Morgunblaðið - 22.12.1987, Síða 40

Morgunblaðið - 22.12.1987, Síða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. DESEMBER 1987 FJARSTÝRÐIR BÍLAR MIKIÐ ÚRVAL HAFNARSTRÆTI9« - SlMI 96-27744 AKUREYRI Helgar-og viðskiptaf erðir til Reykjavíkur Ótrúlega hagstætt verð Verðfrákr. 6.859,- Ferðaskrifstofa Akureyrar, Ráðhústorgi 3, sími 25000. Piltur og stúlka Leikstjóri: Borgar Garðarson Leikmynd: Örn Ingi Gíslason Lýsing: Ingvar Björnsson Tónlist: Jón Hlöðver Áskclsson Frumsýning annan dag jóla kl. 17.00 2. sýning sunudaginn 27. des. kl. 20.30 3. sýningþriðjudaginn 29. des.kl. 20.30 4. sýning miðvikudaginn 30. dcs. kl. 20.30 5. sýning fimmtudaginn 7. janúar kl. 20.30 6. sýning föstudaginn 8. janúar kl. 20.30 7. sýning laugardaginn 9. janúar kl. 18.00 8. sýning sunnudaginn 10. janúar kl. 15.00 Ath. brcyttan sýningartima. Forsala aðgóngumiða hafin. G jafakortið gleðor - tilTolin jólagjöf. # Æ MIÐASALA Bf Æh simi 96-24073 laKFéLAG AKUREYRAR flO piorvEEn HUÓMTÆKI Morgunblaðið/Guðmundur Svansson Eldtungnr stódu út um glugga á efstu hæðinni þegar Slökkvilið Akureyrar kom á staðinn. Skemmdir urðu miklar á húsinu. Sjö manna fjölskylda missti heimili sitt í bruna SJÖ manna fjölskylda missti heimili sitt í bruna á Akureyri síðdegis í gær og nemur tjón milljónum króna. Enginn slasað- ist, en húsið er talið ónýtt. Eldsupptök eru ókunn á þessu stigi málsins, en rannsóknarlög- reglan á Akureyri vinnur að rannsókn eldsupptaka. Slökkviliðinu barst tilkynning um bruna í húsinu númer 4 við Kringlu- mýri laust fyrir kl. 16.00 í gær frá iögreglustöðinni. „Við kölluðum út fyrsta útkall og er við vorum á leið- inni á vettvang sáum við hverslags var, mikinn reyk og eld, og báðum þá samstundis um állt slökkviliðið, hátt í fjörutíu manns,“ sagði Tómas Búi Böðvarsson slökkviliðsstjóri í samtali við Morgunblaðið. „Aðkoman var vægast sagt slæm. Húsið er byggt á þremur pöllum, steinsteypt með timburþaki og var mesti reykurinn og eldurinn á efstu hæðinni þar sem meðal annars er stofa og eldhús. Grunur leikur á að eldurinn hafi komið upp þar. Efsti hluti hússins var alelda er við komum og stóðu eldtungum- Tvær bílveltnr og mikil ölvun TVÆR bílveltur urðu á Norður- landi um helgina, önnur í Fnjóskadal og hin í Öxnadal. Lögreglunni á Akureyri barst tilkynning um bílveltu við Hóla í Öxnadal kl. 13.30 á laugardag. Tvennt var í bílnum og voru þau flutt á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Talið er að meiðsl hafi ekki verið alvarlegs eðlis. Bílvelt- an í Fnjóskadal var á móts við Víðivelli. Ökumaður og farþegi voru fluttir á FSA, en ekki voru þó meiðsl talin alvarleg. Að sögn lögregluvarðstjóra var ölvun í bænum með meira móti um helgina en gengur og gerist venju- lega og hafa jólaglöggsboð á ýmsum stöðum spilað þar nokkuð inn í. Fjórtán manns fengu að gista fangageymslur lögreglunnar vegna ölvunar. Umferðin um helgina gekk hinsvegar eins og í sögu þrátt fyrir mikla ös í miðbænum á laugardag- inn, en þá voru verslanir opnar til kl. 22.00. Færi er eins og best verð- ur á kosið hér norðanlands og hefur umferð verið jöfn og þétt það sem af er. Fólk víða að hefur komið til Akureyrar undanfama daga í versl- unarleiðangra og mátti sjá í bænum ófáar bifreiðir með Þ-, Ó- og K- númerum. ar út um alla glugga. Óttast var að böm væru innandyra þegar við komum á staðinn og fór allur okkar kraftur í að komast inn í húsið, slökkva á undan okkur, fará inn og leita af okkur allan grun. Við fórum inn í húsið bæði uppi og niðri, en húsið reyndist mannlaust er við reyndum að brjóta okkur leið inn,“ sagði Tómas Búi. Sjónarvottur sagði að svo virtist sem mikil sprenging hefði átt sér stað og engu líkara en að verið væri að skvetta olíu á eld, svo mik- ill eldur hefði verið í húsinu og geysilegur reykur. Nærliggjandi hús voru ekki í hættu enda var veður stillt og gott á Akureyri í gær. Sjálft slökkvistarfið mun hafa tekið um klukkutíma, en slökkvi- liðsmenn voru ekki komnir í hús aftur fyrr en laust fyrir klukkan 19.00 í gærkvöldi. Vakt átti að vera við húsið í alla nótt. Ein faglærð fóstra hjá bænum eftir 1. apríl — segir Jón Björnsson félagsmálastjóri Akureyrarbæjar TVÆR fóstrur eru nú starfandi hjá Akureyrarbæ sem ekki hafa ennþá sagt störfum sínum laus- um. Báðar þessar fóstrur eru forstöðukonur á sitt hvoru dag- heimilinu, en þann 1. april fer önnur þeirra í barnsburðarleyfi og því mun ein faglærð fóstra starfa sem slík hjá Akureyrarbæ. Útlit er fyrir að loka þurfi tveim- ur dagvistum strax um áramótin þar sem þær verða báðar for- stöðumannslausar þá. Félags- málastofnun Akureyrarbæjar hefur auglýst eftir ófaglærðu fólki til að ganga í forstöðu- mannsstörf gegn undanþágum frá menntamálaráðuneytinu. Jón Björnsson félagsmálastjóri sagð- ist í samtali við Morgunblaðið í gær ekki vera bjartsýnn á að það gengi hinsvegar þar sem það hefði verið reynt áður. Félagsmálastjóri kynnti niðurstöð- ur starfsmatsins sl. föstudag fyrir öllum starfandi fóstrum og í kjölfar þess sögðu fjórar fóstrur í viðbót störfum sínum lausum frá og með áramótum og taka uppsagnimar gildi þann 1. apríl nk. Auðveldara hefði verið að leysa þessi vandræði ef launahækkunin úr starfsmatinu hefði orðið ríflegri, að sögn Jóns. A Síðuseli verður fóstru- og for- stöðumannslaust frá og með ára- mótum og á Flúðum er forstöðumað- urinn að hætta. Hinsvegar Starfa á Flúðum tvær fóstrur fyrri hluta dags, en þær eru meðal þeirra er sögðu upp störfum sínum sl. föstudag. Fé- lagsmálastjóri gerði því ráð fyrir að loka þurfi á Síðuseli og á Flúðum eftir hádegi ef ekkert gerðist sem leyst gæti vandann. „Ég tel það enga lausn að ráða ófaglært fólk til starfa í stað fóstra. Persónulega held ég að fóstrur fáist ekki á því verði sem verið er að reyna að kaupa þær á. Til verulegrar launa- hækkunar þarf að koma. Þetta hefur verið bamingur árum saman og reynt hefur verið að bjarga málum fyrir hom í tíma og ótíma. Ef þessir hlut- ir eiga að vera í lagi þarf einfaldlega að koma til verulegrar kauphækkun- ar fóstra," sagði Jón. Hann gerði ráð fyrir að það ófag- lærða fólk, sem hugsanlega tæki að sér forstöðumannsstörfin, gengi inn í það launakerfi sem faglærðar for- stöðukonur hefðu. Jón taldi að byrjunarlaun þeirra yrðu á bilinu 56 Starfsmatsnefnd Akureyrar- bæjar hefur lokið endurmati á störfum fóstra og er niðurstaðan sú að almenna fóstran hækkar um einn launaflokk og fóstrur í stjórnunarstöðum um tvo launa- flokka frá því sem nú er. Karl Jörundsson starfsmaður nefndarinnar sagði í samtali við Morg- unblaðið að starfsmatsnefndinni væri aðeins ætlað að meta störf fóstranna innbyrðis til stigagjafar. Síðan yrði kjaranefnd að ákveða hvort þær niður- stöður yrðu látnar gilda og hefur sú orðið raunin á. Afgreiðsla kjaranefnd- ar hefur farið fyrir bæjarráð og var samþykkt þar óbreytt. Karl sagði að frá því að kröfur fóstra hefðu komið fram í sumar hefði orðið töluverð breyting á launum þeirra. Þann 1. október sl. hækkuðu fóstrur í stjómunarstöðum, eða for- stöðukonur, um tvo launaflokka. Ný til 58 þúsund krónur og byijunarlaun ófaglærðs fólks, sem tæki að sér störf almennra fóstra, yrðu tæp 50.000 krónur. „Þetta er eingöngu þrautaráð til að reyna að halda deildunum opn- um. Mér dettur ekki í hug að hægt sé að reka dagvistir án fóstra. Það er afskaplega slæmt að þurfa að loka dagvistum á fólk, sem háð er þeim vegna vinnu sinnar, svo við verðum að reyna að kappkosta að gera allt sem í okkar valdi stendur til að koma í veg fyrir lokun,“ sagði félagsmála- stjóri. launatafla kom inn þann 1. desember sl. sem samsvarar einum launaflokki. Endurmat á störfum fóstra hækkar forstöðukonur og yfirfóstrur um tvo launaflokka og síðan kemur eins launaflokkshækkun til viðbótar þann 1. janúar vegna endurskoðunar á kjarasamningi sem fram fór í desemb- ermánuði. Fóstrur í stjómunarstöðum hafa því hækkað um sex launaflokka frá því 1. október sl. og fóstrur al- mennt um fimm þar sem þær fengu eins launaflokks hækkun út úr starfs- matinu en forstöðukonur tvo. „Segja má að þessar hækkanir séu umfram það sem gerst hefur á al- mennum vinnumarkaði. Það munar 3,2% á milli launaflokka. Því hafa fóstrur í stjómunarstöðum fengið 20,77% launahækkun frá þvi 1. októ- ber sl. og almennar, fóstur 17,3% hækkun frá sama tírna," sagði Karl. Starfsmati á störfum fóstra lokið: Forstöðukonur hækk- uðu umfram fóstrur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.