Morgunblaðið - 22.12.1987, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. DESEMBER 1987 .
23
Bakka og Stekkjahverfi verði
það blómlegasta í Reykjavík
eftirHelga
Steingrímsson
Á aðalfundi sjálfstæðismanna í
Bakka- og Stekkjahverfi nýlega vald-
ist til starfa fðlk sem er staðráðið í
að framgangur flokksins verði hvað
mestur.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur falið
okkur að gæta hagsmuna sinna í
Breiðholti I og þar með umboð til
að vinna hverfinu og íbúum þess eins
mikið gagn og við mögulega getum.
Undanfarin ár höfum við gert
það, þó að stundum höfum við átt
erfítt uppdráttar vegna stjómmála-
skoðana hinna ýmsu aðila, en núorðið
horfír allt til betri vegar enda sér
fólk að við viljum vel og vinnum af
kappi.
Við sjálfstæðismenn höfum tekið
upp þá aðferð til að koma sjónarmið-
um okkar á framfæri, að fara til
fólksins. Elskuleg hjón í Breiðholti I
höfðu heimboð fyrir sína vini og
kunningja og þeim datt í hug að fá
núverandi iðnaðarráðherra, Friðrik
Sophusson til að tala við sig og sína
gesti ( klukkutíma um þau mál er
efst voru á baugi á þeim tíma. Þetta
var einkar fjörlegt og voru allir við-
staddir sammála um að af þessu
mætti meira gera, eiginlega bráð-
nauðsynlegt, því hvergi er komið að
tómum kofanum þegar Friðrik á í
hlut.
Mig langar aðeins til að fara örf-
áum orðum um hverfíð sjálft. Breið-
holt I skiptist í Stekki, en þar eru
einbýli, og Bakka, en þeir skiptast í
raðhúsahverfí frá Arnarbakka að
Stekkjarbakka og svo fjölbýlishús
innan Amarbakka.
Það þarf ekki annað en að opna
símaskrána aftast og sjá kort af
Breiðholti I og sjá hversu vel götun-
um er raðað í stafrófsröð og einstak-
lega auðvelt að rata þar um.
Einnig er hverfíð mjög vel skipu-
lagt og verslun og þjónusta staðsett
á þrem aðskildum og áberandi stöð-
um. Ber þar fyrst að telja Mjóddina
sem ört er að byggjast upp og segja
má að frumkvöðlar þar séu Lands-
bankinn og verslunarmiðstöð sú er
Víðisbræður reistu af alkunnum
dugnaði og snilld. Telja má fullvíst
að Mjóddin á eftir að verða með
sterkustu athafnapunktum Reykja-
víkur og því sá vettvangur er áhersla
skal lögð á fyrirmyndar fyrirtæki í
verslun og þjónustu enda bendir nú
allt til að svo verði. Varla er langt í
að þar verði fáanlegt flest það er
fólk í Breiðholti I þarf í dag að sækja
niður í bæ. Við Amarbakka er Breið-
holtskjör sem hefur um árabil verið
rekið af þekktum og ósérhlífnum
feðgum og ýmsar verzlanir aðrar og
við Leirubakka em einnig verslanir
er þjóna suðurhluta hverfisins en
þessir tveir síðasttöldu verslunar-
staðir em kaupmennimir OKKAR
er leggja uppúr hinni persónulegu
þjónustu við hvem einstakan og er
vel að starfsemi þeirra er með ágæt-
um.
Bakka- og Stekkjahverfí er þekkt
fyrir hversu mjög íbúar þess hafa
lagt sig í líma við að lagfæra híbýli
sín og umhverfi sér, gestum og gang-
andi til ánægju og altítt er að fólk
hafí orðið að bijóta hús sín niður að
meira eða minna leyti vegna steypu-
skemmda og byggja þau svo upp
aftur og má með sanni segja að nú
séu þau betri en ný.
Það er mjög gott að vera með
böm í Bakka- og Stekkjahverfí því
innan hverfísins er engin umferð
vélknúinna ökutækja leyfð og fólk
getur verið ömggt um ungana sína.
Nú stendur til hjá borgaryfirvöld-
um að setja við Amarbakka glæsileg-
an skrúðgarð í miðju hverfínu, eða
þar sem malareyðimörk sú er sem
áður þjónaði sem knattspymuvöllur
ÍR-inga, og mun þessi framkvæmd
kosta geysimikið fé og engin spum-
ing hvar kórónan verður á þessu
myndarlega hverfí.
Uppdráttur og teikningar af fyrir-
huguðum skrúðgarði verða til sýnis
í Breiðholtskjöri og Nýjagarði og er
æskilegt að heimamenn kynni sér
málið vel og geri sínar athugasemdir
ef þeir hafa einhveijar. Þetta mál
Yfirlitsmynd af Breiðholti I.
„Eitt af þeim málum er
snerta okkur öll mikið
eru málefni kirkjunnar
og skyldi margur ætla
að hún ætti að hafa for-
gang hvað snertir að
afla peninga fyrir frá-
gangi á henni og
nánasta umhverfi. Það
VERÐUR að finna
henni fjáröflunarleiðir
og þvi sjálfsagt að öll
starfandi félög í hverf-
inu taki höndum saman
um það verðuga verk-
efni.“
er mál íbúanna ALLRA.
í upphafí var gert ráð fyrir lög-
reglustöð í Mjóddinni en einhverra
hluta vegna er hún enn ekki komin
og væri fróðlegt að fá að vita hvað
teíur. Samkvæmt skipulagi er skipti-
stöð fyrir SVR væntanleg á þennan
stað eða með öðmm orðum annar
Hlemmur svo að sannarlega er ekki
vanþörf á aukinni löggæslu.
Skólinn okkar við Amarbakka er
táknrænt dæmi um fjársvelti því oft
er skorið við nögl er síst skyldi og
einkennilegt að hið margumrædda
RÍKI skuli ekki fylgja fordæmi þegna
sinna með því að hlúa betur að skatt-
borgurum framtíðarinnar.
íþróttaaðstaða ýmiskonar hefúr
oft borið á góma og er hinn marg-
frægi sundlaugarpyttur við Breið-
holtsskóla sýnishom af framtaks-
seminni og þurfa íbúar í Breiðholti
I ennþá að sækja aðstöðu til íþrótta-
iðkana í önnur nálæg hverfi og er
það miður og bendir fátt til bóta.
Þetta er stærra mál og meira áríð-
andi en mörg önnur ef litið er til
framtíðar.
Umgengni um hverfíð hefur þvl
miður ekki verið til fyrirmyndar enda
fara um hverfið fleiri en íbúar þess.
Hreinsunardeild Reykjavíkurborgar
hefur ættð verið boðin og búin að
aðstoða okkur við hin ýmsu tækifæri
og nemendur í Breiðholtsskóla hafa
af eigin frumkvæði tekið til í kringum
skólann og nánasta umhverfí einu
sinni í viku.
Eitt af þeim málum er snerta okk-
ur öll mikið em málefni kirkjunnar
og skyldi margur ætla að hún ætti
að hafa forgang hvað snertir að afla
peninga fyrir frágangi á henni og
nánasta umhverfi. Það VERÐUR að
fínna henni fjáröflunarleiðir og því
sjálfsagt að öll starfandi félög í
hverfínu taki höndum saman um það
verðuga verkefni.
Einnig gæti þar orðið vakning
fyrir heill Breiðholts I að félögin
fyndu samstarfsgmndvöll á mun
fleiri sviðum.
Það hefur verið rætt að fulltrúar
í borgarstjóm og þá jafnvel alþingis-
mennimir okkar komi í hverfíð til
skrafs og ráðagerða við íbúana og
þar gætu heimamenn komið með
spumingar og tillögur varðandi
Breiðholt I eða annað sem þeim ligg-
ur á hjarta í það skiptið. Því miður
vantar okkur ennþá félagsaðstöðu til
þeirra hluta og annarra en vinnum
að þvi hörðum höndum að eignast
hana sem allra fyrst.
Við sjálfstæðisfólk í Breiðholti I
setjum metnað okkar i það að Bakka-
og Stekkjahverfi verði á næstu ámm
það líflegasta og blómlegasta í
Reykjavík, íbúum þess og öðmm til
ágætis þvi að við vitum að þegar á
reynir er samtakamáttur íbúanna
með eindæmum góður en það er ein-
mitt hann sem lyftir Grettistökum
þegar ráðist er í stórvirki.
Það er því með mikilli bjartsýni
er við litum á starfsárið framundan
og vinnum með fullum hug og
ánægju að þvi er Sjálfstæðisflokkur-
inn fól okkur að gera.
Höfundur er formaður Sjálfstæð-
isfélagsins í Bakka- ogStekkja-
hverfi.
Hægindastóll
með ruggu og
snúning.
Staðgreiðsluverð
kr. 12.500.-
VALHUSGOGN
ARMÚLA 8. SIMI 82275.
$
flö PIOIMEER
ÚTVÖRP
Pórbergur Pórðarson:
Mítt rómantíska æðí
Þetta eru dagbe2kur, bréf og önnur óbirt
rit Þórbergs frá árunum 1918-1929, eins
konar framhald af Ljóra sálar minnar sem
út kom í fyrra. Hér er kímní og strákskapur
Þórbergs upp á sitt besta. Hann var einstakur
bréfritari og í bókinni er að finna mörg
skemmtileg- sendibréf sem hann skrifaði
vinum sínum á þriðja áratugnum. flest til
Vilmundar Jónssonar landleeknis. Þá eru bírt
dagbókarbrot úr hinum frægu orðasöfnunar-
leiðöngrum Þórbergs og frásögn af fýrstu
utanlandsferð hans þar sem hann dvaldi
fyrst í Englandi en sótti svo alþjóðaþing
guðspekinga í París. Hér eru líka birtir
fyrirlestrar um guðspeki, jafnaðarstefnu,
esperanto og önnur hugðarefni Þórbergs.
Mesta forvítni munu þó eflaust vekja bréf
sem varpa Ijósi á tilurð Bréfs til Láru og þá
ekki síður á hin sterku viðbrögð sem bókin
vakti.
Helgi M. Sigurðsson tók safnið saman.
það er 213 bls., prýtt 50 gömlum Ijósmynd-
um sem margar hverjar hafa ekki birst áður.
Verð: 2.490,-
Mál og menning Eð