Morgunblaðið - 22.12.1987, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. DESEMBER 1987
33
Afganistan:
Hersveitir ráð-
ast á umsáturs-
menn Khost
Islamabad, Reuter.
UM 900 manna stjórnarhersveitir
hafa brotist gegnum mikilvœgt
fjallaskarð í árás sem ætlað var
að binda enda á umsátur upp-
reisnarmanna við borgina Khost
í austurhluta Afganistans, að
sögn afganskra útlaga í gær.
Sveitirnar eru enn um 50 kíló-
metrum frá Khost, og að sögn
Najibullah forseta vofir hungurs-
neyð yfir íbúum borgarinnar, sem
eru um 40 þúsund, vegna umsát-
urs skæruliðanna.
Þúsundir stjómarhermanna hafa
undanfamar vikur reynt að bijótast
niður aðalveginn frá Gardez, höfuð-
stað Paktia. Síðasta árásin kemur í
kjölfarið af viðvömn Najibullah for-
seta, fyrir þrem vikum, um að
umsátrið yrði stöðvað með hervaldi.
Árásarsveitimar komu frá fjórum
herstöðvum til að veija fjallaskarðið
sem er 10 til 12 kílómetrum frá
Gardez, að sögn afganskrar upplýs-
ingamiðstöðvar sem hefur bækistöðv-
ar í Pakistan. Miðstöðin hefur eftir
yfirmanni skæruliðanna að ti'u upp-
reisnarmenn hafi látist en hún hafði
engar upplýsingar um mannfall her-
sveita stjómarinnar. Ennþá væri
barist af mikilli hörku og mikil stór-
skotaárás væri gerð á skæruliðana.
Khost er nálægt pakistönsku
landamærunum og mikilvægum
birgðaleiðum skæmliða. Skæmlið-
amir hafa haldið vegum lokuðum
síðan árið 1979. Þar til fyrir þremur
mánuðum hafði borgin og virkið
fengið birgðir loftleiðis og frá Pak-
istönum sem fluttu vömr yfir landa-
mærin, en nú hafa skæruliðamir
komið í veg fyrir að matarbirgðir
bæmst til þorpsins. Skæmliðamir em
vopnaðir bandarískum Stinger-flug-
skeytum og hafa stöðvað allar lofts-
amgöngur til þorpsins.
Lundúnum, Reuter.
MARGARET Thatcher, forsætis-
ráðherra Bretlands, og Míkhaíl
Gorbatsjov, aðalritari sovéska
kommúnistaflokksins, urðu hlut-
skörpust í vinsældakönnun sem
Gallup-fyrirtækið stóð að í Bret-
landi frá 30. nóvember til 8.
desember. 966 manns voru spurðir
hvaða karlmanni og kvenmanni
þeir dáðust mest að.
Móðir Theresa lenti í öðm sæti í
vinsældakönnuninni, Elizabeth Breta-
drottning í þriðja og Anna dóttir
hennar í fjórða. Irski söngvarinn Bob
Reuter
Sovésku geimfararnir Anatólíj Levtsjenko, Vladímir Títov og Musakhi Manarov skömmu fyrir geimsko-
tið í gær. Títov og Manarov munu taka við störfum tveggja manna áhafnar sovésku geimstöðvarinnar
Mir sem er á braut um jörðu.
Sovétríkin:
Sojuz-TM4 leggur upp
í sögulega geimferð
f fyrsta skipti verður að fullu skipt um áhöfn geimstöðvar
Míkhaíl Gorbatsjov ræðir við Margaret Thatcher þegar hann kom
við i Bretlandi á ferð sinni til Bandaríkjanna fyrir skömmu.
Thateher og Gorbatsjov hlut-
skörpust í vinsældaköiuiun
Geldof, sem stóð að Band Aid-hljóm-
leikunum, lenti í öðm sæti á eftir
Gorbatsjov. Terry Waite, sem hvarf í
Líbanon fyrir ellefu mánuðum, varð
í þriðja sæti, Karl Bretaprins í fjórða
og Jóhannes Páll páfi í fimmta.
Ennfremur var valið um vinsælustu
íþróttamennina og varð ballskák-
meistarinn Steve Davis í fyrsta sæti
og kappakstursmaðurinn Nigel Mans-
ell í öðm. Spjótkastarinn Fatima
Whitbread var síðan valin dáðasta
íþróttakonan.
Moskvu, Reuter, AP.
ÞRÍR sovéskir geimfarar um
borð í Sojuz TM-4 geimflaug
lögðu í gær upp í ferð til Mir-
geimstöðvarinnar sem er á braut
um jörðu. Gert er ráð fyrir að á
morgun muni þeir lenda flaug
sinni við hlið geimstöðvarinnar.
Þar munu þeir hitta fyrir Júrí
Romanenko sem nýverið setti
nýtt geimdvalarmet og félaga
hans Alexander Alexandrov. Ro-
manenko og Alexandrov munu
halda til jarðar viku síðar ásamt
Levtsjenko, flugmanni Sojuz-
geimflaugarinnar. Verður þetta
í fyrsta skipti sem slík áhafnar-
skipti fara fram úti í geimnum.
Andartaki eftir geimskotið sem
átti sér stað klukkan átján mínútur
yfir ellefu að íslenskum tíma mátti
í beinni útsendingu sjá geimfarana
þijá, Vladimír Títov, leiðangurs-
stjóra, Musakhi Manarov og
Anatólíj Levtsjenko senda stjóm-
stöðinni í Baikonur-geimstöðinni í
Kazakhstan boð um að allt hefði
gengið vel. Er geimflaugin skaust
upp í himinhvolfið sáu sjónvarpsá-
horfendur hvar rússnesk „ma-
trúska“ (trébrúða) sveif um í
þyngdarleysi inní geimflauginni.
Mir-geimstöðin var tekin í notk-
un í febrúar á síðasta ári. Henni
er ætlað að vera fyrsta geimstöð
sögunnar sem ætíð er mönnuð.
Romanenko sem dvalist hefur 318
daga úti í geimnum hefur sagt að
hann sé kominn með heimþrá. Gert
er ráð fyrir að hann og félagi hans
verði komnir heim til jarðar áður
en nýja árið gengur í garð.
í dagblaðinu Izvestiu var greint
frá því í gær að í september árið
1983 hefðu slík áhafanarskipti
einnig verið reynd en án árangurs.
Títov sem nú er leiðangursstjóri var
þá annar tveggja geimfara sem
björguðust er kviknaði í geimflaug.
í flugtaki. Fyrr það sama ár hafði
Títov bjargast giftusamlega er hann
átti að lenda geimflaug_ sinni við
geimstöðina Saljút-7. Á síðustu
stundu sá hann fram á árekstur við
geimstöðina og tókst að sveigja
flaug sinni á braut og aftur til jarð-
ar.
Næsta stóra skref í geimferðaá-
ætlun Sovétmanna verður stigíð á
næsta ári er geimfeijan Energia
kemst í gagnið.
Suður Kórea:
Grunaða konan
rýfur þögnina
Reuter
Samkomulagi um eftírlit fagnað
Geoffrey Howe utanríkisráðherra Bretlands óskar Leoníd Zamjatín sendiherra Sovétmanna til
hamingju eftir að þeir höfðu skrifað undir formlegan samning í framhaldi af afvopnunarsamkomu-
lagi risaveldanna. Samningurinn kveður á um að Sovétmenn megi fylgjast með þvi að bandariskar
stýriflaugar verði teknar niður af skotpöllum í Molesworth og Greenham í Englandi.
Seoul, Reuter.
SUÐUR-KÓRESKA samgöngu-
ráðuneytið greindi frá því á
laugardag að flugvélin sem týnd-
ist við Burma hefði farist í
sprengingu á lofti og kóreska
ríkisútvarpið sagði frá því að
konan sem grunuð er um að hafa
falið sprengju í flugvélinni hefði
rofið þögn sína.
Talsmaður samgönguráðuneytis-
ins sagði á laugardag að yfirvöld
væru sannfærð um að flugvélin hefði
verið eyðilögð á flugi eftir að flakið
hefði verið rannsakað. Hann sagði
ennfremur að stjómin væri þess full-
viss að enginn hefði komist lífs af
úr flugvélinni.
Sama dag greindi kóreska ríkisút-
varpið frá því að asíska konan, sem
grunuð er um að hafa ásamt eldri
manni falið sprengju í vélinni, hefði
náð sér eftir sjálfsmorðstilraunina
og byijað að tala við rannsóknar-
mennina. Útvarpið hafði eftir
rannsóknarmönnunum að konan
hefði sagst vera annaðhvort japönsk
eða kínversk en ekki kóresk. Suður-
kóresk dagblöð hafa lýst henni sem
„lifandi flugrita", sem gæti varpað
ljósi á þá kenningu yfirvalda að Bo-
eing-flugvélin hefði verið eyðilögð í
sprengjutilræði hryðjuverkamanna,
og að sprengjan hefði þá líklega ver-
ið falin af norður-kóreskum útsend-
Ólympíuleikarnir:
Ungverjar og Austur-
Þjóðverjar taka þátt
Búdapest, Reuter.
UNGVERJAR tilkynntu í gær að
þeir ætli að taka þátt í Ólympiu-
leikunum í Seoul næsta sumar og
skömmu síðar sigldi Ausyur-
Þýskaland í kjölfarið.
M77-fréttastofan ungverska hefur
greint frá því að ungverska ólympíu-
nefndin hafi samþykkt með öllum
greiddum atkvæðum að taka þátt í
Olympíuleikunum og í liði þeirra
verði 210 íþróttamenn. Klukku-
stundu eftir að þessi frétt barst frá
Ungveijalandi kom samskonar frétt
frá ADN, hinni opinberu fréttastofu
Austur-Þýskalands.
Krafa Norður-Kóreumanna um að
hluti Ólympíuleikanna eigi að fara
fram í Norður-Kóreu hafa leitt til
vangaveltna um að kommúnístaríkin,
þar á meðal Sovétríkin og Kína,
hyggist ekki senda lið á leikanna,
líkt og gerðist í Los Angeles árið
1984. Fresturinn til að þiggja boð
um þátttöku rennur út 17. janúar.