Morgunblaðið - 11.12.1987, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 11.12.1987, Blaðsíða 32
32 A Cr MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. DESEMBER 1987 Dansaði höfuðið eftir limunum? éftirSturlu Kristjánsson A síðustu þingi lðgðu þingmenn Alþýðuflokks og Bandalags Jafnað- armanna fram beiðni um skýrslu frá menntamálaráðherra um fram- kvæmd reglugerðar um sérkennslu, nr. 270/1977. Beiðnin er þingslqal 511, og er óskað eftir svörum við 16 tölusett- um spumingum. í fyllingu tímans lagði menntamálaráðherra fram skýrslu um framkvæmd reglugerð- ar um sérkennslu nr. 270/1977. Skýrsla ráðherra er þingskjal nr. 841. Skýrsla þessi virðist hið vand- aðasta plagg, en ýmisiegt furðulegt kemur í ljós ef betur er að gáð. Lítum hér á 5. spuminguna og svar við henni „Hvemig hefur verið staðið við ákvæði 15. greinar um kennslu- magn, skipt eftir fræðsluumdæm- um, sem að fullu átti að vera komið til framkvæmda að fjórum árum iiflnum frá gildistöku reglugerðar- rnnar, a) á forskólastigi, sbr. 16. gr. A. 1 og 2. b) í grunnskólum, sbr. 16. gr. B. 1. e) í sérskólum, sbr. 16. gr. B. 2.?“ Svar ráðherra: „Ekki er annað vitað en að fullu sé farið eftir 15. gr. sérkennslureglugerðar.“ Ráðherra hefur sem sagt ekki hugmynd um annað en að öll böm sem greind hafa verið sem sér- kennsiuböm fái þá sérkennslu sem ákvæði 15. gr. kveða á um. Þar með er ljóst að honum hefur aldrei verið greint frá efhi amk. tveggja bréfa frá fræðsiustjóra N.eystra sem send vom ráðuneyti 06.03. 1986 og 05.08.1986 og varða b) lið spumingarinnar. Skal hér vitnað í fyrra bréfíð en það á við skólaárið 1985—1986. Akureyri 06.03.1986. Menntamálaráðuneytið — Skólamálaskrifstofa — Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík. Nú er enn komin upp sú staða í greiðslumálum gmnnskóla um- dæmisins, að umdæmið er sagt ejrða umfram heimildir og verða því greiðslustöðvanir um hver mánaða- mót þar sem þeim verður við komið. Sem fyrr em laun greidd um launadeiid ávallt í skilum hver sem staða umdæmisins annars er, en stöðvunum beitt á sveitarfélög í gjaldkerahlutverki og fræðsluskrif- stofu, jafnvei þó svo hvorugur aðili fari fram úr sinni eigin áætiun til fjárlaga. Við eftirgrennslan í febrú- ar kom í ijós að menntamálaráðu- neytið telur að hér í umdæminu sé í kennslu farið um 1000 vinnu- stundir fram úr áætlun, en það g«ir um 30 stöðugildi eða um 1.000.000,- kr. (á mán.). A fundi með hagsýslustjóra kom fram, að allar áætlanir um skóla- haid hefðu farið óskomar þar í gegn, þannig að ef eitthvað hefði tapast á leið frá fræðslustjómm til fjáriaga þá hefði sá niðurskurður átt sér stað í fagráðuneytinu sjálfu. Raunar vom það engar fréttir þar eð afrit af afgreiðslu Qárlagatil- lagna frá ráðuneyti tii hagsýslu, sem sent var fræðslustjóra, bar þess giöggt merki að fagráðuneytið hafði ekki reiknað með nauðsyn- legri og lögboðinni sérkennsiuþjón- ustu í umdæminu. Á fúndi með ráðuneytismönnum í haust kom fram, að þetta yrði leickétt þannig að fært yrði úr safn- lið grunnskóla yfir í sérkennsiu þar sem ráðuneytið hefði ekki af ein- hvetjum ástæðum áætiað sam- kvæmt uppgefnum tölum fræðslu- stjóra, sem byggðar em á greiningum sérfræðinga embættis- ins. Þá var það kvfðvænlegt, að skólastarf haustið 1985 er jú skipu- lagt skv. fjárlagatillögum 1986, svo sem allir vita, en fjárlög 1985 vom 2,5% niðurskurðarfjárlög frá tiliög- um 1984, þannig að allt útlit var fyrir, að auk niðurskurðar fagráðu- neytis t.d. á sérkennslu úr 700 vikustundum, sem reyndist allraun- hæf framkvæmdatala í 145,5 vikustundir, þá væri 6—8% munur á kennslumagni frá fjárlögum 1985 að tillögum og framkvæmd 1985—1986. Þessi mál leystust þó öll á haustönn og þrátt fyrir óhag- stæðar forsendur, sem að framan getur þá er þetta fyrsta tímabil sem ég man eftir að ekki hafí verið fjár- þurrð og greiðslustöðvanir á fræðsluskrifstofu og oddvita. Greiðslustöðvanir verða því ekki vegna þess að fjárveitingar fjárlaga séu ekki í samræmi við raunkostnað lögboðinna framkvæmda. Nú bregður aftur á móti svo við, að á fyrstu mánuðum árisns 1986, þegar samræmi ætti að vera á milli fram- kvæmda og fjárlaga, þá skella greiðslustöðvanir yfír. Við eftir- grennslan telur menntamálaráðu- neytið að umdæmið sé um 1000 vikustundir framyfír í kennslu." Síðan er gerð grein fyrir stöðu umdæmisins og sýnt í hveiju munur er fólginn. Stuðningskennsla reiknast sem 6% af H. heildarstundafjölda til við- miðunar, en H var í tillögu ráðu- neytis til hagsýslu 7.557,91 vikustund og stuðningskennsla hefði því átt að vera 454 vikustund- ir, þ.e. 7.557,91 X 6/100 = 454 en ekki 7.557,91 X 34,23 starfsvik- ur = 258.722 st. á ári X 6/100 = 15.523:36 starfsvikur = 431 viku- stundir. Að þessu leiðréttu er því munur á tillögum ráðuneytis 8.424 + 454 = 8.878 og framkvæmd 8.863,3 orðin í plús eða 15,7 vikust. Aftur á móti stendur sérkennslu- uppgjörið vem Hér er framkvæmd nokkuð innan áætlunar skv. greiningum en iangt yfir tillögum ráðuneytis eða 388.5 vikustundum. Þessi umframkennsla er til komin með samþykki ráðu- neytis og skal hér vitnað í opinber gögn þar um: 1. I tillögum ráðuneytis tii hag- sýslu segir um sérkennslu (júlí 1985): „Ráðuneytið mun áætla sama magn og við síðustu fjár- lagagerð en sækja um ákveðna fjárhæð sem sett verður á lið grunnskóla almennt og skýrt síðar.“ Á fræðsluskrifstoftj voru þá greindir 89 nemendur sem skv. 15. gr. reglugerðar áttu rétt á 700 viku- stundum. Ráðuneytið áætlaði 25 nemendur og 145,6 vikustundir. 2. Á ifræðslusljórafundi 26, ágúst 1985 i Borgartúni 6 þar sem saman voru komnir flestir fræðslustjóranna og frá ráðu- neyti ráðuneytisstjóri Knútur Hailsson, Sólrún Jensdóttir, Ör- lygur Geirsson, Sigurður Helga- son o.fl. Var eftirfarandi fært til bókar undir dagskárliðnum „Fjármál": „Örlygur Geirsson sagði fræðslustjóra hafa fengið í hend- ur tillögur þær sem sendar voru til Hagsýslu. Voru þær nú í frek- ari umfjöllun. Tillögur ráðuneyt- is byggjast að mestu á tillögum fræðslustjóra. Þó væri ekki gert ráð fyrir eins mikilli aukningu á sérkennslu á fjárlagalið ein- stakra fræðsluumdæma eins og tillögur fræðslustjóra hefðu gert ráð fyrir, heldur væri ákveðinni summu bætt á liðinn grunnskól- ar almennt sem skipt verður síðar niður á umdæmin." Hér var um að ræða 9 milljóna kr. fjárveitingu sem svarar til u.þ.b. 600 vikustunda. Samkvæmt upp- lýsingum úr þingskjali 841 hafa umdæmin farið samtals 265 viku- stundir fram úr eymamerktum fjárveitingum í sérkennslu 1986 að N. eystra meðtöldu svo vel hefði summan á liðnum grunnskólar al- mennt átt að duga. En þessari ákveðnu íjárhæð á liðnum grunn- skólar almennt, aukastundunum, var þvi miður ekki skipt síðar, þær voru aldrei hreyfðar! „Þá sagði Ö.G. viðræður hafa staðið yfir við ijármálaráðuneytið vegna slæmrar fjárhagsstöðu um- dæmanna. Taldi Örlygur allar líkur benda til að hækkanir vegna kjara- samninga kennara hefðu ekki verið bættar svo og kostnaður sem til hefur fallið vegna nýráðninga frá 1. ágúst." 3. A fundi með fræðslustjórum 17. apríl 1986 að Ingólfstræti 5 þar sem voru flestir fræðslustjórar og fjoldi ráðuneytismanna var eftirfarandi fært í bók undir liðn- um „Sérkennsla“: „Fjallað var um hvemig staðið skuli að áætlanagerð til fjárlaga vegna sérkennslu. Örlygur reif- aði málið. Pram kom að eðlilegt væri að fræðslustjórar byggðu áætlun sína á reglugerð um sér- kennslu. Af hálfu fræðsiustjóra var lögð áhersla á að brýnt væri að fá vitneskju um fjárveitingu strax þegar hún liggur fyrir." Þessi mál áttu því að vera í góðu lagi og i engu brotið gegn vilja og því síður fyrirmælum ráðuneytis við framkvæmd sérkennslu í umdæm- inu. Þrátt fyrir bókunina frá fundin- um 17. apríl sem vitnað er í hér að framan var lítið gert með grein- ingar sérfræðinga í N. eystra þegar kom að áætlanagerð fyrir 1987. Skal hér vitnað í bréf fræðslu- stjóra til ráðuneytis að séðum tillögum ráðuneytis til hagsýslu Sturla Kristjánsson „Fékk ráðherra aldrei að vita um þessi bréf — eða hvernig' getur hann svarað Alþingi því á skólaárinu 1986—1987 að ekki sé annað vitað en að farið sé að fullu eftir reglugerð um sér- kennslu er varðar kennslumagn?“ vegna áætlana skólaárið 1986-1987. Akureyri 05.08.’86. Menntamálaráðuneytið Skólamálaskrifstofa Hverfísgötu 6 101 Reykjavík. Fræðslustjóra hefur borist afrit af tillögum fjármálaskrifstofu menntamálaráðuneytisins til hag- sýslu um skólahald í N. eystra v/§árlaga 1987. Fjarri fer því að fræðslustjóri sé ánægður með hveija meðferð tillögur hans til ráðuneytis hafa fengið eða á hvem hátt að verki er staðið. Þó svo ekki sé tími né aðstaða til þess að vinna upp og ieiðrétta allt það sem miður hefur farið þá verður að telja óhjá- kvæmilegt að gera athugasémdir og fara fram á leiðréttingar á til- teknum atriðúm. 1. Sérkennsla Á undanfomum árum hefur upp- bygging sérfræðiþjónustu í umdæminu miðað vemlega þrátt fyrir ýmiss konar vanda og áföll. Frá því sérfræðiþjónusta komst fyrst á hefúr markvisst verið unnið að uppbyggingu og skipulagi sér- kennsluþjónustu í skólum umdæm- isins út frá þeirri sannfæringu, að alla áherslu beri að leggja á það að veita sérkennslunemendum sér- fræðiþjónustu við félagslega og heimilislega hagstæð skilyrði — þannig verði árangur bestur. Þetta þýðir í framkvæmd að böm, sem eiga rétt á sérstakri þjónustu lögum samkvæmt, vegna andlegrar eða líkamlegrar gerðar sinnar fái þá þjónustu við þær aðstæður sem em þeim ömggastar og kunnugastar, þ.e. á meðal ástvina sinna, vina og félaga sem hafa hjálpast að við að styðja þau og styrkja og koma þeim til þess þroska, sem þau hafa náð. Til þess að gmnnskólinn geti þann- ig „hagað störfum sínum í sem fyllstu samræmi við eðli og þarfír nemenda og stuðlað að alhliða þroska, heilbrigði og menntun hvers og eins“ einnig sérkennslunema, þarf vandaða og skipulega undir- búningsvinnu. Sú undirbúnings- vinna hefur markvisst verið unnin liér í umdæminu allt frá þvi fyrsti sérfræðingurinn réðst til starfa þó svo að á ýmsu hafí gengið. í allri áætlanagerð fyrir skólahald í um- dæmínu hafa verið gerðir kostnað- arútreikningar á lögboðnum verkefnum að frádregnum aðstöðu- mun — t.d. þeim takmörkunum sem framkvæmd sérfræðiþjónustu hafa verið settar af mannhaldi og hæg- fara uppbyggingu og þróun. Hér heftir því ekki verið byggt á vængjaslætti og buslugangi, en til þess ætlast, að fagráðuneyti mennta- og skólamála stæði við bakið á og mæti að verðleikum þá vönduðu sérfræðivinnu sem unnin er samkvæmt landsins lögum og þeim starfsreglum sem fagráðu- neytið sjálft hefur gefíð út, þ.e. reglugerðir um ráðgjafar- og sál- fræðiþjónustu og um sérkennslu. Nú bregður svo kynlega við að uppbygging og störf fræðsluskrif- stofu samkv. nefiidum fyrirmælum fagráðuneytis er iýtur að sér- kennslumálefnum virðast engu skipta og að engu höfð. Sú tilviljun hveijar tölur voru samþykktar í sérkennslukvóta v/íjárlaga ársins 1984 eru nú mikilvægast greininga- tæki fagráðuneytis þegar kemur að því að ákvarða sérkennslu í fræðslu- umdæmum landsins. Fyrir árin 1985 og 1986 áætlar fagráðuneytið „sama magn og við síðustu fjár- lagagerð" og virðist þá einu gilda hveijar niðurstöður Kggja fyrir á fræðsluskrifstofu um greinda þörf og möguleika á góðri þjónustu. Málið hefur þróast þannig að 1984 hljóðar áætlun fræðslustjóra upp á 25 nem. og 145,5 stundir og er gerð að tillögu fagráðuneytis til hagsýslu. Og síðan sem hér greinir: Aætlun fræðslstj. Áætlun skv. greiningu ráðuneytis nem. tímar nem. tímar 1985 62 449 25 145,5 1986 89 700 25 145,5 1987 100 850 44 200,0 Það er rétt að í 24. gr. reglugerð- ar um sérkennslu stendur að um framkvæmd reglugerðarinnar fari eftir því sem fé sé veitt til á Qárlög- um. En hvemig er hægt, að vænta fjárveitinga til sérkennslu á fjárlög- um ef fagráðuneyti menntamála hundsar sérfræðilega úrvinnslu sem unnin er samkvæmt landsins lögum eftir reglugerðum fagráðuneytisins sjálfs og gerir tillögur til hagsýslu um fjárveitingu sem er í engu sam- ræmi við þá þörf þjónustu sem greiningar hafa sýnt og undirbúin hefur verið. Heggur þar sá er hlífa skyldi, því hvar geta þeir sem hjálp- ar eru þurfí leitað réttar síns ef vemdari þeirra i orði vinnur gegn hagsmunum þeirra á borði? Eða hvenær er að vænta fjár á ijárlögum til fullnægjandi og lögboðinnar þjónustu samkv. reglugerð um sér- kennslu ef fagráðuneytið stöðvar alla upplýsingamiðlun frá þeim sem þekkja til þeirra sem §ármagnið skammta? Er það ekki augljóst að fé verður aldrei veitt á fjárlögum til fúllnægjandi þjónustu við skil- greind sérkennsluböm ef mennta- málaráðuneytið viðurkennir ekki úrvinnslu embætta sinna sam- kvæmt eigin regiugerðum og kemur því ekki upplýsingum um sannaða þjónustuþörf á framfæri við fjár- veitingavaldið? Ber ekki þeim, sem vinna í þjónustu almennings, að vinna saman að framgangi þeirra málaflokka sem falin er í þeirra umsjá? Ber ekki menntamálaráðu- neyti að safna saman ölium upplýs- ingum um sérkennsluþarfír og leita á fj árveitingavaldið um fjárframlög til framkvæmda þjónustu a.m.k. þar sem greiningarvinna liggur fyrir? Fáist ekki flármagn til þess að sinna greindum þörfum þá væri ekki óeðlilegt að safna því sem fæst á þær greiningar sem fyrir liggja í stað þeirra óskiljanlegu vinnu- bragða sem framkvæmd hafa verið undanfarin ár. Niðurstaða mín er sú, að fara fram á það að greind- um sérkennslunemendum í umdæminu verði tryggð lög- boðin þjónusta samkvæmt reglu- gerð menntamálaráðuneytisins þar um. Þetta er bréf frá N. eystra til ráðuneytis 05.08. 1986. Félck ráðherra aldrei að vita um þessi bréf — eða hvemig getur hann svarað Alþingi því á skólaár- inu 1986—1987 að ekki sé annað vitað en að farið sé að fullu eftir reglugerð um sérkennslu er varðar kennslumagn? Höfundur er fymrerandi fræðslu- stjórií Norðurinndshjördæmi eystm. Áætlun fræ.stj. Tillaga ráð.n. Framkvæmd Alm.k. 8.544 8.424 8,798,3 Stuðningsk. 468 431 468 Samtals 9.012 8.855 9.266,3 þar af framhaldsd. Hús. Ól.Dalv. umfrk. engurgr. AK 9.012 8.855 258 146 8.862,3 Áætlun fr.stj. Tillaga ráð.n. Framkvæmd Sérk. í gr. 700 145,5 Bröttuhlíð 100 100 634 800 245,5 634

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.