Morgunblaðið - 13.12.1987, Side 18

Morgunblaðið - 13.12.1987, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. DESEMBER 1987 Nýlega eru komin hingað til larids ung hjón, íslensk kona og breskur maður, eftir að hafa lært grasa- lækningar í þrjú ár í viðurkenndum breskum skóla. Þau hugsa sér nú að leyfa landslýð að njóta kunnáttu sinnar í grasalækningum. Æði mörgum íslendingum er svo farið að þeir líta á blóm og grös sem augnayndi þegar best lætur. „Segðu það með blómum“, segja auglýsing- amar og það láta margir sér að kenningu verða. Hvað grasið snertir þá keppist sveitafólkið jafnan við að ná sem mestu af því þurru inn í hús fyrir veturinn fyrir „blessaðar skepnumar", eins og það hét áður en offramleiðsla mjólkur og kjöts varð mál málanna í landbúnaðinum. Önnur not af grasi hafa íslendingar verið vantrúaðir á að hægt væri að hafa og löngum litið svo til að gras væri fyrir skepnur en ekki menn. Grasalækningar hafa þó alltaf verið fyrir hendi í einhveijum mæli, hér á landi sem annars staðar. Við ís- lendingar komumst þó varla með tæmar þar sem sumar aðrar Evr- ópuþjóðir hafa hælanna í þeim efnum. Grasalækningar hafa fylgt mannkyninu frá örófí alda sem lækningaaðferð og eru í ýmsu und- anfari nútírha læknisfræði. Náttúru- meðul unnin úr jurtum hafa lengi verið gefín mönnum sem te, mixtúr- ur, löflur pg áburður, svo eitthvað sé nefnt. Ýmis læknislyf, unnin úr jurtum, sem nú eru mikið notuð hafa verið þekkt mjög lengi af gra- salæknum. Ambjörg Linda Jóhannsdóttir og John Smith heita ungu hjónin sem numið hafa í Bretlandi þekkingu á grösum sem á sér rætur aftur í grárri fomeskju. Úr sumum þessara grasa brugguðu seiðnomir og seið- karlar hér áður fyrr seiði, sem ýmist bættu mein manna eða urðu þeim að aldurtila, allt eftir því hver ætlun- in var. Það er langur vegur frá að þau Ambjörg Linda og John Smith minni á nokkum hátt á „ seiðfólk" fyrri alda. Þau eru blátt áfram og hreint ekki dularfull að sjá. Þau em líka ómyrk í máli þegar þau lýsa skoðunum sínum á grasalækningum og tala um skólagöngu sína. „Fyrsta árið lærðum við svotil ein- göngu bókleg fræði, grasafræði, efnafræði, líffræði og þess háttar", segir Linda og greiðir hár sitt með fingmnum. Inni í stofunni hjá þeim að Hverfísgötu 34 er „gamalla blómaangan", eins og segir í kvæði eftir Jóhann Siguijónsson, það er enda ekki að furða því inn af stof- unni er herbergi þar sem allar hillur em fullar af þurrkuðum jurtum af ýmsu tagi frá rhörgum löndum og beint á móti mér skin gullieitt lampaljós ofan í hálf mulin rósarblöð í gmnnri fléttaðri körfu. Þar bland- ast þurr og skijáfandi blóm margra jurta, sem öll hafa misst lífssafa sinn og anda nú frá sér síðasta ilm- inum. „í skólanum var okkur fyrst kennt hvemig á að þekkja og greina plöntur og hvemig á að bera kennsl á þær þegar farið er út að tína. Svo var okkur kennt hvemig á að þekkja þær þurrkaðar undir smásjá". Það er Linda sem hefur orð fyrir þeim hjónum en ber þó af og til eitt og annað undir eiginmanninn þannig að samtalið fer ýmist fram á íslensku og ensku.„ Kennt var í smáatriðum allt mögulegt um tvö til þrjú hundmð jurtir. Hvaða efni em í þeim, hvaða áhrif þau hafa á líkamann. þessar upplýsingar em samsuða úr kenningum sem varð- veitst hafa meðal Evrópuþjóða, Indíána og raunar fleiri þjóða. Mik- ið af þessum upplýsingum er nú komið inn í tölvubanka. Skólastjór- ínn kenndi okkur grasalyfjafræði, en hann er gamall grasalæknir. Okkur var líka kennt að búa til alls kyns mismunandi lyf. Skólinn sem við vomm í er rekinn af Menningar- stofnun grasalækninga á Bretlandi og er um tíu ára gamall. Hann var stofnaður til að útbreiða grasalækn- ingar og fá fleiri inn í stétt grasa- lækna sem þegar samanstendur af tvö til þijú hundmð grasalæknum. Pyrst var námið tvö ár en svo var það lengt um eitt ár til þess að fá breska sjúkrasamlagið til að sam- þykkja það. Þess vegna em kenndar í skólanum námsgreinar sem kennd- ar em í læknaháskólum. Fyrirmynd- ir að þessum skóla em evrópskar og amerískar grasalækningar og hann er eini grasalækningaskólinn sem viðurkenndur er í Bretlandi. Til að komast inn í þennan skóla þurfa nemendur að hafa lokið námi í líffræði og lífeðlisfræði í mennta- skóla." Ég vildi fá að vita hvers vegna þau hefðu valið þetta nám. John sagði mér að hann hefði fylgst með föður sínum beijast við krabbamein og séð hann leita allra tiltækra ráða í því sambandi, en án árangurs. Þannig fékk John veður af grasa- lækningunum og ákvað að læra að beita þeim. í skólanum kynntist hann Lindu. Hún sagðist í fyrstu hafa ætlað sér að læra læknisfræði en svo söðlað um eftir að hafa frétt af þessum skóla í gegnum annan breskan skóla sem kennir heim- speki. Námslán fékk Linda ekki í fyrstu en úr því rættist seinna fyrir tilstuðlan góðra manna. Grasalækningum er að sögn Lindu heppilegt að beita í baráttu við ýmiskonar vanlíðan í meltingar- fæmm og einnig eiga þær mörg ráð við ýmis konar húðkvillum. Hún kveður grasalækningamar oft áhri- faríkar þar sem „auðveldur aðgang- ur er að“, eins og hún orðar það. Arnbjörg Linda Jóhannsdóttir Selgresi En svo er það ótal margt annað sem grasalækningamar hafa góð áhrif á, svo sem kvensjúkdómar og horm- ónakvillar o. fl. Grasalækningar reynast bömum líka oft vel, t.d.þeim sem þjást af eyfnabólgu og mörgu fleira. Böm bregðast að sögn Lindu yfírleitt vel við jurtaefnunum. Ég spyr nánar út í meltingar- kvilla og ráð við þeim og kemst að því að teið, sem ég er að suppla, er úr Kamillu og lakkrís og er talið gott í baráttu við ýmislegan sjúk- leika í meltingarvegi. Það er þó ekki svo einfalt að allir fái þann sama drykk sem slíka slæmsku hafa. „Nei“, Linda segir mér að það fari dálítið eftir manngerðinni hvemig jurtir séu valdar. „Við vilj- um hitta fólk og kynnast því aðeins áður en við ákveðum hvaða jurtir við gefum því, sjá hvort það er hald- ið streitu og hvemig það bregst við henni. Einnig viljum við vita hvem- ig mataræði þess er háttað því það skiptir miklu máli. í skólanuin var John Smith kennt mikið um næringarfræði sam- fara lækningunum." Það kom fram í máli Lindu að í grasalækningum er mest notað seyði og áhelling. Seyði er eins og nafnið bendir til soð af jurtum, sem stundum þurfa að sjóða lengi til þess að úr þeim náist þau efni sem leitað ör eftir. Áhelling er það aftur á móti þegar hellt er sjóðandi vatni á jurtir líkt og inenn gera við tilbún- ing á tei. „Uti er töluvert um að jurtir 3éu iátnar liggja í vínanda í tvær vikur siðan eru þær síaðar frá og sjúklingnum gefínn drykkurinn sem af þeim myndast. Af slíku þarf að taka miklu minna en af seyði t.d. Þetta má hins vegar ekki gera hér á landi. Þetta er hins vegar ekki það sama og blómadropamir sem sumir kannast við hér. Þeir til- heyra fremur homeopathy eða smáskammtalækningum, sem eru gjörólíkar grasalækningum." Ég spyr með hvaða jurtum húð- kvillar séu meðhöndlaðir og kemst að því að það er ekki einfalt mál. Linda segir mér að oft séu húðkvill- ar afleiðing af slæmu matarræði og lífsvenjum og því sé lækningin kannski fyrst- ög fremst fólgin í baráttu sjúklings við að breyta mat- arvenjum og lífsháttum og losa sig sem mest undan streitu. „Við teljum að margir kvillarnir komi innan að og reynum því að meðhöndla þá einnig innan frá“, segir Linda. „í skólanum var kennt útfrá sérstakri heimspeki þar sem gengið er útfrá að jafnvægi verði að vera á milli allra líffæra og hugarins líka. Sé ekki um slíkt jafnvægi að ræða verð- ur fólk veikt og þá helst og fremst þar sem það hefur minnsta mót- stöðu. Reynt er að styrkja mótstöðu líkamans svo hann geti sjálfur unn- ið bug á veikindunum. Komi einhver með sýkingu t.d. inflúensu þá er honum kannski gefínn hvítlaukur með jurtunum, hann hefur svipaða verkan og pencilín nema hann er veikari. Margir forðast hvítlauk út af lyktinni en það er hægt að deyfa með því að borða á eftir sellerí eða steinselju. Jurtimar vinna mikið þannig að þau styrkja líffærin svo þau ráði við þann vanda sem að þeim kann að steðja. Það er oft gott að taka jurtalyf ef fólk þarf að vera á sterkum lyfjum. Jurtalyfín styrkja þá líkamann og vinna gegn aukaverkunum lyfjanna. „Við vor- um þjálfuð í því úti að greina hættulega sjúkdóma og senda þá sem eru alvarlega veikir umsvifa- laust til læknisj' segir Linda. „Ef við teljum að eitthvað það sé að fólki sem einhver annar geti betur meðhöndlað þá sendum við þá auð- vitað þangað. Ýmislegt er ððruvisi úti en hér. Þar koma menn oft til grasalæknis án þess að hafa leitað annarra lækninga fyrst, en hér kem- ur hins vegar mjög oft fólk til grasalæknis sem hefur gengið á milli lækna og ekki fengið bót en er kannski með nákvæma sjukdóms- greiningu." Það kemur fram f máii Lindu að gerðar hafa verið tilraunir í Kína með að ráða bót á eyðni með grasa- læknisaðferðum. Ilún kvað þær hafa gefíð góða raun. Notaðar hafa verið ákveðnar tegundir af jurtum og þær eru taldar hafa orðið Ijess valdandi að fólk rneð eyðni fær ekki sjúkdómseinkenni, a.m.k. hefur þeim verið haldið niðri í nokkur ár, eða fram á þennan dag. Við eigum til þær jurtir sem hafa verið notaðar í þessu skyni í Kína.“ Næst gerði ég gigt að umtals- efni. Sá sjúkdómur hefur að því að talið er lengi verið landlægur hér á landi og hrjáð margan manninn. Um það efni sagði Linda: „’A gigt- ina ráðumst við með matarræðinu og útiiokum allt sem getur valdið þvf að úrgangsefni setjist að í lfkam- anum. Það er skoðun grasalækna að gigtin stafí af úrgangsefnum sem safnist í liðina og vöðvana af því að líkaminn þarf einhversstaðar að leggja frá sér úrgangsefni sem hann ekki getur losnað við. Fyrst þarf að stöðva það að slíkt gerist og svo þarf að hjálpa til að losa úrgangs- efnin út úr líkamanum. Það eru margar góðar jurtir sem geta hjálp- að til við slíka hreinsun, en það er mjög erfítt að eiga við gigt. Oft er það fullorðið fólk sem þjáist af gigt og það á mjög erfítt með að breyta matarvenjum sínum. Gigtarsjúkl- ingar eiga að forðast svínakjöt og aliann skelfisk eins og heitan eld- inn. Þeir eiga einnig að varast að borða of mikið af jarðarbeijum og tómötum. Sleppa öllu sælgæti og gosdrykkjum og öllu sem litarefni og rotvamarefni eru f. Allt slíkt er ákaflega óhollt. Gigtarsjúklingar eiga ekki að nota kaffí. Ef fólk með

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.