Morgunblaðið - 22.12.1987, Page 60
60
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. DESEMBER 1987
fclk í
fréttum
BRIGITTE NIELSEN
Er Dallas borgið?
Brigitte Nielsen hefur ákveðið
að taka boði um að leika í
„Dailas" og er ekki að efa að
nærvera hennar mun fjölga áhorf-
endum til muna. HÚn á að leika
I einum tólf þáttum en ekki hefur
endanlega verið ákveðið hvaða
hlutverki hún mun gegna. Það
ætti þó að reynast auðvelt að
hola henni niður við hlið JR í
nókkrum þáttum.
Hugmyndina að þvf að fá hana
til að hressa upp á dvínandi vin-
sældir Dallasþáttanna, á jöfurinn
sjálfur, JR. Hann hefur viðskipta-
vitið í lagi og sá að ekkert minna
en kynbomban Gitta dygði til að
endurheimta fyrri vinsæidir. Um-
sjónarmenn þáttanna eru ekki
alveg jafnvissir og viðskiptafröm-
uðurinn með kúrekahattinn en
vona það besta.
Gitta er kona önnum kafín
þessa dagana en hún þeysist um
hinn vestræna heim tii að kynna
nýjustu afurð sína, plötuna
„Every Body Tells a Story" -
Hver einasti (kroppur) segir sína
sögu.
Gitta kynnir kroppasönginn
fyrir lýðnuin.
Morgunblaðið/Þorkell
„...frá ferðalagi minu og nokkura aðstoðarmanna minna.“ Hluti „aðstoðarmanna" Valgeirs: Þorsteinn
Jónsson, Egill Ólafsson, Tinna Gunnlaugsdóttir og Ásgeir Óskarsson.
STUÐMENN
Uppskeruhátíð að vetri til
Stuðmenn héldu uppskeruhátíð
að hætti stórbænda um miðjan
desembermánuð. Hátíðin var haldin
í Hart rokk kaffí og sóttu hana
vinir og vandamenn Stuðmanna auk
fjölmiðlasnápa af ýmsu tagi. Þar
kynntu Stuðmenn afurðir ársins;
nýja geisladiska, Strax-plötu og
Kínakvikmynd. Margir góðir vinir
og félagar stigu á stokk, meðal
þeirra má nefna skáldið Guðmund
Haraldsson frá Eyrarbakka sem las
ljóð úr þriðju ljóðabók sinni eins og
honum einum er lagið. Hljómsveitin
Ný dönsk úr Menntaskólanum í
Hamrahlíð lék og vísnasöngvarinn
Valgeir Guðjónsson söng nokkur
lög. Þvínæst kynnti hann kvikmynd
um ferð sína og nokkurra aðstoðar-
manna til Kína. Myndin sú nefnist
„Stuðmenn í Kína“, og verður sýnd
á gamlárskvöld. Simbi, hárgreiðslu-
meistari þeirra Stuðmanna og
Bjami Arason sungu hljóðalaust
(mæmuðu) tvö lög og fórst það vel
úr hendi þó undirbúningurinn hefði
verið af skomum skammti. Þá
stukku á sviðið framkvæmdastjóri
og tvær starfsstúlkur staðarins og
tóku nokkur létt spor við góðar
undirtektir gesta. Hljómsveitin
Svart hvítur draumur sló síðan
botninn í skemmtiatriði hátíðarinn-
ar.
Það vakti mikla kátinu gesta
þegar Simbi sté á svið og „mæm-
aði“ Ragnhildi Gísladóttur.
COSPER
— Bara róleg, þeir koma með veggeiningamar á morgun.
Fulltrúar Hart rokk kaffis: Hrönn Jónsdóttir, Gunnar Kristinsson
og Anna Bára Ólafsdóttir.