Morgunblaðið - 22.12.1987, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. DESEMBER 1987
11
Frá tónleikunum i Áskirkju.
JÓLATÓNLEIKAR
Töniist
Jón Ásgeirsson
Kammersveit Reykjavíkur hélt
tónleika í Áskirkju sl. sunnudag.
Húsfyllir var en á efnisskránni
voru þrír einleikskonsertar, einn
tvíleikskonsert og svo samleiks-
konsert af „Corelli gerðinni" eftir
Manfredini. Hlíf Siguijónsdóttir
var konsertmeistari fyrir þessari
næstum alíslensku hljómsveit, sem
í heild lék mjög vel.
Tónleikamir hófust á tvíleiks-
konsert fyrir trompeta eftir A.
Vivaldi. Af nærri fímmtíu tvíleiks-
konsertum er aðeins einn til fyrir
tvo trompeta. Lárus Sveinsson og
Ásgeir H. Steingrímsson léku
trompeteinleikinn, sem er sam-
kvæmt forskriftinni með fullu
jafnræði trompetanna enda var
leikur þeirra félaga nokkuð vel
samstilltur, eilítið órólegur en að
öðru leyti fallega útfærður.
Annað viðfangsefnið, fagott-
konsert í a-moll, er einnig eftir
Vivaldi og lék Rúnar H. Vilbergs-
son á einleiksfagottið. Vivaldi
samdi um fjörutíu fagottkonserta,
þó fimm þeirra séu einnig til fyrir
óbó en fjórir af þessum fagottkon-
sertum eru í a-moll. Rúnar lék
konsertinn mjög vel og auðheyrt
að hér er á ferðinni vaxandi hljóð-
færaleikari.
Tartini (ásamt Veracini) stendur
mjög sér í konsertsögunni en hann
er einn þeirra er braut af sér form-
bönd konsertsins og gerði einleik-
inn svipaðan því er síðar tíðkaðist
í konserttónlist klassíska tímans.
Konsert þessi er með þeirri skipan
að undirleikurinn er að miklu leyti
útfærður af samleikandi tveimur
fiðlum en ekki samkvæmt „cont-
inue“ formúlunni. Einleikinn í
þessu fallega verki flutti Laufey
Sigurðardóttir og var leikur hennar
einkar fallegur, sérstaklega í hæga
þættinum sem Laufey lék með
undarlega seiðandi trega. Síðasti
þáttur verksins (presto) ar alltof
hægur, jafnvel þó miðað sé við
„ Barokk-presto".
Síðasti einleikskonsertinn á efn-
isskránni var gítarkonsert eftir
Mauro Giuliani. Hann var ítali en
starfaði einnig í Vinarborg og var
dáður sem mikill gítarsnillingur.
Eftir hann liggja um 200 gítarverk
og þar á meðal þrír konsertar.
Amaldur Arnarson lék á gítarinn
en hann er í fremstu röð gítarleik-
ara hér á landi og var leikur hans
í heild mjög góður. Verk þetta er
glæsileikaverk og naut Amáldur
þar góðrar tækni sinnar.
Siðasta verkið var svo Jólakon-
sertinn eftir Manfredini sem var
eiginlega minnst spennandi verk
tónleikanna þó hann væri þokka-
lega leikinn. í heild vom þetta
skemmtilegir tónleikar séstaklega
vegna einleikaranna sem stóðu sig
mjög vel.
Talnaband og
svartklædd kona
Bókmenntir
Jóhann Hjálmarsson
Halldór Laxness:
DAGAR HJÁ MÚNKUM.
Vaka-Helgafell 1987.
Efni dagbókar frá þroskaámm
er uppistaða Daga hjá múnkum svo
að stuðst sé við orð höfundarins í
formála. Dagbókin er skráð í
klaustrinu Saint Maurice de Cler-
vaux í Lúxemborg árið 1923, hefst
14. febrúar og endar 24. júlí. Fram-
an við dagbókina skýrir Halldór
Laxness aðdraganda þess að hann
leitaði í kaþólskt klaustur og aftan
við hana segir frá frekari kynnum
af munkum. Um Daga hjá múnkum
segir Halldór:
„Þetta kver hefur smám saman
tekið á sig mynd einskonar essay-
rómans, sögu í greinaformi eða
ritgerða í skáldsögutækni, því
hversu vel sem heimildum er fylgt
má ávalt gera ráð fyrir að liðin tíð
færist ósjálfrátt í stílinn í endur-
minníngunni, þótt ekki sé það
ásetníngur sögumanns.“
Margt í Dögum hjá .múnkum
kemur kunnuglega fyrir sjónir les-
enda Halldórs Laxness, víða hefur
á það verið drepið hjá honum sjáif-
um og í umfjöllun annarra um hann.
Engu að síður eru Dagar hjá múnk-
um sjálfstæð bók og mikilvægt að
skáldið sjálft skuli hafa búið hana
til prentunar og aukið þannig að
mun skilning manna á „trúarsögu"
sinni.
En það er meira en trúarsaga
sem lesandi kynnist í Dögum hjá
múnkum. Lesandinn fær að vita um
drög verka eins og Undir Helga-
hnúk, margt það sem síðar kallaði
fram Vefarann mikla frá Kasmír
og aðrar sögur og greinar. Um
bemsku sína og persónuleg mál
æskuára er Halldór hreinskilinn.
Ekki er minnst um vert að skynja
andstæður hins þrönga sviðs heim-
byggðarinnar og andrúms evr-
ópskra mennta.
í klaustrinu les Halldór talna-
band sitt óspart og nýtur kennslu
og leiðsagnar munkanna og ann-
arra velviljaðra manna. Konur
reyna að freista hans, ekki síst ein
svartklædd og heillandi, en hann
veit að þær eru sendar af hinum
illa og ástundar hreinleika. Holdleg-
ar kvalir ungs manns eru þó
nokkrar og ekki bætir þrálát
tannpína. Fráfall vinar varpar líka
skugga á klausturlífíð. Sú saga er
átakanleg. Mynd Halldórs af
klaustrinu er í anda eftirsjár og
virðingar, en lífíð sjálft kemur og
málar frásögnina þeim litum sem
auka íjölbreytnina. Eftirfarandi
línur frá 21. maí lýsa þessu:
„Konur tmfla mig mjög í kirkj-
unni. Ætla bráðum að láta snoð-
klippa mig af þessum ástæðum."
Vinum bregður fyrir í dagbók-
inni, en yfirleitt er stuttlega minnst
á þá. Eftir að borist hafa bréf frá
Jóhanni Jónssyni, Nikolínu Áma-
dóttur og Nonna 12. mars er þetta
látið nægja handa dagbók:
„Fékk bréf frá Jóhanni og gladdi
það mig mikið. Hann er næstelsti
og besti vinur minn og sá einn sem
skilyrði hefur til að skilja mig.
Sömuleiðis línur frá Nikku, ástmey
Jóhanns. Ennfremur kort frá pater
Jóni Sveinssyni S.J., elskulegt og
fallegt. Guds rigeste velsignelse
over Dem! skrifar hann."
Þessi stutti texti segir engu að
síður heilmikið.
Þegar líður á dagbókina er minna
skrifað eins og gengur. Stundum
er ein málsgrein látin nægja, jafn-
vel ein setning:
„Fmmsynd mannsins var sú þeg-
ar hann fann uppá að segja ég.“
í Skáldatíma minnir mig að
danska skáldið og trúarleiðtoginn
Johannes Jörgensen hlyti umsögn
sem mörgum þótti umdeilanleg. Svo
gengur það vissulega til í baráttu-
ritum. Það var Jörgensen sem
Halldór Laxness
hjálpaði Halldóri að fá inni í Cler-
vaux og reyndist honum mjög vel,
enda er mynd hans í Dögum hjá
múnkum einkar trúverðug.
Lesendur Halldórs Laxness
harma það ekki að hann skuli hafa
verið jafn upptekinn af sjálfum sér
og dagbókin ber vitni. Sumt í Dög-
um hjá múnkum er fyllra en áður
hefur komið fram urri ævi hans,
brot sem eru gott framlag til heild-
armyndar.
Skýringar á orðum, hugtökum
og nöfnum úr klausturdagbók eru
vel unnar og afar nauðsynlegar í
þessu samhengi.
Góðar tillögnr Þórs Magnússonar þjóðminja-
varðar um endurbyggingu Isafjarðarkirkju
eftír Finnbjörn
Hjartarson
Um „Staðinn“
Ein er sú mynd, sem allir ísfirðing-
ar þekkja, en hún er sú sem tekin
er úr skrúðgarðinum og yfír Isafjarð-
arkaupstað, með kirkjuna í for-
grunni. Þar stendur hún eins og
kóróna „Staðarins" og hefur verið
það í hundrað ár.
Hvergi á íslandi eru eins mörg
„Staðar“-nöfn og á Vestfjörðum. Það
virðist í fljótu bragði vera sú mál-
kennd Vestfírðinga, að hvort sem
um er að ræða andleg umsvif með
kirkju og prestsetri eða veraldleg
umsvif með útgerð, iðnaði og/eða
verslun að þar sé „Staður“/Kaup-
staður. — í reynd verður það svo,
að þar sem kirkja er í kaupstað, er
eins og hún verði númer tvö, sem
sagt kirkja kaupstaðarins. En þar
sem hún stendur ein, með prestsetri,
fær staðarheitið aðra og háleitari
merkingu og verður að „Stað“ —
Staður í Aðalvík — Staður í
Grunnavík — og þannig mætti halda
áfram.
Ég dró þessa mynd í upphafí til
þess að minna á, að í hugum okkar
er Ísaijörður ekki aðeins kaupstaður,
heldur miklu meira en það. ísafjörður
hefir í meira en hundrað ár verið
menningarstaður — kirkjustaður —
og í kringum þennan „Stað“ mynd-
ast kaupstaður. Og því er það, að
kirkjan á allan rétt til „Staðarins“.
Sá, sem þetta skrifar, vildi í fyrstu,
eins og margir ísfírðingar heima og
heiman, stuðla að endurbyggingu
kirkjunnar í upprunalegri mynd. En
auðvitað vissum við, að starfsaðstaða
prests og safnaðar var nær engin í
gömlu kirkjunni sökum þrengsla.
Aðrir vilja byggja nýja kirkju, vísast
í nýjum stíl annars staðar á Isafírði,
og eigum við mjög erfítt með að
sætta okkur við brottrekstur kirkj-
unnar af sínum eigin „Stað“.
Nýlega birtist svo í Vesturlandi
Finnbjörn Hjartarson
„Nýlega birtist svo í
Vesturlandi hugmynd
Þórs Magnússonar
þjóðminjavarðar. Þar
kemur hann fram með
sáttatillögur, sem ég vil
eindregið hvetja ísfirð-
inga alla til að kynna
sér en þær lúta að
stækkun og endurbygg-
ingu kirkjunnar og eru
að mínu mati mjög góð-
ar.“
hugmynd Þórs Magnússonar, þjóð-
minjavarðar. Þar kemur hann fram
með sáttatillögur, sem ég vil eindreg-
ið hvetja ísfirðinga alla til að kynna
sér, en þær lúta að stækkun og end-
urbyggingu kirkjunnar og eru að
mínu mati mjög góðar. Og eitt verð-
um við að muna: Kirkjan á þennan
„Stað“, og ef hún þarf meira pláss,
ísafjarðarkirkja
þá á hún það allt að Sólgötu. Það
er ekki kirkjunni að kenna, þó þrengt
hafí verið að henni með skúrbygging-
um (prentsmiðju) og íbúðarhúsi. Það
mætti t.d. athuga það að loka Sólgö-
tunni, gera hana að botnlanga,
þannig að aðeins yrði ekið norðan-
megin í hana.
Nú er hafín undirskriftasöfnun
máli þessu til stuðnings. Undirskrif-
talistar Jpessir verða sendir sóknar-
nefnd Isafjarðarkirkju, með þeim
óskum að hún fái að vera á sínum
„Stað“, vonandi endurbyggð með
þeirri stækkun sem hægt er.
Undirskriftalistar liggja frammi á
eftirtöldum stöðum: Sölutuminn
Lækur, Lækjargötu 2, Rvk., Verslun-
in Herjólfur, Skipholti 70, Rvk.,
Verzlunin Garðarsbúð, Grenimel 12,
Rvk., Samkaup, Njarðvík, Hús-
gagnaverslunin Viðja, Smiðjuvegi
12, Kóp., Eden, Hveragerði, Penninn,
Kringlunni, Rvk., Sturla Halldórsson,
ísafirði.
Varað við nýjum stíl
Að endingu langar mig til að vara
við nýjum stíl í kirkjubyggingum á
íslandi, þó að það ætti ekki að þurfa,
því nóg eru vítin til að varast í þeim
Morgunblaðið/Hannes Pálsson
efnum og mörg þeirra t.d. í
Reykjavík, þar sem nýjar teikningar
af kirkjum sköpuðu ótal vandamál
vegna þess að arkitektar virðast ekki
gera sér grein fyrir hvaða athafnir
fara fram í kirkjum, heldur reisa
sjálfum sér vafasaman minnisvarða.
Það er t.d. ömurlegt að horfa upp á
kirkjuskip, þar sem söfnuðurinn er
allur á ská’ og skjön til þess að geta
fylgst með í messu, eða þar sem
kirkjukórinn kúldrast hokinn undir
súð kirkjunnar vegna þess að ekki
var gert ráð fyrir neinum söngkór.
En þannig er það í einni af nýrri
kirkjum á Snæfellsnesi. — Og þannig
mætti lengi telja.
Við skulum ekki gleyma þvi, að
kirkjubyggingar voru í föstum skorð-
um um aldir vegna þess að þær voru
búnar að laga sig að þeirri athöfn,
sem þar fór fram, guðsþjónustunni.
í þeirri mynd er ein fallegasta kirkja
landsins, Dómkirkjan, og eftirmynd
hennar, ísafjarðarkirkja.
Ég skora á sóknamefnd ísafíarðar
að taka mið af því, og á alla Isfirð-
inga að varðveita helgan kirkjustað.
Höfundur er prentari.