Morgunblaðið - 22.12.1987, Qupperneq 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. DESEMBER 1987
í tilefni af ályktun 133
lækna um bjórmálið
eftirJóhann
Tómasson
Nýlega birtist í Morgunblaðinu á
bezta stað við hlið leiðara ályktun
um bjórmálið frá 133 íslenzkum
læknum. Ályktuninni, sem er 28
dálksentimetrar, fylgir 36 dálk-
sentimetra listi með nöfnum
umræddra lækna og heimilisfangi.
Það er satt að segja talsverður
fengur að þessum nafnalista.
Nokkrir þessara lækna hafa aug-
ljóslega tiltölulega nýlega skipt um
heimilisfang. Heimilisfang enn ann-
arra hefur hingað til ekki verið
opinbert. Enn meiri fengur hefði
verið að þessum nafnalista ef fýlgt
hefðu símanúmer læknanna, þar
sem sumir þeirra hafa hingað til
kosið að leyna bæði því og heimilis-
fangi. Þakklátir sjúklingar og
bjórunnendur eiga nú hægar með
að votta þeim þakklæti sitt.
Um ályktunina sjálfa er það að
segja, að hún ber öll merki þess
að vera flausturslega samin. Það
er látið að því liggja, að hún styðj-
ist við athuganir á vísindalegum
rannsóknum. Hugboð mitt er hins
vegar (og innra með mér fullvissa),
að höfundur (höfundar) hafí í raun
aðeins haft eina heimild tiltæka,
þegar umræddri ályktun var
flaustrað saman. Hér er átt við
Læknablaðið, sem vitnað er til, eða
nánar til tekið 8. tbl. 15. okt. 1987.
Þar birtist annars vegar faralds-
fræðileg rannsókn á skorpulifur á
íslandi eftir læknana Hafstein
Skúlason, Finnboga Jakobsson og
Bjama Þjóðleifsson og hins vegar
leiðari um skorpulifur á íslandi eft-
ir Tómas Áma Jónasson. Það er
athyglisvert, að enginn þessara
lækna er í hópi 133-menninganna,
og erfítt á ég með að ímynda mér,
að það sé þeim sérstakt gleðiefni,
hvemig umræddar greinar þeirra
em misnotaðar til að styðja fram-
komið bjórfrumvarp á Alþingi,
fluttu af þremur nýgræðingum þar
og einum reynslumeiri.
Ég ætla, að títtnefnd ályktun sé
samin af einum, e.t.v. tveimur eða
þremur læknum, þrátt fyrir að hún
birtist í nafni 133. Af þessum 133
læknum em 4 heimilislæknar og 6
geðlæknar, en allir hinir em sér-
fræðingar á sjúkrahúsum og
læknastofum í hinum ýmsu sér-
greinum læknisfræðinnar. Það er
Jóhann Tómasson
löng lenzka og út af fyrir sig ekki
alveg vansalaust, og þeir einir þykja
gjaldgengir í ýmsum umræðum
(læknisfræði, félagsfræði, hagfræði
o.s.frv.), sem skreytt geta sig við-
eigandi orðum og titlum. Hér
bregður hins vegar svo við, að 133
læknar gefa sig út fyrir að vera
'i;
RIMA AUSTURSTRÆTJ4
RÍMA LAUGAVEGI 89’
S.WAAGE KRINGLAN-S.W
v AXEL Ó LAUGAVEGI
FATAVALKEj
Pl 22453 $
ÍE DOMÚS MEDICA - AXEL
IjÖPPSKÓRINN VELTUSUN
K;- SKÓBÚÐ SELFOSS - É
USSONIVE!
'
W ■ •
K • M
“ r
li . M
iíT’ sgl'jiÉllp ■ Í ■ :S
gp- J|i
r m
Jm:; %
p&r " H
■rray,' • I
œBSSBzb' . ■' J
féSl' 'I
Ev ■
annað og meira en þeir em í raun
og vem. Allir em þeir vafalítið hin-
ir fæmstu fagmenn á sínu sviði,
en þungavigtarmenn em þeir ekki
í áfengismálum — ekki einn einasti
þeirra. Hugsanlega yrðu 3—4 gjald-
gengir í fluguvigt.
Umrædd ályktun er hrákasmíð
og það vekur furðu mína, að sóma-
kærir kollegar skuli leggja starfs-
heiti sitt við slíka ritsmíð
jafnhugsunarlaust og hér virðist
hafa verið gert. Annað mál er, hvort
þeir styðji bjórfrumvarpið af öðmm
ástæðum.
Höfundur er heilsugæzlulæknir á
Reykjolundi.
Kirkjugarðar
Reykjavíkur:
Aðstoð
við kirkju-
garðsgesti
STARFSMENN kirkjugarðanna
aðstoða, eins og undanfarin ár,
fólk sem hugar að leiðum ástvina
sinna. Á Þorláksmessu og að-
fangadag verða talstöðvabflar
dreifðir um Fossvogsgarð og leið-
beina fólki i samvinnu við skrif-
stofu Kirkjugarða Reykjavíkur i
Fossvogi, sem verður opin til
klukkan 16 á Þorláksmessu og 15
á aðfangadag.
í Gufunesgarði og Fossvogsgarði
verða starfsmenn einnig til aðstoðar
og sérstakar strætisvagnaferðir
verða að Gufunesgarði. Á aðfanga-
dag verða famar tvær ferðir, frá
Lækjartorgi klukkan 10.30 og 14,
frá Hlemmi klukkan 10.35 og 14.05
og frá Grensásstöð klukkan 10.45
og 14.15. Vagnamir btða meðan far-
þegar fara í garðinn.
Það auðveldar mjög alla aðstoð
ef garðsgestir vita viðkomandi leiðis-
númer. Þeim sem ekki vita það er
bent á að hafa samband sem fyrst
við skrifstofu Kirkjugarða
Reykjavíkur í síma 18166 og hafa
númerið á takteinum þegar í garðinn
er komið.
Tekinn verður upp einstefnuakstur
að Fossvogskirkjugarði og lögregla
leiðbeinir vegfarendum og stjómar
umferð, segir í fréttatilkynningu frá
Kirkjugörðum Reykjavíkur.
Vandaðir skápar með hillu fyrir myndband
og myndbandslykil. Skúffa fyrir spólur.
Stgr.verð kr. 11.000,-
VMHÚSGÖGN
Armúla 8, ilmi 82276
Sjónvarpsskápar