Morgunblaðið - 13.12.1987, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. DESEMBER 1987
31
W 1 mAtatittmM
.BB ■ *Shrr*rSr jl m j| ptfatidMfia Is'JL ’*jJfc3FS |»5 JE
/■ jp Bry'****’ .. »» K kjjfasgy-w *
Húsavfk — Söguvettvangur 1934.
Að breyta fjalli
Ný bók Stefáns Jóns-
sonar um fólkið sem
hann kynntistfyrst
og þykirenn vænst
um, eins og hann
man það úr bernsku
Hér er gripið niður i upphaf
frásagnarinnar af því, þegar
höfundur var sendur til frænd-
fólks síns norður á Húsavík
ellefu ára gamall, hvort honum
var það ljúft eða leitt, til þess
að stunda þar nám vetrarlangt
hjá öðlingnum honum Benedikt
Björnssyni, skóiastjóra barna-
skólans:
Ekki veit ég hvað stóð í leið-
beiningarbréfinu þykka, sem ég
færði Maríu Vilhjálmsdóttur
frænku minni í Hliðskjálf. En ég
man vel hvað henni varð á munni,
þ’egar hún lagði það frá sér á eld-
húsborðið að lestrinum loknum.
Hún dæsti og sagði: „Þá veit maður
það.“ Mér fannst þetta tvíræð at-
hugasemd, en þorði ekki að segja,
sem mér kom i hug, nð þá slyppum
við nú vel bæði tvö, ef hún vissi
ekki annað en það sem mamma
gæti skrifað henni.
María frænka mín var fremur
hávaxin kona, ekki smáfríð að and-
litsfari og átti vanda fyrir höfuð-
veikiköstum, sem kallast mfgrene á
nútfmamáli. Hún var fallega eygð
og svo fyndin og glaðvær þegar
heilsa leyfði, sem var nú oftast
nær, guði sé lof, að þá vildi maður
hvergi fremur vera en í heyranda
hljóði við hana. Sérgrein hennar var
að gera alvarlega hluti hlægilega
og ná úr fólki ólund. Hún var bú-
stýra hjá Vilhjálmi Guðmundssyni
föiður sínum og afabróður mínum
ásamt Ólöfu ísaksdóttur móður-
systur sinni og ömmusystur minni,
sem var auk þess móðir Óla hálf-
bróður Maríu. Þannig var nú það.
Þá hafði Vilhjálmur frændi verið
fótarvana í átta ár. Hann hafði
fengið óskaplegan verk í stóru tána
á hægra fæti og rættist ekki betur
úr en svo, að Bjöm Jósepsson lækn-
ir aflimaði hann ofan við hné og
græddi hnéskelina neðan á lærbein-
ið. Seinna læddist að mér sá
fáránlegi beygur, að það væri ískap-
að sumum okkar Brettingum
einhvers konar sjálfstætt og með-
vitað, dómhart og refsiglatt apparat
og ef því mislíkaði við okkur, þá
hlypi það í hægri fótinn og eyði-
legði hann.
Frændi komst ekki upp á lag
með að nota skoska gervifótinn
sinn, sem mun þó hafa verið full-
komið verkfæri á síns tíma mæli-
kvarða, en meiddi hann strax í
upphafí eins og gervifætur gera í
byijun enn þann dag í dag. Hann
fékk ekki tilsögn í kúnstinni að
ganga á tréfæti og ekki nóga hvatn-
ingu fyrr en mörgum árum seinna,
þegar ég gat veitt honum sérfræði-
kennslu, sem var að vísu fuilseint.
En þama sat hann við vestur-
gluggann sinn, tíðum án þess að
hafa fótinn á sér, þegar hann átti
ekki gesta von, oröinn full þungur
á líkamann, sagði ekki ýkja margt
og gerði ýmist að hnýta línuöngla
á tauma, líta í bók eða horfa vestur
yfir flóann til Kinnarfjallanna (blá-
um fjarska. Þá kvað hann oft fyrir
munni sér og trommaði undir með
fmgurgómunum á gluggakistuna.
Aldrei hef ég séð höfðinglegri eða
garpslegri mann en Vílhjálm
frænda minn, með hárið mikið og
mjallahvítt yfir háu afturhöllu enni,
brúnimar miklar og svo loðnar, að
stundum fannst mér hann horfa á
mig í gegnum þær úr launsátri,
nefið frekar langt og með grísku
sniði, hvítt gróskumikið og snyrt
yfirskegg á langri vör, sem huldi
ekki munninn heldur vanið til hlið-
anna og slútti endunum ofan á
breiða höku. Hálsinn hæfílega gild-
ur upp af afrendum herðum, stoltur
að bera þettta dýrðlega höfuð.
Það var bráðsnemma í kunnings-
skap okkar, að hann byijaði að
segja mér veiðisögur af Guðmundi
föður sínum og langafa mínum á
Brettningsstöðum. Þær urðu hver
annarri mikilfenglegri. Loks fann
ég ekki betur en hann væri reyndar
að gera einhvers konar fræðilega
úttekt á því, hvað ég gæti trúað
lygilegum sögum um skotfími hans
langafa mfns. Viðureigninni lauk
með þeim hætti, að hann sagði mér
frá því, þegar langafí hringreið 130
hreindýra hjörð uppi á Flateyjar-
dalsheiði á Stóra-Jarpi og skaut þau
af hestbaki og öll ( gagnaugað!
Eftir stutta áhersluþögn bætti hann
við til skýringar á þessu með gagn-
augaskotin, að hann hefði nefnilega
verið rándýr akotpeningurinn hjá
þeim dönsku. Þegar hér var komið
fékk ég ekki orða bundist, en sagði
honum frá því, þegar Bergsveinn í
Urðarteigi skaut skökulinn undan
háhymingnum, sem kom stökkv-
andi utan úr Reyðarskersbót, og
ætlaði að nauðga kúnum hans Stef-
áns faktors, sem voru að synda (
land úr Grunnasundsey. Hann
hlýddi kurteislega á söguna, án
þess að gefa neitt út á skotfími
Bergsveins um sinn, en sagði mér
í staðinn umsvifalaust frá því, þeg-
ar langafí drap bjamdýrið með
snjórekunni við beitarhúsin niðri á
Nausteyri. Síðan þagnaði hann og
hugsaði sig um og sagði loks: „Ves-
alings skepnan að verða fyrir
þessu!" Og svo enn eftir andartak:
Stefán Jónsson
„Hvað hann pabbi hefði gert við
helvítis háhyminginn heillin? —
Hann hefði leyft honum að fara upp
á beljumar, því það hefði verið
gaman að ejá, og uvo hefði hann
bara skotið hann sjálfan og hann
hefði veriö étinn heima á dalnum."
Þá varð mér það ljóst, að oins og
ég myndi aldrei jafnast á við Guð-
mund langafa minn á Brettnings-
stöðum í skotfimi né öðmm
vaskleik, þá myndi ég enn sfður
hafa roð við Vilhjálmi syni hans (
frásagnardjörfung. Hann var þess
háttar.
Jú, þá er þess að geta: Hér not-
aði fólkið ekki ávarpið gæska eða
gæskur heldur heillin. Það fannst
mér betra. Ólöf ömmusystir og Vil-
hjálmur sögðu alltaf við mig heillin.
María frænka líka, ef henni fannst
! meðallagi til mfn koma.
Vísumar, sem hann Vilhjálmur
frændi raulaði, eftir langdrægu
augnaráðinu austur um bláan
Skjálfanda, voru margs konar og
mismunandi samkvæmishæfar.
Sumar beinakerlingavísur og flest-
ar um Klemens nokkum sýslumann,
sem ég veit ekki deili á umfram
það, sem kveðskapur beinakerling- •>-
anna bendir eindregið til, að hann
hafi verið framúrskarandi þurftar-
frekur til kvenna. Frændi vissi alltaf
af návist minni, og stundum, þegar
hann raulaði mergjaða vísu, gjóaði
hann til mín augunum, og það var
talsverð glettni í því homauga.
Aðeins einu sinni þennan vetur
heyrði ég hann kveða sömu vísuna
öðru sinni og leyfði mér að gera
athugasemd við það. Þá bað hann
mig innvirðulega afsökunar, log-
andi af kæti, sem glampaði aðeins -
undan brúnunum og sagði, að það „
skyldi ekki koma fyrir oftar, því
nógar ætti hann að kunna vísumar
um Klemens. Það hefur borið við
að Thór frændi hafi minnt mig
sterklega á afa sinn við svipaðar
aðstæður og hlýjað mér þá talsvert
um hjartarætumar.
Þau fengu mér dálítið skínandi
fallegt kvistherbergi á efri hæðinni
með glugga í austur. Undir glugga-
num var skúrþakið yfír forstofuinn-
ganginum með traustri þakrennu,
sem gat bersýnilega orðið lipur
samgönguæð framhjá hefðbundn-
um háttatímum, er að þvf kæmi,
sem óhjákvæmilegt var. Það skynj-
aði ég í sjónhendingu, þrátt fyrir
einlægan ásetning um ólastanlega ■*'-
hegðun. Enn þann dag í dag veít
ég ekki, hvort María frænka sá (
gegnum mig meðan ég horfði á
þakrennuna, en hún sagði sem svo,
að sennilega hefði verið þægilegra
fyrir mig að vera á neðri hæðinni,
en henni skildist að ég væri vanur
að bjarga mér.
Hún lærði mig utanað á fáeinum
dögum eins og meðhjálpari Faðir-
vorið. Kannski hefur henni þrátt
fyrir allt verið einhver stoð í bréfinu
frá mömmu. Fyrsta sunnudags-
kvöldið mitt heima í Hliðslqálf setti
að mér talsverða sjálfsvorkunn,
þegar mér varð hugsað austur. Hún
sá það og spurði, sem hún vissi,
hvort ég væri með heimþrá. Þegar
ég játti þvf bað hún mig endilega
að fara ofan (kolakjallara og skæla
þar og koma svo upp, þegar ég
væri búinn, og spila við marías.
Þetta kunni hún og undramargt
fleira, sem var til þess fallið að
gera mér gott. Hún angraði mig
aldrei með neins konar boðum eða
bönnum eftir að hún komst að þvf
að ég kunni að synda og fyrir kom
að það setti að henni hlátur, þegar
hver meðalkona hefði beðið guð
fyrir sér mfn vegna. Hún tók upp .
á því að kalla mig nafna sinn, þeg-
ar hún vildi nálgast mig sérstaklega
( einhveiju máli. Okkur fannst það
báðum fyndið. Þegar hún ávarpaði
mig þannig voru því engin takmörk
sett, hvað ég vildi gera fyrir hana.
Þegar á leið sagði hún sjaldnar
heillín en oftar nafni minn. Skyldi
sú stund nú renna upp handan þok-
unnar gráu, þá má hún ómögulega
segja heillin.
Frændi heyrði hana einu sinni
stæra sig af þvf við Rúnu frrenku,
að hún gæti látið mig segja satt
þegar hún vildi, en það væri ekki
á margra færi.
Tökum að okkur "^fOölnir]
\r$
að smíða glugga,
sólstofur, útihurðir og bílskúrs-
hurðir á höfuðborgarsvæðinu.
Gerum föst tilboð eftir teikningum.
Trésmiðjan Fjölnlr hf.,
Sóleyjargötu 6b, 300 Akranesi,
sími 93-11230, Bjöm 93-12560 og Lúðvík 93-12762.
AUGLÝSINGASTOFA
MYNDAMÓTA HF
Hef opnað
AÐ HAMRABORG 1 iTkÓPAVOGI, 2. HÆÐ.
Tímapantanir alla virka daga kl. 9.00-12.00 fyrir hádegi
í síma 641205 og 641167.
Haukur Jónasson læknir.
Sérfræöingur í lyflækningum og meltingarsjúkdómum.
ATH.: MUNEINNIG HALDA ÁFRAMAÐ STARFA Á
STOFUMINNIÁ LAUGAVEG!43.