Morgunblaðið - 22.12.1987, Side 4

Morgunblaðið - 22.12.1987, Side 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. DESEMBER 1987 Nýyrðasafn úr flug- máli í undir- búningi Samgönguráðherra hefur skipað nefnd til að vinna að ný- yrðasafni úr flugmáli. Nefndin hefur auglýst eftir ritstjóra til að starfa með henni að þessu verkefni en gert er ráð fyrir að það taki að minnsta kosti tvö ár. Formaður nefndarinnar er Pétur Einarsson flugmálastjóri. „Það var gefið út nýyrðasafn úr flugmáli árið 1956 en það er orðið úrelt. Þegar íslendingar tala um flugmál er eins og þeir séu að tala skandinavísku, það er með naum- indum hægt að skilja samtalið og rétt svo að samtengingamar séu íslenskar. Það virðist því ekki veita af nýju nýyrðasafni," sagði Pétur í samtali við Morgunblaðið. Árni Einarsson í dyrum verslunar sinnar við Fálkagötuna. Morgunblaðið/Júlíus Sumarlegt á Fálka- götunni ÞEIR sem fara um Fálkagötuna í Reykjavík gætu haldið að þeir hefðu rugiast í dagatalinu, því þar er umhorfs eins og um mitt sumar. Fyrir utan verslun Árna Einarssonar er stillt upp ávaxta- kössum og jólaöli og að sögn kaupmannsins kunna viðskipta- vinir vel að meta hversu sumar- legt er við verslunina. „Ég set ávaxtakassa alltaf út á 8tétt á sumrin og nú er veðrið svo gott að það er engin ástæða til annars," sagði Ámi. „Ég hef rekið verslun í 27 ár og veðrið hefur aldr- ei verið svo gott í desember að þetta hafi verið hægt áður. Að vísu reyndi ég að setja jólaeplin út á Þorláks- messu fyrir mörgum árum, en ég varð að taka þau inn aftur, því það var of kalt.“ Ámi sagði að viðskiptavinimir hefðu gaman af að geta valið ávext- ina undir beru lofti og þetta tiltæki hleypti lífi í verslunina. VEÐUR ÍDAGkl. 12.00: Hemnild: Veöurstote íslands (Byggt á veðurspá kl. 16.1$ i gær) VEÐURHORFUR í DAG, 22.12.87 YFIRLIT i hádagl í gær: Hæg breytileg vindátt og skúrir víðast hvar á landinu. Skúrir eða slydduól voru á stöku stað en annars þurrt. SPÁ: Fremur hæg breytileg eða suðvestlæg átt og skýjað víðast hvar á landinu. Slydduél á stöku stað en annars að mestu þurrt. í fyrstu allhvöss norðaustanátt og rígning á Suðaustur- og Austur- landi. Hiti 1—4 stig. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA HORFUR Á ÞORLÁKSMESSU: Norðaustanátt, vfða hvassviðri með rigningu á Austurlandi og slyddu eða snjókoma á Norðurlandi og Vestfjörðum, en úrkomulítið suövestanlands. Híti 2—5 stig á Suð- ur- og Austurlandi, en náiægt frostmarki á Norðvesturlandi. HORFUR Á AÐFANGADAG JÓLA: Minnkandi norðan- og norðaust- anátt og óljagangur á Norður- og Norðausturlandi, en á Suðvestur- landi lítur út fyrir hæga breytílega ótt og þurrt veður. Kólnandi veður og líklega frost um allt land. TÁKN: Heióskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað s, Norðan, 4 vindstig: Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / # / * # # * * * * Snjókoma * * * \ 0 Hrtastig: 10 gráður á Celsíus Skúrir — Þoka — Þokumóða ’, ’ Súld OO Mistur —j- Skafrenningur [~<^ Þrumuveður xm, VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að fsl. tíma Wtl vsAur Akureyri 2 léttskýjaé Rayfcjavlk 2 úrkomfgr. Bergen 6 ligþokublettir Halainki *7 léttskýjaö JanMayan ♦1 slydda Kaupmannah. e lóttskýjaö Narsaarssuaq +8 skýjaö Nuuk +12 heiösklrt Ostó ♦1 lágþokublettlr Stokkhölmur 1 súld Þórshöfn e aiskýjað Algarve 17 hálfskýjaó Amsterdam 8 súld Aþena 13 tóttskýjaö Barcelona 16 Wttskýjaö Berlln e skýjaö Chlcago ♦2 heiöskfrt Faneyjar 3 þoka Frankfurt e rigning Glasgow 10 rigningogsúld Hamborg e þokumóöa LasPalmas 21 tóttskýjað London 10 súld LosAngeles e helösklrt Lúxemborg 6 þoka Madrld 11 akýjaö Malaga 17 þokumóða Mallorca 18 Mttskýjaö Montreal 2 snjóél NawYork 7 alskýjað París 6 alskýjaö Röm 16 þokumóöa Vfn 10 skýjað Washington 7 alskýjaö Wlnnipeg +17 haföskfrt Valencla 16 reykur Mikið siglt með aflann TALSVERT hefur verið um sigl- ingar íslenzkra fiskiskipa á erlendar hafnir að undanfömu. í siðustu viku seldu 9 skip afla sinn í Bretlandi og þijú í Þýzka- landi. Verð var í flestum tilfell- um talið viðunandi miðað við framboð. Þá var einnig talsvert selt í þessum löndum af gáma- fiski héðan. f síðustu viku seldu skipin í Bret- landi samtals 616 tonn að verðmæti 39,4 milljónir króna. Meðalverð var 63,96. Meðalverð var nokkuð misjafnt eftir skipum. Hæst varð það 71,74 hjá Sæljóni SU en lægst hjá Ottó Watne NS, 57,03. Hæst verð fékkst fyrir kola, 85,07 að meðaltali, 82,72 fyrir ýsu og 73,86 fyrir grálúðu. Fyrir þorsk fengust að meðaltali 61,96 krónur. 893,6 lestir voru seldar úr gám- um í síðustu viku. Heildarverð var 60,3 milljónir króna, meðalverð 67,45. Fyrir kola fengust 86,45 krónur að meðaltali, 79,46 fyrir ýsu og 75,83 fyrir grálúðu. Þorskur fór að meðaltali á 62,88. Þijú skip seldu samtals 490,2 tonn í Þýzkalandi í liðinni viku fyr- ir samtals 25,3 milljónir króna. Meðalverð var rúmlega 50 krónur á hvert kflo, en aflinn var að mestu karfi og ufsi. Engey RE seldi 169,8 tónn að verðmæti 9,2 milljónir króna, meðalverð 54,34. Þorlákur ÁR seldi 108,9 tonn að verðmæti 5,5 milljónir, meðalverð 50,38. Loks seldi Breki VE 211,5 lestir að verð-. mæti 10,6 milljónir, meðalverð 50,06. Þá var einnig selt úr 12 til 13 gámum héðan í Þýzkalandi í vikunni en upplýsingar um heildina skortir. Hjálparstofnun kirkjunnar: Um 8 milljónir hafa safnast JÓLASÖFNUN Hjálparstofinun- ar kirkjunnar hefur gengið vonum framar. Að sögn Sigríðar Guðmundsdóttur, framkvæmda- stjóra Hjálparstofnunarinnar, er erfitt að áætla nákvæmlega hversu mikið hafi þegar safnast, en þó væri áætlað að sú upphæð hafi numið um átta milljónum króna nú fyrir helgina. Jólasöfnuninni mun formlega ljúka á Þorláksmessu, en þá verður tekið á móti söfnunarbaukum og framlögum í kirkjum landsins. Verða kirkjur þá opnar frá klukkan 17 til 20. Að sögn Sigríðar er erfitt að bera þessa söfnun saman við fyrri safnanir. í fyrra stóð Hjálparstofn- unin ekki fyrir formlegri söfnun. „Söfnunin fyrir jólin 1985 gekk sérlega vel og við gerum okur von- ir um að söfnunin í ár verði ekki lakari," sagði Sigríður. „Það ér ekki hægt að segja nákvæmleg til um það á þessu stigi hvemig söfn- unarfénu verður varið. Mestur hluti fer væntanlega til hjálparstarfsins á þurrkasvæðunum í Eþíópíu, en jafnframt munum við senda fé til aðstoðar í Bangladesh og til flótta- fólks frá Mosambique. Auk hefðbundinna söfnunarað- ferða hefur Hjálparstofnunin staðið fyrir sölu friðarkerta og mun sú sala einnig fara fram við kirkju- garða landsins á aðfangadag. Þýskaland: Alafoss keypti dreifingar- fyrirtæki ÁLAFOSS hf. tók í haust yfir rekstur dreifingarfyrirtækisins Scandinavian sport i Stuttgart i Vestur-Þýskalandi. Stjórnendur nýja Álafoss eru með sölumálin á þessu svæði i athugun um þess- ar mtmdir, að sögn Jóns Sigurð- arsonar forstjóra, og ræðst framtíð þessa dótturfyrirtækis eins og annarra af niðurstöðum þeirrar vinnu. Þýska fyrirtækið dreifði miklu af vörum frá Álafossi um allt Þýskaland, ásamt ýmsum öðrum vörum. Var þetta talinn svo þýðing- armikill hluti af dreifingarkerfi fyrirtækisins að reksturinn var tek- inn yfir þegar það bauðst.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.