Morgunblaðið - 22.12.1987, Síða 5

Morgunblaðið - 22.12.1987, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. DESEMBER 1987 5 Bláa lónið á forsíðu Wall Street Journal Á forsíðu dagblaðsins The Wall Street Journal miðvikudaginn 16. desember er að finna stutta frétt um Bláa lónið f Svartsengi og lækningamátt þess. í fréttinni segir að fólk sem þjá- ist af ýmsum húðsjúkdómum flykkist nú til íslands í þeirri von að vatnið í Bláa lóninu geti linað þjáningar þess. Ennfremur segir þar að verkamaður einn, sem starf- aði við hitaveituna í Svartsengi hafi einhveiju sinni fallið í lónið og uppgötvað sér til mikillar furðu að baðið hafði jákvæð áhrif á húðsjúk- dóm, sem angraði hann. Tekið er fram að enn sé verið að rannsaka vatnið í lóninu en hugsanlegt sé talið að kísill í vatninu geti dregið úr hreistursmyndun og öðrum ein- kennum tiltekinna húðsjúkdóma. „Þó svo að heilsulindin í miðju hrauninu hafí ekki til að bera glæsi- leika Vichy og Baden-Baden hefur hún vakið mikla athygli víða í Evr- ópu og hafa þúsundir manna, þeirra á meðal sænski kvikmyndaleikstjór- inn Ingmar Bergman, baðað sig í lóninu". Þess er getið að menn þurfí að reiða fram um rúma tvo Banda- ríkjadali (um 100 kr. ísl.) vilji þeir nýta sér aðstöðuna og skiptist það gjald jafnt á milli hitaveitunnar og hótels sem byggt hafí verið við lón- ið fyrir fjórum árum. í lok fréttarinnar er skýrt tekið fram að Samtök psoriasis-sjúklinga á Islandi skrái öll tilfelli þar sem vitað er um að menn hafí fengið lækningu meina sinna eftir að hafa baðað sig í lóninu. Grunnskólar Reykjavíkur: 74,5% barna með samfelld- an skóladag í SKÓLAMÁLARÁÐI Reykjavíkurborgar var nýlega lagt fram yfirlit yfir samfelldan skóladag í grunnskóium borg- arinnar veturinn 1987—88. Af alls 13.816 nemendum, hafa 10.287 samfelldan skóladag, eða 74,5%. í yfírlitinu, sem fram kemur í fundargerð Skólamálaráðs, sem lögð var fyrir síðasta borgarstjóm- arfund, kemur fram að 100% nemenda í forskóla hafa samfelld- an skóladag. í fyrsta bekk er hlutfallið 93%, í öðrum bekk 86%, í þriðja bekk 65,5%, í fjórða bekk 77,6%, í fímmta bekk 70,8% í sjötta bekk 49%, í sjöunda bekk 68,5%, í áttunda bekk 61,3% og í níunda bekk 63,8%. Á fundi Skólamálaráðs var einn- ig lagt fram yfirlit forstöðumanns kennslumáladeildar um fjölda síðdegisbekkja í 4.-9. bekk vetur- inn 1987-1988. Eru þær 23 talsins. llli Ajólunum veljum við gjaman það sem okkur þykir best á jólaborðið og auðvitað helst sem þjóðlegast. íslenska lambakjötið er hráe&ii sem á fáa sína líka, svo meyrt og safaríkt ef það er meðhöndlað rétt. Spennandi lambastórsteik er tromp á jólaborðið. Hér er uppskrift af einni ómótstæðilegri. Hilmar B. Jónsson valdi þessa gimilegu jólasteik handa okkur með óskum um gleðilega hátíð. Látið lambalærið þiðna í kæliskáp í 3-5 daga, helst í loftþéttum umbúðum. Skerið mjaðmabeinið frá og hreinsið leggbeinið. Skerið einnig mest af fitunni frá ef lærið er of feitt. Stingið um 2 sm djúp göt í lærið með 3-4 sm millibili. Geymið beinin og kjötið utan af leggbeininu. Skerið sellerístilkana og blaðlaukinn í bita. Hitið olíuna á pönnu, setjið grænmetið á pönnuna og kraumið þar til það fer aðeins að taka lit. Bætið þá pipamum, rósmarínkryddinu, sojasósunni, sítrónusafanum og líkjömum útí og látið Lambalæri með Kahlua-sósu Fyrir6-7. 1 meðalstórt Imbalæri 2 msk matarolía 3 sellerístilkar Yi blaðlaukur (púrrulaukur) 1 tsk græn eða hvít piparkom 1 tskrósmarín (sléttfull) 2 dl Kahlua-kaffilíkjör 2 msk Kikkoman sojasósa safi úr 1 sítrónu salt 2 dl Ijóst kjötsoð dökkur sósujafnari X-, I s-x ^þegvþú vilthái sjóða í 3-5 mín. Kælið blönduna og hellið henni síðan í sterkan plastpoka. Setjið lambalærið í pokann og bindið vandlega fyrir. Látið sem minnst loft vera í pokanum. Takið utan um legginn á lærinu og sláið pokanum með lærinu í nokkmm sinnum þétt niður á borð. Snúið lærinu í hvert sinn. Þetta er gert til þess að fá safann í pokanum vel inn í holumar á kjötinu. Geymið pokann með lærinu á köldum stað í um einn sólarhring og snúið honum öðm hvom og nuddið safanum vel inn í lærið um leið. Hitið ofninn í 220°C. Takið lærið úr pokanum og skafið kryddblönduna utan af með bakkanum á borðhníf. Geymið blönduna. Kryddið lærið með salti (og meiri pipar ef þurfa þykir). Höggvið mjaðmabeinið í 4 eða 5 bita og skerið hækilkjötið í bita. Leggið þetta í hæfilega stóra steikarskál eða skúffu og leggið lambalærið ofan á. Steikið kjötið í ofninum þar til það er búið að fá á sig fallegan lit. Minnkið þá hitann á ofninum niður í 180°C. Eftir um einnar klst. steikingu er kryddleginum sem eftir var ásamt kjötsoðinu hellt yfir kjötið og það síðan steikt í um 15-30 mín. í viðbót. Færið lærið yfir á fatið sem þið ætlið að bera það fram á og geymið í heitum og hálfopnum ofninum á meðan sósan er löguð. Sigtið soðið úr steikarskálinni yfir í pott og bragðbætið með salti og pipar eftir smekk. Látið suðuna koma upp á soðinu og þykkið það hæfilega með sósujafnara. Berið kjötið fram með nýju, soðnu grænmeti og einhverju ljúffengu til þess að skola því niður. MARKAÐSNEFND SPENNANDI

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.