Morgunblaðið - 22.12.1987, Page 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. DESEMBER 1987
Morgunblaðið/Bjöm Blöndal
Bifreiðaeftirlitsmenn skoða Subaru- bílana í lest Goðafoss í Keflavikurhöfn í gærkvöldi. Guðni
Karlsson forstöðumaður er lengst til vinstri og fyrir miðju á myndinni er Margeir Margeirsson
Fyrstu Subaru-bílarnir komnir til landsins:
200 kaupendur tilbúnir
Keflavík.
FYRSTU Subaru-bílamir, sem
skemmdust í flóðinu í Dramm-
en i Noregi fyrir nokkmm
vikum, komu til landsins í gær-
kvöldi með Goðafossi, skipi
Eimskipafélagsins, sem liggur
í höfninni í Keflavík. 91 bifreið
er um borð í skipinu og hinir
144 em væntanlegir í janúar.
Hafist verður handa um að
skipa Subam-bílunum upp úr
skipinu í dag.
Starfsmenn Bifreiðaeftirlitsins
biðu skipsins á bryggjunni í
Keflavík og þegar búið var að
tollskoða það fóru þeir um borð
og niður í lest og skoðuðu nokkra
bfla lauslega.
Margeir Margeirsson, einn
fjögurra eigenda Subaru-bifreið-
anna, sagði að það kæmi í ljós í
dag hvort Bifreiðaeftirlitið væri
tilbúið til þess að skoða bflana.
Þeir hefðu hins vegar ákveðið að
taka flóra bfla inn á verkstæði í
Keflavík, þar sem fram rnyndi
fara nákvæm skoðun á þeim og
myndu þeir bjóða Bifreiðaeftirlit-
inu að taka þátt i skoðuninni.
Hann sagði að nú hefðu rúmlega
200 manns látið skrá sig sem
kaupendur að bflunum og væri
þetta fólk víðs vegar að af landinu.
BB
Framkvæmdastjórnarfundur VMSÍ:
Dræmt tekið í
hugmyndir að
kjarasamninffi
FUNDUR framkvæmdastjórnar
V er kamannasambands Islands
tók fálega þeim hugmyndum að
kjarasamningi, sem komu upp i
sérkjaraviðræðum Vinnuveit-
endasambands íslands og verka-
mannafélagsins Dagsbrúnar og
varð niðurstaða hans sú að þess-
ar hugmyndir gæfu ekki tilefni
til frekari viðræðna við_ vinnu-
veitendur að svo komnu. Akveðið
var að boða til næsta fram-
kvæmdastjómarfundar 8. janúar
næstkomandi og hafi ekki verið
samið þá að boða við fyrsta tæki-
færi til formannaráðstefnu.
Guðmundur _ J. Guðmundsson,
formaður VMSÍ, sagði í samtali við
Morgunblaðið, að mönnum hefði
þótt það lítið sem í boði væri og
benti á að starfsmenn sveitarfélaga
annarra en Reykjavíkur og Kópa-
vogs hefðu nýlega hækkað í launum
um 8,8% og samningar opinberra
starfsmanna fyrir næsta ár kvæðu
á um 3% hækkun 1. janúar og 2%
hækkun 1. febrúar. Auk þess væri
ótti í mönnum um að miklar verð-
lagshækkanir væru framundan um
áramótin og jafnvel gengislækkun.
„Ég spái því að þar sem afstaða
VSI hefur ekkert breyst þá horfi
til verulegra sviptinga á almennum
vinnumarkaði fljótlega á næsta
ári,“ sagði Guðmundur.
Á fund framkvæmdastjómarinn-
ar bárust boð um að ríkisstjómin
óskaði eftir viðræðum við forystu
VMSÍ. Samþykkt var með 7 at-
kvæðum gegn 3 að senda nefnd
framkvæmdastjómarmanna á fund
hennar. Þar _var gerð grein fyrir
viðhorfí VMSÍ til ástandsins í samn-
ingamálunum. Guðmundur sagði að
þær viðræður hefðu verið góðar og
væri eðlilegt að ríkisstjómin kynnti
sér hug aðila vinnumarkaðarins til
samningamálanna.
Þinghald verður milli jóla og nýárs:
Samningar stjómar og stjóm-
arandstöðu fóm út um þúfur
Samningaviðræður milli
stjómar og stjórnarandstöðu á
sunnudag, um að greitt yrði fyrir
framgangi stjómarfrumvarpa
svo ekki kæmi til þinghalds milli
jóla og nýárs, báru engan árang-
ur. Þvi er ljóst að þingfundir
verða þann tíma og að þeir hefj-
ast aftur strax eftir áramót.
Þorsteinn Pálsson forsætisráð-
herra sagði við Morgunblaðið að
venja væri, undir lok þinghalds fyrir
jól, að halda fundi um þingstörfín
fyrir jólaleyfí, og þær óskir hefðu
ekki síður komið fram frá stjómar-
andstöðunni. Þær óskir hefðu einnig
að þessu sinni komið frá báðum
aðilum að haldnir yrðu samráðs-
fundir um gang mála í þinginu.
Þorsteinn sagði ríkisstjómina
hafa, fyrir sitt leyti, reynt að fækka
sem mest mátti verða þeim málum
sem afgreiða þurfti fyrir jólaleyfíð
og á laugardagskvöld hefði hann
Rumskaði
við reyk-
skynjarann
MAÐUR, sem keypti sér reyk-
skynjara á föstudag, komst
að því að slík tæki eru hið
mesta þarfaþing.
Hann festi reykskynjarann
hið bráðasta upp í loft í íbúðinni
sinni og á laugardag kom það
sér vel. Þá sofnaði maðurinn,
en áttaði sig ekki á að kerti log-
aði í jólaskreytingu á borði.
Maður þessi, sem kveðst sofa
mjög fast, rumskaði innan tíðar
við mikið væl í reykskynjaranum
og þá stóð jólaskreytingin í ljós-
um logum. Má teljast mikil mildi
að ekki fór verr og prísaði mað-
urinn sig sælan fyrir forsjálnina.
gert tillögu um að frumvarp um
verkaskiptingu milli ríkis og sveitar-
félaga yrði tekið til umræðu eftir
áramót. Jafnframt hefði hann greint
stjómarandstöðunni frá því að í ljósi
þess að kjarasamningar stæðu fyrir
dyrum hefði verið rætt um það í
stjómarflokkunum að söluskatts-
hækkun á neyslufiski kæmi ekki að
fullu til framkvæmda og stjómin
væri reiðubúin að flýta þeirri ákvörð-
un í þeim tilgangi að greiða fyrir
framgangi mála. Til að vega upp á
móti tekjutapi ríkissjóðs vegna þessa
er m.a. áætlað að leggja vörugjald
á snyrtivörur, sem áætlað er að hafi
120 milljóna króna tekjuauka í för
með sér.
„Stjómarandstaðan tók sér um-
hugsunarfrest, en kom síðan á fund
sem ákveðinn var á sunnudag með
hreina útúrsnúninga: kröfu um að
ríkissjóður yrði rekinn með allt að 5
milljarða halla á næsta ári og að
ríkisstjómin afsalaði sér því valdi
sem hún hefur samkvæmt stjómar-
skrá og er skilt að bera ábyrgð á.
Þetta var því einföld yfirlýsing um
það að stjómarandstaðan neitaði við-
ræðum um framgang mála í þinginu
eins og alltaf hafa átt sér stað milli
stjómar og stjómarandstöðu," sagði
Þorsteinn.
Steingrímur J. Sigfússon, formað-
ur þingflokks Alþýðubandalagsins,
sagði að þegar ríkisstjómin hefði
áttað sig á því að allt var komið í
hnút hefði hún komið til stjómarand-
stöðunnar á laugardagskvöldið og
byijað að biðja um gott veður. „Á
fundi á sunnudag báðum við um
svör við þeim spumingum hvort þeir
væru tilbúnir til að hætta við matar-
skattinn, enda værum við þá tilbúin
til að sætta okkur við að ríkissjóður
yrði rekinn með halla og hallinn
yrði tekinn niður á lengri tíma en
ella. Einnig vildum við fá vissu fyrir
því að ekki yrði gripið tii neinna
meiriháttar efnahagsráðstafana aft-
an við hrygginn á okkur.
Þessu svöruðu þeir neitandi og
við báðum þá um gagntilboð af
þeirra hálfu. Forsætisráðherra ítrek-
aði sitt upphaflega tilboð og það var
þegar komið fram hjá okkur að við
teldum þetta ekki þess virði að fara
í staðinn að standa að því að af-
greiða alla skattasúpuna með stjóm-
inni fyrir jól, og því þurfti ekki að
lengja viðræðumar," sagði
Steingrímur.
Þegar hann var spurður nánar út
í tilmælin um að ekki yrði gripið til
meiriháttar efnahagsaðgerða í þing-
hléi sagði hann það hafa komið fram
að stjómin teldi óhjákvæmilegt að
grípa til einhverra víðtækra efna-
hagsráðstafana. „Við höfum ástæðu
til að ætla að eitt af því sem liggur
á bak við það að ríkisstjómin hefur
sérstakan áhuga á að koma þinginu
heim fyrir jól, og láta fresta fundum
þess með þingsályktun, sé kannski
það að stjómin sé að byija að und-
irbúa óhjákvæmilegar efnahagsráð-
stafanir en án þess að leggja þær
fyrir þingið, eins og eðlilegt væri við
þessar aðstæður," sagði Steingrím-
ur.
Þegar þessi ummæli Steingríms
vom borin undir Þorstein Pálsson
sagði hann: „Það stóð ekki til að
fresta þinghaldinu með neinum öðr-
um hætti en venja stendur til og
allt tal af þessu tagi ér hreinn útúr-
snúningur og uppspuni.“
Ó1 barn eft-
ir bílveltu
Skinnastað, Öxarfirði.
NÝLEGA bar það til er kona
var á ferð í bU sínum í Keldu-
hverfi að hún missti stjórn á
bilnum í hálku og fór hann
mikla veltu út af veginum.
Skreið konan út úr flakinu
og komst nauðuglega til
næsta bæjar þar sem þó var
enginn heima og gat hringt
þaðan eftir hjálp.
Konan, sem er tónlistarkenn-
ari og átti bráðlega von á bami,
var að fara i síðustu kennslu-
stund fyrir jól í Skúlagarð er
óhappið varð. Komst hún við ill-
an leik heim að bænum Hóli og
komst í síma þar sem dyr vom
ólæstar og gat hringt í heilsu-
gæslustöðina á Kópaskeri.
Heilsugæslulæknirinn ók í
skyndi til Hóls um 40 kflómetra
leið og kom hinni nauðstöddu
konu til hjálpar. Var hún þegar
flutt á sjúkrahúsið á Húsavík
þar sem hún skömmu síðar ól
sveinbam.
Er síðast fréttist heilsaðist
bæði móður og syni vel.
Sigurvin
Grindavík:
Skríkaði fótur og féll
milli báts og bryggju
Snör handtök höfð við björgun mannsins
Selfossi.
17 ÁRA piltur féll niður á milli
báts og bryggju í Grindavíkur-
höfn aðfaranótt laugardags.
Félagi hans bjargaði honum
með aðstoð manna sem komu að.
Pilturinn, Indriði Ingimundarson
háseti frá Villingaholtshreppi í Flóa,
og félagi hans Sigurbjöm Berg Sig-
urðsson annar stýrimaður frá
Stokkseyri, ætluðu um borð í bátinn
Þorstein GK sem lá utan á öðmm
bát í höfninni. Þegar Indriði steig
á rekkverkið á bátnum næst bryggj-
unni skrikaði honum fótur og féll
á milli bátsins og bryggjunnar. Bil-
ið þar á milli var innan við metri.
Hásjávað var þegar þetta gerðist
og Siguijóni tókst að teygja annan
fótinn til Indriða og náði hann taki
á fætinum og síðan á dekki utan á
bryggjunni. Rútubifreið sem kom
niður á bryggjuna var bakkað að
bátnum til að halda honum frá
bfyggjunni og leigubflstjóri sem ók
piltunum hjálpaði til við að koma
kaðli til Indriða og draga hann
upp. Lögreglan kom síðan þama
að og ók Indriða í læknisskoðun í
Keflavík.
Indriða varð ekki meint af volk-
inu. Hann sagðist hafa verið fljótur
að jafna sig þó honum hefði orðið
nokkuð kalt. „Ég varð auðvitað
skíthræddur og þeirri stundu fegn-
astur að komast upp,“ sagði Indriði.
Hann sagðist hafa verið í skoti inn
undir bryggjunni þannig að bátur-
inn klemmdi hann ekki á milli þegar
hann hreyfðist. Sigurbjöm klemmd-
ist hins vegar á fætinúm, þó ekki
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
Indriði Ingimundarson háseti á
heimili sínu í gær.
alvarlega.
Indriði og fjölskylda hans vilja
koma á framfæri þökkum til Sigur-
bjöms og alira sem hlut áttu að
björguninni.
Sig. Jóns.