Morgunblaðið - 22.12.1987, Side 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. DESEMBER 1987
Danmörk:
Lán og styrkir
til sjómanna
Kaupmannahöfn. Frá Niels Jörgen Bruun, fréttantara Morgunblaðsins.
DANSKA þjóðþingið hefur sam-
þykkt að veita hagstæð lán með
ríkisábyrgð til þeirra sjómanna
sem gera út báta með mikilli
skuld. Einnig var samþykkt að
veita megi styrki til þeirra sem
vilja hætta fiskveiðum og ónýta
báta sinum.
Samþykkt var að veita 100 millj-
ónum danskra króna í ríkistryggð
ián til sjómanna. Úreldingarstyrk-
urinn rennur til sjómanna sem
hætta veiðum fyrir 1. febrúar og
aukagreiðslur fara til þeirra sem
hætta fyrir 1. janúar og veiða ekki
af fiskveiðikvóta næsta árs.
Félagasamtök fískiðnaðarinns
hafa sagt að fjárhæðin sem varið
er sé of lág og minnki bátaflotann
aðeins um 5 af hundraði. Sjómenn
telja sjálfir að flotinn þurfi að
minnka um 30-40 af hundraði til
að fískveiðar verði arðbærar.
Irland:
Skallaörnin fluttur
til baka yfir hafið
Castie-eyju, Reuter.
BANDARÍSKUR skallaörn, sem
fannst úrvinda af þreytu á ír-
landi eftir að hann hafði flogið
yfir Atlandshaf, um 4.800 kíló-
metra, verður fluttur aftur til
sinna upprunalegu heimkynna
með flugvél á næstunni.
Skallaömin er sex mánaða gam-
ali og fyrsti skallaöminn sem sést
hefur í Evrópu, en skallaömin er
sem kunnugt er þjóðartákn Banda-
ríkjamanna. Talið er að foreldrar
hans hafí hrakið hann frá yfírráða-
svæði þeirra og hann hafi síðan
borist yfír Atlandshafíð í hvössum
vestanvindi.
Irskur fálkatemjari hefur hjúkrað
skallaeminum og ætlar að fylgja
honum yfír hafíð nú í vikunni. Flug-
félagið Aer Lingus, sem rekið er
af írska ríkinu, hefur boðist til að
flytja öminn heim. Talsmaður írsku
framkvæmdastofnunarinnar sagði
að sá fugl sem hefði flogið hátt í
5 þúsund kflómetra ætti skilið að
fá far til baka á fyrsta farrými.
„Fuglinn kæmist ekki af úti í náttú-
runni á írlandi og sem dýravemdun-
arsinnar töldum við ekki rétt að
láta hann fara á dýragarð."
Flugher Bandaríkjanna:
Hefðbundnar sprengju-
hleðslur koma í
stað kjarnorkuvopna
BANDARÍKJAMENN ráðgera
að koma fyrir litlum stýriflaug-
um með hefðbundnum
sprengjuhleðslum í fjölda
sprengjuflugvéia af gerðinni
B-52. Ennfremur er áformað
að búa flugvélaraar nýjum
skammdrægum flugskeytum,
sem smíðuð era í Israel. Er
þetta liður i áætlun sem John
T. Chain, hershöfðingi og yfir-
maður kjaraorkuherafla flug-
hersins, hefur sett saman i þvi
skyni að treysta varair Banda-
ríkjamanna á láði og legi jafnt
i Evrópu sem ríkjum þriðja
heimsins. Grundvallarhug-
myndin er sú að hefðbundin
vopn leysi kjaraorkuvopn af
hólmi i sprengjuflugvéliun af
gerðinni B-52.
Mikil lejmd hefur hvflt yfír
smíði nýju stýriflauganna í
Bandaríkjunum. Áætlun Chains
tekur yfír sjö ára tímabil og er
gert ráð fyrir að kostnaðurinn
nemi 3,3 milljörðum Bandaríkjad-
ala (tæpir 120 milljarðar ísl. kr.).
Að sögn háttsettra embættis-
manna bæði innan Bandaríkja-
hers og vamarmálaráðuneytisins
njóta hugmyndir þessar almenns
stuðnings innan hersins. Á hinn
bóginn er áætlað að skera framlög
til vamarmála niður um rúma 30
milljarða dala árið 1989 og þykir
ljóst að talsmenn ráðuneytisins
munu þurfa að veija áætlunina
eigi hún að verða að veruleika.
Bandaríska stýriflaugin er búin
einni mjög öflugri sprengju-
hleðslu. Með henni er unnt eyði-
leggja hemaðarlega mikilvæga
staði, svo sem stjómstöðvar og
birgðageymslur úr 80 kílómetra
flarlægð. ísraelska flaugin, sem
kölluð er „Popeye", er einkum
hugsuð gegn skriðdrekum, stór-
skotaliði, brúm og jámbrautum
og er drægni hennar allt að 80
kflómetrar. Bandaríski flugherinn
hefur tvívegis skotið slíkri flaug
í tilraunaskyni og segja kunnugir
að nákvæmni hennar sé með ólík-
indum.
Kjamorkusveitir flughersins
ráða yfír 240 sprengjuflugvélum
af gerðinni B-52 og er ráðgert
að búa um 150 þeirra þessum
nýju flaugum. Áætlun þessi þykir
sýna að herfræðilegar áherslur
séu að breytast. f fyrsta lagi taki
menn nú hefðbundin vopn fram
yfír kjamorkuvopn. Þó svo ekki
sé efast um fælingarmátt kjam-
orkuvopna telji sífellt fleiri að
ekki verði unnt að beita lqam-
orkuvopnum í þeim átökum sem
líklegast þykir að herafli Banda-
ríkjamanna lendi í, til að mynda
á Persaflóa.
f öðru lagi er nú lögð meiri
áhersla en áður á drægni vopna
til að unnt sé að hæfa skotmörk
án þess að stefna lífí flugáhafna
í meiri hættu en nauðsynlegt er.
Um bæði þessi atriði gildir að
þróa þarf nákvæmari vopn en
áður. Nýju flaugamar era búnar
háþróuðum miðunarbúnaði sem
gerir þær mun öflugari en eldri
vopn sambærilegrar gerðar.
Bandaríkjafloti hefur að und-
anfömu fengið fleiri hefðbundnar
sprengjuhleðslur afhentar í stýri-
flaugar en kjamaodda. Á næstu
tveimur áram er áætlað að land-
herinn komi sér upp eldflaugum,
sem verða sambærilegar og þær
sem áformað er að koma fyrir í
B-52 sprengjuvélunum. Með þeirri
eldflaug mun landherinn geta
unnið tjón í herbúðum óvinarins
langt að baki víglínunnar.
Heimild: TThe New York Times
Dýrt er dósaloftið ^
í Tókýó í Japan er mengunin oft lífshættulega mikil en þar er þó hægt að fá hreint loft. Það er til á dósum
og kostar andardrátturinn um 28 kr. ísl. Rjúka dósimar út eins og heitar lummur og halda auglýsendur
því fram, að hreina loftið eða hreina súrefnið sé allra meina bót. Er blandað saman við ilmefnum og getur
fólk valið á milli piparmintu-, kaffí-, sítrónu- og sveppailms.
Grænland:
Meinað um verulega
hækkun á flugfargjöldum
Nuuk. Frá N J. Bruun, fréttaritara Morgn
DANSKA samgöngumálaráðu-
neytið hefur hafnað beiðni SAS
og Grönlandsfly um 21% far-
gjaldahækkun á flugleiðinni milli
Kaupmannahafnar og Syðri-
Straumsfjarðar og milli Kaup-
mannahafnar og Narssarssuaks.
Sjá Flugleiðir um að fljúga á
milli síðarnefndu áfangastað-
anna á vegum Grönlandsfly.
Samgönguráðuneytið segist að-
eins munu heimila 4-5% hækkun
auk viðbótar vegna aukins lending-
ar- og flugvallarskatts á flugvelli
Bandarikjamanna í Syðri-Straums-
fírði. Er nú búist við, að flugfarmiði
milli Kaupmannahafnar og Græn-
lands, fram og til baka, muni hækka
um 2.300 ísl. kr. og kosti þá alls
38.380 ísl. kr.
Grönlandsfly hefur ákveðið að
kaupa aðra flugvél af gerðinni
DASH-7 en félagið á tvær fyrir.
Það er þó ekki auðhlaupið að því
þar sem Havilland-verksmiðjumar
í Kanada era hættar að framleiða
þessa tegund. Gamlar vélar af þess-
ari gerð era eftirsóttar og því
vandfundnar og verður því reynt
að fá einhveija leigða.
Jól í Kosta Boda
^ r.
iSDSl ] bo: DA
KRINGLUNNI, SÍMI 689122