Morgunblaðið - 22.12.1987, Side 31

Morgunblaðið - 22.12.1987, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. DESEMBER 1987 31 Stefán íslandi - „Áfram veginn...“ Heildarútgáfa með söng Stefáns Islandi KOMIN er út heildarútgáfa með söng Stefáns íslandi. Hér er um að ræða 4 hljómplötur, alls 62 lög og aríur sem taka yfir 3 klst. í flutningi. Þetta er ítarlegasta útgáfa sem nokkum tíma hefur verið gerð með íslenskum söngvara, enda eru hér samankomnar nær allar upptökur sem til eru með söng Stefáns. Upptökumar spanna rúmlega 20 ára tímabil eða frá 1936 og 1958. A plötunum er fjölbreytt tónlist, íslensk og erlend, einkum ítölsk, ásamt óperutónlist. Þar er að finna margar perlur tónlistarinnar í ein- stökum flutningi Stefáns. Stefán íslandi óperusöngvari. Reynt hefur verið að gera útgáfu þessa sem veglegasta og vel hefur verið vandað til allra verkþátta. Mikil vinna fór í að safna saman öllum upptökum sem þekktar em með Stefáni og tók nokkra mánuði að ná þeim öllum saman. Margar upptökumar voru upphaflega gefn- ar út á 78 snúninga plötum en 25 upptökur hafa ekki komið út áður. Þeir Trausti Jónsson, veðurfræð- ingur, og Þorsteinn Hannesson, söngvari og fyrmrn tónlistarstjóri útvarpsins, hafa valið upptökumar á plötunni og eiga miklar þakkir skildar fyrir gott og- vandasamt starf. Þórir Steingrímsson tækni- maður sá um alla tæknivinnu og gerði það af mikilli kostgæfni. Útgefandi er Taktur hf. í sam- vinnu við Ríkisútvarpið. (F réttatilkynning.) Fyrsta mynd- bandið með klassískri tónlist FYRSTA íslenska tónlistarmynd- bandið með klassískri tónlist hefur verið gefið út, og inniheldur það þrjú lög af nýútkominni hljóm- plötu Símonar H. ívarssonar, gitarleikara, og Dr. Orthulf Prunner, orgelleikara. Lögin eru „Vaknið, Síons verðir kalla" eftir J.S. Bach, og tveir þættir út konsert í G-dúr eftir A. Vivaldi. Upptökur voru gerðar í Dómkirkjunni og er myndbandið framleitt af Kvik- myndagerðinni Sýn hf, að því er segir Dr. Orthulf Prunner, orgelleikari, og Símon H. ívarsson, gítarleikari í fréttatilkynningu. Sparisjóður félag íslands hf og Tímaritið Hár og Reykjavíkur og nágrennis, Eimskipa- fegurð studdu gerð myndbandsins. Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson Ritnefnd bókarinnar talið frá vinstri: Kári Arnórsson, Steinþór Gests- son en hann skráði söguna og Kristján Guðmundsson. Saga Landssambands hesta- mannafélaga komin út: „I morgun ljómann________“ „í morgun ljómann ...“, saga Landssambands hestamannafé- laga, er komin út. Útgáfudagur bókarinnar var átjándi desember sem er stofndagur samtakanna. Samtökin eru nú þijátíu og átta ára gömul en „í morgun ljóm- ann___“ spannar yfir fyrstu þijátíu og fimm árin. Bókin er skráð af Steinþóri Gestssyni frá Hæli en ásamt honum voru í rit- nefnd þeir Kristján Guðmunds- son og Kári Arnórsson. Megintilgangur með skráningu og útgáfu sögu LH var að forða frá glatkistunni aðdragandanum að þessum merku tímamótum sem stofnun LH var í sögu íslenska hestsins áður en þeir menn féllu frá sem voru með frá upphafi. Steinþór Gestsson var einn af stofnendum LH auk þess sem hann var formað- ur LH í tólf ár og þekkir hann sögu sambandsins best af núlifandi mönnum. „í morgun ljómann ...“ hefur að geyma frásögn um þróun hesta- mennskunnar frá 1949 og segir frá baráttu frumheijanna fyrir endur- reisn íslenska reiðhestsins, eins dýrmætasta gimsteins þjóðarinnar. Hestamenn standa í mikilli þakkar- skuld við þessa hugsjónamenn," eins og segir í fréttatilkynningu frá útgefanda sem er LH. Öll vinnsla bókarinnar fór fram í Prentsmiðj- unni Odda. Fjöldi mynda er í bókinni sem tengjast sögu LH og þróun hestamennskunnar en teikningar eru eftir Pétur Behrens tamninga- mann og teiknara. FÁÐU ÞÉR BIRGÐIR í FRYSHNN 3 STÆRÐIR 7 BRAGÐ- TEGUNDIR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.