Morgunblaðið - 22.12.1987, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 22.12.1987, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. DESEMBER 1987 37 3on en yst til hægri eru þau Jón ingum beggja vegna Atlantsála fyrir eitthvað og alveg sérstakt hánorrænt yfirbragð. Ég get þess hér, vegna þess að einmitt þeir norrænir málarar, seyi hafa skynjað töfra heimaslóðanna, hvort heldur það hefur verið á hréint skynrænan óhlutlægan hátt eða hlutlægan, vekja nú mesta forvitni umheims- ins. Og Kristín Jónsdóttir var einmitt í þeim flokki, er lét nánasta um- hverfi og bein hughrif andspænis mikilfenglegri, ljósbrigðaríkri náttúrunni ráða ferð pentskúfsins á dúkum sínum. Hún málaði aðal- lega landslag og blóm — landslagið einkenndist af næmri tilfinningu- fyrir hinum margvíslegu birtuskil- um, sem hún skynjaði á sinn sérstaka hátt og er hennar eigin og sterka framlag til íslenzkrar myndlistar. Hún tók og sérstöku ástfóstri við blóma- og kyrralífsmyndir, en á því sviði mun hún hafa verið afkasta- mest íslenzkra málara um sína daga og ásamt Jóni Stefánssyni gert einna eftirminnilegustu blóma- myndimar. Kristín var svo alla tíð í fylking- arbijósti íslenzkra myndlistar- manna og telst einn ágætasti málari íslendinga á öldinni á sviði lands- lagsmálverks ' og blómamynda ásamt ýmsum vettvangsmyndum, er teljast sumar hveijar lykilmyndir á ferli hennar, svo sem hin annál- aða Þvottalaugamynd f eigu Lista- safns íslands. Þá hélt hún útvarpserindi um myndlistir, sem mikla athygli vöktu, og eru tvö þeirra prentuð aftast í bókinni, auk þess sem vitnað er í þau í sjálfum texta bókarinnar. Þá skal þess getið, að hún var samtíðarmaður helstu brautryðj- enda okkar í myndlistinni, enda aðeins fáum árum yngri, og virtu þeir hana allir mikils, að því er ég best veit. Bækumar um Þorvald og Kristínu eru í öllu útliti og uppsetn- ingu eins hannaðar og þannig séð hinir glæsilegustu kjörgripir. En það eitt skilur á milli þeirra, að Bjöm Th. Bjömsson var allt í senn þaulkunnur list Þorvaldar og vinur hans um árabil, auk þess sem hann hafði þegar skráð heilmikið um list hans og lífsferil, t.d. í bók sinni „íslenzk myndlist". Þá var Þorvald- ur enn á lífi og í fullu fyöri, er hann tók saman bókina, og hafði Bjöm góða samvinnu við hann — átti við hann mörg viðtöl. Hinsvegar verður Aðalsteinn að byija frá granni svo að segja vegna ónógrar þekkingar á list Kristínar og engrar á persónuleikanum né samtíð hennar. Auðvitað geldur bókin þessa og ljóst er, að Aðalsteinn gerir sér þetta ljóst sjálfur, og þannig er það kórrétt hjá Aðalsteini í fyrmefndu viðtali, „að til þess að gera mönnum kleift að vinna svona verk þyrfti að vera til rannsóknarsjóður, sem veitti fé til rannsóknanna“. Þetta er þörf ábending til stjóm- valda, því að ríkið mætti að ósekju koma á móts við hina djörfu útgef- endur listaverkabóka að einhveiju leyti og er þá þessi þáttur sýnu mikilvægastur. Margt má gott segja um val mynda í bókina, en þó hefði yfírveg- aðra og ítarlegra val tvímælalaust verið af hinu góða, og það hefði aukið gildi hennar og hinn mann- lega þátt að láta t.d. módelteikning- amar, sem hún gerði í listaháskól- anum undir handleiðslu prófessors Irminger, sem vora á yfirlitssýning- unni 1980, fljóta með. Það era fá ár síðan ég sá mikla yfírlitssýningu á verkum eins nafntogaðasta mál- ara Dana, Richards Mortensen, á ríkislistasafninu í Höfn, þ.e. öðram en málverkum (teikningum, vatns- lita- og krítarmyndum, grafík, leikhúsverkum o.fl.) og þar vora m.a. nokkrar stórar módelteikning- ar frá námsáram hans, er hann gerði í skóla Bizzie Höyer. Slíkt sér maður einmitt ósjaldan í bókum um heimskunna myndlist- armenn svo og á yfirlitssýningum á verkum þeirra, þótt ekki þyki það fínt hér á útskerinu á Atlantshafi. En það er eitt af því fáa, sem við höfum ekki tekið upp eftir þeim í útlandinu ásamt því að tala og skrifa minna um tilurð einstakra mynda en þess meir um ættir lista- mannanna og persónuleika forfeð- ranna. Hið síðasttalda er sérein- kenni íslendinga, á þann veg sem það er gert. Aðalsteinn Ingólfsson þræðir lífsferil listakonunnar í texta sínum — þjappar saman aðföngum víða að og er óspar á tilvitnanir í aðra. Hann hefur með þessu verki sínu lagt fram mikilsverðan skerf til rit- unar íslenzkrar myndlistarsögu þótt að mínu mati þyki mér tök hans á viðfangsefninu ekki bera vott um djúpa persónulega lifun, og bera meira svip af almennu upplýsinga- streymi og blaðamennsku. En margur verður vafalaust stór- um fróðari um lífsferil og list Kristínar Jónsdóttur við lestur bók- arinnar. Full langt þykir mér og vera á milli ritaðs máls og mynda, sem vitnað er til, og svo er það óþægi- legt að hafa þýðingar úr dönsku aftast í bókinni — með því er les- andinn stöðugt að fletta til og frá í bókinni, sem á að vera öldungis óþarft. Þá sakna ég mjög annáls um líf og listferil Kristínar — fæðingu, nám, giftingu, bameignir, ferðalög, sýningar o.s.frv. En dregið saman í hnotskum þá vegur það þungt, að út er komin glæsileg bók um málarann Kristínu Jónsdóttur frá Amamesi og að fyrstu íslenzku konunni er gerði myndlist að ævi- starfi hefur loks verið skipaður sá sess í listasögu þjóðarinnar, sem henni bar. Er skylt að þakka ölhim, er hér lögðu hönd á plóginn ... Morgunblaðið/Bjöm Blöndal Njarðvíkingar vírða fyrir sér flugvélarflakið sem togarinn Ólafur Jónsson kom með tíl lands. Togari fékk flugvél- arflak í vörpuna TOGARINN Ólafur Jónsson GK 404 kom i gærmorgun til hafnar i Njarðvík með flugvélarflak sem skipveijar fengu i vörpuna er þeir voru að veiðum ofarlega á Eldeyjarbanka, aðfaranótt laugardags. Skúli J. Sigurðsson, deildarstjóri loftferðareftirlits Flugmálastjóm- ár, sagði fullvíst að um sé að ræða flak eins hreyfils vélar af gerðinni Cessna 210, sem var á leið frá Goose Bay í Bandaríkjunum til Frakklands í janúar 1986. Tveir Frakkar vora um borð í vélinni, sem varð bensínlaus og nauðlenti út af Eldey. Báðir mennimir týnd- ust. Fyrir nokkram mánuðum fékk togarinn Vestmannaey VE 54 flak- ið í vörpuna á svipuðum slóðum, náði stélinu um borð með einkenn- isstöfum á, en missti skrokkinn. Að sögn Skúla fundu skipveijar á Ólafí Jónssyni skilríki mannanna tveggja og farangur um borð, en ekki líkamsleifar þeirra. Iðnþróunarsj óður Stofnfundur Fjárfestinga- félagsins Draupnis í gær Ætlað að fjárfesta í starfandi íslenskum fyrirtækjum og verða viðskiptavaki á hlutabréfamarkaðinum IÐNÞRÓUNARSJÓÐUR íslands hefur gengist fyrir stofnun Fjárfestingafélagsins Draupnis ásamt Félagi fsl. iðnrekenda, Landssambandi iðnaðarmanna, Iðnlánasjóði og Verðbréfamark- aði Iðnaðarbanka íslands. Stofnfé félagsins er 150 miiyón- ir króna sem Iðnþróunarsjóður leggur fram að nær öllu leyti en heimild er til stjórnar um að auka hlutafé í allt að 300 miiy- ónir króna. Tilgangur Fjárfest- ingafélagsins Draupnis er samkvæmt samþykktum félags- ins að stuðla að þróun hluta- bréfamarkaðar hér á landi. Á stofnfundi félagsins sem hald- inn var í gær lagði formaður stjórnar Iðnþróunarsjóðs, dr. Jó- hannes Nordal, seðlabankastjóri, á það áherslu að tilgangur félagsins væri ekki hvað síst að efla eiginfj- ármyndun íslenskra fyrirtækja og hlutabréfaviðskipti á íslenskum markaði — verða eins konar við- skiptavaki á hlutabréfamarkaðin- um, auk þess að stuðla að því að gera hlutabréfaeign að verulegum hluta af spamaði almennings hér á landi. Jóhannes sagði að Draupni væri því ekki ætlað að verða fjár- málastofnun með áhættufjármagn handa fyrirtækjum í nýjum at- vinnugreinum heldur ætti það fyrst og fremst að fjárfesta í starfandi fyrirtækjum á markaðinum. Jóhannes Nordal gat þess að á vegum Verðbréfaþings íslands væri nú verið að vinna að undir- búningi reglna um skráningu hlutabréfa á þeim vettvangi og einnig að ráðnir hefðu verið erlend- is sérfræðingar til að gera víðtæka athugun á því hvað þyrfti að koma til hér á landi til að hlutabréfa- markaður yrði að veruleika. Sagði Jóhannes að þegar þetta hvort tveggja lægi fyrir, sem hann kvaðst vænta að gæti orðið með vorinu, þá gæti starfsemi félagsins hafist fyrir alvöra. Friðrik Sóphusson, iðnaðarráð- herra, fagnaði því framtaki sem stofnun þessa félags væri fyrir atvinnulífíð. Hann minnti á að í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinn- ar væri gert ráð fyrir því að vinna að sölu á ríkisfyrirtækjum. Hann kvað hins vegar ljóst að í ýmsum tilfellum yrði erfítt að koma slfkri HLUTHAFAR í Fjárfestingarfé- lagi íslands hf. samþykktu í gær á fundi að auka hlutafé í félaginu nm 50 milljónir króna. Hlutafé fyrir aukninguna er tæplega 60 milljónir króna. Gunnar Helgi Hálfdánarson, framkvæmdastjóri Fjárfestingarfé- lagsins sagði að með hlutafjáraukn- sölu um kring nema með því að breyta viðkomandi fyrirtækjum í hlutafélög, jafnvel þótt sérstök lög- gjöf þyrfti að koma til, þar sem allir hlutir í viðkomandi fyrirtælg- um yrðu í eigu ríkisins í byijun. Á eftir mætti hins vegar selja hluti í þessum fyrirtækjum með eðlileg- um hætti á hlutabréfamarkaði og kvaðst hann telja félag á borð við Fjárfestingaférlagið Draupni geta orðið mikilvægan þátt í þessari viðleitni ríkisstjómarinnar. Á stofnfundinum í gær vora þeir Ragnar Önundarson, Tiyggi Pálsson og Sigurður B. Stefánsson lgömir sem aðalmenn í stjóm fé- lagsins en Þorvarður Alfonsson til ingunni væri verið að mæta vaxandi umsvifum fyrirtækisins. Markmiðið er að auka svigrúmið í vaxandi samkeppni á fjármagnsmarkaðin- um. Núverandi hluthafar eiga for- kaupsrétt á nýju hlutafé og rennur frestur þeirra út 1. maí næstkom- andi. vara. Fjárfestingarfélag íslands: Hlutafé aukið um 50 milljónir króna
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.