Morgunblaðið - 22.12.1987, Qupperneq 56

Morgunblaðið - 22.12.1987, Qupperneq 56
56 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. DESEMBER 1987 Minning: Þórarinn Sigurðs- son umdæmisstjóri Fæddur 24. febrúar 1925 Dáinn 17. desember 1987 Hinn 17. desember sl. varð bráð- kvaddur á heimili sínu í Vestmanna- eyjum Þórarinn Sigurðsson, skipasmiður, umdæmisstjóri Sigl- ingamálastofnunar ríkisins í Vestmannaeyjum. Þórarinn hafði nýlega átt í erfíðum veikindum sem vonast var til að hann hefði komist yfír og kom því andlát hans okkur samstarfsmönnum hans mjög á óvart. Þórarinn Sigurðsson fæddist 24. febrúar 1925 á Hallormsstað í Vest- mannaeyjum og voru foreldrar hans hjónin Sigurður Sæmundsson, skipasmiður og Guðbjörg Bjöms- dóttir. Systkini Þórarins voru þrjú þar af eru nú tvö á lífí, en þau eru Torfhildur húsmóðir og Bjöm húsa- smíðameistari, bæði búsett í Reykjavík. Þórarinn ólst upp í Vestmanna- eyjum og kynntist því snemma öllum helstu störfum, tengdum út- gerð og sjósókn og áttu skip og siglingar hug hans upp frá því. Hann lauk almennri skólagöngu í Vestmannaeyjum og hóf ungur nám í tréskipasmíði. Að loknu námi starfaði hann sem skipasmiður í Skipasmíðastöð Vestmannaeyja um árabil og var síðast verkstjóri yfír skipasmíðum í stöðinni. Mér er kunnugt um að mjög gott orð fór af Þórami sem fagmanni og það ásamt eðlislægum kostum hans sem vom aila tíð vandvirkni og sam- viskusemi gerðu hann að fyrsta flokks strfsmanni í greininni. Munu Eigum mikiö úrval af krossum, krönsum og efni til Einmg Þorláksmessa Aðfangadagur Jóladagur ki. 9-23 kl. 9-15 lokað 2. í jólum Gamlársdagur Nýársdagur kl. 10-19 kl. 9-15 lokað i 6897 70. Gróðurhúsinu við Sigtún, simi margir útgerðarmenn og eigendur skipa minnast starfa Þórarins frá þeim tíma með hlýhug. Auk starfa sinna sem skipasmið- ur stundaði Þórarinn, eins og títt var um unga menn f Vestmannaeyj- um á þeim tfma, sjómennsku á vélbátum um lengri eða skemmri tíma í allmörg ár og öðlaðist þar með góða innsýn í líf og störf sjó- manna. Þórarinn var skipaður skipaeftirlitsmaður í Vestmanna- eyjum 1. janúar 1972 og var hann starfsmaður Siglingamálastofnunar ríkisins frá þeim tíma allt til dauða- dags. Hinn 1. mars sl. var Þórarinn skipaður umdæmisstjóri stofnunar- innar í Vestmannaeyjum í kjölfar skipulagsbreytinga á stofnuninni. Þórarinn var tvíkvæntur. Fyrri konu sína Sigrúnu Ólafsdóttur missti hann eftir stutta sambúð í mars 1948. Eftirlifandi konu sinni Perlu Bjömsdóttur frá Bólstaðarhlíð í Vestmannaeyjum kvæntist Þórar- inn 4. október 1958. Böm þeirra em Rúnar, matreiðslumaður og Guðbjörg, háskólanemi, en sambýl- ismaður hennar er Ámi Stefánsson sjómaður. Auk þess ólust upp hjá þeim Þórami og Perlu synir Perlu frá fyrra hjónabandi þeir Bjöm, Konráð og Kristinn og gekk Þórar- inn þeim í föðurstað. Þórarinn Sigurðsson hafði með höndum vandasamt og mikilvægt starf fyrir Siglingamálastofnun ríkisins í Vestmannaeyjum. Segja má að á honum hafí hvílt allt eftir- lit með skipa- og bátaflota Vest- manneyinga. Það gefur augaleið að eftirlit með öryggi skipa í stærstu verstöð landsins, þar sem í hlut eiga at- vinnutæki í undirstöðuatvinnugrein þjóðarinnar, er bæði umfangsmikið og vandasamt starf. Þegar Þórarinn tók við starfí skipaeftirlitsmanns vom flest fískiskip í Vestmannaeyj- um tréskip og var því afar gagnlegt fyrir stofíiunina að fá tTl starfa mann með þá þekkingu og reynslu sem Þórarinn hafði bæði af skipa- smíðum og störfum á sjó. Jafnframt eftirliti með skipum og búnaði þeirra sá Þórarinn um viðhald og eftirlit með gúmmíbjörgunarbátum. Þessum störfum á vegum Siglinga- málastofnunar ríkisins sinnti hann af kostgæfni og samviskusemi sem honum var í blóð borin. Þórarinn var enginn hávaðamaður í daglegu starfi en hann var fylginn sér og með árvekni sinni og vinnusemi náði hann árangri. í samskiptum var Þórarinn sér- staklega þægilegur og sem starfs- maður ávallt reiðubúinn að takast á við ný verkefni, enda var hann vinnusamur og unni sér ekki hvíldar. í októbermánuði sl. veiktist Þórarinn hastarlega og var fluttur á sjúkrahús í Reykjavík, kom þá í ljós að hann var haldinn alvarlegum sjúkdómi. Ég hitti hann fljótlega eftir að hann kom hingað til rann- sóknar og lækninga. Þá ríkti nokkur óvissa um heilsufar hans og hafði hann af því mestar áhyggj- ur ef til þess kæmi að hann þyrfti að hætta að vinna og flytja frá Vestmannaeyjum. En hann náði bata og læknar gáfu honum góða von um að hann gæti sinnt starfí sínu í Vestmannaeyjum áfram. Hann heimsótti mig skömmu áður en hann hélt aftur til Vestmanna- eyja og var þá fullur bjartsýni og áhuga á því að hefja störf að nýju. Þótti mér eldmóður hans með ólík- indum eftir svo alvarleg veikindi, en gleðin yfír því að komast heim til Vestmannaeyja og hugsunin um að geta farið á ný að sýsla við skip og báta hafa líklega villt okkur báðum sýn um heilsufar hans. Þórarinn hafði til að bera ríka kímnigáfu og oftar en ekki kom hann auga á hinar broslegu hliðar mannlífsins. Hann sagði skemmti- lega frá en bar jafnan mikla virð- ingu fyrir samferðamönnum sínum. Hann var hjálpsamur og gestrisinn og vildi allra götu greiða. Heimili Þórarins og Perlu í Vestmannaeyj- um stóð ávallt opið starfsmönnum Siglingamálastofnunar ríkisins, þegar þeir voru þar á ferð, og erf- itt var með gistingu, en það gerðist oft, einkum áður en hótelin tóku til starfa. Minnast margir starfs- menn stofnunarinnar, bæði núver- andi og fyrrverandi, með hlýju og þökk gestrisni þeirra hjóna. Við, núverandi og fyrrverandi starfsmenn Siglingamálastofnunar ríkisins, sendum eiginkonu, börnum og öðrum ástvinum Þórarins Sig- urðssonar dýpstu samúðarkveðjur. Minningin um góðan starfsfélaga mun lifa í hugum okkar. Megi Guð blessa minningu Þórarins Sigurðs- sonar. Magnús Jóhannesson Okkur langar með örfáum orðum að minnast pabba, tengdapabba og afa. Hann bjó alla tíð í Vestmanna- eyjum og gekk þar undir nafninu Doddi frá Hallormsstað. Doddi lærði skipasmíði og vann við þá iðn framan af en þjónaði síðan skipastól Eyjamanna varðandi öryggisbúnað o.fl. fyrir Siglinga- málastofnun ríkisins. Fyrri konu sína, Sigrúnu Ólafs- dóttur, missti hann af bamsförum. Síðar kynntist hann eftirlifandi konu sinni, Perlu Bjömsdóttur frá Bólstaðarhlíð, móður okkar. Doddi reyndist okkur strákunum sem bezti faðir og var oft kátt í kotinu, þó að oft þyrfti að tala káta unglings- pilta til. Þau hjónin eignuðust tvö böm, Rúnar, starfandi matreiðslu- mann og Guðbjörgu, sem er í hjúkrunamámi. Eftir að yngri systkinin fæddust var oft glatt á hjalla á Heiðaveginum og kom þá berlega í ljós hvem mann Doddi hafði að geyma, tók hann okkur öllum sem sínum. Eftir að bama- bömin fóru að koma í heiminn kom í ljós hve bamgóður Doddi var. Oft
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.