Morgunblaðið - 22.12.1987, Page 42

Morgunblaðið - 22.12.1987, Page 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. DESEMBER 1987 9 Valgerður Krístins dóttir - Minning Fædd 19. marz 1894 Dáin 24. nóvember 1987 í byrjun jólaföstu andaðist í Borgarspítalanum frændkona mín, Valgerður Kristinsdóttir, í hárri elli. Valgerður fæddist í Nýlendu í Hlöð- versneshverfi á Vatnsleysuströnd þann 19. mars 1894. Foreldrar hennar voru hjónin Þorbjörg Jónsdóttir og Kristinn Þorleifsson, sem þar bjuggu. Val- gerður var einkabam þeirra hjóna. Árið 1902 flutti hún með foreldr- um sínum til Reykjavíkur. Fyrstu árin í Reykjavík bjó §ölskyldan í gömlum bæ við Mýrargötu, en árið 1906 keyptu foreldrar hennar hús- eignina Hverfisgötu 66 hér í borg. Þar átti Valgerður heima allt til ársins 1980, er húsið varð að víkja af skipulagsástæðum. Hún lærði snemma að standa á eigin fótum, því móður sína missti hún á ferm- ingaraldri. Tók hún þá við húsmóð- urstörfum og hélt heimili með föður sínum þar til hann andacjist árið 1917. Valgerður fékk snemma áhuga á saumaskap. Árið 1920 hleypti hún heimdraganum og sigldi til Kaup- mannahafnar til náms í kjólasaum. Hún varð mjög fær í iðn sinni og að loknu námi bauðst gott starf við sauma þar í borg, sem hún gegndi til ársins 1939. A þessu árabili kom hún heim til íslands þrívegis. Ætlun hennar var alltaf að setjast að heima á íslandi, en á þeim árum var erfitt að hverfa frá góðri stöðu í Danmörku í allsleysið hér heima. Er heimsstyijöldin braust út árið 1939 var ekki lengur til setunnar boðið og heim skyldi haldið væri þess nokkur kostur. Valgerður var svo lánsöm að komast heim með Esju, í hinni frægu Petsamóferð, sem skipið fór sérstaklega til að ná í íslendinga sem dvöldu á Norðurlöndum. Eftir heimkomuna flutti hún í litla húsið sitt á Hverfísgötunni og stundaði áfram saumaskap. Meðal annars vann hún hjá listakonunni Unni Ólafsdóttur við útsaum á messuklæðum. Mun margur messu- skrúðinn bera handbragði hennar fagurt vitni. Þegar Þjóðleikhúsið tók til starfa árið 1950 réð Valgerð- ur sig til starfa á saumastofuna þar og vann þar samfleytt til ársins 1968. Valgerður var greind kona, dug- mikil og samviskusöm. Hún giftist ekki og átti ekki böm. Hún var vinmörg og frændrækin, lét sér mjög annt um hin mörgu ættmenni sín og bar velferð þeirra fyrir bijósti fram á síðasta dag. Það var alltaf gott að leita til Völu frænku, sjálf gerði hún sér far um að leysa eigin vanda, kvartaði aldrei þótt árin færðust yfir og heilsunni hrakaði. Hún kaus heldur að vera veitandi en þiggjandi. Sjálf- stæði var henni í blóð borið. Síðustu æviárin bjó hún í Austurbrún 6. Þangað kaus hún sjálf að flytja, er hús hennar varð að víkja, og undi þar vel. Úr glugganum gat hún horft út yfir sundin blá og borgina, sem hafði alið hana svo langan dag. Nokkra mánuði fyrir andlátið dvaldi hún á Droplaugárstöðum, sátt við Guð og menn. Hún andaðist þann 24. nóvem- ber. Mér er ljúft að þakka þessari trygglyndu sómakonu samfylgdina. Blessuð sé minning hennar. Gísli Teitsson og 83033 AUSTURBÆR Lindargata 39-63 o.fl. Skipholt 1-38 Skipholt 40-50 Stigahlíð 37-97 VESTURBÆR Fornaströnd Bauganes Nýlendugata Einarsnes Látraströnd Grettisgata 37-63 o.fl. Hverfisgata 4-62 Barónsstígur4-33o.fl. Laugavegur 32-80 o.fl. IHureMnblaMb

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.