Morgunblaðið - 22.12.1987, Side 46

Morgunblaðið - 22.12.1987, Side 46
AUKhf. 91.76/SlA 46 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. DESEMBER 1987 Gœðanna vegna! Jóna OddnýHall- dórsdóttir — Minning Fædd 26. mai 1897 Dáin 13. desember 1987 Amma, Jóna Oddný Halldórs- dóttir, fseddist á Krossi í Fellum 26. maí 1897. Hún var dóttir hjón- anna Halldórs Jónssonar trésmiðs í Ekkjufellsseli í Fellum og konu hans Stefaníu Friðriksdóttur. Var amma tekin í fóstur og ólst upp hjá hjónunum að Urriðavatni í Fell- um. Amma fékk þá menntun sem algengust var á hennar uppvaxtar- árum en auk þess lærði hún klæðskerasaum á Seyðisfirði, s.em átti eftir að koma sér vel þegar hún fór að ala upp sinn bamahóp. Frostaveturinn mikli var henni afar minnisstæður. Harðindi voru mikil um land allt og eldiviður af skomum skammti. Var amma kom- in með liðagigt í hné og fór hún því suður haustið eftir til að leita sér lækninga. Spánska veikin hafði þá lamandi áhrif á allt mannlíf í Reykjavík og í stað þess að fá bót á veikindunum ræður amma sig í vinnu á Vífílsstöðum. Þessi ákvörð- un varð henni örlagarík, því þar kynntist hún afa, Guðbimi Guð- laugssyni frá Sogni í Kjós. Hann var sonur hjónanna Guðlaugs Jak- obssonar bónda í Sogni og konu hans Ragnhildar Guðmundsdóttur. 5 frá Kodak KODAK K4a Ódýr - einföld. Myndavélataska, gullfilma og rafhlöður fylgja. 5 ÁRA ÁBYRGÐ. ^ 9Q0 - KODAK EF Innbyggður Ijósmælir, auðveld filmu- ísetning. Gullfilma og rafhlöður fylgja. 5 ÁRA ÁBYRGÐ. KR _o onn . KODAK MD Sjálfvirk filmufærsla og ASA-stilling. Gullfilma og rafhlöður fylgja. 5 ÁRA ÁBYRGÐ. TILBOÐSVERÐ KR. 4.200 - KODAK AF1 Sjálfvirk filmufærsla, fókus og ASA- stilling. Gullfilma og rafhlöður fylgja. 5 ÁRA ÁBYRGÐ. KR. 6.900.- KODAK AF2 Alsjálfvirk filmufærsla. Sjálfvirkur fókus, flass og ASA-stilling. Sjálftakari. Gullfilma og lithium-rafhlaða fylgja. 5 ÁRA ÁBYRGÐ. KR. 10.400.- 5áxaábyxgð £07 HflNS PETERSEN HF Ferðin suður varð lengri en áætlað var. Amma og afí giftu sig á sumar- daginn fyrsta 22. maí 1920. Alltaf var mjög kært milli þeirra og nutu þau farsældar í hjónabandi. Áttu þau miklu bamaláni að fagna, eign- uðust þau 8 böm sem öll em á iífí. Þau era Ragnhildur Oddný gift Haraldi Hálfdánarsyni, búsett í Reykjavík, Ólafía gift Mósesi Guð- mundssyni, búsett í Hafnarfirði, Dóra Stefanía gift Njáli Svein- bjömssyni, búsett í Reykjavík, Jón Olafur, búsettur í Reyicjavík, Guð- laug Helga ekkja Samsonar Samsonarsonar, búsett í Mosfells- sveit, Gunnar kvæntur Þórdísi Haraldsdóttur, búsett í Reykjavík, Inga Jakobína, búsett í Reykjavík og Svavar, búsettur í Reykjavfk. Afkomendur era nú komnir yfír eitt hundrað. Amma misti mann sinn árið 1958 en hann varð bráð- kvaddur aðeins 68 á gamall. Amma var ákafíega gestrisin og var alltaf gott að koma til hennar. Hún gaf sér alltaf tíma til að tala við okkur bamabömin og þegar langömmubömin bættust í hópinn tók hún ékki síður vel á móti þeim. Áttum við amma oft yndislegar samverastundir. Hin siðari ár var oft rætt um liðinn tíma, þá rifjaði hún upp æskuárin fyrir austan og minntist fóstra sinnar með mikilli hlýju. Einnig ræddum við oft um þjóðlífíð fyrr á áram, þá var ekki komið að tómum kofanum því amma var víðlesin og hafði lifað tfmana tvenna. Nú þegar leiðir skiljast vil ég þakka ömmu minni fyrir allar stundimar sem við áttum saman. Þrátt fyrir veikindin hin síðari ár hafði hún alltaf nóg af andlegum auði, nóg til að gefa þeim sem vildu þiggja. Eg þakka allt frá okkar fyrstu kynnum, (að yrði margt, ef telja skyldi það. lífsins bók það lifir samt í minnum, er letrað skýit á eitthvert hennar blað. Eg fann í þínu heita, stóra hjarta þá helgu tryggð og vináttunnar ljós er gerir jafnvel dimma daga bjarta, úr dufti lætur spretta lífsins rós. (Margrét Jónsdóttir.) Hvíli ámma mín í friði. Þórdís Nú er elsku amma búin að fá hvíldina, eftir langvarandi veikindi. Það var leitt að Lóa Sif fékk ekki að kynnast langömmu sinni eins og hin bömin. Amma hafði alltaf tíma til að ræða málin við bömin mín þegar ég kom með þau í heimsókn á elliheimilið. Það minnti mig á stundimar sem ég átti með henni þegar ég heimsótti hana á Baróns- stíginn. Þá vora málin rædd yfír kaffi og kökum. Alltaf var hún jafn elskuleg og blíð, stundum glettin. Nú að leiðarlokum kveðjum við Jónu ömmu og trúum því að hún sé horfín í annan heim þar sem hún fær að fylgjast með okkur meðal ættingja sinna, þar sem hún hlýtur blessun Guðs. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé Iof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (Sb. 1886 V. Briem.) Lifya UMBOÐSMENN UM LAND ALU!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.