Morgunblaðið - 13.12.1987, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. DESEMBER 1987
Mögnuð og átakanleg lýsing á grimmum
og miskunnarlausum örlögum og mann-
legri þjáningu, saga sem grípur lesandann
heljartökum og heldur honum föngnum
frá upphafi til enda. Þetta er saga manns
sem er hrakinn út í ógæfuna af eigin ás.tríð-
um og örvæntingu, sjúkur á sál og líkama.
Eitt sinn var hann elskaður og dáður urri
allan heiminn, en nú er hann flestum
gleymdur. Eftir tuttugu ára bið fær hann
loks eitt einasta tækifæri til að sýna hvað í
honum býr. En er það of seint? Hefur hann
þegar steypt sjálfum sér og öðrum í glötun?
Ógnvekjandi saga sem lýsir skuggahliðum
mannlífsins og örlagaþrungnum atburðum
vægðarlaust en þó af djúpum skilningi og
samkennd. Sá sem hér segir frá hlífir
engum, hvorki sjálfum sér né fesendum,
við afdráttarlausri játningu sinni.
IÐUNN
Einstæð og eftirminnileg saga manns
sem leggur allt undir í örvæntingar-
fullri baráttu sinni við óvægin örlög,
bók sem oft hefur verið líkt við fræga
ævisögu Martins Grey, Ég lifi, enda
vekur hún sömu tilfinningar hjá les-
endum.
„Það aldin út er sprungið — og ilmar sólu mót“ segir sr. Matthías
í þýðingn sinni á gömlum sálmi um jólarósina (sbr. Blóm vikunnar
nr. 33 - 13.12. 1986).
Skrá yfir greinar
birtar á árinu 1987
Þá er komið að síðasta þættinum
á þessu ári sem fer brátt að syngja
sitt síðasta. Talsvert hefur borið á
því að tölusetning greinanna hafi
brenglast, einnig hafa nöfn höfunda
margsinnis fallið niður í prentun svo
að við bregðum nú á það ráð að
birta skrá yfir greinar ársins 1987
og vonum fastlega að hún komist
rétt til skila. I fremri röðinni er
töflusetningin rétt, en röngu núm-
erin eru í sviga. Við vonumst líka
til að myndin af hinni dáfögru jóla-
rós (Helleborus niger) prentist vel
og verði til þess að prýða úrklippu-
safn lesenda. I desembermánuði í
fyrra birtist um jólarósina ágæt
grein eftir Ólaf Björn Guðmunds-
BLOM
VIKUIMNAR
80
Umsjón:
Ágústa Björnsdóttir
Skrá
Tölu- setning Fyrirsögn Höfundur Birt
34 Slönguhnoðri Ólafur Bjöm Guðmundsson 10.01.
35 Perlufesti Ólafur Bjöm Guðmundsson 17.01.
36 Snigitlinn o.s.frv. ÞórhallurJónsson 24.01.
37 Tómatar SvalaJónsdóttir 31.01.
38 Gróðurskáli o.s.frv. Hilmar Magnússon í 07.02.
39(38) Alparós Grænu höndinni IngólfurDavíðsson 14.02.
40 (39) Hawaii-rós Umsjónarm. ÁB 21.02.
41 Klivia Umsjónarm. ÁB 28.02.
42 Sineraria—Sólbrúður Óli Valur Hansson 07.03.
43 Riddarastjama Hafsteinn Hafliðason 14.03.
44 Pálmaliija — Yucca Ingólfur Davíðsson 21.03.
45 Fjaðraglóð Ólafur Bjöm Guðmundsson 28.03.
46 Maríusóley Hermann Lundholm 04.04.
47 Gloxinía Hafsteinn Hafliðason 11.04
48 Sumarmálarabb SigríðurHjartar 25.04.
49 Bóndarós Kristinn Guðsteinsson 09.05.
50 Dalíur Kristinn Helgason 16.05.
51 Rabbað um nytjajurtir Sigurlaug Ámadóttir 23.05.
52 (51) Á kartöflutíð Einar I. Siggeirsson 30.05.
53. Hvítasunnulilja Kristinn Guðsteinsson 06.06.
54 Kúlulykill ÞórhallurJónsson 13.06.
55 Hjartablóm Elsa Óskarsdóttir 20.06.
56 Álfakollur Herdís Pálsdóttir 27.06.
57 Úr Hollandsferð GÍ: (1) Sigríður Hjartar 04.07.
58 Linneaus-garðurinn ÚrHollandsferð GÍ (2) Lára Halla Jóhannesdóttir 11.07.
59 Grágresi Umsjónarm. ÁB. 18.07.
60 Geldingahnappur SigurlaugÁmadóttir 25.07.
61 Snæsúra Umsjónarm. ÁB 01.08.
62 Apablóm ÞórhallurJónsson 08.08.
63 Úr Hollandsferð GÍ (3) Ingibjörg Steingrímsdóttir 15.08.
64 Háskólagarðurinn í Utrecht Skógartoppur — Vaftoppur SigríðurHjartar 22.08.
65 Berberis Halldóra Haraldsdóttir 29.08.
66 „Risar" ígörðum(l) Umsjónarm. ÁB 05.09.
67 „Risar" í görðum (2) Umsjónarm. ÁB 12.09.
68 Haustið og litir laufanna Hafsteinn Hafliðason 19.09.
69 Balkönsk skógarsóley Kristinn Guðsteinsson 26.09.
70 Haustlaukamir boða vorkomuna Kristinn Guðsteinsson 03.10.
71 Að rækta lauk í krús Kristinn Guðsteinsson 10.10.
72 Tveir auðræktaðir laukar í stofuna Kristinn Guðsteinsson 17.10.
73 Aðdrífalauka(l) Kristinn Guðsteinsson 24.10.
74 Að drífa lauka (2) Kristinn Guðsteinsson 31.10
75 Drekaliljur — Cordyline SigurðurÞórðarson 07.11.
76 Blágresi Ólafur Bjöm Guðmundsson 14.11
77 Nóvemberkaktus Óli Valur Hansson 21.11.
78(79) Jóiastjaraa Óli ValurHansson 28.11.
79 Úr Hollandsferð GÍ Þórhallur Jónsson 05.12.
80 rí Skoðun einkagarða Skrá um Blóm vikunnar 1987 Umsjónarm. ÁB 12.12
Góðir lesendur,
bestu jóla- og nýárskveðjur.
Hittumst með hækkandi sój.
Umsjónarmaður ÁB
Framsókn:
Afar áríðandi
að ná markmið-
um söluskatts-
breytinga
ÞINGFLOKKUR Framsóknar-
flokksins hefur sent frá sér
yfirlýsingu þar sem segir að
flokkurinn telji afar áríðandi að
þeim markmiðum verði náð,
varðandi innheimtu söluskatts,
að allt eftirlit með skilum á skatt-
inum verði mun auðveldara og
skilvirkara og hann muni skila
sér betur í ríkissjóð. Segir flokk-
urinn að þetta sé meginforsenda
þeirrar breytingar sem verið sé
að gera á söluskattskerfinu og
meginröksemdin sem réttlæti
það mikla rask sem breytingin
hafi í för með sér.
í yfirlýsingunni bendir flokkurinn
á að eftirlit með fjármagnsstreymi
í fyrirtækjum sé ein af forsendum
þess að árangur náist. Felur þing-
flokkurinn ráðherrum sínum að
fylgja þessu máli fast eftir í ríkis-
stjóminni og treystir jafnframt því
að núverandi fjármálaráðherra liggi
ekki á liði sínu við að koma inn-
heimtu hans í eðlilegt horf.
Beta og
( ') VILLTI FJALLAFOLINN
Ný unglinga-
bók - Beta
og villti
fjallafolinn
BETA og villti fjallafolinn heitir
bók eftir Vigfús Björnsson sem
nýlega kom út. Bókin fjallar um
Betu sem tekur að sér að vera
ráðskona hjá afa sínum þegar
amma hennar deyr. Þá er hún
aðeins ellefu ára gömul.
Sagan hefst á því þegar Beta fer
með afa sínum að sækja Vitru-
Skjónu í fjallið. Þar sér hún rauð-
skjótta villta fjallafolann í fyrsta
sinn. Segir síðan frá samskiptum
Betu og folans.
Á bókarkápu segir að þrátt fyrir
að bók Vigfúsar Bjömssonar flokk-
ist sem unglingabók sé hún engu
að síður fyrir afa, ömmu, pabba og
mömmu. Vigfús Bjömsson velur
bókum sínum rammíslenskt sögu-
svið.
Beta og villti fjallafolinn er 106
síður að stærð. í bókinni eru teikn-
ingar eftir Sigríði Vigfúsdóttur.
Fer inn á lang
flest
heimili landsins!