Finnsson Sjálfsagt mundi hver maður fagna því, ef honum væri tryggt að allt sem hann tæki sér fyrir hendur lánaðist honum. Hér er tilboð og jafnframt skil- yrði: „Sæll er sá maður er eigi fer að ráðum óguðlegra, eigi gengur á vegum syndaranna og eigi situr í hópi háðgjamra. Heldur hefir yndi af lögmálí Drottíns og hugleiðir lög- mál hans dag og nótt. Hann er sem tré, sem gróðursett er hja vatns- lækjum, er ber ávöxt sinn á réttum tíma, blöð þe88 visna ekki og allt sem hann gerir lánast honum." (Sálmur Davíðs nr. 1. Versin 1—3.) Er hægt að hugsa sér nokkuð betra en fullkomið lífsián? Hér er það boðið, en verðið er hátt. Það þarf þó ekki greiðslur í krónum, pundum eða dölum. Jafn fátækur sem ríkur getur greitt það háu verði. Hver eru þá skilýrðin, sem með þárf til að verða þessa aðnjót- andi? Það er fyrst og fremst að vera heiðarlegur maður, sem hefír Jesúm Krist ætíð að leiðarljósi í slnu llfí. Jesús sagði, að meginat- riði trúarinar væm tvö. „Að elska Guð af öllu hjarta slnu og sálu sinni og öllum huga slnum og náungann eins og sjálfan sig.“ Já og náung- ann eins og sjálfan sig. Þetta er það sem mannkynið vantar; að elska samferðamennina. Við skul- um hugsa okkur þær breytingar, sem þá yrðu á þjóðfélaginu, ef það færi eftir þessu boðorði Jesú Krists. Það yrðu miklar breytingar I sam- félagi mannanna, ef mennimir færu eftir þessu boðorði Jesú Krists. Að elska mennina eins og sjálfa sig. Trúmennska á öllum sviðum. Þá væri engin þörf fyrir lögreglu, þá væri ekkert fangahús til. Þá væri engin vínbúð á lslandi. Fíkniefni væru ekki fáanleg I landi hér. Og umferðin mundi færast I það horf sem öllum yrði til ánægju. Sviksemi væri óþekkt — ekki til. Þá mundu Friðfinnur Finnsson „íslenska þjóðin hefir mikið að þakka skapar- anum okkar blessað land, sem við byggjum og fáum að dvelja í í friði. Við skulum þakka þá einstöku hagsæld, bæði til sjós og lands og þá einstöku veður- sæld, er ríkt hefir þetta ár.“ kirkjumar verða sóttar, stærstu og vinsælustu samkomuhús landsins og ætíð fullsetnar. Þetta em aðeins fá atriði, sem hér er bent á, sem mér finnst að allir hefðu gott af að hugleiða. Það er mikið um það í okkar þjóðfélagi að sett séu boð og bönn, sem menn vilja gera og alltaf þarf að fá leyfi. Krístinn maður þarf ekki á neinu þessu að halda. Hann gerir ekki neinum viljandi rangt til. Hann tekur ekki það sem annar maður á. Hann lætur sér nægja sinn deilda verð. Hann heimtar ekki sinn skammt, hvort sem hann er til eða ekki. Hann svíkst ekki um við störf sín. Þetta em aðeins nokkrar hinna kristnu dyggða. Faðmur Guðs stendur okkur öllum opínn I Jesú Kristi. Er ekki kominn tími tií að þakka Guði fyrir að Jes- ús sagði: „Komið til m(n, allir sem erfiðið og þunga em hlaðnir og ég mun gefa yður hvíld. Þann sem til mín kemur mun ég alls ekki I burtu reka.“ í Heilagri Ritningu kemur það skýrt fram, að ótti og angist kom I heiminn vegna syndarinnar, eftir syndafallið. Þau urðu hrædd, Adam og Eva, og földu sig fyrir Guði. Heimurinn er fullur af angist, neyð og sorg. Heimurinn er fullur af ranglæti og syndin getur gert mennina svo óhamingjusama, að þeir hræðast skapara sinn. Jesús Kristur huggaði lærisveina sína með þessum orðum: „Náð mín næg- ir þér.“ Þessi orð hafa kristnir menn tekið til sín öldum saman, huggað hver annan með þeim og látið hugg- ast. Það er ekki ófullkomleiki okkar, sem gerir okkur óhæfa fyrir kær- leikssamfélagið við Guð, heldur afskiptaleysið gagnvart náð hans og miskunn. „Það er fullkomið," sagði Jesús á krossinum. Hallgrímur túlkaði það I evangel- iskum anda er hann segir: „Fullkomnað lðgmál fyrir þig er fullkomnað gjald til lausnar þér Mkomnað allt sem fyr var spáð, Mkomna skaltu eignast náð.“ Allt þetta býður Guð syndugum manni. — Ókeypis. Með viðkvæmni kærleikans. Jesús er mildur eins og móðir við alla, sem kannast við vanmátt sinn og ófullkomleika. Nægir hér að nefna fyrstu versin I Fjallræðunni. (Matt. 5. 3—6.) Oft hefir verið hart deilt um Biblí- una, ekki slst kraftaverkin. En um það verður aldrei deilt, að Fjallræð- an var flutt af Jesú Kristi og að hún sé fegursta ræða, sem flutt hefir verið á jörðinni, og inniheldur þann háleitasta boðskap, sem til er. Þó að Fjallræðan hafi þvl miður ekki mótað hugarfar okkar sem skyldi, fremur en fyrri kynslóða mun boðskapur Fjallræðunnar um ókomnar aldir hljóma og verða mönnunum eilíf leiðbeining I leit sinni að gæfu og hamingju. „Mitt ríki er ekki af þessum heimi," sagði Jesús við Pílatus, full- trúa hins rómverska ríkis. En til er staður, þar sem Jesús óskar eft- ir að stofna ríki sitt. Sá staður er hjarta mannsins. Svo að við getum orðið erfmgjar eilífs lifs, þar sem ríkir kærleikur, gleði og fögnuður. Náð Jesú Krists er I fullu gildi enn I dag. Islenska þjóðin hefir mikið að þakka skaparanum okkar blessað land, sem við byggum og fáum að dvelja I I friði. Við skulum þakka þá einstöku hagsæld, bæði til sjós og lands og þá einstöku veðursæld, er ríkt hefir þetta ár. Þetta er umhugsunarvert þegar við sjáum I sjónvarpinu þann hrylling, sem ger- ist daglega úti I hinum stóra heimi. Við, sem fylgjum öldinni að árum og höfum lifað tvær heimsstyijald- ir, höfum lifað stóran kapítula I sögu þjóðarinnar. Vonum við að þjóðimar þurfi ekki að líða styijald- ir áður en þjóðimar fá að ganga inn I dýrðina með slnum blessaða frels- ara, Jesú Kristi, sem gaf regluna einföldu: „Leitið fyrst Guðsríki og þess réttlætis, þá mun allt annað veitast yður að auki.“ Að lokum vil ég þakka öllum þeim heiðursmönnum er skrifað hafa aðvörunarorð móti bjómum og sýnt hafa fram á skaðsemi, sem hann mundi valda okkar ástkæru þjóð. Hafi þeir allir heilar þakkir. Að slðustu óskum við hjónin ætt-^fc fölki okkar og' vinum og öllum Vestmanneyingum, heima og heim- an, og landsmönnum öllum gleði- legrar jólahátíðar og allrar Guðs blessunar á komandi ári. Höfundur er frá Oddgeirshólum I Vestmannaeyjum. MorgunbIaðið/Si(f. Jóns. Vatni hleypt undir Ölfusárbrú^ AÐ undanfömu hefur veríð unnið að því að grafa vinnufyllingu undan brúnni yfir Ölfusárósa og fylla upp við landstöpulinn austan- megin. Að loldnni þessarí jarðvinnu var vatni hleypt undir brúna og geta þá verktakar haldið áfram með seinni áfanga brúarsmíðinn- ar. Stærrí myndin var tekin eftir að vatni hafði veríð hleypt undir brúna, en hin minni þegar unnið var að þvi að grafa vinnufylling- una undan henni. ,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.