Morgunblaðið - 13.12.1987, Blaðsíða 25
24
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. DESEMBER 1987
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. DESEMBER 1987
25
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aöstoöarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
Árvakur, Reykjavík
HaraldurSveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guömundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, simi 691100. Auglýsingar:
Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033.
Áskriftargjald 600 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 55 kr. eintakiö.
Breytingar
á tekjuöflun
Framundan eru miklar
breytingar á öllu er lýtur
að tekjuöflun ríkisins. Um ára-
mótin gengur staðgreiðslukerfi
skatta í gildi. Þá er að því
stefnt að nú á síðustu dögum
ársins samþykki Alþingi ný lög
er gjörbylti innheimtu tolla og
opinberra gjalda á vörum og
þjónustu. Með þeirri byltingu
er stigið aðlögunarskref að nýju
skattkerfi á þessu sviði, virðis-
aukaskatti. Með þessum ráð-
stöfunum ef verið að laga
efnahagskerfí þjóðarinnar að
sömu meginreglum og gilda í
nágrannalöndunum, svo sem í
ríkjum Evrópubandalagsins.
Við það bandalag eigum við
mest viðskipti og á það vafa-
laust eftir að auðvelda okkur
þau, að hér á landi gildi sömu
grundvallarreglur í skatta- og
tollamálum og þar.
í umræðum um breytingam-
ar, sem nú er verið að gera á
innheimtu opinberra gjalda, em
þær helst bomar saman við
skref viðreisnarstjórnarinnar á
sjöunda áratugnum, þegar
horfíð var frá innflutningshöft-
um og ofstjóm í gjaldeyrismál-
um. Undir lok viðreisnaráratug-
arins var tekin ákvörðun um
aðild íslands að EFTA, Fríversl-
unarsamtökum Evrópu. I
samræmi við hana hefur hægt
og sígandi stefnt í þá átt, að
tollar hér yrðu sambærilegir við
það, sem annars staðar er. Þeg-
ar litið er til baka vekja deilum-
ar um aðildina að EFTA furðu.
En á sínum tíma endurspegluðu
þær vel grundvallarágreining-
inn milli Sjálfstæðisflokksins og
Alþýðuflokksins annars vegar
og Alþýðubandalagsins og
Framsóknarflokksins hins veg-
ar. Síðarnefndu flokkamir
trúðu þá á mikilvægi opinberrar
forsjár á öllum sviðum. Sýndu
þeir það í verki, þegar þeir ko-
must til valda sumarið 1971
meðal annars með því að setja
Framkvæmdastofnun ríkisins á
fót; átti það að vera hlutverk
hennar að gera áætlanir um
stórt og smátt.
Breytingar þær sem nú eru
að verða á innheimtu opinberra
gjalda em einn Iiður í þróun,
sem vinstrisinnar hafa ekki
getað snúið við, þótt þeir hafi
hvað eftir annað leitast við að
teQa fyrir henni. Af sama meiði
er byltingin, sem orðið hefur í
gjaldeyrismálum. Tilkoma
greiðslukortanna og sanngjam-
ar og rúmar reglur um kaup
borgaranna á erlendum gjald-
eyri í öllum bönkum voru stórt
stökk inn í samtímann. Breyt-
ingamar á peningamarkaðnum
valda því, að fólk er farið að
skilja gildi orðtaksins, græddur
er geymdur eyrir. Óhikað á að
gefa Islendingum færi á að afla
sér og þar með þjóðarbúinu öllu
tekna með því að ávaxta fé sitt
í erlendum verðbréfum.
Raunar er ekki lengur tekist
á um það á vettvangi stjóm-
málanna, hvort eigi að fýlgja
þeirri meginstefnu fijálsræðis,
sem Sjálfstæðisflokkurinn hef-
ur einarðlegast barist fyrir, eða
taka upp forsjárhyggju vinstri-
sinna. í þessu efni hefur sjálf-
stæðisstefnan borið sigur úr
býtum. í umræðunum á Alþingi
um breytingar á innheimtukerfi
ríkisins deila menn um fram-
kvæmdina. Stjómarandstæð-
ingar halda því fram, að
breytingamar auki álögur á
borgarana svo mörgum millj-
örðum skipti. Um það var samið
við myndun ríkisstjómarinnar
að ijárhagur ríkisins skyldi
bættur með því að hækka
skatta. Þeir sem nú tala hæst
um auknar álögur hrópuðu
hæst um það fyrir fáeinum
mánuðum, hvílík hneisa það
væri, að ríkissjóður væri rekinn
með halla. Snerist kosningabar-
áttan að verulegu leyti um
þetta. Umræðumar á þingi fara
inn um annað eyrað og út um
hitt hjá flestum. Á hinn bóginn
finna allir fyrir innheimtumönn-
um ríkisins, undan þeim verður'
ekki vikist. Til að fólk geri sér
grein fyrir því, sem í vændum
er, þegar þeir birtast í öllú sínu
veldi, er brýnt að fjármálaráð-
herra og starfsmenn hans skýri
nákvæmlega frá því með ótví-
ræðum dæmum, hverjar tekjur
ríkissjóðs verða samkvæmt
hinni nýju skipan.
Hugmyndir þær sem nú er
verið að hrinda í framkvæmd í
skatta- og tollamálum em inn-
fluttar, ef svo má að orði
komast. Þær spretta ekki úr
íslenskum jarðvegi eða byggja
á þeim hefðum, sem hér hafa
mótast hvorki hjá hinu opinbera
eða þeim sem reka fyrirtæki
eða veita almenna þjónustu. Til
þess að breytingamar heppnist
og skili þeim árangri sem að
er stefnt er mikilvægt, að þess-
um aðilum takist fljótt og vel
að laga sig að hinum nýju hátt-
um.
Leiðtogar risaveldanna
gáfu út sameiginlega yfir-
lýsingu að loknum fund-
um sínum í Washington á
fimmtudaginn. Það gerðu
þeir hins vegar ekki hér
í Reykjavík í fyrra. Was-
hington-yfirlýsingin hefur
að geyma fýrirheit um frekari viðræður
um fækkun langdrægra kjarnorkuvopna
en svarar ekki afdráttarlaust spurningunni
um það, hvemig leysa eigi úr ágreiningi
ríkjanna vegna geimvamaáætlunarinnar.
Hún er sem sé almennt orðuð og torráðin,
þar sem vikið er að sérgreindum málum.
Eftir fundinn í Washington stendur heim-
urinn ekki á öndinni yfir því, sem gerðist
á bak við luktar dyr í viðræðum leiðtog-
anna, eins og var eftir viðæðumar í Höfða.
Það er hæpið að nokkmm framleiðanda
sjónvarpsmynda detti í hug að gera kvik-
mynd á borð við þá, sem á ensku er kölluð
Breakthrough at Reykjavík, um fundinn í
Washington. Leiðtogamir fóm ekki inn á
neinar nýjar brautir. Þeir héldu á hinn
bóginn áfram á þeirri braut, sem var mdd
í Reykjavík.
Hið merkilegasta sem bar við í Wash-
ington sáum við í beinni útsendingu á
þriðjudaginn, þegar leiðtogamir Ronald
Reagan og Míkhaíl Gorbatsjov rituðu und-
ie samninginn um upprætingu skamm-
drægra og meðaldrægra eldflauga á landi.
Raunar bar fundurinn í Washington það
með sér, að um heimsókn til höfuðborgar
annars stórveldisins var að ræða en ekki
vinnufund á afskekktum stað úti í Norður-
Atlantshafinu miðju. Við þekkjum það
héðan, að stjórnmálamenn, embættis-
menn, verkalýðsfrömuðir eða yfirmenn
fyrirtækja kjósa að fara út á landsbyggð-
ina, þegar þeir ætla að taka mikilvægar
stefnumótandi ákvarðanir fyrir framtíðina.
Að ýmsu leyti virðist Reykjavík hafa verið
slíkur staður í hugum leiðtoganna, þegar
þeir komu hingað í fyrra. í höfuðborgum
heimaríkja þeirra er svo margt annað, sem
glepur hugann. Það kom vel í ljós á Was-
hington-fundinum. Að ýmsu leyti var hann
fremur formleg athöfn en tilefni til að
brjóta mál til mergjar eða fínna nýjar leiðir.
Ronald Reagan veik raunar að því í
kveðjuræðu sinni til Gorbatsjovs á fimmtu-
dagskvöldið, að í Washington hefðu þeir
einkum verið að sanna það fyrir umheimin-
um, að þeir gætu ræðst við, þrátt fyrir
ágreining um grundvallaratriði. Þetta þarf
ekki að koma neinum á óvart. Sérhver
forseti Bandaríkjanna síðan Franklin D.
Roosevelt sat í Hvíta húsinu hefur hitt
sovéska leiðtoga, annað hvort leiðtoga
kommúnistaflokksins eða leiðtoga ríkis-
stjórnarinnar. í fyrsta sinn fór bandarískur
forseti til fundar við leiðtoga Sovétríkjanna
í Teheran í lok nóvember 1943, þegar
þeir Roosevelt, Churehill og Stalín ræddu
um sameiginlegar hemaðaraðgerðir gegn
nasistum. Fundur þeirra Reagans og
Gorbatsjovs núna var 17. fundurinn síðan
1943, þar sem leiðtogar Bandaríkjanna
og Sovétrikjanna eru meðal þátttakenda.
Hins vegar hefur það aldrei gerst fyrr á
kjamorkuöld, að leiðtogar risaveldanna
hafa ritað undir samning um upprætingu
kjamorkuvopna — fyrir það verður fundar-
ins í Washington einkum minnst.
Engin óskhyggja
í fyrrgreindri kveðjuræðu vitnaði Reag-
an raunar í Franklin D. Roosevelt, sem
sagði eitt sinn: „Söguna er ekki unnt að
endurrita með óskhyggju." Og Reagan
bætti við, að samtöl hans við Gorbatsjov
hefðu verið í þessum anda og þess vegna
einkennst af hreinskilni; til þess fallin að
stuðla að efnismiklum samskiptum á milli
ríkisstjóma landanna um þau erfiðu við-
fangsefni, sem við þeim blasa. Nefndi
forsetinn síðan mannréttindi og svæðis-
bundin átök, en með þeim orðum er til að
mynda vísað til styijaldarinnar, sem Sovét-
menn heyja í Afganistan (að vísu stundum
nefnd borgarastyijöld af fréttastofu hljóð-
varps ríkisins). Um þau mál hefðu þeir
rætt umbúðalaust. Gorbatsjov lítur að vísu
á stríðið í Afganistan þeim augum að það
séu Bandaríkjamenn sem ráði því hve lengi
sovéski herinn er í landinu! Hann bætti
við, að Kremlveijum væri ekkert sérstakt
kappsmál að leppar þeirra héldu um stjóm-
völinn í Kabúl.
í óformlegum samtölum við blaðamenn
í Washington bar svo við, að Gorbatsjov
komst í geðshræringu, þegar gengið var
á hann vegna stjórnarhátta í Sovétríkjun-
um og skorts á mannréttindum þar. Er
sagt, að hann hafi lamið í borðið og sagt,
að hann þyrfti ekki að sitja undir slíku
tali. Virðist þetta stangast verulega á við
það, sem gerðist þegar Steingrímur Her-
mannsson ræddi við Gorbatsjov í Moskvu
í mars sl., en eftir þann fund sagði
Steingrímur, að Gorbatasjov hefði gefið
til kynna, að menn skyldu bara bíða og
sjá, frelsið yrði brátt jafnvel meira í Sov-
étríkjunum en Bandaríkjunum. Það bólar
ekkert á því og skapofsi Gorbatsjovs, þeg-
ar blaðamenn minntust á þessi mál við
hann, bendir síður en svo til þess að breyt-
inga sé að vænta á þessu mikilvæga sviði.
í ræðu þeirri sem Gorbatsjov flutti, þeg-
ar hann kvaddi Reagan, veik hann að
því, sem sýnist meginmarkmið hans, að
bæta ímynd Sovétríkjanna. Hann fagnaði
því að hafa fengið tækifæri til að ræða
við bandaríska þingmenn, viðskiptajöfra,
menntamenn og blaðamenn. Slík sam-
skipti veittu mönnum tækifæri til að
kynnast hver öðrum og sjónarmiðum hvers
annars. Og hann sagði einnig: „Ég tel, að
sá árangur, sem við náðum á fundunum
og í viðræðunum muni, þegar fram líða
stundir, stuðla mjög að því að bæta and-
rúmsloftið um heim allan, og í Banda-
ríkjunum sérstaklega, að því leyti að
myndin, sem dregin er af landi mínu, Sov-
étríkjunum, er réttari en áður og einkenn-
ist jafnframt af meira umburðarlyndi."
Hvorugur leiðtoganna dregur í efa, að
samskipti landa þeirra haldi áfram að
dafna á næstunni. Washington-fundurinn
var síður en svo hindrun á þeirri leið.
Ef asemdar addirnar
Ríkisstjómir austan hafs og vestan deila
ekki um afstöðuna til samningsins um
upprætingu eldflauganna í Evrópu, enda
var George Shultz, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, vel fagnað, þegar hann
kom til höfuðstöðva Atlantshafsbanda-
lagsins í Brussel á föstudaginn til að skýra
starfsbræðrum sínum í bandalaginu frá
fundinum í Washington.
Hvað sem afstöðu ríkisstjórnanna líður
eru margir, sem hafa töluverð áhrif á
mótun utanríkis- og vamarmálastefnu á
Vesturlöndum, fullir efasemda um gildi
hins nýja samnings um upprætingu meðal-
drægra og skammdrægra eldflauga á
landi. Þessar raddir hafa lítið heyrst opin-
berlega hér á landi, helst í þeirri mynd,
að rætt er um það, hvort hugsanlegt sé,
að kjamorkuvopnum fjölgi í höfunum í
nágrenni Islands eftir að samningurinn
kemst til framkvæmda. í ritgerð Alberts
Jónssonar, framkvæmdastjóra Öryggis-
málanefndar, sem út kom á dögunum í
tilefni Washington-fundarins segir meðal
annars um þetta atriði: „Minnstur áhugi
er fyrir því, enn sem komið er að minnsta
kosti, að bæta [Atlantshafsjbandalaginu
missi meðaldrægu flauganna með stýri-
flaugum í skipum og kafbátum. Banda-
rískir sjóliðsforingjar hafa þegar lýst jrfir
andstöðu við slíkar fyrirætlanir."
Meðal þeirra Bandaríkjamanna, sem
hafa gagnrýnt hinn nýja samning eru þeir
Richard Nixon, fyrrum forseti, og Henry
Kissinger, fyrrum utanríkisráðherra, sem
hittu Leonid Brezhnev tvisvar sinnum,
1972 og 1973, Bernard Rogers, hers-
höfðingi sem nýlega lét af störfum
yfirmanns Evrópuherstjórnar NATO, og
Les Aspin, formaður hermálanefndar full-
trúadeildar Bandaríkjaþings. Þessir menn
segja, að útþurrkun kjarnorkuvopna í Evr-
ópu, sem ekki tengist ráðstöfunum til að
bæta stöðuna í venjulegum vopnabúnaði í
álfunni, þar sem Sovétmenn hafa yfir-
burði, kunni að leiða til þess, að einhveijum
þyki „óhætt“ að hefja þar átök með venju-
legum vopnum, sem jöfnuðust helst á við
síðari heimsstyqoldina. Útþurrkun kjarn-
orkuvopna yrði andstæð hagsmunum
NATO og leiddi til þess, að tekin yrðu á
brott þau vopn sem bandalagið hefur í tæp
40 ár talið áhrifamestu og kostnaðar-
minnstu leiðina til að halda Sovétríkjunum
í skefjum.
I Evrópu eru ýmsir þeirrar skoðunar,
að hinn nýi samningur sé fyrsta skrefið í
þá átt, að Bandaríkjamenn hætti með öllu
þátttöku í vömum Evrópu. Sú ákvörðun
að svipta venjulegan herafla Banda-
ríkjanna þeirri vörn, sem fælingarmáttur
kjarnorkuvopna NATO veitir þeim nú,
muni fyrr en seinna ýta undir þá skoðun
að skynsamlegast sé að kalla venjulega
heraflann heim líka.
í umræðum um þessi atriði ítreka tals-
menn Bandaríkjastjórnar það hvað eftir
annað að ekki standi fyrir dyrum að hrófla
við hinum venjulega herafla Bandaríkja-
manna í Evrópu; hann telji nokkur hundruð
þúsund manns og það sé bábilja að láta
sem svo, að fælingarmáttur bandarískra
kjarnorkuvopna gagnist ekki þessu fólki
og þar með Vestur-Evrópubúum einnig.
Þá er bent á, að hinn nýgerði samningur
nái aðeins til 3-4% kjarnorkuvopna. Og
loks er þeirri röksemd haldið á loft, að
Sovétmenn eyðileggi fleiri kjarnaodda en
Bandaríkjamenn og það sé að minnsta
kosti gott fordæmi. Um síðustu röksemd-
ina hefur Kissinger sagt, að Sovétmenn
leggi ekki í vana sinn að gera samninga,
þar sem hallað sé á þá. Þeir líti á þennan
samning, sem skref í átt að áratuga gömlu
markmiði: að reka fleyg á milli Banda-
ríkjanna og evrópskra bandamanna þeirra.
Ástæðulaust er að gera því skóna að
óreyndu, að öldungadeild Bandaríkjaþings
samþykki ekki samninginn um meðal-
drægu flaugarnar. Allir vilja nýta hið
breytta og bætta andrúmsloft í samskipt-
um risaveldanna, þótt deilt sé um með
hvaða hætti það skuli gert. Ef til vill vakir
í raun annað fyrir Sovétmönnum en að
afvopnast, þeir líta kannski fyrst og fremst
á hinn nýja samning, sem kjörið vopn til
að bæta áróðursstöðu sína enn frekar
gagnvart lýðræðisríkjunum og til að hafa
áhrif á skoðanir almennings þar, sem þeim
mistókst, þegar þeir börðust gegn uppsetn-
ingu bandarísku meðaldrægu flauganna.
Sé svo á áróðursstríðið enn eftir að harðna
í nafni glasnosts, perestrojku og Gorba-
tsjovs og kann fyrr en síðar að koma að
því, að vestrænum stjórnvöldum þyki nauð-
synlegt að taka annan pól í hæðina, þegar
þau móta stefnuna gagnvart Sovétríkjun-
um.
Opið bréf vegna
unglinga
Á fimmtudaginn birtist hér í blaðinu
opið bréf frá Hjördísi Hjartardóttur, for-
stöðumanni Unglingasamb. Reykjavíkur,
Samúel Lefever, forstöðumanni Unglinga-
athvarfs Reykjavíkur, og Þórkötlu Aðal-
steinsdóttur, starfsmanni Unglingaráð-
gjafar, til þáttagerðarfólks á tónlistarrás-
um og -stöðvum. í bréfinu er varað við
forkastanlegum vinnubrögðum þeirra, sem
talað er til í bréfinu. Segja bréfritarar, að
eitt af því, sem virðist fylgja „hressileika
og kátínu" þeirra, sem hafa nýtt sér frels-
ið í ljósvakafjölmiðlun, sé „meira og minna
stöðug hvatning til áfengisnotkunar og
tilheyrandi samkvæmislífs, frá því á föstu-
dagsmorgni fram á sunnudag". Eru nefnd
dæmi þessari fullyrðingu til stuðnings.
Þessi dæmi benda eindregið til þess, að
þeir, sem hafa orðið í síbyljunni á þessum
miðlum, séu að ýta undir drykkjuskap.
Eftir að rætt hefur verið um áfengiskaup
og fyrirhugaðan drykkjuskap stendur í
hinu opna bréfi:
„Síðan er tíminn mældur í því hvenær
ríkið lokar. Þegar líður á kvöldið er hann
aftur á móti mældur í glösum af hinum
hressu umsjónarmönnum. „Klukkan er
korter gengin í íjórða glas.“ Þá höfum við
dæmi þess að venjulegt bekkjarpartí hjá
grunnskólanemum var auglýst á einni út-
varpsstöðinni án leyfís gestgjafa með þeim
afleiðingum að húsið fylltist af óboðnum,
drukknum gestum sem 14-16 ára ungling-
ar réðu auðvitað ekkert við. Ofan á allt
þetta er svo aðhlátursefni hjá þeim síkátu
að fólk sé vakandi á morgnana um helgar
REYKJAVÍKURBRÉF
Laugardagur 12. desember
Reuter
og það þá yfirheyrt um það hvers vegna
í ósköpunum það liggi ekki inni í bæli í
þynnku."
Það hefði gert þessa gagnrýni markviss-
ari, ef bréfritarar hefðu látið þess getið,
hvaða stöðvar og hvaða þáttagerðarfólk
halda uppi þessum áróðri um áfengis-
neyslu. Álhæfíngar í gagnrýni á fjölmiðla
eru ósanngjamar. Samkvæmt íslenskum
lögum er bannað að auglýsa áfengi og
tóbak. Til skamms tíma hefur Áfengis-
vamaráð gengið fram í því að sjá til þess
að íjölmiðlar virtu reglur um bann við að
ýta undir eða hvetja til áfengisneyslu.
Bréf það sem hér hefur verið vitnað til
bendir til þess að full þörf sé á því að sjá
til þess í eitt skipti fyrir öll, að svonefnt
þáttagerðarfólk á tónlistarrásum og aðrir
starfsmenn þeirra átti sig á því, að íslensk
lög ná til þeirra eins og annarra. Að
hvetja fólk til ölvunar í ljósvakamiðlum
ætti að leiða til réttindasviptingar ekki
síður en ölvun við akstur.
Orðalykill
Bókaútgáfa Menningarsjóðs hefur gefið
út bókina Orðalykill Áma Böðvarsson
cand. mag. Hann segir meðal annars í
formála:
„Orðabækur em margvíslegar. Það er
ekki fyrr en á seinni áratugum að orða-
skrár í ýmsum fræðigreinum fara að koma
út á íslensku, sérstök nýyrðasöfn og orða-
söfn (með skilgreiningum) í fræðibókum
og kennslubókum. Engin „alþjóðleg“-ís-
lensk orðabók hefur þó enn verið samin
og ekki heldur nein er megi kallast sam-
svara tökuorðabókum í öðmm málum.
Tökuorð hljóta aðra rneðferð í íslensku en
fremmedord í dönsku. í íslenskri tökuorða-
bók myndi orðaforðinn annaðhvort hafa
fengið íslenskan svip og vera aðlagaður
málinu eða flokkast undir slangur.
Hér er sýnt á einni bók alþjóðlegt orða-
safn úr ýmsum greinum með íslenskum
þýðingum.“
Þessi bók Áma Böðvarssonar skiptist í
þijá hluta. í hinum fyrsta er latnesk-ís-
lenskur nafnalykill úr náttúmfræði, þar
em yfir 7.000 latnesk uppflettiorð. í öðmm
hluta bókarinnar birtast ýmis fræðiorð, og
nær hann yfir um 2.100 heiti fræðigreina
og fræðiorð, einkum úr málfræði, bók-
menntafræði og skyldum greinum. í þriðja
hlutanum em sýnd um 1.850 landafræði-
heiti, sémöfn ýmissa erlendra landfræði-
legra fyrirbæra, landa, héraða, staða,
vatnsfalla og svo framvegis. Um þennan
hluta bókarinnar segir höfundur: „Þessi
nöfn em að sjálfsögðu mjög misgömul í
umræðu íslendinga. Sum hafa fylgt þjóð-
inni frá upphafi íslandsbyggðar (Fjón,
Svíþjóð, Þrændalög), önnur höfum við
lært á seinustu missimm (Mið-Afríkulýð-
veldið); sum em notuð að staðaldri, önnur
löngu horfin úr notkun eða hafa aldrei
verið almenn. Við val í skrána var sífellt
reynt að taka tillit til þess hvort nöfnin
væra líkleg til að bera fyrir augu eða eym
íslendinga. Ekki mun vanta nöfn margra
ríkja sem kallast sjálfstæð, né heiti margra
höfuðborga eins og þau em nú samkvæmt
fáanlegum heimildum."
Höfundur segir, að Orðalykill ætti að
vera gagnleg skólanemendum, þýðendum,
blaðamönnum og öðmm sem þurfa að fá
vísbendingu um íslenska þýðingu á svo-
nefndum „alþjóðlegum“ orðum. Undir
þessi orð Áma Böðvarssonar skal tekið.
Bók hans er þarfaþing fyrir þá, sem vinna
við íslenskt mál, til dæmis blaðamennsku.
Hér á þessum stað skal ekki höfð í frammi
gagnrýni á bókina enda þurfa menn að
hafa haft verk af þessu tagi við höndina
um nokkum tíma til að kynnast því, kost-
um þess og göllum. Þótt einkennilegt sé
hefur sá, sem þetta ritar, helst staldrað
við það, þegar Orðalykli er flett, að bókin
sé of vönduð í útliti og þar af leiðandi of
dýrt „vinnutæki" fyrir skólafólk, blaða-
menn og þýðendur. Úr þessu er í sjálfu
sér auðvelt að bæta með ódýrari útgáfu.
Raunarbar fund-
urinn í Washing-
ton það með sér,
að um heimsókn
til höfuðborgar
annars stórveldis-
ins var að ræða
en ekki vinnufund
á afskekktum
stað áti í Norður-
Atlantshafinu
miðju. Við þekkj-
um það héðan, að
stj órnmálamenn,
embættismenn
verkalýðsfrömuð-
ir eða yfirmenn
fyrirtækja kjósa
að fara út á lands-
hyggðina, þegar
þeir ætla að taka
mikilvægar
stefnumótandi
ákvarðanir fyrir
framtiðina. Að
ýmsu leyti virðist
Reykjavík hafa
verið slíkur stað-
ur í hugum leið-
toganna, þegar
þeir komu hingað
í fyrra.