Morgunblaðið - 22.12.1987, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. DESEMBER 1987
35
Sunday Telegraph:
Norrænar flökkusveitir
flykkjast til Glasgow
Frá önnu Bjamadóttur, fréttaritara Morgunblaðsins.
Verslunarferðir íslendinga til Glasgow voru blaðamatur í Bretlandi
um helgina. Sunday Telegraph birti eftirfarandi frétt eftir David Wa-
stell með ofangreindri fyrirsögn á áberandi stað á sunnudag. Stór
mynd af klyfjuðum íslendingi og stúlku með budduna á lofti fylgdi
greininni. í þýðingu Morgunblaðsins er nöfnum sleppt á þeim, sem
nafngreindir eru i grein breska blaðamannsins.
„Víkingar hafa hafíð innreið sína þeir pöntuðu drykki. Áfengi er dýrt
í Skotland á ný. Þeir koma í þeim
ásetningi að snúa aftur með fangið
fullt af vörum.
Vopn norrænu flökkusveitanna í
dag eru viðskiptalegs eðlis en ekki
hemaðarlegs og fómardýr þeirra em
himinlifandi að sjá þær. Nútíma rán-
skapur er háður með „Weesa“-krítar-
kortum og ferðatékkum. Víkingamir
reka upp herópið „Aaaah! Deben-
harns!" og æða yfír verslunargötur.
Þetta em íslendingar sem hafa
flykkst til Glasgow að undanfömu.
Allt upp í 500 manns komu til borgar-
innar í hverri viku fyrir jólin. Þeirra
Valhöll er að versla í Argyll-stræti,
borða og drekka.
Þeir leggja upp í ferðimar um
borð í vélum Flugleiða, víkingaskip-
um nútímans, af því að þeir fá vömr
í Bretlandi fyrir þriðjung þess verðs
sem þeir þurfa að greiða í Reykjavík.
„Maður þarf bara að kaupa tvenn
jakkaföt, eitt par af skóm, skyrtu og
hálsbindi til að spara Skotlandsferð-
ina,“ sagði NN.
Það bar mikið á íslendingum í
anddyri og á bömm hótelsins Hospi-
tality Inn í síðustu viku. Þeir gista
þar í þijár nætur fyrir 260 pund
(17.420 ísl. kr.) og flugferðimar em
innifaldar í verðinu.
Þeir vom auðþekkjanlegir í and-
dyrinu á bláum augum og brotum í
skyrtum sem aðeins sjást á nýupp-
teknum flíkum. Þeir pöntuðu líka
leigubfla oftar en aðrir. Það kostar
víst 5 pund (330 fsl. kr.) að setjast
upp í leigubfl í Reykjavík.
Inni á Captains Cabin Bar var
hægt að þekkja þá á því hversu oft
á íslandi og sterkur bjór er bannað-
ur. Vodkaflaska kostar 16 pund
(1.070 ísl. kr.) í einokunarverslun
ríkisins og tveir lítrar af rauðvíni
kosta jafn mikið. Heimabrugg er
bannað með lögum. Afleiðingin er sú
að „heima drekkum við mikið af köldu
og heitu vatni," samkvæmt upplýs-
ingum NN.
Þeir drekka svo mikinn bjór og
vodka í Glasgow að jafnvel Skotamir
taka eftir því. Það getur leitt til vand-
ræða. Kona sem hóf að drekka um
borð í vélinni á leið frá íslandi um
síðustu helgi og hætti ekki eftir að
hún lenti eyddi nótt í fangelsi. Vik-
una þar áður flæddi vatn inn á
matstað eftir að kona lét renna í bað
og sofnaði án þess að skrúfa fyrir.
Og tölva í hótelmóttöku skemmdist
þegar íslendingar með drykki í hönd-
unum duttu á hana.
Þrátt fyrir þetta fá þeir ljómandi
meðmæli — „fjári góðir viðskiptavin-
ir“ — frá Timothy Hunt, aðstoðar-
hótelstjóra Hospitality Inn. Hann
telur að þeir auki veltu barsins um
þriðjung, upp í 3.000 pund,“ segir
hann.
Þeir spilla ekki heldur viðskiptalífí
borgarinnar. Fiskur er hið eina sem
þeir kaupa ekki. Sagt er íslendingur
nokkur hafí eytt 7.000 pundum
(469.000 ísl. kr.) á morgunstund í
rafmagnsverslun. Hótelstarfsmenn
fundu seðlaveski sem annar hafði
týnt á bar. Það vom 3.000 pund
(201.000 ísl. kr.) í því.
NN hafði eytt 600 pundum (40.200
ísl. kr.) á þremur dögum og var í
öllu nýju. NN var á ferð í Glasgow
með tveimur dætmm og tengdasyni.
„Við ætluðum ekki að versla en við
fömm héðan með átta ferðatöskur,“
sagði hann. Margir fara út með tóm-
ar töskur og bara fötin sem þeir em
í til að forðast tolla þegar þeir koma
heim. Kaupin verða þarfari fyrir vik-
ið.
Flugvöllurinn í Glasgow minnir
helst á vömhús þegar brottfarartími
nálgast og kenndir íslendingar raða
sér upp með pappírshatta til að skrá
sig inn. „Glasgow" virðist vera farið
að þýða „að versla" á íslensku. Og
það ekki bara á jólavertíðinni.
Það búa aðeins 240.000 manns á
íslandi og hlutimir em ekki lengi að
fréttast. Um 75% allra þorpsbúa á
einum stað á landinu fóm saman til
Glasgow fyrr í vetur. Sagt er að bar-
inn á hótelinu þar sem þeir gistu
hafí verið „líflegur". Framtakssamur
Skoti opnaði nýlega verslun sem heit-
ir „Litla Glasgow" í Reykjavík.
Hvort þetta eykur skilning þjóð-
anna hvorri á annarri er enn á huldu.
„íslendingamir tala skrýtilega, fínnst
þér ekki?“ sagði Robert Mullen sem
ekur flugvallarleigubfl og hefur keyrt
nokkra hópa inn í bæ. „Ég skildi
ekki orð af því sem þeir sögðu."
Þeir sem geta gert sig skiljanlega
gefa kannski óviljandi neikvæða hug-
mynd um lífíð heimafyrir. Þegar
gengið er á þá nefna þeir helst físk
og hreint loft sem jákvæða hluti sem
landið hefur upp á að bjóða.
En fæstir víkinganna í Glasgow í
síðustu viku höfðu tíma til að ræða
málin. NN var í Skotlandi með konu
sinni, tveimur dætmm og bama-
bami. Hann fylltist ákafa og leit
varfæmislega á klukkuna þegar hann
kom út úr Frasers-vömhúsinu með
rafmagnsundrahunda og brunabíla.
Klukkan var 11.30. „Er kominn
bjórtími?" spurði hann vonglaður.
„Nú verðum við að kaupa bjór. Ég
er kominn til Glasgow til að kaupa
bjór.“ En honum varð ekki að ósk
sinni. Fylgdarlið hans var þegar farið
að skyggnast eftir tækifæri til að
versla hinum megin við götuna.
„Aaaah! Evans!" hrópaði það og rauk
yfír götuna."
Skæruliðar kveðast hafa
fellt 100 stj órnarhermenn
Miami, Reuter.
KONTRA-skæruIiðar, sem beijast
gegn stjórn sandinista í Nic-
aragua, skýrðu frá þvi í gær að
hersveitir þeirra hefðu náð þrem-
Klingjandi kristall
Kærkomin gjöf
Crystal Cube
I_I Kimi irvi m X n A k l I A I 7 r* r-r-
KOSTA BODA
v_________------------
BANKASTRÆTI 10, SÍMI 13122
ur bæjum í norð-austurhluta
landsins á sitt vald á sunnudag og
fellt 100 stjórnarhermenn. Tals-
menn vamarmálaráðuneytis
Nicaragua staðfestu að átökin
hefðu átt sér stað en bættu því við
að frásagnir skæruliða væru stór-
lega ýktar.
Leiðtogar kontra-skæmliða skýrðu
frá því í gær að 7.000 menn hefðu
tekið þátt í árásinni á sunnudag og
kváðust þeir hafa náð þremur náma-
bæjum í norð-austurhluta landsins á
sitt vald. Sögðu þeir 100 hermenn
sandinista hafa fallið í bardögunum.
„Ég veit ekki hvort þetta var vfðtæk-
asta árás okkar til þessa en hún var
vissulega sú sérstæðasta," sagði
Adolfo Calero, einn þekktasti leiðtogi
skæmliða, í viðtali við fréttamann
.Reuíers-fréttastofunnar. „Þetta er
þýðingarmikið skref í átt til frelsunar
Nicaragua," bætti hann við. Sagði
hann sveitir kontra-skæmliða hafa
náð bæjunum Bonanza, Siuna og La
Rosita á sitt vald og væri þetta áfall
fyrir sandinistastjómina þar sem
námavinnsla á þessum slóðum væri
mikilvæg telqulind.
Stjómarherinn hefur 75.000 manns
undir vopnum en skæmliðar em tald-
ir um 12.000. Nýlega lýsti Daniel
Ortega, forseti Nicaragua, því yfír
að 600.000 manna varaliðssveitir
væm ávallt í viðbragðsstöðu. Kvaðst
Ortega telja að viðbúnaður þessi
væri í fullu samræmi við áætlun um
leiðir til að koma á friði í Mið-
Ameríkú.
í síðustu viku náðu stjómvöld og
skæmliðar samkomulagi um að lýsa
yfir tveggja daga vopnahléi yfir jóla-
hátíðina. Aðspurður kvaðst Calero
ekki fá séð að átökin á sunnudag
myndu koma í veg fyrir nýja lotu
friðarviðræðna sem áætlað er að hefj-
ist eftir jól. Fyrsta lota viðræðnanna
fór út um þúfur 4. desember er ekki
náðist samstaða um hver væm skil-
yrðin fyrir vopnahléi.
Á laugardag urðu fulltrúar Banda-
ríkjastjómar og þingsins ásáttir um
að veita 8,1 milljón Bandaríkjadala
til kontra-skæmliða. Þá var banda-
rísku leyniþjónustunni (CIA) einnig
veitt heimild til að flytja vopn til
skæmliða fram til 12. janúar
Spánn:
Iranir send-
ir úr landi
Madrid, Reuter.
FIMM íranir voru sendir úr
landi á Spáni og settir um
borð í flugvél til Istanbúl á
sunnudag. Áður hafði fólk-
inu verið neitað um hæli í
Danmörku.
Lögregla sagði að íranimir,
tvær konur, tvö böm og karl-
maður, hefðu verið í haldi á
flugvellinum í Madríd frá því
þau komu frá Danmörku á
miðvikudag. Þar hafði fólkið
beðið um pólitískt hæli.
Önnur konan og karlinn
höfðu reynt að fremja sjálfs-
morð um borð í flugvélinni sem
flutti þau frá Danmörku til
Spánar.
Haiti:
Ný kosn-
inga lög
taka gildi
. Port-Au-Prince, Reuter.
Herstjómin á Haiti hefur
gefíð út ný kosningalög, sem
heimila yfírvöldum að skoða
atkvæði einstaklinga og veitir
hermönnum leyfí til að fara
inní kjörklefa.
Lögin sem birt vom í dag-
blaði stjómarinnar á laugardag
útiloka að aðrir en stjómarliðar
kanni aðstæður á kjörstöðum
og veita yfirvöldum heimild til
að dæma menn í fjársektir og
fangelsi fyrir að hvetja fólk til
að kjósa ekki. Þessi lög virðast
vera til þess ætluð að koma í
veg fyrir að stuðningsmenn
Jean-Claude Duvaliers, fyrrum
forseta, nái kjöri.
Fjórir forsetaframbjóðendur
stjómarandstæðinga hafa kraf-
ist þess að kosningunum sem
eiga að fara fram 17. janúar
verði frestað. Fyrstu kosningar
í 30 ár fóm fram 29. nóvember
síðastliðinn. Loka varð kjör-
stöðum skömmu eftir að þeir
opnuðu þegar vopnaðir menn í
borgaralegum klæðum skutu á
fólk á kjörstöðum.
Nýju lögin gera ráð fyrir að
frambjóðendur prenti eigin
kjörseðla og fari með á kjör-
stað. Þar fer embættismaður
yfir seðilinn. Þegar fólk kemur
til að kjósa biður það um seðil
ákveðins frambjóðanda og fer
með hann í kjörklefa og brýtur
saman. Seðillinn er afhentur
embættismanni sem setur hann
í kjörkassa. Þannig verður
hægt að kanna afstöðu allra
einstaklinga sem nota kosn-
ingarétt sinn.
Úganda og Kenýa:
Tanzanía
reynir að
komaá
sáttum
Kampala, Reuter.
Landamæradeilur sem hóf-
ust milli Úganda og Kenýa í
síðustu viku hafa versnað.
Tveir hermenn frá Úganda
hafa látist í átökunum. Fólk
sem búsett er í nágrenni við
svæðið þar sem átökin brutust
út hefur verið flutt á brott. Að
sögn opinberra aðila í Úganda
vilja stjómvöld f Tanzaníu
freista þess að reyna að koma
á sáttum. Ekki er vitað hváð
kom deilunum af stað.