Morgunblaðið - 22.12.1987, Síða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. DESEMBER 1987
BJÖRGUNARAFREKSINS FYRIR 40 ÁRUM MINNST:
Táknræn athöfn á brún bjargsins áður en sigið er niður á Flaugamef. Tólf kertaljós eru tendruð
til minningar um björgunarmenn og þá skipveija sem komust lífs af, en þijár blómaskreytingar eru
til minningar um þá sem fórust með Dhoon. Aðventukransinn er tákn björgunarstólsins sem skip-
brotsmenn voru feijaðir í land með. Lengst tíl hægri á myndinni eru þeir Bjami Sigurbjörnsson
frá Hænuvík, og Ásgeir Erlendsson frá Látrum (með staf), en þeir tveir tóku þátt í björguninni á
sínum tima.
Tólf ljós í Látra-
bjargi og jólakort
frá Fleetwood
Það er skýjaður og drungalegur desembermorgunn þar sem við
Morgunbiaðsmenn stöndum fyrir ofan Flaugarnef í Látrabjargi
ásamt nokkrum félögum úr björgunarsveitum frá Patreksfirði.
Hitinn er liklega rétt um frostmark, það er austankaldi, og ekki
mjög slæmt í sjóinn. Bjami Sigurbjörasson úr Hænuvík hefur á
orði að veðrið sé ekki ósvipað þvi sem það var dagana örlagariku
fyrir 40 árum og einni viku betur þegar skipbrotsmönnum úr enska
togaranum Dhoon var bjargað í land og upp bjargið á þessum stað.
Bjami er nú einn eftirlifandi af þeim fjórum mönnum sem sigu
niður i fjöra eftir skipbrotsmönnum, og hann er nú hingað kominn
til að minnast þessa frægasta björgunarafreks i íslandssögunni.
Með honum er Asgeir Erlendsson, vitavörður á Látrum, sem einnig
tók þátt í björguninni, en aðrir í hópnum era félagar úr björgunar-
sveitum sem ætla að kveikja á kertum og siga með þau niður á
Flaugaraefið til að heiðra forvera sína í björgunarstörfum og halda
minningunni um afrekið lifandi.
Það eru einungis 14 manns sem og 12 björgunarmenn sem sigu
standa að athöfninni, sem er ein- niðuráFlaugamefímiðjubjarginu
föld og látlaus í alla staði. Athöfnin til að ná þeim upp. Þá eru þijár
er táknræn: það er kveikt á 12 blómaskreytingar til minningar um
kertum, en það voru 12 skipbrots- þá þijá skipveija sem fórust, og
menn sem bjargað var af Dhoon, efst á skreytingunni er aðventu-
krans sem minnir á árstímann, en
á einnig að vera tákn fyrir björgun-
arstólinn sem skipveijar voru
feijaðir í land með - hringur sem
hangir í fjórum böndum. Kransinn
er gefinn af Blómum og Ávöxtum,
en Rafbúð Jónasar á Patreksfirði
hefur útbúið blómaskreytingamar.
Það var ekki síst sigkunnáttu
björgunarmanna að þakka hve
björgun Dhoon-veija tókst giftu-
samlega, og félagar úr björgunar-
sveitinni Blakki á Patreksfirði æfa
sig í að síga hér á hveiju vori til
að halda þeirri kunnáttu við, ef
einhvemtíma þyrfti á að halda.
Eftir að kveikt hefur verið á kert-
unum á bjargbrúninni síga tveir
menn með þau niður á Flaugar-
nef, hálft í hvoru vegna þess að
Flaugamef er sögulegur staður í
björgunarsögunni - þar gistu sjö
Þó að afrekinu við Látrabjarg hafi verið gerð góð skil í bókum
og blaðagreinum og svo auðvitað hinni frægu kvikmynd Óskars
Gíslasonar, þá áttar maður sig ef til viU ekki að fuliu á því hve
erfiðar aðstæðumar hafa verið nema með því að heimsækja
bjargið í skammdeginu. Þessi mynd er tekin ofan af Flaugarnef-
inu og sýnir strandstaðinn sem var 70-80 metra fyrir utan
tangann fremst á myndinni, en hann er um 400 metra fyrir inn-
an Flaugamefið.
skipbrotsmenn yfír nótt - en einnig
til að sýna að sigkunnáttunni er
haldið við. Það hefur ekki farist
skip undir Látrabjargi síðan Dhoon
strandaði, og vonandi þurfa björg-
unarmenn aldrei að síga í neyð við
aðstæður eins og voru við björgun-
ina þá, en björgunarsveitimar á
Patreksfírði og í Rauðasands-
hreppi eru greinilega við öllu
búnar.
Þó að athöfnin sé látlaus og
ekki fjölmenn, þá sýnir hún að
afrekið fyrir 40 árum er geymt en
ekki gleymt. Og það er víðar en á
Patreksfírði og í Rauðasands-
hreppi sem björgunin við Látra-
þjarg lifír í minningunni. Einn
skipveija af Dhoon, F. Patterson
að nafni, hefur sent jólakveðju á
hveiju ári eftir slysið, og nú fyrir
stuttu barst Slysavamarfélagi Ís-
lands jólakveðja frá Albert Wall-
bank í Fleetwood og konu hans,
þar sem þau hjónin þakka björgun-
armönnum innilega fyrir að bjarga
sér og skipsfélögum af Dhoon. Þau
hjónin giftu sig rétt fyrir ferðina
örlagaríku og það er því ekki und-
arlegt að þau láti hugann reika á
brúðkaupsafmælinu til Ásgeirs
vitavarðar, Bjama í Hænuvík, og
annarra þeirra sem lögðu sig í
hættu í tvo drungalega desember-
daga við Látrabjarg fyrir fjörutíu
ámm.
Texti: Hugi Ólafsson
Myndir: Bjarni Eiríksson
og Þorkell Þorkelsson
VATNIÐ
Guðmundur
Daníelsson
Sviprík og frumleg skáldsaga eftir einn af snjöllustu rithöf-
undum okkar nú á dögum. Svið sögunnar er Vatnið mikla í
Þjóðvallahreppi, vesturströnd þess með ógnarlegri gufuorku
sinni og væntanlegum aflstöðvabyggingum, eyjan úti í Vatn-
inu - Bjaiteyja, höfuðstaðurinn, á Grundum - lítið þoip á
suðurströnd landsins. Tími sögunnar er áraskeiðið frá 1930
fram yfir 1950, en rætumar hggja aftur til ársins 1914. Þá varð
getnaður úti í Bjarteyju, þá varð dauðaslys á Vatninu. Eftir-
köst þessara atburða verða uppistaða sögunnar.
Bókaúigáfa
/V1ENNING4RSJÓDS
SKÁLHOLTSSTÍG 7» REYKJAVlK • SlMI 621822