Morgunblaðið - 13.12.1987, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 13.12.1987, Qupperneq 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. DESEMBER 1987 Guðrún Guðna- dóttir - Minning Fædd 30. maí 1917 Dáin 4. desember 1987 Við erum glöð þegar lítil böm fæðast, við hlökkum til að sjá þau brosa og hjala og hlökkum til að kynnast þessum nýju einstakling- um. En við erum hrygg þegar einhver deyr, sem okkur er kær, við heyrum ekki lengur röddina, sjáum ekki framar brosið og sam- verustundir verða ekki fleiri. Og nú erum við döpur, af því h'ún Rúna er dáin. En við verðum að sætta okkur við þá staðreynd og reyna að ylja okkur við minninguna um hana í bjarmanum frá aðventuljós- unum. Hún hét Guðrún Guðnadóttir og var fædd 30. maí 1917 í Eyjum í Kjós. Faðir hennar var Guðni Guðnason, bóndi, sonur Guðrúnar Ingjaldsdóttur frá Eyjahól og Guðna Guðnasonar, eldri, bónda í Eyjum. Móðir hennar var Guðrún Hansdóttir, dóttir Guðrúnar Ög- mundsdóttur og Hans Stefánssonar Stephensen á Hurðarbaki í Kjós. Guðrún var næstjmgst af sex systk- inum. Elstur var Hans, bóndi í Eyjum og á Hjalla, látinn 1983, síðan voru tvíburasystumar Lilja, sem lést 1961, og Rósa, sem býr í Reykjavík, þá Guðni, lögfræðingur í Reykjavík, sfðan var Guðrún, en yngstur er Ingólfur, bóndi í Eyjum. Guðrún var alltaf kölluð Rúna og hún var föðursystir mín. Hún gekk í farskóla sveitarinnar sem var m.a. í Eyjum og síðan var hún einn vetur í húsmæðraskólanum á Staðarfelli, þegar hún var um tvítugt. Sem bam og unglingur vann hún öll algeng sveitastörf, en síðan fór hún til starfa í Reykjavík og þar vann hún lengst af á bamaheimil- um, þar til hún gifti sig. Ég held að borgarlífið hafí átt betur við hana. Henni fannst ekki gaman að raka hey og mjólka kýr, þótt hún hefði afar sterkar taugar til bemskuheimilis síns. Hún var svo mannblendin og vildi frekar hafa iðandi mannlíf í kringum sig heldur en sveitakyrrð. í Reylqavík kynntist hún eftirlif- andi eiginmanni sínum, Andrési Ingibergssyni. Hann er rakari að mennt, sonur Ingibergs Ólafssonar, sem var húsvörður í Alþýðuhúsinu í Reykjavík, og seinni konu hans, Sigríðar Jónsdóttur. Andrés og Rúna byijuðu búskap sinn á Hverfísgötu 99 í einu her- bergi í sambýli við foreldra Andrés- ar. Fljótlega fengu þau íbúð í kjallara j>ess húss. Síðar keyptu þau íbúð í Alftamýri 26 og þar hefur heimili þeirra staðið æ síðan. Þau eignuðust þrjá syni. Elstur er Sig- urður Ingi, véltæknifræðingur, kennari við Vélskóla íslands. Hann er kvæntur Soffíu Sigurðardóttur og eiga þau þijú böm. Næstur er Gunnar Guðni, rafvirki, kvæntur Guðbjörgu Aðalheiði Stefánsdóttur og eiga þau tvær dætur. Yngstur er Einar, fangavörður, kvæntur Hólmfríði Gröndal og á hún eina dóttur. Rúna og Andrés voru tíðir gestir á bemskuheimili mínu. Fyrsta minning mín um Rúnu er tengd gamlárskvöldi. Ég átti að fá að vaka fram yfír miðnætti í fyrsta sinni og heyra klukkumar í útvarp- inu hringja gamla árið út og nýja árið inn. Þær sátu uppi í kvisther- bergi í Eyjum, Rúna og mamma mín, og spjölluðu saman. Ég fylgd- ist með dauðsyfjuð og skildi ekkert í því hvað þær voru rólegar að tala saman og stóra stundin var alveg að renna upp. Svo hringdu klukk- umar, ég sofnaði og þær héldu áfram að spjalla. Þau komu svo oft um áramótin, Rúna og Andrés með drengina, og hlóðu með okkur bál- kesti, sem loguðu á gamlárskvöld og skutu með okkur flugeldum svo að himinninn leiftraði og Vaskur gamli skreið dauðhræddur undir rúmið hjá afa. Á sumrin komu þau Marta Þorleifs- dóttir - Minning Fædd 22. janúar 1901 Dáin 30. nóvember 1987 Öll munum við einhvem tímann deyja og þegar gömul kona sem er méð erfíðan sjúkdóm deyr þá er rétt að gleðjast yfír að hún hafí fengið _að fara og þurfí ekki að þjást meir. Ég veit ekki hve oft ég mun þurfa að endurtaka þennan einfalda sannleik til að fínna til gleði því enn er sársaukinn svo miklu sterkari en skynsemin. Þegar maður hefur allt sitt líf átt einhvem að, sem allt- af var hægt að leita til þegar eitthvað bjátaði á, þá er erfitt að horfast í augu við að þessi einhver er ekki lengur til staðar. Það má segja að þessi orð mín séu eins og öll okkar samskipti voru — hún gaf og ég þáði. Eina eigingimin sem hún sýndi mér var að deyja frá mér. Og ekki bara mér, við eram stór hópur sem misstum hana ömmu okkar og langömmu. Við, þau elstu, eram komin á þann aldur að ekki er langt þangað til við verð- um sjálf ömmur og afar og sá yngsti ekki nema nokkurra vikna. Þau yngstu missa af miklu að fá ekki tækifæri til að kynnast þess- ari stórkostlegu konu. Svo lengi sem ég man hef ég gert mér ljóst hve heppin ég var að hafa átt hana Mörtu fyrir ömmu. Þegar ég var 6 mánaða gömul fóra foreldrar mínir í þriggja mánaða ferðalag til útlanda og mér var komið fyrir hjá ömmu og afa. Þeg- ar foreldrar mínir ætluðu að taka mig með sér heim aftur gekk það ekki átakalaust fyrir sig því ég fékk háan hita í hvert skipti sem taka átti mig út af heimilinu. Bragð er að þá bamið fínnur, þama leið mér vel og þama vildi ég vera. Amma og afí þreyttust aldrei á að segja mér söguna af því þegar ég fékk háan hita af tómri frekju. Foreldr- um mínum tókst að lokum að fá mig heim, en tengsl mín við þetta heimili hafa aldrei rofnað. Þegar ég keyri í dag framhjá húsinu, sem ég átti heima í sem bam, og niður á Baldursgötu undr- ast ég hve leiðin er löng, varla minna en 20 mínútna gangur. Þessa leið gekk ég oft 5 til 6 ára gömul og man ekki til að mér hafí þótt hún löng. Það sem beið mín á leiðar- enda var erfíðisins virði. Húsið vár ekki stórt og fólkið margt og oft var glatt á hjalla en skýrast er minningin um ástúðina og hlýjuna. Þetta andrúmsloft hefur alltaf verið ríkjandi á heimilinu og sjálf hafði ég tekið því sem sjálfsögðum hlut, þar til fyrir nokkram áram að ég var stödd þar einu sinni sem oftar. Það var margft um manninn og þar á meðal hópur af börnum en enginn hávaði eða læti og einhver spurði hvort við hefðum tekið eftir því hvað bömum liði alltaf vel í þessu húsi. Ég taldi mig vita hvað bömun- um liði, það er gott að fínna að maður er velkominn. Þegar rifjuð era upp samskipti, sem varað hafa hátt í fjóra ára- tugi, eru minningarnar margar. Ég minnist þess að einn daginn þegar ég var nýbyrjuð í skóla kom hún að sækja mig í skólann. Ég sá hana út um gluggann og sagði kennaran- oft um helgar. Andrés tók með sér skæri, en Rúna tók með sér spil. Hann klippti stundum allan skarann. á Hjalla og báðum bæjunum í Eyj- um. Þetta gerði hann í frítíma sínum með bros á vör. Og Rúna spáði í spil. Sumir þóttust ekki trúa þessum spádómum, en allir laumuð- ust þó til að biðja Rúnu að spá fyrir sér og margt sá hún í spilunum, sem ekki verður skýrt með öðra en spádómsgáfu hennar. Svo var drakkið kaffí og rædd þjóðmál og heimsmál og það var glatt á Hjalla. Þegar drengirnir hennar Rúnu fóra að stálpast fór hún aftur út á vinnumarkaðinn. Þá fór hún að vinna við skúringar víðs vegar í bænum. Þetta var erfíð vinna og fór mjög illa með heilsu hennar. En hún vildi bjarga sér sjálf hún Rúna og þau keyptu sér íbúð og bíl og vora alltaf veitandi fremur en þiggjandi. Eftir að þau eignuð- ust bílinn var það sjálfsagt mál að keyra hvem sem var hvert sem var eins og það kostaði hvorki tíma né peninga. Og heimili þeirra stóð öll- um opið og það var rúm fyrir alla bæði á Hverfísgötu 99 og í Álfta- mýri 26. Stundum vildi Bakkus vingast við Andrés og sá síðamefndi varð stundum undir í baráttunni eins og þúsundir annarra. Þá stóð Rúna eins og klettur við hlið hans og studdi hann á alla lund. Sama gerðu synir þeirra þegar þeir fóra að stálp- ast. Rúna hafði andstyggð á víni og fór ekki dult með það. Rúna taldi það undirrót margs ills. Rúna laðaði að sér fólk á öllum aldri. Hún var trúnaðarvinur flestra systkinabama sinna. Það var hægt að ræða við hana um mál, sem enginn annar mátti vita, eins og hún væri bæði sálfræðingur og fé- lagsráðgjafí. Skilningur hennar á mannlegu eðli var ótrúlegur. Hún las fólk niður í kjölinn eftir örstutta viðkynningu og hennar aðaláhuga- mál var fólks og mannleg samskipti. Hún var mjög ættfróð og rakti ættir fólk út og suður og þegar hún hafði gert það var hún ekkert undr- andi þótt þessi væri svona og hinn öðravísi. „Það er kynið,“ sagði hún og brosti. Rúna var mjög vinstri sinnuð. Hún vildi láta skipta kökunni jafnt á milli allra. Hún vildi að allir hefðu til hnífs og skeiðar. Hana langaði ekki til að safna sér veraldlegum auði, hún vildi bara hafa nægjan- legt og svo vildi hún rækta frænd- semi og vináttu. Félagar sona hennar áttu sitt annað heimili hjá henni og hún tók á móti tengdadætram sínum og síðar bamabömum með mikilli ein- lægni og ástúð. Þegar Rúna fór að þreytast við skúringar gerðist hún dagmamma í nokkur ár. Þá fór hún aftur að gæta bama eins og hún hafði gert í Vesturborg í gamla daga. Hún hafði ánægju af því eins og flestu öðra, því lífið var henni nautn. En heilsan var mjög léleg, lungun vora ónýt og hún þurfti að hafa súrefniskút í farteskinu síðustu árin. Hún kvartaði samt aldrei og kjarkurinn bilaði ekki. Hún hafði höfðingjans sál. Andrés annaðist hana af ótrú- legri natni þrátt fyrir eigið heilsu- leysi. Samheldni þessarar fjolskyldu er aðdáunarverð. Bamabömin era eins og sólargeislar og Andrés og synir hans og tengdadætur hafa staðið saman eins og einn maður í þessu veikindastríði. Hún trúði á framhaldslíf hún Rúna. Nú er hún laus við lasburða li'kama og þá er bjart framundan. Ég bið henni blessunar á ókunnum slóðum. Ragnheiður Hansdóttir um að þetta væri amma mín komin að sækja mig. Kennarinn sagði að það gæti ekki verið því þetta væri komung kona. Eftir sat sársaukinn yfír að hafa verið álitin skrökva og það leið langur tími þar til ég skildi hve mikið hól þetta var fyrir hana, 55 ára gamla og þrettán barna móður. En mistök kennarans vora skiljanleg því hún bar aldurinn vel, grönn og spengileg með svarbrúnt hár sem ekki fór að grána fyrr en hún var komin um sjötugt. Aðrar era yngri. Það era ekki nema fáar vikur síðan hún hvatti mig til að eignast fleiri böm. Þegar ég benti henni á að ég ætti fullt í fangi með að fínna tíma til að hugsa um þau böm, sem ég þegar ætti, fannst henni það léttvæg afsökun. Sjálf bauðst hún til að passa það þar til það færi að ganga og eftir það gætum við fundið einhveija lausn. Hún hafði yndi af bömum og þó líkaminn væri veikur var vilj- inn sterkur. Marta var dóttir Þorláks Áma- sonar, múrara í Reykjavík, og konu hans, Helgu Helgadóttur. Tvo bræður átti hún, Kjartan, sem drakknaði ungur og Áma, sem lést síðastliðið sumar. Fimm mánaða gamalli var henni komið fyrir til sumardvalar hjá Dómhildi Ástríði Gísladóttur ekkju í Keflavík. Erfítt er að gera sér í hugarlund í dag að vont veður að hausti geti hamlað ferð frá Reykjavík til Keflavíkur en þetta var löng leið um aldamótin og ferðinni var frestað fram á vor. Þá vora tengsl ekkjunnar við bam- ið orðin of sterk og ekki var lengur hægt að taka bamið frá henni. Dómhildur var henni sem besta móðir. Sjálf á ég í huga mér ljósa mynd af þessari konu, því þó hún amma væri meira gefin fyrir að hlusta á aðra en tala um sitt líf þá talaði hún oft um Dómhildi og taldi það sína lukku í lífínu að fá að al- -ast upp hjá þessari góðu konu. Árið 1921 giftist hún Guðmundi Guðmundssyni, múrara frá Eyrar- bakka, og byggðu þau sér hús við Baldursgötu. Rúmgott hús á þeirra tíma mælikvarða og varla hefur það hvarflað að þeim að fjölskyldan ætti eftir að verða jafnstór og raun varð á. Nú dugir ekki minna en stór samkomusalur vilji fjölskyldan koma saman. Eins og áður sagði urðu börn þeirra þrettán og lifa tíu þeirra móður sína. Einn dreng misstu þau ellefu ára gamlan. Guð- mund afa missti hún fyrir 21 ári. Hún átti sér alltaf svo margar óskir, hennar hinsta ósk var að fá að deyja eins og hann afi og þá ósk fékk hún uppfyllta. Ég votta öðram aðstandendum dýpstu samúð, sérstaklega þó Helgu og Guðmundi, sem allt sitt líf hafa verið móður sinni góðir fé- lagar og hugsuðu um hana í veik- indum hennar af sama kærleikan- um og hún hafði ávallt sýnt öðram. Sigríður Bernhöft

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.